2.2.2016 | 00:25
Pútín íhugar stórfellda einkavæðingu - til að afla fjármagns fyrir tómann ríkissjóð
Skv. frétt Financial Times er íhugað að selja eftirfarandi ríkisfyrirtæki:
- Aeroflot.
- Alrosa.
- Rosneft.
Virði Aeroflot virðist mér óljóst - ríkisflugfélagið. Flugfloti þess mikið til rússnesk smíðaðar vélar, sem hafa ekki fengist flestar hverjar skráðar á Vesturlöndum.
Putin lines up state sell-offs to plug budget hole
- En ég hugsa að námurisi - sé einhvers virði.
- Sama gildi um stórt olíufélag.
Vandamálið er fyrst og fremst -- hver á að kaupa.
En miðað við það hvernig Pútín fór að í fortíðinni -- þegar t.d. Youkos var skipulega eyðilagt af rússneska ríkinu, sem á undan var talið eitt best rekna einkafyrirtækið í Rússlandi.
Þá grunar mig að margir verði mjög hikandi við að kaupa.
A.m.k. - vestrænir aðilar.
Þegar landið hefur slíka sögu - að skipulega leggja í rúst fyrirtæki, svo ríkið geti hirt eignir þess - vegna þess að eigandi þess var talinn styðja stjórnarandstöðuna í Rússlandi.
Þá vita allir - að nánast hvað sem er gæti gerst síðar meir, tja t.d. ef land þess sem eigandi fyrirtækis er hefði keypt það af rússn. stjórnvöldum - síðar meir lenti í deilu við Rússland.
Þá væru rússn. stjv. vís til að -- hirða viðkomandi fyrirtæki.
Eða, að spilltir embættismenn, gætu soðið saman mál til að skemma fyrir viðkomandi -- af hvatningu auðugra rússneskra keppinauta, svo þeir geti hirt fyrirtækið af viðkomandi.
- Slík mál þekkjast í gegnum árin í Rússlandi.
- Nánast einu kaupendurnir sem ég kem auga á - sem gætu verið tilbúnir til að taka þessa áhættu.
- Væru kínverskir aðilar.
En þá væru stjórnvöld í Rússlandi að bjóða kínverska valdaflokknum upp á gafl hjá sér.
Í reynd að afhenda honum - beinan aðgang að áhrifum innan rússnesks viðskiptalífs.
Og auðvitað -- eign yfir hluta auðlinda Rússlands.
Niðurstaða
Einu erlendu kaupendurnir sem ég kem auga á, væru Kínverjar. En þar sem valdaflokkurinn í Kína, enn þann dag í dag, stjórnar því hverjir fá heimildir til stórra fjárfestinga á erlendri grundu. Þá þíðir það einmitt það sem ég benti á að ofan. Að þar sem kínverski valdaflokkurinn mundi handvelja þá aðila er mundu fá að kaupa, að þá væri kínverski valdaflokkurinn þar með kominn með mjög mikil efnahagsleg áhrif innan Rússlands.
Það má velta fyrir sér skynsemi þess, í ljósi þess að Kína er 10-falt fjölmennara en Rússland. Samtímis, meir en 10-stærra sem efnahags heild.
- Ítreka það sem ég hef áður bent á, að Kína getur á nk. árum hæglega orðið mun valdameira í A-héruðum Rússlands - en sjálf ríkisstjórn Rússlands, í gegnum gríðarlegt fjárhagslegt vald - vs. spillinguna í Rússlandi sem versnar því lengra er farið frá Moskvu -- það hefur lengi verið viðloðandi í Rússlandi, að reglur séu fyrst og fremst fyrir þá, sem ekki eiga næga peninga - til að múta embættismönnum til að líta í hina áttina.
Gríðarlega fjárhagslega sterk kínversk fyrirtæki, með því að verða helstu fjárfestarnir innan Rússlands - gætu þar með haft mjög mikil svæðisbundin völd innan Rússlands, sérstaklega langt frá miðstjórnarvaldinu í Moskvu.
Ég tel að Rússland sé í raunverulegr hættu á nk. árum að missa stjórn á hlutum síns lands.
Kreppan auðvitað flýtir fyrir.
Kv.
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held að allir alvöru bisnismenn viti hverjar reglurnar eru.
Þeir sem kaupa eigur Rússneska ríkisins eða önnur Rússnesk fyrirtæki eru í engri hættu.
Þeir sem stálu eigum Rússneska ríkisins á Yeltsin tímanum munu hafa andardrátt Putins á hnakkanum meðan Putin hefur einhvern andardrátt.
Nú bíða menn bara með aurana í höndunum eftir að viðskiftaþvingununum verði aflétt ,svo þeir geti fjárfest í Rússlandi.
Borgþór Jónsson, 2.2.2016 kl. 01:21
Ha, ha, ha.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 2.2.2016 kl. 03:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.