7.2.2016 | 18:53
Það sem sjokkerar varðandi eldflaugaprógramm N-Kóreu, er að leiðtogar N-Kóreu séu að verja milljörðum dollara í hvað gagnast landinu ekki neitt
Hvaða gagn gerir eldflaugaprógramm fyrir lítið land, sem er gríðarlega fátækt - hefur lítinn iðnað og í bestu árum getur einungis rétt svo brauðfætt eigið fólk? Land þar sem vannæring er algengt vandamál.
Ég sé ekki hvaða gagn það gerir?
Sama gildir um her sem er ca. ein milljón að fjölda, vopn flest afar úrelt.
Einnig gildir sama um -- þróun og smíði kjarnorkusprengja.
- Innviðir landsins eru í molum -- þurfa sárlega á fjármagni til uppbyggingar.
- Almenningi haldið við sára fátækt -- og þá ógn að geta hvenær sem er verið varpað í fangabúðir, þaðan sem nær enginn sleppur frá lifandi.
Landið virðist raunverulega vera - risastórar fangabúðir.
North Korean rocket puts object into space, angers neighbors, U.S.
North Korea Launches Rocket Seen as Cover for a Missile Test
Helstu áhrif gætu orðið þau - að auka spennu í þessum heimshluta!
En S-Kórea heimtar nú að Bandaríkin láti þá hafa svokallað THAAD(Terminal High Altitude Area Defense) kerfi -- það er öflugt eldflaugavarnarkerfi sem getur skotið niður eldflaugar úr verulegri fjarlægð.
Frá sjónarhóli Kína, þá líta þeir á "THAAD" sem ógn - því langdrægar varnarflaugar í S-Kóreu gætu einnig grandað kínverskum flaugum á leið framhjá S-Kóreu, eða á lofti nærri S-Kóreu.
Japan er einnig líklegt að vilja auka við eldflaugavarnir.
Það gæti víxlverkað á Kína með þeim hætti -- að Kína bregðist við þannig að fjölga eigin eldflaugum er geta borið kjarnavopn.
Til þess að geta viðhaldið þeim tæknilega möguleika - að sprengja upp Japan eða S-Kóreu, ef til tæknilega mögulegs stríðs mundi koma.
Frekari uppbygging Kína á eldflaugakerfum -- gæti víxlverkað aftur til baka, þannig myndast keðjuverkun --> Vígbúnaðarkapphlaup.
Þannig gæti lítil þúfa -- haft töluverð áhrif út fyrir eigin landsvæði.
- En ekki birtist gagnið fyrir íbúa N-Kóreu í slíkri framtíð.
- Leiðtogar N-Kóreu kannski skála í dýru kampavíni frá Frakklandi, meðan eigið fólk sveltur.
Tæknilega getur Unha3 eldflaug N-Kóreu degið alla leið til Alaska.
Það þíðir þá að allt Japan er innan skotfæris, og sjálfsögðu öll S-Kórea, ásamt Tævan - Víetnam, Laos og líklega Filipseyjum.
- Eina hugsanlega gagnið væri út frá sjónarhóli elítunnar í N-Kóreu, sem halda eigin fólki föngnu -- að hóta kjarnorkuárás á Japan eða S-Kóreu, til að hindra þann möguleika að árás með hefðbundnum vopnum verði gerð á N-Kóreu.
Kannski getur elítan í N-Kóreu, selt eitthvað af þessari tækni, til landa sem hugsanlega hafa áhuga á eldflaugatækni - en njóta ekki velþóknunar Vesturlanda. Það eru þó ekki margir aðilar er koma þar til greina.
Íran t.d. þegar ræður yfir tækni til að skjóta upp gerfihnöttum.
Og Pakistan hefur þróað eigin kjarnasprengju-berandi eldflaugar.
Niðurstaða
Ég hugsa að eldflauga prógramm N-Kóreu lísi eina ferðina ekki síst, algeru tómlæti leiðtoga N-Kóreu til eigin þjóðar -- að milljörðum dollara sé varið til þátta sem gagnast fólkinu nákvæmlega ekki neitt. Sama tíma og elítan í N-Kóreu viðheldur þrælabúðum þar sem tugir þúsunda jafnvel yfir 100þ. sé haldið innan við gaddavír, vélbyssuturna - þrælað æfina á enda, hver sem er virðist geta lent þar að því er virðist - tilviljanakennt eða fyrir afar litlar sakir. Landið sum ár getur ekki brauðfætt fólkið - þá tekur við vannæring, stundum hungur -- hundruð þúsunda eru taldar hafa látist sl. 20-30 ár af völdum vannæringar eða hungurs.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað myndir þú leggja til að gert yrði?
1.Væri ekki best ef að Kína (sem fulltrúi í ÖRYGGISRÁÐINU) stillti fulltrúa N-kóreu upp við vegg og setti honum einhverskonar úrslita skilyrði?
2.Ef að N-kórea heldur áfram að brjóta gegn alþjóðasamningum væri þá ekki best ef að NATÓ leggði af stað UNDIR MERKJUM SAMEINUÐUÞJÓÐANNA og sprengdi þar helstu hernaðarmannvirki og kjarnorkustöðvar aftur á steinöld?
Eða hvað myndir þú leggja til að gert yrði?
Jón Þórhallsson, 7.2.2016 kl. 21:29
Kína mundi alltaf tryggja með neitunarvaldi að "2" geti ekki gerst.
Og líklega aldrei heldur samþykkja að beita nægilegum þrýstingi til að "1" verði að veruleika.
En þeir virðast hræddir við það, að ef þeir ruggi bátnum í N-Kóreu, þá hrynji ríkið - og það "mess" lendi á þeim.
A.m.k. hafa þeir ekki hingað til verið tilbúnir að beita N-Kóreu nokkrum umtalsverðum sjáanlegum þrýstingi -- samtímis og þeir hafna öllum utanaðkomandi inngripum í málefni N-Kóreu.
Það virðist því sennilegt að þeir haldi sig við það sama og hingað til, að hindra afskipti annarra og samtímis gera sjálfir ekkert í málinu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 8.2.2016 kl. 00:38
Punkturinn er að hingað til, þá virðist það alltaf skapa þá hættu á átökum við Kína - að fyrirhuga aðgerðir gagnvart N-Kóreu er gætu virkað, varanlega.
Síðan er sennilegt að S-Kóreu langi ekki neitt heldur að taka N-Kóreu yfir, þ.s. það yrði óskaplega kostnaðarsamt - en sennilega þarf að byggja þar allt upp frá grunni, innviðir sennilega lítt nýtilegir.
M.ö.o. sé ósennilegt að neitt verði gert eins og fram að þessu, einhverjar viðbótar refsiaðgerðir - en ekkert sem hafi þau áhrif á stjórnendur N-Kóreu að þeir hætti sinni hegðan.
Kína eins og N-Kórea, virðist ekki áhugasamt að taka yfir það "mess" sem N-Kórea yrði að, eftir að Kimmarnir væru frá.
Svo þetta leitar alltaf á lægsta samnefnarann, og það virðist yfirgnæfandi líklegt - að Kimmarnir fái því áfram að komast upp með að spila sína leiki.
Þannig að niðurstaðan sé sennilega - að ekkert sé hægt að gera, sem líklegt sé að valda breytingum á stöðu mála.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 8.2.2016 kl. 00:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning