Grikklandi hent fyrir úlfana - flóttamannanýlenda Evrópu afhjúpast

Ég sá eftirfarandi frétt á vef Financial Times: EU considers ringfencing Greece to stop flow of migrants.

"The European Commission and Berlin are ready to back the proposal to aid Macedonia, a non-EU country, that would in effect isolate Greece, a fellow member-state that is economically fragile and already overwhelmed with migrants."

"The Commission dispatched a team of officials to the region this week to assess what personnel and equipment Macedonia would need to strengthen controls at the border with Greece.

"Mujtaba Rahman, an analysis at Eurasia Group, the risk consultancy, said: “Pressure is building to ringfence Greece to keep refugees there, as other EU migration policies are failing. With this move Europe is essentially forcing Greece out of Schengen.”"

Búlgaría - hafði víst þegar lokað sínum landamærum gagnvart Grikklandi.

http://www.mapsofworld.com/greece/maps/greece-map.gif

Það virðist blasa við skv. þessu - að Grikkland verði að risastórum flóttamannabúðum!

Ég hef hingað til hlegið að hugmyndum þess efnis --> Að flóttamenn mundu taka yfir Evrópu.
Enda íbúafjöldi Evrópu milli 500-600 milljónir.

  1. En Grikkland hefur bara 11 milljón íbúa, rétt tæplega þó.
  2. Það er því vel unnt að sjá það fyrir sér - að innan 10 ára, yrðu nokkrar milljónir flóttamanna innan Grikklands.
  3. Og að það væri raunverulega - virkilega, að valda mjög stórfelldri samfélags krísu innan Grikklands.

Og einhvern veginn grunar mig - að N-Evrópa ætli áfram að heimta fullar greiðslur skulda Grikklands -- "Nein" - engar afskriftir.

En ég sé ekki hvernig menn ætlast til þess, að grískt samfélag hangi saman - með slíkan straum.

Og þ.e. bara lok og læs - frá hinum þjóðunum.
Og þær allar hafna því, að deila vanda Grikklands.

  1. Er ekki þarna komin - hin fullkomna uppskrift að ...
  2. ... því að, þvinga Grikki nánast til að kjósa - ný nasista næst?

Ég sé ekki annað en - að þetta valdi stórfelldum hamförum fyrir grískt samfélag.
Sem sl. ár hefur verið undir gríðarlegum þrýstingi granna sinn frá Norðri - - að lækka laun, draga saman seglin --> Með um 23% efnahags samdrátt, er ljóst að þarna hefur verið mesti útgjaldaniðurskurður í nokkru vestrænu landi, um áratugi a.m.k.

Nú kemur þetta viðbótar álag!

Ég sé ekki að það bæti nokkuð fyrir Grikkland - að segja sig úr Schengen, en meðan Grikkland er enn formlega í kerfinu, hefur það - löglegar leiðir til umkvartana; og getur hugsanlega leitað til Evrópudómsólsins, ef það telur að hin ríkin brjóti á sér.
Og það mundi ekki endilega leiða það fram, að flóttamennirnir mundu hætta að koma.

 

Niðurstaða

Þetta hefur kannski blasað við um nokkra hríð - að Grikklandi verði hent fyrir úlfana. N-Evr. þjóðirnar sem kvarta undan því að Grikkir séu lélegir að stjórna sínum landamærum - - eiga sjálfar verulega sök; því þær hafa þvingað Grikkland í þ.s. sennilega er mesti útgjalda niðurskurður nokkurrar vestrænnar þjóðar í áratugi.

Samtímis ætlast þær enn til að Grikkir endurgreiði skuldir sem þeir ekki geta greitt - heimta að gríska ríkið noti allt sitt fé til slíkra hluta, sem ekki þarf til -- grunnþjónustu.

Þar af leiðir --> Að gríska ríkið á ekkert fé aflögu.
Til að styrkja varnir gegn straumi flóttamanna.

Og einhvern veginn - - grunar mig að um leið og þær nú henda Grikklandi fyrir úlfana, þá ætlist þær áfram til -- fullrar greiðslu; þó við blasi að ef þessi stefna nær framgangi, þá blasi við innan sennilega nk. áratugar, samfélagshrun í Grikklandi -- sennilega alvarleg samfélags átök, þannig að allar grískar skuldir verði fyrir rest - raunverulega verðlausar.

  • Þær í reynd - svipta Grikkland möguleikanum til að bjarga sér.
    Samtímis og þær álasa Grikklandi - fyrir að leysa ekki vandann.
    Ætlra síðan að refsa Grikklandi - fyrir að geta ekki það ómögulega, þ.e. ráðið við flóttamannavandann, samtímis greitt allt það hvað sem gríska ríkið skuldar þeim.

Sorgleg meðferð á gríska þjóðríkinu.

En því má bæta við að auki, að Grikkland mun ekki geta stutt að neinu ráði við það fólk, sem mun streyma til Grikklands - þannig að þá verður væntanlega algert volæði í búðum þar; og þar með geta þær orðið -perfect- gróðrarstía fyrir hættulegar öfgar.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 857479

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband