Ætla íraskir Kúrdar að gerast tyrkneskt verndarsvæði?

Massoud Barzani forseti sjálfstjórnarhéraðs Kúrda í Írak - sagði að nú væri kominn tími fyrir íraska Kúrda að halda almenna atkvæðagreiðslu, þar sem Kúrdar mundu svara spurningunni um það hvort þeir styðja fullt sjálfstæði íraska hluta Kúrdistan.

Iraqi Kurdish leader calls for non-binding independence referendum

Iraqi Kurd leader wants referendum to pave way for independence

Kort sýnir núverandi yfirráðasvæði Kúrda - viðurkenn sjálfstjórnarsvæði Kúrda - dekkri litirnir, ljósari litirnir sýna hvar hersveitir Kúrda ráða, m.a. hafa Peshmerga sveitir Kúrda unnið umtalsverða sigra á ISIS í seinni tíð, náð svæðum af ISIS, eru ekki langt frá Mosul.

http://edinburghint.com/insidetrack/wp-content/uploads/2014/12/KRG-territory-map-770x605.png

  1. Framrás Peshmerga sveitanna innan Íraks, hefur gert merkilegt samstarf milli Tyrklands og Peshmerga mögulegt, en sérsveitir hers Tyrklands hafa um nokkurt skeið rekið þjálfunarbúðir innan Ninive héraðs í Írak - sem ranglega af sumum hefur verið fullyrt að væru á umráðasvæði ISIS, en þær eru þar sem Peshmerga hefur tekist að vinna landsvæði af ISIS - svæði undir stjórn Peshmerga, og því undir vernd Peshmerga.
  2. Bersýnilega mundi Peshmerga aldrei hafa neitt samstarf við ISIS - þessar þjálfunarbúðir eru án vafa akkúrat að gera þ.s. sagt er að þær geri, þ.e. að þjálfa Súnní Íraka sem hafa fengið nóg af ISIS -- skv. fréttum sem ég hef áður lesið, var þeim sveitum ætlað að vera undir stjórn fyrrum landstjóra Ninive héraðs, er var hrakinn á flótta er ISIS náði Ninive héraði að mestu á sitt valt um tíma 2014.

Þetta samstarf íraskra Kúrda og hers Tyrklands er áhugavert!
Mig grunar að tilgangur Tyrkja sé að mynda Súnní liðssveitir innan Íraks er væru í bandalagi við Tyrkland - er gætu hugsanlega myndað "Turkish protectorate no. 2."

Annað áhugavert, er að síðan 2014 - er ISIS sókti fram, hefur Tyrkland heimilað sjálfstjórnarsvæði Kúrda að flytja út olíu um leiðslu er liggur til Tyrklands og þaðan til hafnar í Iskenderum, austast á Miðjarðarhafsströnd Tyrklands.

  1. Það getur var nokkur maður efað að sjálfstjórnaryfirlýsing verður í óþökk stjórnvalda í Bagdad.
  2. Þau t.d. heimta að Kúrdar afhendi þeim Kirkuk, sem Kúrdar líta á að tilheyri þeim -- þar ræður örugglega miklu, að nærri Kirkuk er auðugt olíusvæði.
  • Stjórnvöld í Bagdad eru alls ekki í sterkri samningsstöðu - - þau t.d. vilja samstarf við Peshmerga, um sókn að Mosul.
    Sem hersveitir Bagdad stjórnarinnar ráða ekki við einsamlar að ná af ISIS.
  • En þau geta lokað á þann möguleika -- að Kúrdar flytji út olíu til Suðurs um Persaflóa.

Það þíðir m.ö.o. að íraska Kúrdistan er algerlega efnahagslega háð Tyrklandi.
Sem þíðir að sjálfstæðisyfirlýsing íraska Kúrdistan, verður að njóta blessunar Tyrklands!


Þetta eru sannindi sem geta ekki hafa farið framhjá Massoud Barzani

Rétt að rifja upp, að Barzani nefndi einnig fyrir 2-árum, möguleikann á almennri atkvæðagreiðslu um hugsanlegt sjálfstæði.
En það hefur síðan ekkert heyrst frá honum um það mál síðan þá, fyrr en akkúrat nú.

Það er vel unnt að ímynda sér - að leynilegar viðræður hafi verið til staðar milli sjálfstjórnar íraskra Kúrda, og stjórnvalda í Tyrklandi.
Samstarf það við her Tyrklands, um rekstur þjálfunarbúða innan Ninive héraðs ekki langt frá Mosul, á svæði er Peshmerga ræður yfir og hafði náð áður af ISIS -- samstarf sem hófst um mitt sl. ár ---> Gæti verið vísbending!

  • Það gæti bent til þess - ásamt því að íraskir Kúrdar hafa látið vera að opinberlega gagnrýna Tyrkland fyrir loftárásir á bræður þeirra og systur í Sýrlandi - að Íraskir Kúrdar séu að sætta sig við, að vera nokkurs konar tyrkneskt verndarsvæði.

Það er ekki útilokað að - sjálfstjórnaryfirlýsing svæðis Kúrda í Írak, geti hentað Tyrklandi - ef það felur það í sér, að Kúrdar í Írak muni vinna náið með tyrkneska hernum.
Og gera her Tyrklands mögulegt, að starfa nær alveg óáreittir innan þeirra umráðasvæðis.

Að m.ö.o. svæði Kúrda innan Íraks - yrði aðgerðastöð fyrir her Tyrklands!

Ekki hef ég hugmynd um - hvort eitthvað í þessa átt hangir á spýtunni.
En þ.e. ekki mjög mikið annað sem Kúrdar geta boðið Tyrkjum - en fullan aðgang að sínu svæði, ásamt fullu athafnafrelsi.

Svo að Tyrkir samþykki þeirra sjálfstæðis-yfirlýsingu.
Og haldi áfram að heimila þeim að selja olíu í gegnum Tyrkland.

 

Niðurstaða

Það er nánast eini möguleikinn sem ég sé fyrir Kúrda, að hafa mjög náið samstarf við Tyrki. Það mundi auðvitað þíða, að sjálfstæði Kúrda væri margvíslegum raunverulegum takmörkunum háð. Þ.e. að þeir yrðu að sitja og standa eftir geðþótta Tyrklands.

Það auðvitað einnig þíðir, að íraskir Kúrdar geta ekki leyft sér að aðstoða sýrlenska Kúrda -- en þar ræður flokkur sem hefur tengsl við Verkamannaflokk Kúrdistan, sem lengi hefur verið skilgreindur sem hryðjuverkasamtök.
Sveitir sýrlenskra Kúrda - voru á vesturlöndum þannig skilgreindar, alveg þar til Vesturlönd snögglega söðluðu um - er atlaga ISIS að sýrlenskum Kúrdum hófst snemma á sl. ári.

Hinn bóginn hafa Tyrkir ekkert breytt sinni afstöðu til þess flokks er stjórnar svæðum Kúrda innan Sýrlands. Í gegnum árin hafa Tyrkir oft gert loftárásir - þó að þær sem hófust á sl. ári hafi komið í kjölfar friðar er hafði enst í nokkur ár.

Hörð stefna Tyrkja gegn þeim flokki - er því ekki ný.
Frekar að Tyrklandsstjórn - hafi snúið til baka, til fyrri stefnu.

  • Bersýnilega hafa íraskir Kúrdar -- tekið þá afstöðu, að skipta sér ekkert af þessu.


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband