12.2.2016 | 23:49
Greinandi segir að skipting Sýrlands í áhrifasvæði Rússlands og Bandaríkjanna - sé í gerjun
Mér finnst þetta áhugaverð ábending greinandans:
You can just look at where the bombs have been falling, - What we have seen developing for the past two months, is an effective division of Syria into two zones of influence. One dominated by Moscow, the other by Washington. There is already effective partition of operations. So the question is, does that translate into something more permanent?
- "Russias air strikes have slowly pushed east across Syria since Moscow first began its military intervention in late September 2015, carving out an area of aerial control that the US has gradually ceded."
- "Washington is instead now focusing almost all of its aerial firepower on Isis strongholds in Syrias east, in Deir Ezzor, Raqqa, and al-Hasakah."
- There is pretty much a line you can draw, from just east of Aleppo in the North all the way down to Deraa in the South,
Það má líkja þessu við verkaskiptingu!
Rússar fókusi á uppreisnarmenn - sem sjáist á ferli loftárása á þeirra vegum.
Bandaríkin fókusi á svæði undir stjórn ISIS - sem sjáist á því hvar þeirra vélar beita sér.
En í leiðinni geti verið að þróast 2-áhrifasvæði?
Þau gætu falið í sér - framtíðarskiptingu Sýrlands!
Áhrifasvæði Rússa væri þá N-Sýrland, þ.e. ströndin, höfuðborgin, Aleppo - síðan Austur að landamærum við Tyrkland - ca. í beinni línu -eins og greinandinn benti á.
Áhrifasvæði Bandaríkjanna væri þá N-Sýrland, eiginlega svæði byggð sýrlenskum Kúrdum - sem Bandaríkin hafa verið að vopna, samtímis sem getur vart kætt Bandaríkin Tyrkland hefur beitt sýrlenska Kúrda loftárásum, og svæði nú undir stjórn ISIS.
Skv. þessu séu Rússar að láta það eftir til Bandaríkjanna - og bandamanna Bandaríkjanna, að sigrast á ISIS á megin áhrifasvæðum ISIS í S-Sýrlandi.
Meðan að markmið Rússa, sé að tryggja stöðu stjórnarinnar í Damaskus í S-hluta Sýrlands, og ekki síst hinum mikilvægu strandsvæðum Sýrlands þ.s. Rússar hafa flotastöð í Tartus og herstöð í Ladakia borg.
Þá gætu yfirlýsingar Saudi Araba, að senda her til að berjast við ISIS í Sýrlandi - spilað inn í þetta samhengi!
Um daginn var fundur milli áhrifamanna fra Saudi Arabíu í Istanbul - þ.s. rætt var hugsanlegt samstarf Saudi Arabíu og Tyrklands, um að senda her inn á svæði ISIS innan Sýrlands - til að hernema þau svæði.
Ef greinandinn hefur rétt fyrir sér - gætu Saudar verið að þessu, fyrir hönd Bandaríkjanna.
En gagnkvæmur pyrringur er nú í gangi milli Bandaríkjanna og Tyrklands. T.d. um daginn, þá fordæmdi Erdogan stuðning Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda.
Saudar gætu þá verið - frekar en verð að spila sinn eigin leik - verið að ástunda milligöngu, til að fá Tyrki með í verkefnið.
En Bandaríkjastjórn hefur látið lýðum ljóst, að hún ætlar ekki að senda landher á svæðið.
Fyrir utan, að líklega er mun betra - að sá her er væri sendur til höfuðs ISIS, sé skipaður Múslimum sem samtímis séu Súnní - sem er meirihluta trú á umráðasvæðum ISIS.
Hver sá sem sparkar ISIS frá S-Sýrlandi - þarf einnig að geta stjórnað svæðinu þar, án þess að íbúar hefji uppreisn gegn viðkomandi.
Það sé minna líklegt, ef herlið sem væri þar til staðar, væri Súnní Íslam trúar eins og íbúarnir.
Það er þá hugsanlegt að þessi herför fari fram á nk. vikum eða mánuðum!
Ég geri þá ráð fyrir að hersveitir mannaðar Súnní Múslimum, mundu hersytja það svæði með varanlegum hætti - sem tekið væri af ISIS, þar á meðal höfuðborg ISIS Raqqah.
Það svæði mundi samtímis verða verndarsvæði fyrir núverandi uppreisnarmenn í Sýrlandi.
Og gæti einnig orðið að svæði þ.s. unnt væri að hýsa Súnní Múslima er hafa flúið erlendis, eða eru flóttamenn innan Sýrlands.
Það gæti þá hugsanlega þróast fyrir rest samkomulag um frið með þeim hætti, að skipting landsins verði ca. með þeim hætti.
Og það gæti hugsanlega bundið endi á átökin.
Auðvitað er það einnig mögulegt - að stríðið mundi halda áfram, og þróast í framhaldinu í nýja pattstöðu.
Þ.s. Rússar - Hesbollah og Íran, mundu gæta N-hluta Sýrlands.
Bandamenn Bandaríkjanna í Arabaheiminum - gæta S-hluta Sýrlands.
Báðir möguleikar virðast mér til staðar í slíku framhaldi - friður/stríð í pattstöðu.
Niðurstaða
Eitt virðist öruggt að margt er að gerjast í Sýrlandi -- tvennt er þó fullvíst. Annars vegar að Rússar hafa ekki efni á víðtæku stríði innan Sýrlands. Og hitt, að stjórnin í Damaskus er of veikluð samtímis glýmir við mannaflaskort - til að líklega vera fær um að stjórna landinu öllu.
Rússar líklega ekki til í að senda fjölmennan her til landins, til varanlegrar gæslu eða hersetu, geti þá verið til í skiptingu landsins - skv. grófum útlínum nefndar að ofan.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einar ,þú átt ekki að vera að hlusta á þennan greinanda. Þetta er bara "wishful thinking" eins og sagt er.
Ég sagði þér stax í upphafi á þáttöku Rússa í stríðinu hvað þeir mundu gera , og það er einmitt það sem þeir eru að gera.
Þeir eru að sprengja sé leið að landamærum Tyrklands og fara síðan í austur og taka höndum saman við Kúrda.Kúrdar eru tilbúnir og hafa opnað einskonar sendiráð í Moskvu til að vinna að þessu.
Sýrlandsher hefur þegar lokað á aðföng frá Jórdaníu og er á góðri leið með að loka Tyrklandi.
Annaðhvort Kúrdar eða Sýrlandsher mun svo taka Raqqa eftir því hvor nær þangað á undan.
Kúrdar eru ekki ánægðir með að Bandaríkjasmenn skuli bera kápuna á báðum öxlum ,til að styggja ekki Tyrki.
.
Það sem ruglar væntanlega greinandann er að Rússar gera ekki greinarmun á hryðjuverkamönnum eftir kennitölu,hryðjuverkamenn eru bara hryðjuverkamenn.
Eins og sést á kortum er lag af hófsömum hryðjuverkamönnum sunnan við ISIS.
Sýrlandsher getur því ekki ráðist á ISIS nema að litlu leyti án þess að uppræta hófsömu hryðjuverkamennina fyrst,og það er það sem er verið að gera.
Núna mun Sýrlandsher klára að fara að landamærum Tyrklands og jafnframt hreinsa herkvína í Aleppo. Næst verður hervínni sem er að myndast norðan við Aleppo lokað og eytt og þá myndast stór herkví norðan við ,sem verður hreinsuð ef hófsömu hryðjuverkamennirnir forða sér ekki áður.
Þá er búið að klúfa hófsömu hryðjuverkamennina í tvo hópa og loka fyrir aðföng handa syðri hópnum.
Hersafnaðurinn heldur nú austur,en hersafnaður frá Latakia sér um að uppræta syðri arm Hófsömu hryðjuverkamanna ,sem nú fá engar nýjar birgðir.
.
Það er augjlójst að Rússneskir stjórnendur eru orðnir áhrifamiklir í aðgerðum Sýrlandshers.Það má glöggt sjá Rússneskt handbragð á svæðinu norður af Aleppo.
Það er unun að sjá hvernig herkvíin í kringum Aleppo leggur um leið grunninn að herkví um næsta svæði fyrir norðan sem að lokum myndar svo stóra herkví austast á svæðinu allt að landamærum Tyrklands. Þetta getur ekki mistekist.
Putin er ekki kominn þarna til að semja um frið við hryðjuverkamenn,hann er kominn til að eyða þeim. Mér finnst ólíklegt að hann stoppi fyrr en því er lokið.
Þetta stríð er hundódýrt fyrir hann,svo hann getur í raun haldið áfram endalaust. Ekkert mannfall,ekkert tjón á búnaði,aðeins efnið í sprengjurnar og slatti af ódýrri olíu.
Kallarnir þurfa að æfa sig hvort sem er.
.
Saudar. Ég er ekki alveg að átta mig á hversvegna Saudar ættu að ráðst inn í Sýrland. ISIS eru trúbræður þeirra og bandamenn ,svo ekki fara þeir að ráðst á ISIS.
Hvernig þeir ætla að koma því við að berjast við Sýrlandsher,án þess að lenda í útistöðum við Rússa er mér hulin ráðgáta.Her Sauda er ekki svo merkilegur að hann þoli það.
Hugsanlega geta þeir gagnast ISIS með einhverjum öðrum hætti sem ég átta mig ekki á.
.
Staða bandaríkjanna í öllu þessu er orðin heldur aumkunarverð.
Þeir eru að glata trausti flestra bandamanna sinna á svæðinu ,af því þeir berjast ekki heishugar með neinum.
Kúrdar eru að missa þolinmæðina af því þeir styðja þá ekki heilshugar út af Tyrklandi og af því bandaríkjamenn vilja ekki eyða tekjustofnum ISIS.
Tyrkir eru æfir af því að US er að daðra við Kúrda
Írakar eru búnir að missa allt traust til US út af linkind þeirra við ISIS og að US tók ekki afstöðu með þeim þegar Tyrkir gerðu innrás í Írak.
Sýrlendingar sem voru bandamenn US til skamms tíma ,og hýstu meðal annars pyntingabúðir fyrir þá ,fyrirgefa þeim væntanlega ekki á næstunni fyrir að hafa sigað á þá hryðjuverkamönnum.
Saudar munu væntanlega fljótlega þurfa að yfirgefa samkomulagið frá 1973 um petrodollarin ,vegna þrýstings frá aðal viðskiftavini sínum sem er Kína. Ef ekki munu Kínverjar leita annað ,þar sem þeir geta borgað með eigin gjaldmiðli
Ég held að famtíð Sauda geti verið svolítið óviss.
.
Svo eru Iranir sem hafa ekki mikið álit á US. Mér kæmi ekki á óvart að Kína mundi skifta Saudum út fyrir Írani sem byrgja ef Saudar þráast við.Kínverjar gætu í leiðinni fjárfest í Íröskum olíuiðnaði. Það fer ákaflega vel á með Kínverjum og Írökum þessa dagana.
Írakar hafa þegar gefið út að þeir ætli að nota Euro í sínum viðskiftum.
Niðurstaðan úr þessu verður væntanlega sú að Us missir öll ítök í Miðausturlöndum nema þau sem þeir geta haldið í með ofbeldi.
Ef menn vilja öðlast skilning á átökunum í Sýrlandi er einfaldast að hafa samband við mig. :))
Borgþór Jónsson, 13.2.2016 kl. 03:17
Það kemur mér ekki á óvart að þú styðjir áframhalandi þjóðernishreinsanir Írana og Rússa á Súnní Aröbum -- en þ.e. þ.s. þú er að lísa, að skipulega sé farið úr hólfi til hólfs - allir Súnní Arabar hraktir frá Sýrlandi.
Og auðvitað flóttamennirnir sendir til Evrópu eða Tyrklands beða til beggja. Og þú lætur eins og, það verði engin gagnviðbrögð - ef Rússar láta lönd og leið það vopnahlé sem var samið um - nú mjög svo nýlega.
Þ.e. þá sem Saudar og bandamenn þeirra við Persaflóa koma inn.
Því ef þú bætir þeim inn í myndina -- þá er hægt að taka Raqqah og svæðin sem ISIS ræður yfir.
Hætta á stríði við Sýrlandsstjórn - eða Íran, er enginn.
Þ.s. herir þeirra eru ekki að ráðast að ISIS á þeim svæðum, þeir er á leið til landamæra Tyrklands fyrir Austan, annars vegar, og hins vegar beina sér að skæruhópum við landamæri Jórdaníu, og að auki skæruliðahópum sem eru Norðan við Aleppo.
Ef við ímyndum okkur, að --- Rússar svíkji samkomulagið um vopnahlé, eins og þú gerir ráð fyrir --> Þá fá þessir uppreisnarhópar/skæruliðar - meiri og betri vopn, en unnt er að send vopn niður í fallhlífum - það geta NATO flugvélar gert, og Rússar munu ekki þora að hindra þær í því eða skjóta niður.
Slíkar vopnasendingar a.m.k. tefja fyrir því, að sókn Írana og Hesbolla, með leyfunum af Sýrlandsher beri árangur -- og ef í vopnapakkanum verða loftvarnarflaugar, þá hætta þotur Rússa að geta varpað sprengjum nema úr mikilli hæð, sem dregur mjög úr nákvæmni vélanna við sprengjuvarp.
Þá auðvitað eru uppreisnarmenn eða skæruliðar andstæðinga stjórnvalda, ekki í eins vonlausri stöðu og þú hefur ákveðið.
Síðan taka bandamenn Bandaríkjanna, Raqqah og nágrenni - hreinsa ISIS í Burtu, og það svæði verður síðan undir hervernd eða hernámi Araba bandamanna Bandaríkjanna.
M.ö.o. ISIS er Haram, þannig að Saudar munu með glíju í augum ganga milli bols og höfuð á þeim. Og aðrir þeir sem Saudar fá í lið með sér.
Ef Rússar svíkja -- samkomulagið um vopnahlé!
Þá verður það tryggt -- að þetta stríð verði að "Quakmire" fyrir Pútín.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 13.2.2016 kl. 11:57
Þjóðernishreinsanir? Heirðu Einar, þessi Rússagrýla þín gengur út í öfgar.
Saudi Arabar eru villimenn, sem stunda sömu æfingar og ISIS ... Tyrkir, veit hver einasti maður, að hafa alla tíð verið "brotalöm" í hreifingu hryðjuverkamanna til og frá Evrópu. Og 50 þúsund manna hópurinn sem flúði frá Aleppo, voru mannlegir skyldir sem skæruliðar notfærðu sér til að geta flúið í skjóli þeirra til Tyrklands.
Ég er sammála Bergþóri í því að það sé erfitt að átta sig á spili Saudi Araba og Tyrkja. En geri því skóna að þeir séu fyrst og fremst að reyna að vernda þá hermenn sem þeir sjálfir hafa sent á svæðið sem skæruliða, og einnig að koma í veg fyrir að Kúrdum takist að loka landamærum Sýrlands og Tyrklands. Bæði þessi lönd, eiga eftir að eiga í miklum innanlands óeirðum innan skamms.
Spurningin er bara hvaða spil, Rússar eru að spila ... en að þetta verði einhver "Quakmire" eða kvikamýri eins og þú heldur, Einar, er bara "wishful thinking". Þú sérð ekki Skóginn fyrir trjánum. Rússar hafa engin áform í mið-austurlöndum, enn síður hafa þeir áform um að fara í stríð ... þannig að mínu áliti, eru þeir einungis að spila þetta til að fá "samninga", að öllum líkindum við kanann ... og þeir munu láta undan, þegar þeir hafa fengið það sem þeir vilja. Ég þori að leggja að veði, að það sé Úkraína og gasið þar sem er hið raunverulega "vandamál" sem er uppi á borðum milli Rússa og Kanans, ásamt NATO. Og Sýrland sé bara "proxy" sem Rússar hafa engan áhuga á, í raun og veru ... annað en að prófa hergögnin sín, þjálfa herinn sinn. Og gera Evrópu ljóst, að þeir geti lagt alla "sigurvímu" á hylluna.
Niðurstaða þessa alls, að mínu áliti, er það að Bandaríkjamenn mun minnka samvinnu sína við Evrópu ... nema að nafninu til, og munu auka sinn eigin viðbúnað á Atlantshafi í stað þess að láta það í hendur annarra NATO ríkja.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 13.2.2016 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning