Michael Bloomberg - gæti fengið mjög mikið af atkvæðum, ef Donald Trump og Bernie Sanders verða frambjóðendur Repúblikana og Demókrata

Umtalaðasta málið í Bandaríkjunum í pólitík sl. helgi, kvá hafa verið spurningin um framboð Michael Bloombergs - borgarstjóra Newyork - sem óháður frambjóðandi.

File photo of former New York City mayor Michael Bloomberg speaking during a news conference at City Hall in New York, September 18, 2013.  REUTERS/Brendan McDermid . SAP is the sponsor of this coverage which is independently produced by the staff of Reuters News Agency.

  1. Ef maður íhugar við hvaða aðstæður Bloomberg fengi flest atkvæði, þá er óska staða hans augljóslega á móti Trump og Sanders.
  2. En bæði Sanders og Trump - eru utan við miðju stjórnmála í Bandaríkjunum, þ.e. hina hefðbundnu miðju - hvorugur talar máli klassísks frjálslyndis.

Það áhugaverða er að, Bloomberg - hefur varið milljónum dollara nokkur sl. ár, í baráttu fyrir - auknu eftirliti með byssueign, og auknum takmörkunum fyrir því hver má kaupa byssur.
Á sama tíma, hefur - Sanders, í nokkur skipti kosið með félagi byssu-eigenda í Bandaríkjunum, þegar deilur hafa komið upp á Bandar.þingi um byssulögjöf.

Bloomberg má sennilega með réttu, kalla - hófsaman hægri mann.
Stuðningsmaður - viðskiptafrelsis og alþjóðasamskipta.

Trump - gæti ógnað alþjóðasamskiptum Bandaríkjanna.
Sanders - er klárlega andvígur frekari áherslu á viðskiptafrelsi.

Trump - miðað við hvernig hann talar, gæti einnig reynst feta slíka slóð, en þá út frá þjóðernis sinnaðri stefnu - er gæti leitt Bandaríkin inn í viðskiptastríð, t.d. við Kína.

Miðað við það hvernig Trump talar - gæti hann leitt Bandaríkin inn í nýtt tímabil, aukinna átaka Bandaríkjanna við önnur lönd.

Meðan að Sanders væri ekki líklegur til að feta slíkar slóðir -- er talar hann gjarnan sem andstæðingur stærri fyrirtækja, og sérstaklega talar hann gegn milljarðamæringum.
________________________

Ef Hillary Clinton fer fyrir Demókrata - - litu mál öðruvísi út.
En þá gæti Bloomberg, reitt fylgi af frú Clinton - - þannig tryggt kjör Trumps.

Miðað við almenn viðhorf Bloombergs.
Virðist ekki mjög sennilegt að hann fari fram - ef Clinton er frambjóðandi Demókrata!

Honum aftur á móti virðist uppsigað við Trump og Sanders.
Hann vill örugglega - hvorugan þeirra í Hvíta húsið.

  1. Það merkilega er - - að það gæt alveg verið að Bloomberg hafi raunhæfa möguleika á því að vinna gegn Trump og Sanders.
  2. Þannig verða fyrsti forseti Bandaríkjanna - kjörinn utan flokkakerfisins.

Það sé vegna þess, að hann líklega nær samtímis í fylgi frá Repúblikunum og Demókrötum, í því tilviki er það verður Trumps/Sanders.

Hann -eins og Trump- virðist hafa næga peninga til að fjármagna sína kosningabaráttu.
Og ef þessi óskastaða hans skapast, þ.e. Trump/Sanders - - þá get ég vel trúað, að mjög margir sterk-efnaðir, snúi sér að hans framboði.

Vanalega í Bandaríkjunum - vinna best fjármögnuðu kosningabarátturnar.

 

Niðurstaða

Það skyldi þó aldrei verða, að næsti forseti Bandaríkjanna verði Michael Bloomberg? Kjörinn sem óháður - að ég held, þá fyrsti utan flokka kjörni forseti Bandaríkjanna - a.m.k. síðan George Washington varð fyrsti forseti Bandaríkjanna - áður en flokka kerfi myndaðist.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 857479

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband