Ég er ekki að segja að Trump geti búið til heimskreppu upp á grín, heldur þá er ég einfaldlega að leitast við að skilja afleiðingar líklegrar stefnu Trumps - - miðað við yfirlýsingar, sannarlega gjarnan oft óljósar og í innbyrðis mótsögn, er hann hefur gefið út.
Góð grein úr Der Spiegel: Donald Trump Is the World's Most Dangerous Man
Í grein Spiegel er tekið viðtal við mann, sem skrifaði æfisögu Trumps - framanaf hafi Trump verið áhugasamur um þau skrif, hann hafi fengið að koma inn á heimili Trumps, fengið að taka viðtöl við Trump og einstaka fjölskyldumeðlimi.
- Eitt sem vakti athygli hans, var að hann sá ekki nokkra bók inni á heimili Trumps í risavillu þeirri sem hann býr í.
- Og þegar hann spurði Trump hvaða bók eða bækur hefðu haft áhrif á líf hans - þá vildi Trump einungis tala um bækur sem hann hafði skrifað um þætti úr eigin lífi, og einnig þáttinn "reality TV show" sem var gerður og Trump sjálfur lék í.
- Ályktun æfisagna-ritarans, að Trump einfaldlega læsi ekki bækur, og jafnvel að hann hefði aldrei tamið sér bókalestur.
Síðan kom fram í viðtölunum við Trump, sannfæring Trumps að hann væri mjög kyngóður í meiningunni "good breeding" - einnig sannfæring Trumps um eigin hæfileika - virtist mjög sterk.
- Það sem þarna virðist skýna fram, einnig í hegðan Trumps á kosningafundum, hvernig hann lætur púa niður hvern þann á kosningafundum, sem spyr erfiðra spurninga - síðan reka þá út af svæðinu, hvernig hann talar ákaflega neikvætt um fjölmiðlamenn og blaðamenn almennt --> Þá þolir hann ekki gangrýni.
- Kosningafundir hans virðast snúast um eigin sjálfupphafningu og síðan að hann eys aur yfir hvern þann sem honum er í nöp við, sem virðast fjölmargir.
- Þetta allt kemur heim og saman við það, að ef hann er ákaflega "narkissískur" persónuleiki - en þeir sem eru mjög sterkt "narkissískir" gjarnan skortir sjálfsgagnrýni, samtímis þola illa gagnrýni á sig sjálfa.
- Slíkir menn sem leiðtogar, hafa tilhneygingu til að umkringja sig af já mönnum.
Eins og Trump virtist æfisagnaritaranum koma fyrir sem persóna, þá er kannski auðvelt að skilja af hverju Trump nær svo vel til -- þeirra sem telja sig hafa orðið undir í lífinu.
Hann talar með einföldum hætti, vegna þess að hann hafi einfaldlega aldrei verið - "intellectual." Hann virðist ekki hafa mikla vitneskju um utanríkispólitík.
- Hafa verður í huga, að Trump auðgaðist ekki eins og Bill Gates eða Steve Jobs af því að skapa eitthvað nýtt --> Nei, Trump er fasteignamógúll.
Til þess þarf ákveðið viðskiptavit, átta sig á hvenær er rétt að kaupa, og hvenær að selja -- en það krefst ekki endilega mikillar breiddar í þekkingu, heldur góðrar þekkingu á þeim tilteknu sviðum sem við koma fasteignaviðskiptum.
- Það getur því einfaldlega verið rétt, að Trump sé afskaplega "ignorant" á mörgum sviðum.
- Sem gerir ekki til ef viðkomandi er bara fasteignamógúll, en gæti reynst afskaplega "disastrous" ef hann verður forseti Bandaríkjanna, samtímis með algera sannfæringu um eigið ágæti -- og á sama tíma, enga þolinmæði fyrir gagnrýni.
- Slíkur maður þarf góða ráðgjafa.
- Og hann þarf að hlusta á þá.
En hættan er að - maður með algera sannfæringu um eigið ágæti, og mjög litla þolinmæði fyrir gagnrýni.
Velji fyrst og fremst ráðgjafa, er virðast sömu skoðunar og hann, ráðgjafa sem gæta þess - að gagnrýna aldrei herra Trump, eða segja neitt sem herra Trump mislíkar.
Það gæti komið virkilega hræðilega út -- ef Trump ákveður að gera eitthvað "disastrous."
Umkringdur já mönnum - þá gæti fundurinn sem hann tilkynnti slíka ákvörðun, endað með klappi og húrra hrópum.
Að Trump skapi heimskreppu!
Ef maður á að taka yfirlýsingar Trumps alvarlega - þá ætlar hann að verða sá forseti Bandaríkjanna sem skapar flest störf í sögunni, a.m.k. skv. eigin yfirlýsingum á fundum.
Hann talar - alltaf um sig sem sigurvegara, hvernig hann ætlar að -- tryggja forræði Bandaríkjanna á öllum sviðum, viðskiptasviðinu -- sem öðrum sviðum.
- Hann hefur margítrekað hótað verndartöllum gegn Kína.
- Og öðrum hratt vaxandi löndum Asíu.
Nú ætla ég að gefa mér það -- að Trump skelli á verndartollum á Kína.
Sem skv. reglum "W.T.O." - "World Trade Organization" er ekki heimilt.
En eins og Trump talar, þá skipta reglur ekki máli -- þetta virðist hluti af því af hverju hann hefur líst yfir hrifningu á Pútín, hvernig Pútín hefur hundsað reglur.
Ef marka má það umtal Trumps -- þá mun hann einfaldlega hundsa reglur "W.T.O." í slíku tilviki, og fara sínu fram.
Málið er, að þá líklega -- nett leggur hann "W.T.O." í rúst, en Bandaríkin hafa hingað til verið verndarar heims viðskiptakerfisins --> Enda bjuggu þau það til sjálf.
Ef Bandaríkin sjálf, fara að veifa öxum á það kerfi --> Þá einfaldlega hrynur það, og það á skömmum tíma. Það gæti tekið skemmri tíma ein eitt ár, að leggja það alfarið í rúst.
- Ef heims viðskiðtakerfið er lagt í rúst, þá hrynja heims viðskipti eins og spilaborg.
- En síðast þegar Bandaríkin, settu upp verndartolla við upphaf 4. áratugar sl. aldar, þá leiddi það einmitt til kerfislegs niðurbrots -- þess sem hafði verið frjálst heimskerfi er Bretar höfðu komið á fót. Þá tóku önnur ríki einnig upp verndartolla, og það tók mjög skamman tíma að ganga yfir.
- Í kjölfarið risu upp - lokaðir viðskiptaklúbbar.
En mikilvægi punkturinn er sá -- að við þetta dýpkaði mjög heimskreppan.
Í stað þess að skapa mikinn fjölda starfa -- leiddi þetta til kjarahruns og atvinnuleysis.
- Það er einmitt hvað ég held að gerist, ef Trump - - hefur öxina á loft á heims viðskiptakerfið sem Bandaríkin sjálf bjuggu til.
- Að þá skellur "med det samme" á hyldjúp heimskreppa.
Það mundi auðvitað leiða til mjög snöggrar efnahags dýfu fyrir Bandaríkin líka.
Það yrði þó sennilega verst fyrir Asíulönd sem hafa verið að framleiða mikið af varning fyrir lönd í fjarlægum heimshlutum -- í þeim löndum gæti skollið á gríðarlegt atvinnuleysi.
Á skömmum tíma, mundi sjálfsagt Kína -- taka upp til mikilla muna harðari stefnu gegn Bandaríkjunum, sem Kína -- mundi með réttu kenna um atvinnuleysið og kreppuna.
Útkoman yrði þá líklega ekki einugis -- heimskreppa.
Heldur líka að á einu kjörtímabili mundi herra Trump -- líklega valda einu stykki Köldu Stríði.
- En narkissisti sem tekur ekki gagnrýni, sennilega mundi fagna því, ef upp rís óvinur.
- Bæði löndin með mikið atvinnuleysi heima fyrir, þ.e. Kína og Bandaríkin -- mundu sennilega fagna því, að geta beint sjónum almennings að hvoru öðru sem óvin.
Og hefja mikla hervæðingu og æsingar.
Niðurstaða
Í þessu er ég að gefa mér, að Trump meini allt það sem hann segir - sbr. að ætla setja upp verndartolla. Að hann honum sé í nöp við útlendinga, sérstaklega Múslima. Og að sú sýn sem æfisagnaritari gefur af Trump sé rétt - - þ.e. að Trump sé "narkissisti" á háu stigi.
En a.m.k. sá þáttur kemur vel heim og saman við hegðan Trumps á kosningafundum, ekki síst hve óskaplega ruddalegur Trump oft er - og það almennt við alla sem ekki tilheyra hópi aðdáenda Trumps.
Ef Trump er alvara með það, að reglur eigi ekki að binda Bandaríkin.
Og að koma á verndartollum gegn Asíulöndum.
Þá tel ég það alveg öruggt -- að afleiðingin sé rétt skilgreind "heimskreppa."
Nú ef Trump veldur heimskreppu, þá muna rísa upp gagnrýni gegn honum innan Bandaríkjanna, og ef hann þá hegðar sér í samræmi við núverandi "narkissíska" hegðan, þá verður hann gríðarlega "divisive" þ.e. hann líklega þá bregst afar harkalega við gagnrýninni -- og eys þá aur yfir þá hópa sem rísa upp gegn honum, samtímis og hann hvetur eigin fylgismenn til dáða.
Þá gætu risið upp innan Bandaríkjanna -- mestu innanlandsátök sem sést hafa í Bandaríkjunum í mjög langan tíma.
Í slíku samhengi, efa ég að Trump mundi ná endurkjöri -- en eitt kjörtímabil af Trump gæti reynst mun meir "disastrous" fyrir Bandaríkin og heiminn, en 2-kj0rtímabil af Bush.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þegar maður les yfirskrift þína "Donald Trump gæti búið til heimskreppu ...", dettur manni i hug áróður nazista og kommúnista frá síðari heimsstyrjöld. Slagorð, sem á að skjóta fólki skelk í bryngu og fæla það frá því að leggja eigin dómgreind á málin. Og innihald slíkra yfirskrifta, er oftast ... eintóm rökleysa.
Á meðan þú talar fyrir heims elítuna, og heims viðskiptum. Ætla ég að benda á, að sannleikurinn er sá að það eru meiri líkur til að hlutirnir sé þver öfugt farið, en það sem þú telur upp.
Ég ætla að taka nokkur dæmi hér.
"Nú ætla ég að gefa mér það -- að Trump skelli á verndartollum á Kína.
Sem skv. reglum "W.T.O." - "World Trade Organization" er ekki heimilt.
En eins og Trump talar, þá skipta reglur ekki máli -- þetta virðist hluti af því af hverju hann hefur líst yfir hrifningu á Pútín, hvernig Pútín hefur hundsað reglur."
Hefurðu einhverja græna glóru um það hvað þú ert að tala um? Í viðskiptamálum, eru Kínverjar lítið annað en nazistar, og Indverjar, Víetnamar eru lítið skárri. Allar erlendar afurðir eru á slíkum tollflokki, að einungis ríkisbubbar landsins hafa efni á því að kaupa þær, og þess vegna blómstrar "þjófnaður" á erlendum framleiðslum. Kínversk Kalvin Klein, eða Kínverskt Lego ... eru bara lítil dæmi. Það er því full ástæða að setja refsitolla á Kínverskar vörur, og Indverskar vörur, til að vernda Evrópskan iðnað. En það að Trump muni nokkur tíma setja upp slíka tolla, er alveg fráleitt ... Donald Trump er viðskiptamaður ... hann er í því að hagnast á hlutunum, og myndi aldrei nokkurn tíma gera raunveruleika í því að loka fyrir stærsta tekjumöguleikana, að geta selt "slikk" hér á Vesturlöndum, á skí háu verði. Þú ert svo blindur af rússa hatrinu, að þú sérð ekki skóginn fyrir trjánum.
Hvaða heimsviðskipti ertu að tala um? Sko, heimsviðskiptin ... eru arðrán. Glæpasamtök, elítunar ... með Donald Trump í fararbroddi.
Heimsviðskiptin, eru Kína, sem notar þau til að ræna aðrar þjóðir. Setur alls konar "óbeina" tolla, til að gera erlendar vörur óæskilegar á innri markaði á meðan þeir greiða undir allar sínar vörur. Á sama tíma, eru Kínverskur almenningur að kafna í eiturmekki sem leggur yfir landið. Almenningur býr við ömurleg kjör, þar sem almenningi býðst ekki einu sinni upp á almennileg salerni. Árið 2016, er enn skitið og mygið í flór, í bókstaflegri merkingu. Og í stað þess að reina að reisa standard Kína, upp á stig við Hong Kong, er Hong Kong rifið niður. Kínverjar, flykkjast yfir til Hong Kong, til að kaupa þar "barnamjólk" því Kínversk barnamjólk er illa framleidd, og oft á tíðum beinlínis eitruð. En Kínversk yfirvöld, "hefta" innflutning á barnamjólk, til að vernda þessa innanlands framleiðslu. Og þetta er sannleikur Einar. Og Kína er sko ekkert eitt um þetta, vinur. Íslandi tókst að koma skyri sínu á markað hér erlendis ... en um leið og Íslenskt skyr seldist í meir en 10 pökkum, byrjaði Arla að framleiða "Kvarg", sem líkist skyri. Og til að "vernda" Arla, eru "höft" lögð á innflutning á Íslensku "óblönduðu" skyri, sem fæst ekki lengur í hyllunum eftir að Arla fór að selja "Kvarg".
Fyrir það fyrsta, mun ekki Donald Trump gera neitt af því sem hann segir. En látum svo vera, að hann sé ekki bara "full of shit". Heldur muni raunverulega framkvæma allt þvaðrið. Hvaða forsendur eru fyrir heimskreppu? Ertu að halda því fram, alveg bláeygður ... að ef menn eins og Donald Trump, missi auð sinn og iðnaður komi aftur til Evrópu. Að fólk hér, fái aftur vinnu við að sauma fatnað á sig, eða að framleiða tölvumýs ... að þá verði heimskreppa?
Fyrir utan það, að slíkt er nú bara bull ... þá held ég flestir myndu bjóða þá heimskreppu velkomna.
Að hampa þessum heimsviðskiputm, sem einhverri heilagrí belju ... er bara fávitaháttur.
Það er full ástæða, til að endurskoða WTO og viðskipta samninga. Donald Trump, ælir út úr sér hlutum, sem eru raunveruleg málefni. En Donald Trump, er sko ekki sá maður sem mun nokkurn tíma gera það sem hann segir. Í fyrsta lagi, hefur almenningur í Bandaríkjunum ekki loka orðið yfir það hver verður næsti forseti þar. Það er elektorate, sem hefur það loka orð. Og, Einar, Donald Trump er einn af elítu Bandaríkjanna og er innan elektorate ráðsins. Hann veit betur en þú, að hann verður aldrei forseti. Maðurinn er að spila "devils advocate", með því að segja upphátt það sem almenningur er að hugsa. En segja það á svo ógeðslegan hátt, að almenningi býður við því ... sem það sjálft vill. Enda væri Donald Trump, hreinleiga að fremja sjálfsmorð ef hann framkvæmdi eitthvað af því sem hann segir ... hann segir þetta, því hann veit hann þarf aldrei að standa við það. Slær þrjár flugur í einu höggi.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 15.2.2016 kl. 09:21
Ég velti fyrir mér hvort að þú áttir þig á því að þú heldur frammi klassískum viðhorfum heims kommúnismans til alþjóða viðskipta - eins og þau voru fyrir hrun heims kommúnismans.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.2.2016 kl. 12:03
Allar þínar fullyrðingar að almenningur í Kína eða Indlandi, græði ekkert á þeirri efnahagsuppbyggingu sem er í gangi í þeim löndum - er augljóst kjaftæði.
Atvinnuleysi -- yrði mjög mikið í Bandaríkjunum --> Vegna þess að mjög mörg þjónustustörf mundu tapast + plús störf í útflutningi, vegna minnkaðrar eftirspurnar í öðrum löndum.
Ég hef áður tekið eftir þinni fullyrðingagleði -- en þ.e. greinilegt að þú fullyrðig æði oft algerlega út í bláinn, er þú greinilega veit ekki hvernig hlutirnir virka.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.2.2016 kl. 12:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning