21.1.2016 | 00:28
Stjörnufræðingar telja að pláneta á stærð við Neptúnus sé til staðar í Sólkerfinu - þó hún hafi ekki enn sést í sjónaukum
Það sem gerir þessa tilgátu áhugaverðari en allar aðrar sem hingað til hafa komið fram.
Er að það er nú unnt að sýna fram á tilteknar skýrar vísbendingar um tilvist slíkrar plánetu.
En ef hún er til - þá er hún í órafjarlægð frá Sólinni, og árið þar er 20.000 Jarðár.
Astronomers say a Neptune-sized planet lurks beyond Pluto
Scientists Find Hints Of A Giant, Hidden Planet In Our Solar System
Caltech Researchers Find Evidence of a Real Ninth Planet
New evidence suggests a ninth planet lurking at the edge of the solar system
Megin vísbendinguna má sjá á þessari mynd!
En það vakti athygli vinanna, Mike Brown og Konstantin Batygin, það samhengi sem sést á þessari mynd - - og þeir telja tölfræðilega afar afar ólíklegt að sé tilviljun.
- Þessi mynd sýnir sporbauga nokkurra smárra svokallaðra, Plútona, eða dvergpláneta.
- Það sem er sérstakt - er að þær eru allar á sama tíma í nánd við Sól.
- Sem þíðir, að þá einnig verða þær allar samtímis - í mestu fjarlægð eftir mjög mörg ár.
- Síðan vakti einnig hallinn á sporbaugum þeirra athygli vísindamannanna - - en þær virðast vera í greinilegum hópum.
- Til þess að framkalla þetta samhengi.
- Þurfi eitthvað með þyngdarafl, að hafa haft áhrif á þeirra sporbauga - og til að smala þeim með þessum tiltekna hætti.
Eftir mikla vinnu með tölvu-módel - þá hafa þeir félagar komist að þeirri niðurstöðu sem sýnd er að ofan --> Þ.e. sporbaugur plánetu sem þeir leggja að til að fylgi gula sporbaugnum.
- Gula plánetan er teiknuð með sporbaug -- sem alltaf er í mestu fjarlægð frá sól, þegar dvergpláneturnar eru í mestri nánd við Sól; og öfugt.
- Þannig séu sporbaugar smærri hlutanna - verndaðir fyrir þyngdarafli nýju pánetunnar.
Viðbótar vísbending er til staðar á eftirfarandi mynd
Þarna er um að ræða 5-sporbauga halastjarna, sem virðast fylgja sporbaugum sem eru akkúrat hornréttir á sporbauga dvergplánetanna - með bleiku sporbaugana!
Vísindamennirnir - segjast hafa í tölvumódelum spáð því að til staðar mundu verða halastjörnur með slíka sporbauga.
Og það hafi komið þeim skemmtilega á óvart - að frétta af því, að þessar 5-höfðu fundist fyrir nokkrum árum --> Sem fylgja einmitt þeim línum sem þeirra módel fann út.
- En þeir segja nýju plánetuna neyða alla þessa smærri hnetti eða halastjörnur, á þessa tilteknu sporbauga með þessi tilteknu horn.
Samkvæmt fréttum eru vísbendingarnar það góðar!
Að vísinda-samfélagið tekur þetta alvarlega!
Hvað á ég við um órafjarlægðir?
Skv. vísindamönnunum, er mesta nánd við Sól hjá plánetunni, 200 sinnum fjarlægð Jarðar frá Sól.
Og mesta fjarlægð plánetunnar frá Sól, er 600 - 1.200 sinnum fjarlægð Jarðar frá Sól.
Ef það stenst - og hún finnst.
Væri það fjarlægasti þekkti hluturinn á sporbaug við Sól - sem vitað er um.
- Hvernig ætli gas jötunn á stærð við Neptúnus hafi komist þangað?
- Ósennilegt virðist að pláneta af þeirri stærð geti hafa myndast þarna.
- Þannig að sennilegra sé að hún hafi verið í fyrndinni mun nær Sólu, og að t.d. Júpíter - eða Satúrnus eða Neptúnus; hafi á endanum unnið þyngdarafls reipitog og þeitt henni af sínum sporbaug.
- Þetta hafi gerst meðan að Sólkerfið var enn umlukið frumþokunni sem það myndaðist úr, og hún hafi skapað nægilegt "drag" eða mótstöðu til að hægt hafi á henni eftir að hún hrökklaðist af sínum upphaflega sporbaug, svo að í stað þess að yfirgefa Sólkerfið alfarið - hafi hún endað á þessum afar fjarlæga sporöskjulaga sporbaug.
Auðvitað er ekkert staðfest fyrr en hún finnst.
Þegar eru sjónaukar á tveim meginlöndum að leita hennar!
Svo ef hún er til - finnst hún fyrir rest!
Niðurstaða
Það væri enginn smáræðis fundur, ef tilvist stórrar plánetu til viðbótar núverandi 8 - verður á endanum staðfest. Hún væri mjög merkileg ummerki um þau átök eða hamfarir, sem hafi einkennt frumbernsku Sólkerfisins.
En t.d. er talið fullvíst, að Jörðin hafi orðið fyrir árekstri við plánetu á stærð við Mars, í frumbernsku Sólkerfisins - og í samhengi við þann árekstur hafi Tunglið myndast.
Þannig að talið var fullvíst áður að a.m.k. ein enn pláneta hafi myndast - þó hún hafi síðan, farist.
Fyrst að önnur pláneta af Mars stærð, var einu sinni til - þá var alls ekki útilokað að enn fleiri plánetur til viðbótar þeim sem eru sjáanlegar, hefðu einnig myndast.
Það var alltaf möguleiki - að slíkri hefði verið þeytt alveg út úr Sólkerfinu, eða í átt að Sól, til að farast þar síðan.
Líkur eru þar af leiðandi á, að mjög mikið sé af plánetum í Vetrarbrautinni okkar, sem sveima um tómið milli stjarnanna - heimilislausar, ískaldar. En nú er talið að myndun sólkerfa sé átakasyrpa þar sem mikið gangi á.
- En þetta einnig hefur gefið þann augljósa möguleika - að það geti enn verið til staðar ófundin pláneta í okkar Sólkerfi.
Kv.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 00:35 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 859313
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning