Staðfesting á tilvist þyngdaraflsbylgjur - virðist stórmerkilegur atburður

Í fysta lagi þá var ekki vitað fyrir algerlega víst að "gravity wave" eða þyngaraflsbylgjur - væru til. Þó að Albert Einstein hafi sett fram kenningu um þeirra tilvist í afstæðiskenningu sinni. Hann einnig setti fram kenningu um tilvist svarthola.

  1. Það má samtímis fullyrða - að tilvist svarthola hafi einnig verið sönnuð.
  2. Því að þær bylgjur sem voru mældar - koma frá risaatburði er 2-svarthol væntanlega leyfar tvístyrnis - sameinuðust.
  3. Annað svartholið telst hafa verið 29 sólarmassar, hitt 36. Svo stórar stjörnur hafa líklega verið útfjólubláar risastjörnur, áður en þær sprungu og urðu að svartholum.
  4. Sú orka er leystist úr læðingi, hafi um tíma varpað frá sér birtumagni sem sé meira að sögn vísindamannanna en komi frá öllum stjörnum sem til eru í alheiminum.

Þessi risa-atburður hafi togað og teygt til bæði tíma og rúm!

Það sé togið á rýminu sjálfu sem nú hafi tekist að mæla!

Gravitational Waves Detected, Confirming Einstein’s Theory

Einstein's gravitational waves detected in landmark discovery

https://i.kinja-img.com/gawker-media/image/upload/r9wmyolsyefh6zyp03xn.gif

Í rannsókninni voru notuð 2-rannsóknartæki er nefnast "LIGO"

2-slíkir mælar eru til staðar innan Bandaríkjanna, bilið á milli þeirra 3.002km.
Annar í Livingstone Loisiana, hinn nærri Richland í Washington fylki.

Fjarlægðin sé næg milli þeirra til þess að unnt er að nota sömu mælingu í þeim báðum, til að útiloka að utanaðkomandi áhrif önnur en þau sem til stóð að mæla - hafi skapað villumælingu.

https://www.i2u2.org/elab/ligo/graphics/lho_aerial_photo.jpg

Eins og sjá má á ljósmynd - þá eru til staðar í hvorum mæli 2-steynsteypt göng sem eru 4km. að lengd, og mynda L. Inni í þeim er viðhaldið hástigs lofttómi.

  1. Mæling fer fram með laser sem varpað er á geisla-skipti, er klýfur geislann og varpar honum inn í göngin til sitt hvorrar handar.
  2. Á enda hvorra ganga er spegill, er varpar klofna geislanum aftur til baka til - geisla-skiptisins, og þá sameinast geislinn að nýju.
  3. Ef annar eða báðir geislar breytast, þá kemur ljós á tiltekinn nema.
  4. Að tíðni annars eða beggja geisla breytist, gerist ef önnur göngin verða andartak örlítið lengri en hin - eða bæði göngin í tilviki að tíðni beggja breytist.
  5. Þyngdarafls bylgjur hafa einmitt þau áhrif - en vegna þess að þær fara hjá á hraða ljóssins, þarf væntanlega laserinn að lisa gríðarlega mörgum sinnum per sekúndu til að ná mælingunni.

Með tækni-trixum, fer laserinn 75 sinnum lengd ganganna í hvert sinn - en í göngunum fer laserinn í gegnum svokölluð "Fabry–Pérot cavities."
Áður en speglarnir endursenda hvorn geisla aftur til baka til laserskiptisins.

 

Hvaða máli skiptir þetta?

Nær tíma áhrif verða væntanlega þau, að nú geta vísindamenn -- séð alheiminn í gegnun lensu þyngaraflsbylgja.
Þannig opnast ný leið til að skoða alheiminn - sem talið er að muni opna nýja sýn á fyrirbæri alheimsins.

  • Það eru t.d. mörg svæði í alheiminum sem við getum ekki séð - vegna þess að mörg fyrirbæri í alheiminum hindra okkur sýn þegar notast er við ljós eða radarbylgjur, eða aðrar bylgjur á rafsegulsbylgjusviðinu.

Sem dæmi, þá hindrar miðja vetrarbrautarinnar okkur sýn - sambærilegt við það að mannkyn þekkti ekki dökku hliðina á tunglinu fyrr en geimkannar fóru í fyrsta sinn hring um Tunglið.

Það þíðir að mjög lítil vitneskja er til staðar um stjörnur og önnur fyrirbæri handan við þann skugga er tilheyra okkar vetrarbraut.

  • Þyngdaraflsbylgjur aftur á móti fara beint í gegnum efnið, hvort sem þ.e. stjarna eða pláneta er verður á veginum - eða miðja vetrarbrautarinnar.

Menn vonast einnig til að geta -- litið lengra aftur í tímann, þ.e. séð fjarlægari fyrirbæri en nú er mögulegt.
En í dag getum við ekki séð lengra aftur í tímann - þ.e. fjarlægari fyrirbæri, en þau sem voru orðin til eftir að stjörnur fóru að lísa upp alheiminn.

En með þyngdaraflsbylgjumælum - telja vísindamenn sig geta séð fyrirbæri er urðu til áður en fyrstu stjörnur alheimsins fóru að lísa.
Þannig að með þyngdaraflsbylgjumælum verði unnt að skoða alheiminn - lengra aftur í tímann en áður hefur verið mögulegt, jafnvel mjög nærri upphafs sprengingunni sjálfri.

Þannig aflað frekari vitnesku um -- upphaf alheimsins.

  • En ekki síst, þá á að verða mögulegt að -- rannsaka svarthol!

En svarthol eru þess eðlis, að ljósið sjálft sleppur ekki frá þeim.
En annað gildir um þyngdaraflsbylgjur.

Þannig að með þyngdaraflsbylgjum verði unnt að skyggnast inn í svartholin sjálf.
Komast að því - hvers konar fyrirbæri þau séu.

 

Niðurstaða
Staðfesting þyngdaraflsbylgja - sé mikilvæg vegna þess að staðfesting þess að unnt sé að mæla þær, muni gera stórfelldar nýjar vísinda-uppgötvanir mögulegar. Með því að unnt er að greina þyngdaraflsbylgjur - þá opnist ný sýn á alheiminn, og fjöldi fyrirbæra er áður var ekki unnt að rannska eða sjá - muni verða greinanleg og því rannsakanleg.

M.ö.o. muni staðfesting tilvistar þyngdaraflsbyglja framkalla risastökk í heimi vísinda.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú meinar að sjálfsögðu að stjörnurnar "féllu saman" (implode) en ekki sprenging (explode)?

Erum við að tala um mælingu á higgs boson, eða bylgjur sem stafa af því að aðdráttaraflið hafði áhrif á "fótónur" ?

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 12.2.2016 kl. 23:00

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Vanalega er talað um sprengistjörnur - það gerist hvort tveggja að mikið magn efnis þeytist frá þeim, og að kjarni þeirra fellur saman og verður að svartholi.
Í reynd, þegar kjarni þeirra fellur saman -- verða gagnáhrif í hina áttina er þeyta miklu efni frá þeim.
Tilsýndar þá verður atburður er lýsir frá sér með margföldu ljósmagni viðkomandi stjörnu í skamma stund -- samtímis og að miklu efni er þeytt í burtu, þá myndast einnig gríðarleg geislun er þeytist frá stjörnunni sem er að verða að svartholi, geislun sem er það mikil að hún sennilega er nægilega sterk í nokkurra ljósára fjarlægð í allar áttir frá miðju atburðarins til að eyða lífi á öllum plánetum í sólkerfum innan nokkurra ljósára.

Þetta er ein tegund kosmískra atburða - sem t.d. er fær um að eyða öllu lífi á Jörðinni, ef Jörðin er innan örfárra ljósára frá myndun svarthols í kjölfar dauða risastjörnu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.2.2016 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband