9.2.2016 | 21:50
Stríðið í Sýrlandi virðist á leið í aukningu er getur orðið meiriháttar, með líklega stórauknum afskiptum utanaðkomandi aðila
Skv. fréttum eru fundir í gangi milli tyrkneskra yfirvalda og stjórnvalda í Saudi Arabíu, ásamt bandamönnum Sauda í við Persaflóa - - fundarefnið, hugsanlegt beint inngrip þeirra aðila inn í stríðið í Sýrlandi.
- Ég er að tala um - að þeir taki sig saman um að, hernema svæði innan Sýrlands.
- Á hinn bóginn eru a.m.k. 2-valkostir í þeirri stöðu!
A)Hugsanlegur valkostur, að setja upp - verndarsvæði meðfram landamærum Sýrlands við Tyrkland, fyrir flóttamenn frá Sýrlandi - sem og uppreisnarmenn.
B)Væri sameiginleg atlaga að -ISIS- sem ætlað væri að hernema svæði innan Sýrlands, sem tekið yrði af -ISIS- en síðan notað til þess, að skapa verndarsvæði fyrir uppreisnarmenn - sem og flóttamenn.
Ekki liggur fyrir - hvor valkosturinn yrði ofan á!
Né hvort að líkur séu miklar á því að þessi lönd - hefji bein afskipti með eigin herliði að stríðinu í Sýrlandi!
Saudis make plans to deploy ground troops in Syria
Saudar - flóa Arabar og Tyrkland, standa fyrir þeim valkosti að tapa fyrir bandalagi Írans, Hesbollah, Alavi stjórnarinnar í Damascus og Rússlandi -- eða grípa til róttækra aðgerða!
Síðan ca. 2013, hefur stríðið í Sýrlandi - að mestu virst vera undir stjórn, erlendra aðila.
- Írans, en stjórnin í Damaskus virðist vera lítið meir en -leppstjórn- Írans. Svo veikluð sé staða hennar, svo gersamlega háð herliði frá Íran + sveitum á vegum Hesbollah + Rússlandi -- að erfitt er að líta á Assad sem sjálfstæðan geranda.
- Síðan eru það þeir utanaðkomandi aðilar er hafa verið megin stuðningsaðilar uppreisnarmanna -- þ.e. Tyrkland, Saudi Arabía og furstadæmin við Persaflóa.
Þessar 2-megin fylkingar hafi sl. 3 ár - stórum hluta stjórnað átökum þar.
Átökin séu þar með --> Í reynd "proxy war" milli þessara aðila.
Stríðinu hafi verið stolið -- af upphaflegu uppreisninni, er reis upp í sept. 2011.
- Shíta - Súnní vinkillinn sé mikilvægt atriði, en kalt stríð hefur geisað milli Saudi Arabíu og flóa Araba -- og Írans nú í 30 ár. En síðan Bush fór inn í Írak -- hafa þau átök verið í stigmögnun.
- En þegar uppreisn hófst 2011 innanlands í Sýrlandi -- virðist að utanaðkomandi aðilarnir hafi séð tækifæri, til þess -- að veikja valdastöðu Írans í Mið-austurlöndum, enda Sýrland lykil bandamaður Írans - en án landsamganga í gegnum Sýrland, hefur Íran enga landtengingu við svæði undir stjórn Hesbollah, sem er annar mikilvægur bandamaður Írans.
- Þetta er langt í frá eina átakasvæðið -- annað stríð er í gangi á sama tíma í Jemen, "proxy war" milli Írans og Saudi Arabíu í bandalagi við flóa Araba.
Mér virðist fljótt á litið - minna áhættusamt, fyrir löndin að fara inn í Sýrland undir formerkjum "anti ISIS" aðgerðar!
Yfirlýst markmið væri þá að ganga milli bols og höfuðs á ISIS, og a.m.k. ná af ISIS umtalsverðum svæðum innan Sýrlands.
Og ég efa ekki, að ef sú aðgerð yrði ofan á -- að sameiginlegur herstyrkur ríkjanna, mundi raunverulega -- ganga á milli bols og höfuðs á umráðasvæði ISIS innan Sýrlands, að stórum hluta.
Bandaríkin gætu þá stutt aðgerðina - undir þeim formerkjum.
En eftir að hafa náð svæðum af ISIS - yrðu þau áfram undir hernámi herja Sauda - flóa Araba og Tyrklands.
Og þau svæði notuð sem verndarsvæði fyrir flóttamenn - sem og uppreisnarmenn, þjálfunarbúðum þar komið upp - og þær búðir undir hervernd herja þeirra landa, sem og þeirra flugherja.
Þá væri þetta inngrip í stríðið -- beint til höfuðs aðgerð Pútíns.
Einnig er mögulegt að Tyrklands her á nk. dögum, taki svæði næst landamærum við Tyrkland - undir sína vernd, sendi þangað herlið -- síðan mæti Saudi Arabía og flóa Arabar þangað líka!
Mér virðist þessi aðgerð mun áhættusamari - vegna þess að nú eru hersveitir á vegum Írana, herflokkar á vegum Hesbollah og herflokkar á vegum Alavi stjórnarinnar í Damaskus - - á hraðri sókn í átt að landamærunum við Tyrkland.
Það getur verið að þegar sé sóknin komin í minna en 20km. fjarlægð frá landamærunum við Tyrkalnd - á sumum stöðum.
Á sama tíma, eru flughersveitir Rússa - stöðugt að gera loftárásir á þessi svæði, þá einkum stöðvar uppreisnarmanna -- til að brjóta niður þeirra síðustu varnir á Norður svæðinu og þar með er stefnt að töku þeirra svæða er liggja að landamærunum við Tyrkland.
Það þíðir -- að ef til stendur á annað borð, að fara þessa tilteknu leið.
Verður her Tyrklands líklega að hreyfa sig -- innan örfárra daga!
Það séu ekki vikur til stefnu!
- Á sama tíma, væru verulega umtalsverðar líkur á því að hersveitir Tyrkja -- geti lent í árekstrum við hersveitir Írana - Hesbollah og auðvitað stjórnarinnar í Damaskus.
- Að auki, gæti það vel gerst - að einhverjar sprengjur falli á tyrkneskar hersveitir af flugsveitum Rússa -- þó að verið geti að flugher Tyrkja mundi samtímis vera til taks, þ.e. það gæti orðið loftorrusta.
- Þarna er augljóst til staðar -- mjög umtalsverð stríðshætta!
Ef aðgerð undir formerkjum, að berja á ISIS - verður ofan á!
Þá er að auki meiri tími til stefnu - auk þess að strangt til tekið er ekki nauðsynlegt fyrir liðssafnað Tyrkja - Sauda og flóa Araba --> Að eiga sér stað innan Sýrlands.
Vegna þess hve þægir íraskir Kúrdar hafa verið Tyrkjum -- en á móti heimila Tyrkir íröskum Kúrdum að selja olíu í gegnum Tyrkland.
Virðist mér til muna vænlegra fyrir löndin -- að safna liði sínu á svæðum undir umráðum Peshmerga sveita íraskra Kúrda!
Þá er áhætta á árekstri við aðgerðir Rússa - Írana og Hesbollah innan Sýrlands - - engin.
- Sá liðssafnður, gæti síðan ráðist inn á sýrlenskt yfirráðasvæði ISIS - frá umráðasvæði Peshmerga innan Íraks.
- Sókt beint úr Suðri í átt til Raqqah!
Það getur ekki verið nokkur vafi um - að þessi lönd eru fær um að safna saman nægu liði, til að taka Raqqah og nágrenni, og síðan halda þeim svæðum.
Þær hersveitir gætu þess vegna, einnig - tekið Mosul í Írak, af ISIS --> Án þess að afhenda Mosul til stjórnarinnar í Bagdad.
Niðurstaða
Mín ályktun er að ef Saudi Arabía - flóa Arabar og Tyrkland, láta verða af því að hefja beint inngrip í átök innan Sýrlands með eigin herliði. Aðgerð er væri til höfuðs aðgerð Rússa - og ætlað að snúa hlutum aftur við innan Sýrlands.
Þá væri til muna áhættuminna - að beina aðgerð upphaflega gegn ISIS, til að síðar meir að nota landsvæði innan Sýrlands, nú undir stjórn ISIS - sem verndarsvæði fyrir uppreisnarmenn, koma þar upp þjálfunarbúðum - sem og flóttamannabúðum fyrir sýrlenska flóttamenn.
Hverjar líkur eru á þessu - hef ég ekki hugmynd um, en örugglega hærri en "0."
Hafandi í huga, að Sýrlands stríðið hefur spilað rullu í samhengi átaka Írans og Saudi Arabíu í bandalagi við flóa Araba -- að þessi lönd líta á átök innan Sýrlands í samhengi þeirra heildarátaka án nokkurs vafa.
Þannig að þau mundu líta á það sem ósigur í samhengi þeirra átaka, ef bandamenn Írans vinna fullnaðarsigur innan Sýrlands.
Þá grunar mig að líkur séu þó nokkrar á því að önnur hvor áætlunin um inngrip - komist til framkvæmda.
En ef ég mundi geta ráðlagt þessum löndum - - þá mundi ég velja þá nálgun sem er áhættuminni.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar Björn
Hjá Saudi Aröbum þá snýst þetta eingöngu um að koma Assad frá völdum, og því vilja Saudi Arabar halda áfram og styðja vopnaða uppreisnarmenn þarna í stríðinu gegn Assad. Nú og utanríkisráðherra Saudi Arabíu hefur þegar gefið það út, að þeir ætli að halda áfram að styðja og vopna uppreisnarmenn þar til Assad fer frá völdum (Saudi FM: Riyadh to continue supporting militants in Syria unless Assad steps down https://www.youtube.com/watch?v=ByvAO9zH508).
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 10.2.2016 kl. 12:52
"Saudi Troops Headed to Syria? Saudi-Turkey Invasion in Support of ISIS?"
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 10.2.2016 kl. 13:12
Eiginlega má segja, að maður voni að Saudar og Tyrkir séu svona heimskir eins og þú heldur.
Sko, ályktun þín um að NATO og Bandaríkin munu ráða við Rússa, eru lítið annað en votur draumur smá stelpu. Engir þessara aðila eru svo illa gefnir, að fara í beint stríð. Sýrlenskir flóttamenn, eru ekki þeir flóttamenn sem þú talar um. Þetta er vel efnað fólk, sem hefur greitt fyrir að fá að fara þessa leið til Evrópu. Ásamt hrúgu af öðru fólki alls staðar að úr Afríku, til að fylla upp í hlutfallið. Hinir raunverulegu flóttamenn, er notaðir sem mannlegir skildir til að draga úr beinum árásum á jörðu niðri. Þessu fólki var skipulega safnað saman af ISIS, og Tyrkjum, í gegnum Tyrkland og Lýbíu. Þessu er síðan skipulega smyglað yfir landamæri Tyrklands, í skjóla ódýrrar "tyrklandsferða" og síðan láti fara fótleiðina í gegnum Grikkland, Bozníu og til Þýskalands. Öðrum hópi, er safnað saman við Lýbíu strendur og síðan silgt út á miðjarðar haf, þar sem þetta fólk er sett í björgunarbáta og látið reika þar um, vegna þess að alþjóðleg farlög skipa svo um að það verði að bjarga þeim úr háska. Þetta eru skipulagðar aðferðir, gerðar til að auka álag á Evrópu. Hinum raunverulegu flóttamönnum, er skipulega safnað saman eins og sjá má þessum myndum neðan og notaðir sem mannlegir skildir til að draga úr hreifigetu Bandaríkjamanna, og Rússa í stríðinu.
https://encrypted-tbn3.gstatic.com/images?q=tbn:ANd9GcTPNeB1SopGxQgFJMRP33klBMxoyoK3xc-DkfrFR9RFxyQDjATWaQ
http://d.ibtimes.co.uk/en/full/352930/syrian-children.jpg?w=630
Þessir menn hér, eru engir "flóttamenn" ... þetta eru, eins og getið hefur verið í Bandarískum fjölmiðlum ... ungir, sterkir menn á besta aldri og "stríðshæfir" ... komandi vandamál fyrir Evrópu.
http://i.dailymail.co.uk/i/pix/2015/10/28/12/2DDF043800000578-3293125-A_group_of_young_men_Refugees_flash_victory_sign_as_they_pose_fo-m-26_1446034104076.jpg
http://i.cbc.ca/1.3221473.1447721035!/fileImage/httpImage/image.jpg_gen/derivatives/original_620/syrian-refugee-teen-takes-selfie.jpg
Ef við viljum verða til aðstoðar, þá eigum við að aðstoða með að bæta aðstöðuna á staðnum ...
https://www.google.se/url?sa=i&rct=j&q=&esrc=s&source=images&cd=&cad=rja&uact=8&ved=0ahUKEwiE75jgo-3KAhUDMZoKHYZMA_oQjRwIBw&url=http%3A%2F%2Fwww.bellenews.com%2F2015%2F01%2F05%2Fworld%2Fmiddle-east-news%2Flebanon-restricts-entry-for-syrian-refugees%2F&bvm=bv.113943665,d.ZWU&psig=AFQjCNFdB8gRM4R1JiNwyNU39IRFZh-D6A&ust=1455196459185131
Bandaríkin, ásamt Rússum eru á faraldsfæti við YPK (Kúrda), ìraka, og annarra sem eru þarna á staðnum til að taka Púlsinn. Allir vita, að Saudar og Tyrkir eru á sama bandi í þessu máli, og að IS og aðrir skæruliðar í kringum Aleppo hérað eru fyrst og fremst tyrkneskt lið og ekki Sýrlendingar.
Verði Tyrkir svo vitlausir að blanda sér í málið beinlínis, munu Rússar skjóta þá niður. Tyrkir gera ráð fyrir stuðningi NATO, og NATO (fyrst og fremst norrænir og bretar), eru nógu heimskir til að fall í gildruna. Bandaríkjamenn, munu einungis berjast í þessu stríði í fjölmiðlunum. Og hafðu það á bakvið eyrun. Stór orð verða látinn falla milli Rússa og Bandríkjamanna, en Rússar munu nýta sér Írani, YPK og aðra til að berjast á jörðu niðri. Þeir munu einnig innleiða áætlanir sem munu valda vopnuðum uppreisnum innan Saudi Arabíu.
Svona verður stríðið. Rússar munu veita áætlunarleið frá Kaspía hafi í gegnum Íran og Írak, til stríðs svæðisins í stað gegnum miðjarðar haf og Svarta hafs áður, og munu styðja ýmsa Turkmena í gegnum "Chezníu" menn, til að gera enn meiri usla innan Tyrklands. Fyrir utan það, að þegar gefa YPK og öðrum kúrdum vopn í hendur.
Hvað varðar að halda að bandaríkjamenn muni beita sér fyrir Tyrkjum, skaltu einnig gera þér grein fyrir því. Að bandaríkjamenn hafa þegar lofað að gefa Kurdum Kurdistan, sem telur stóran hluta af Tyrklandi. Þeir hafa einnig skipulagt uppdeilingu á Saudi Arabíu. Öll þessi áform eru til, og Rússar eru ekkert andsnúnir þessum áformum Kanans.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 10.2.2016 kl. 13:17
Bjarne, þú steypar hreint ótrúlega - þ.e. engin ástæða að ætla að það verði beint stríð milli Tyrklands og Rússlands -- ef farin er sú leið sem ég bendi á sem minna áhættusama, þ.e. að safna liðinu í Írak á umráðasvæði Peshmerga, síðan að ráðast á umráðasvæði ISIS í Sýrlandi - hernema það.
En ef maður ímyndar sér að Tyrkir lendi í átökum við Rússa - þá sannarlega gersigra þeir Rússa og Írana með léttum leik, vegna þess - - að Rússar munu ekki geta beitt nema örlitlum hluta heildar-herafla síns þarna á svæðinu, meðan að Tyrkir geta beitt öllum sínum her -- og sá her er nánast jafn sterkur og heildarher Rússlands.
Íranar mundu aldrei þora í bein átök við Tyrkland.
_______________
Þess vegna verða ekki bein átök milli Tyrklands og Rússlands, eða Írans og Tyrklands -- ef Tyrkir fara af stað með inngrip af þessu tagi, í bandalgi við Saudi Arabíu.
____________
Nenni ekki að öðru leiti að svara blaðinu í þér - þ.e. svo heimkst.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.2.2016 kl. 16:05
Einar,þú ert algerlega út á túni eins og oft varðandi hernaðarmátt þessara ríkja.
staðan er nokkurn veginn svona í dag
Tyrkir eiga 596.000 þjálfaða hermenn ,þar af 410.000 undir vopnum
Rússar eru með 3.250.000 og þar af 766.000 undir vopnum
Skriðdrekar eru 3700 á móti 15.000
brynvarin farartæki 7500 móti 31.000
Fallbyssur 690 á móti 4600
flugvélar 1007 á móti 3500
Skip 352 Á móti 115
árásarþyrlur 64 á móti 448
Og svo framvegis.
Að auki eru vopn Rússa miklu öflugri en vopn Tyrkja í flestum tilfellum.
Einnig ráða Rússar yfir mjög öflugum vopnum sem Tyrkir hafa yfir höfuð ekki.
Mér sýnist einhvernveginn að Rússar gætu alveg unnið þennan slag.
Öllum finnst sinn fugl fagur,þó hann sé bæði ljótur og magur
Ef kemur til átaka á milli þessara ríkja eru það ekkert Tyrkir sem velja vígvöllinn,Það eru Rússar sem gera það.
Borgþór Jónsson, 10.2.2016 kl. 17:30
Þess má til gamans geta fyrst Íran var dregið inn í þetta að Íran hefur um það bil 60% af hernaðarmætti Tyrkja ,en Rússar hafa 2,3 sinnum hernaðarmátt Tyrkja.
Rússland er með 0,1865 GFP punkta
Tyrkir 0,4339
Íranir 0,7614
Þarna gildir að vera með sem fæsta punkta.
Tölurnar sem eru notaðar við útreikningana eru fengnar úr CIA factbook
Borgþór Jónsson, 10.2.2016 kl. 18:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning