Stjörnufræðingar telja að pláneta á stærð við Neptúnus sé til staðar í Sólkerfinu - þó hún hafi ekki enn sést í sjónaukum

Það sem gerir þessa tilgátu áhugaverðari en allar aðrar sem hingað til hafa komið fram.
Er að það er nú unnt að sýna fram á tilteknar skýrar vísbendingar um tilvist slíkrar plánetu.
En ef hún er til - þá er hún í órafjarlægð frá Sólinni, og árið þar er 20.000 Jarðár.

Astronomers say a Neptune-sized planet lurks beyond Pluto

Scientists Find Hints Of A Giant, Hidden Planet In Our Solar System

Caltech Researchers Find Evidence of a Real Ninth Planet

New evidence suggests a ninth planet lurking at the edge of the solar system

 

Megin vísbendinguna má sjá á þessari mynd!

Plane Nine

En það vakti athygli vinanna, Mike Brown og Konstantin Batygin, það samhengi sem sést á þessari mynd - - og þeir telja tölfræðilega afar afar ólíklegt að sé tilviljun.

  1. Þessi mynd sýnir sporbauga nokkurra smárra svokallaðra, Plútona, eða dvergpláneta.
  2. Það sem er sérstakt - er að þær eru allar á sama tíma í nánd við Sól.
  3. Sem þíðir, að þá einnig verða þær allar samtímis - í mestu fjarlægð eftir mjög mörg ár.
  4. Síðan vakti einnig hallinn á sporbaugum þeirra athygli vísindamannanna - - en þær virðast vera í greinilegum hópum.
  • Til þess að framkalla þetta samhengi.
  • Þurfi eitthvað með þyngdarafl, að hafa haft áhrif á þeirra sporbauga - og til að smala þeim með þessum tiltekna hætti.

Eftir mikla vinnu með tölvu-módel - þá hafa þeir félagar komist að þeirri niðurstöðu sem sýnd er að ofan --> Þ.e. sporbaugur plánetu sem þeir leggja að til að fylgi gula sporbaugnum.

  1. Gula plánetan er teiknuð með sporbaug -- sem alltaf er í mestu fjarlægð frá sól, þegar dvergpláneturnar eru í mestri nánd við Sól; og öfugt.
  2. Þannig séu sporbaugar smærri hlutanna - verndaðir fyrir þyngdarafli nýju pánetunnar.

 

Viðbótar vísbending er til staðar á eftirfarandi mynd

Þarna er um að ræða 5-sporbauga halastjarna, sem virðast fylgja sporbaugum sem eru akkúrat hornréttir á sporbauga dvergplánetanna - með bleiku sporbaugana!

Vísindamennirnir - segjast hafa í tölvumódelum spáð því að til staðar mundu verða halastjörnur með slíka sporbauga.

Og það hafi komið þeim skemmtilega á óvart - að frétta af því, að þessar 5-höfðu fundist fyrir nokkrum árum --> Sem fylgja einmitt þeim línum sem þeirra módel fann út.

  • En þeir segja nýju plánetuna neyða alla þessa smærri hnetti eða halastjörnur, á þessa tilteknu sporbauga með þessi tilteknu horn.

Samkvæmt fréttum eru vísbendingarnar það góðar!
Að vísinda-samfélagið tekur þetta alvarlega!

 

Hvað á ég við um órafjarlægðir?

Skv. vísindamönnunum, er mesta nánd við Sól hjá plánetunni, 200 sinnum fjarlægð Jarðar frá Sól.
Og mesta fjarlægð plánetunnar frá Sól, er 600 - 1.200 sinnum fjarlægð Jarðar frá Sól.

Ef það stenst - og hún finnst.
Væri það fjarlægasti þekkti hluturinn á sporbaug við Sól - sem vitað er um.

  1. Hvernig ætli gas jötunn á stærð við Neptúnus hafi komist þangað?
  2. Ósennilegt virðist að pláneta af þeirri stærð geti hafa myndast þarna.
  3. Þannig að sennilegra sé að hún hafi verið í fyrndinni mun nær Sólu, og að t.d. Júpíter - eða Satúrnus eða Neptúnus; hafi á endanum unnið þyngdarafls reipitog og þeitt henni af sínum sporbaug.
  4. Þetta hafi gerst meðan að Sólkerfið var enn umlukið frumþokunni sem það myndaðist úr, og hún hafi skapað nægilegt "drag" eða mótstöðu til að hægt hafi á henni eftir að hún hrökklaðist af sínum upphaflega sporbaug, svo að í stað þess að yfirgefa Sólkerfið alfarið - hafi hún endað á þessum afar fjarlæga sporöskjulaga sporbaug.

Auðvitað er ekkert staðfest fyrr en hún finnst.
Þegar eru sjónaukar á tveim meginlöndum að leita hennar!

Svo ef hún er til - finnst hún fyrir rest!

 

Niðurstaða

Það væri enginn smáræðis fundur, ef tilvist stórrar plánetu til viðbótar núverandi 8 - verður á endanum staðfest. Hún væri mjög merkileg ummerki um þau átök eða hamfarir, sem hafi einkennt frumbernsku Sólkerfisins.

En t.d. er talið fullvíst, að Jörðin hafi orðið fyrir árekstri við plánetu á stærð við Mars, í frumbernsku Sólkerfisins - og í samhengi við þann árekstur hafi Tunglið myndast.
Þannig að talið var fullvíst áður að a.m.k. ein enn pláneta hafi myndast - þó hún hafi síðan, farist.

Fyrst að önnur pláneta af Mars stærð, var einu sinni til - þá var alls ekki útilokað að enn fleiri plánetur til viðbótar þeim sem eru sjáanlegar, hefðu einnig myndast.
Það var alltaf möguleiki - að slíkri hefði verið þeytt alveg út úr Sólkerfinu, eða í átt að Sól, til að farast þar síðan.

Líkur eru þar af leiðandi á, að mjög mikið sé af plánetum í Vetrarbrautinni okkar, sem sveima um tómið milli stjarnanna - heimilislausar, ískaldar. En nú er talið að myndun sólkerfa sé átakasyrpa þar sem mikið gangi á.

  • En þetta einnig hefur gefið þann augljósa möguleika - að það geti enn verið til staðar ófundin pláneta í okkar Sólkerfi.


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 857479

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband