Það getur dregið til stórra tíðinda fljótlega í sýrlenska stríðinu

Eftir að hafa fylgst með aðgerðum Rússa sl. 4-mánuði. Þá virðist algerlega "consistent" regla vera í gangi - hvað loftárásir Rússa í Sýrlandi varðar.
Það er, að þeim virðist ætlað að styrkja hernaðarlega stöðu Sýrlandsstjórnar.

  1. Í seinni tíð, hafa sveitir stjórnarhersins í náinni samvinnu við sveitir frá íranska byltingarverðinum og Hesbollah, unnið nokkra mikilvæga sigra -- þ.e. sveitir uppreisnarmanna hafa orðið að hörfa frá hæðum innan Ladakia héraðs, sem þeir höfðu ráðið í u.þ.b. ár. Síðan féll bær í S-Sýrlandi sem hafði verið undir stjórn "Frjálsa sýrlenska hersins" síðan 2012.
  2. En þ.s. er mikilvægast, er sókn sveita - Írana, Hesbollah, og hersveita Assads að Aleppo. Virðist að þeim sveitum hafi tekist að vinna einn mikilvægan sigur fyrir nokkrum dögum, er þorp sem mikilvægur vegur liggur í gegnum var tekinn.
  • Þetta þíðir, að hersveitir Írana - Hesbollah og stjórnarinnar, gætu verið að nálgast það takmark, að einangra Aleppo frá Tyrklandi.

Russia and Turkey trade accusations over Syria

http://www.lib.utexas.edu/maps/middle_east_and_asia/syria_rel-2007.jpg

Hættan varðandi sigur Írana - Hesbollah og stjórnarsinna --> Er að það verði ný stór flóttamannabylgja frá Sýrlandi!

  1. Eins og ég hef bent á áður -- þá getur vel verið að Pútín sé alveg til í það, að það verði ný flóttamannabylgja frá Sýrlandi.
  2. Vegna þess, að hún líklega skelli fyrst og fremst á Tyrklandi - og síðan Evrópu.
  3. Nú, sú flóttamannabylgja sem þegar hefur skollið á Evrópu, er að efla fylgi - - flokka lengst til hægri, einmitt flokkar sem líklegir eru að styðja Pútín.
  4. Það m.ö.o. þíðir -- að Pútín getur talið það "win, win" fyrir Rússland, að senda 3-4 milljónir Sýrlendinga til viðbótar til Tyrklands og síðan Evrópu.

Honum sé sennilega slétt sama um það - þó að Íranar, Hesbolla og her sá sem Assad enn ræður yfir, virðist vera -- að hreinsa Súnní Múslima frá Sýrlandi.
Er áður voru meirihluti íbúa þar - þ.e. 70%.

 

Af hverju segi ég að geti dregið til stórra tíðinda?

  1. Málið er, að rökrétt viðbrögð Vesturlanda - þar sem það virðist klárt af aðgerðum Rússa, að þeir hafa fullan áhuga á að stuðla að sigri stjórnarinna - burtséð frá afleiðingum þess sigurs í formi nýrrar flóttamannabylgju.
  2. Eru þá þau, að auka við hernaðar-aðstoð við uppreisnarmenn -- en allar hreyfingar uppreisnarmanna eru Súnní Íslam. Og hvort sem okkur líkar betur eða verr, búa milli 3-4 milljónir Súnní Múslima á þeim svæðum sem uppreisnarmenn enn ráða yfir. Það sé gríðarleg hætta á -- að ef Shíta hersveitir Írana, og Hesbollah + Alavi hersveitir stjórnarinnar hefja innreið á þau svæði þ.s. megnið af þeim Súnní-um sem enn búa innan Sýrlands eru; að þá bresti á fjöldaflótti.
  3. Til þess að forða þeirri útkomu --> Sem Pútín virðist vísvitandi ætla að stuðla að, eða a.m.k. kæra sig um kollóttan ef af verði, þ.e. senda til Evrópu mikinn viðbótar fjölda flóttamanna. Þá sé rökrétt að styðja uppreisnarmenn -- svo þeir haldi velli. Haldi þeim svæðum sem þeir enn stjórna. Svo íbúarnir þar leggi ekki á flótta.

 

Þ.e. einmitt sú spurning sem nú vaknar, tilraunir til samninga hafa farið út um þúfur - og ekkert lát er á hernaðaraðgerðum, verið að þrengja að Aleppo þ.s. mikill fjöldi Súnnía býr!

Ætla Vesturlönd að láta það ganga yfir sig -- að Pútín sendi á þau nýja stóra flóttamannabylgju?

Þetta er þ.s. málið snýst um!

  1. Hafið einnig í huga, að Súnníar eru meirihluti íbúa Mið-Austurlanda. Þeir eru miklu mun fleiri heldur en Shítar, heilt yfir.
  2. Það sé mjög sennilegt að ef Vesturlönd, bregðast ekki við nægilega til að hindra að -- hreinsun á Súnní íbúum Sýrlands fari fram af Íran - Hesbollah og Alavi hersveitum Assads.
  3. Að það valdi í kjölfarið miklum æsingum meðal Súnnía í Mið-Austurlöndum.

Hættan sem ég visa til -- er sú hætta, að þetta stríð breiðist út frekar. Að í stað þess að hreinsun Súnnía leiði til friðar í Sýrlandi -- þá verði flóttamannabúðir -eins og oft gerðist í borgaraátökum í Afríku í Kalda-stríðinu- að þjálfunarbúðum fyrir þá sem vilja halda átökum áfram.
Hafandi í huga að fjölmennar búðir sýrlenskra flóttamana eru bæði í Jórdaníu og Lýbanon -- þá er ég að tala um það, að þau 2-lönd verði flækt inn í þessi átök með beinum hætti, með því að stríðið breiðist til þeirra.

Það þarf að auki vart að efa það -- að hættulegar öfgahreyfingar mundu græða með margvíslegum hætti á þeirri -hatursbylgju- er sennilega mundi ganga í gegnum Súnní meirihluta Mið-Austurlanda.

  • Mið-Austurlönd gætu orðið mjög hættuleg fyrir sérhvern af rússnesku bergi.
  • En sú hatursbylgja, mundi líklega einnig - beinast sterklega að Shítum, og Íran.

Það gæti skapast mjög hættulega eldfimt ástands.
Minnsti neisti gæti þá hleypt af stað -- allsherjar stríði.

_______________________

M.ö.o. að það er miklu meira í húfi en bara Sýrland!

 

Gætu ásakanir Rússa gegn Tyrklandi - um fyrirhugaða hernaðaríhlutun verið sannar?

Einfalt svar -- Já!
Höfum í huga, að Tyrkland hefur mikla hagsmuni af því - að hindra að ný flóttamannabylgja skelli á Tyrklandi.
En þegar eru þar meir en 2-milljónir Sýrlendinga.
Ef ný flóttamannabylgja skellur á Tyrkjum - gæti Sýrlendingum í Tyrklandi hæglega fjölgað í 5-6 milljónir.

  1. Þetta getur m.ö.o. verið fullkomlega næg ástæða fyrir Tyrkenska herinn, að hefja innreið í Sýrland -- hann gæti þar t.d. tekið landræmu sem hann mundi hugsanlega kalla "verndarsvæði fyrir Súnnía" og jafnvel hugsanlega haldið alla leið að mörkum Aleppo.
  2. Höfum í huga, að Tyrkneski herinn er - milljón manna, eins og her Rússlands. En að her Tyrklands er - rétt handan landamæra við Sýrlands. Meðan að megin herstyrkur Rússa er í Rússlandi. Á sama tíma og að sveitir Rússa í Sýrlandi eru örfá þúsund.
  3. Það getur enginn vafi verið á, að tyrkneski herinn - - hefur styrk til þess að sækja alla leið að Aleppo.
  4. Samtímis, að flugher Tyrkja er margfalt sterkari en flugsveitir Rússa innan Sýrlands.

Að sjálfsögðu hef ég ekki hugmynd hvort Tyrkir láta slag standa.

En geta þeirra til þess að hrinda þessu í verk í andstöðu Rússa - Írana og Hesbollah, sé alveg skýr.

  • Munið --> Að Rússar eiga engin landamæri að Tyrklandi.
  • Rússar eiga því engin hæg heimatök um að refsa Tyrklandi hernaðarlega.

 

Niðurstaða

Möguleikarnir eru augljóslega 3-þ.e. að Vesturlönd gefist upp, heimili Pútín í bandalagi við Íran og Hesbollah, að klára hreinsun Súnní Araba hluta íbúa Sýrlands. Þrátt fyrir þá hættu, að sú útkoma geti kveikt mikla elda innan Mið-Austurlanda, í ljósi þess að meirihluti íbúa Mið-Austurlanda eru Súnní Arabar.
Samtímis, mundi Pútín senda til Tyrklands og í framhaldinu til Evrópu - milljónir sýrlenskra Súnnía.

Möguleiki 2-er bersýnilega sá, að Vesturlönd hefji mun rausnarlegri hernaðaraðstoð en fram að þessu við uppreisnarhópa Súnní Araba í Sýrlandi, í þeim tilgangi að stöðva frekari framrás herja Írana - Hesbollah og Alavi stjórnarinnar í Sýrlandi -- svo nýrri flóttamannabylgju verði þannig forðað.
Mikilvægast væri að veita uppreisnarmönnum - - öflugar loftvarnarflaugar, svo þeir geti sjálfir bundið endi á loftárásir Rússa.

Möguleiki 3-er sá að Tyrkland ákveði að setja hnefann í borðið, og taka að sér að tryggja að Súnníar enn innan Sýrlands, hafi örugg svæði innan Sýrlands til að vera á -- þ.e. tyrkneski herinn hefji innreið, hernemi hluta landsins þ.s. meirihluti íbúa er enn Súnní, og geri þau að verndarsvæðum sem geti tekið við öðrum Súnníum er hafa flúið.
Kannski einnig Sýrlendingum sem nú eru í Tyrklandi.

3-möguleikinn þíddi hugsanlega stríðsátök milli Tyrklands og Rússlands, sem og við Íran.

Á hinn bóginn, er íranski herinn sennilega úreltasti herinn í Mið-austurlöndum eftir 3-áratugi af refsiaðgerðum, m.ö.o. íranski herinn á ekkert erindi í að berjast við miklu mun tæknilega fullkomnari her Tyrklands.
Íranir mundu örugglega þar af leiðandi - bakka fljótt, ekki hætta á bein átök við Tyrki.

  • Höfum samt í huga, að það má vera að Pútín forðist að lísa yfir stríði, þó svo að tyrkneski herinn mundi hefja innreið -- því ef Pútín lísti yfir stríði væri ekkert sem Pútín gæti gert til að hindra þá tyrkneska herinn í því að halda alla leið til Damaskus.
    Eftir allt saman hefur Pútín bara örfá þúsund hermenn í Sýrlandi, meðan að tyrkneski herinn gæti hæglega sent 100 þúsund.

Hinn möguleikinn er að það mundi ekki leiða til beinna stríðsátaka við Rússland - - heldur ákaflega kalds friðar, eiginlega fulls fjandskapar.
Það gæti orðið óformlegt samkomulag Tyrkja við Rússa - að stoppa rétt við Aleppo.
Að Rússar sætti sig við það að Aleppo haldi áfram að vera skipt!


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sko, Aleppo er þegar fallið og Yasser flúinn til Tyrklands.  Birgðaleiðinni frá Tyrklandi til Aleppo, lokað.

Þið þarna á klakanum hafið ekkert orðið vísari eftir 2008? Búið í sama "ævintýralandinu" og sjáið ekkert sem er að gerast í kringum ykkur.

Evrópa er að falla samann, kaninn er orðinn gjaldþrota.  Noregur og Bretland, að fara á hausinn vegna verðlags á olíu.  En áður en þú heldur því fram að Rússar tapi mest á þessu, skaltu rannsaka hvaða olíu menn eru að dæla upp.  Olíuverðlagið hefur verst áhrif á Breta, Hollendinga, Norðmenn og Bandaríkjamenn.  Kaninn dælir sinni olíu upp, á kostnað ríkisins og hafa sjálfsagt efni á því ... en Evrópa, sem einungis framleiðir um 3.5 af þeim 22 miljörðum fata sem þeir nota, eru á leið í sjóinn.  Bæði efnahagslega, og félagslega.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 6.2.2016 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband