21.1.2016 | 23:40
Niðurstaða breskrar réttarrannsóknar, Vladimir Putin hafi fyrirskipað morðið á Alexander Litvinenko í London 2006
Ég skal láta liggja milli hluta - hvort að niðurstaða bresku rannsóknarinnar er nákvæmlega rétt, sjá hlekki á fréttir - en erfitt er að neita því að böndin berast að stjv. Rússl:
Russia's Putin probably approved London murder of ex-KGB agent Litvinenko: UK inquiry
Litvinenko inquiry: report points finger at Vladimir Putin
Áhugaverðar staðreyndir um Polonium 210
- Þetta er alveg ótrúlega banvænt efni - einungis 1 - míkrógramm, er banvænn skammtur, ef viðkomandi neytir þess í vökva eða mat!
- Gufur af efninu, ef þeim er andað að - þá duga 10 - nanógrömm, til að drepa.
- Tæknilega getur eitt gramm af efninu - "One gram of 210Po could thus in theory poison 20 million people of whom 10 million would die."
Efnið drepur með því - að líkami viðkomandi verður fyrir geislamengun.
Geislun sem efnið gefur frá sér - er svo mikil, að þessir örlitlu skammtar duga, til þess að sérhver einstaklingur er verður fyrir banvænum skammti, deyr af geislaveiki.
- Á sama tíma, er mjög auðvelt að ferðast með þetta efni - - því ef þ.e. í algerlega lokuðu íláti -þá gerir það ekkert- þ.s. að geislun þess, er einungis í formi svoallaðra -alfa bylgja- sem komast ekki í gegnum ílát, meira að segja þau sem einungis eru úr glasi og með venjulegum tappa.
- Þannig að unnt er að ferðast með efnið, í lokuðu íláti - og geislanemar á flugvöllum nema það ekki - -> En það verður gríðarlega hættulegt, um leið og glasið er opnað - því þá fer það að gufa strax upp, og ef "morðinginn" þekkir ekki á notkun þess, gæti hann sjálfur fengið hættulega - geislun, ef efnið berst inn í líkama hans með innöndun.
- En vegna eðlis geislunar efnisins - verður það einungis hættulegt, um leið og það berst inn í líkamann -- þá fer alfa geislunin, að geislamenga vefi líkamans - drepa frumur - eyðileggja líffæri, smám saman veslast viðkomandi upp og deyr.
Sjá Wikipedia hlekk: Poisoning of Alexander Litvinenko
- Íbúðin hans, Alexander Litvinenko, varð það geislamenguð - vegna þess að líkami hans gaf efnið frá sér, þegar hann svitnaði -- að loka varð henni í 6-mánuði.
- Lík hans var síðan svo hættulegt - að gera varð sérstakar öryggisráðstafanir er það var krufið - þ.e. læknar klæddir frá hvirfli til ilja í geislabúninga.
- Bíll sem honum var ekið í, á sjúkrahús - honum var hennt, vegna mengunar.
- Fólk sem annaðist hann á sjúkrahúsinu, varð að fara í sérstaka rannsókn, til að athuga hvort það hefði orðið fyrir mengun af sjúklingnum.
Alexander Litvinenko virðist hafa orðið fyrir banvæna skammtinum - er hann hitti 2-Rússa Andrey Lugovoy og Dmitry Kovtun, fyrrum KGB meðlimi, á Millenium hótelinu við Grosvenor torg, en lögreglurannsókn fann bolla þar - sem eftir rannsókn, reyndist innihalda enn örlítið af Polonium 210.
Frekari rannsókn, leiddi til þess, að vart varð við - Polonium agnir - í mjög litlu magni í þegar slóð þeirra, Lugovoy og Kovtun, var rakin.
Að auki varð vart við agnir af polonium í 4-flugum - - þ.e. "BA875 and BA873 from Moscow to Heathrow on 25 and 31 October" - og öðrum tveim "BA872 and BA874 from Heathrow to Moscow on 28 October and 3 November."
Rússnesk stjórnvöld - - hafa engar skýringar veitt á þessari slóð, sem fannst í flugvélunum á leið til London, og síðan á leið til Moskvu.
Það að polonium slóð finnst í tengslum við ferðir, Andrey Lugovoy og Dmitry Kovtun, bæði til London - og síðan aftur til Moskvu, og að hún finnst einnig á hótelinu - þ.s. þeir hittu Litvinenko. Auk þess finnst bolli á sama hóteli - er greinilega var enn með litlu magni af Polonium.
- Bendir sterklega til þess að þeir hafi eitrað fyrir Litvinenko.
- Síðan er ein áhugaverð staðreynd enn, sú - - að 97% heimsframleiðslu á Polonium 210, er í Rússlandi - "The production of polonium starts from bombardment of bismuth (209Bi) with neutrons at the Ozersk nuclear reactor, near the city of Chelyabinsk in Russia." - "The product is then transferred to the Avangard Electromechanical Plant in the closed city of Sarov."
Þannig að langsamlega besti aðgangur í heiminum að Polonium 210 - er í Rússlandi sjálfu.
Efnið er það hættulegt - að einungis sérþjálfaðir einstaklingar geta beitt því, án þess að bíða sjálfir bana. Líklegustu morðingjarnir fyrrum KGB menn.
Alexander Litvinenko hafði flúið Rússland - var sjálfur fyrrum KGB.
Hann var með harðar ásakanir gegn stjórnvöldum Rússlands, Pútín sérstaklega.
Það er dálítið leitun að aðilum - með ástæður til að myrða, Alexander Litvinenko, þegar KGB eða FSB sleppi - og rússneskum stjórnvöldum.
En Vestræn stjórnvöld höfðu enga hagsmuni af því að láta drepa hann - þ.s. hann vildi ólmur vinna með þeim, og vann að rannsókn mála - sem hann sagði afhjúpa meinta stórfellda glæpi rússneskra stjórnvalda, og Pútíns sérstaklega.
Engar smáræðis ásakanir:
"Alexander Litvinenko was a former officer of the Russian Federal Security service who escaped prosecution in Russia and received political asylum in Great Britain. In his books, Blowing up Russia: Terror from Within and Lubyanka Criminal Group, Litvinenko described Russian president Vladimir Putin's rise to power as a coup d'état organised by the FSB. He alleged that a key element of the FSB's strategy was to frighten Russians by bombing apartment buildings in Moscow and other Russian cities.[8] He accused Russian secret services of having arranged the Moscow theater hostage crisis, through their Chechen agent provocateur, and having organised the 1999 Armenian parliament shooting.[9] He also stated that the terrorist Ayman al-Zawahiri was under FSB control when he visited Russia in 1997."
Auðvitað ef hann var innanbúðar maður í KGB/FSB - þá gat hann hafa vitað margt, sem hvergi kom fram opinberlega.
Það er auðvitað sérstakt - - að hann skuli síðar myrtur með svo óvenjulegum hætti.
Með eytri sem er þetta hættulegt í noktun fyrir sjálfa morðingjana.
Það kannski - - gefur þessum einstöku ásökunum, einhverjan byr í seglin!
Því að - - Polonium 210, er það hættulegt, að enginn aukvisi getur nálgast það.
En leyniþjónusta ætti vel vera fær um slíkt!
Niðurstaða
Mjög margt virðist benda til þess - að annaðhvort innanbúðar menn í leyniþjónustu Rússlands, hafi látið myrða Alexander Litvinenko - það þarf ekki endilega hafa verið skipun Pútíns; meðlimir KGB/FSB geta hafa litið hann - svikara við málstaðinn, þannig séð.
En hafandi í huga að Pútín sjálfur var KGB foringi, hátt settur - þá finnst manni alveg ágætlega koma til greina, að slíkt plott hafi ekki fengið að fara áfram; nema að koma inn á hans borð.
Þó það verði sennilega aldrei sannað - - en næsta víst a.m.k. virðist að Poloniumið hafi komið frá Rússlandi - og það hafi verið 2-fyrrum KGB meðlimir, sem frömdu morðið.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.3.): 2
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 395
- Frá upphafi: 863639
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 373
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning