20.1.2016 | 01:03
Þeir sem leggja Múslima í einelti, m.a. á Íslandi, verða að skilja að þeir eru að gera ISIS greiða
Mér fannst það áhugavert sem kom fram í 10 fréttum RÚV í þann 18/1 sl., Lára Hanna klippti fréttina til og setti inn á Youtube, og það video er hér að neðan.
Eins og fram kemur í frétt - er einhver fjöldi einstaklinga, reglulega andstyggilegir við Sverri Agnarsson, sem tók Múslima trú fyrir einhverju síðan - þekki ekki hve lengi síðan.
Síðan kemur einnig fram í frétt, að Nadia Tamimi sætir einnig ofsóknum einhvers ótiltekins fjölda einstaklinga, sem senda henni reglulega - andstyggileg skilaboð.
Sjá má tilvitnanir í frétt Eyjunnar: Múslimar veigra sér við þátttöku í umræðum vegna hatursorðræðu Drepa allt folkid titt.
- Þar undir má sjá áhugaverðar athugasemdir - m.a. eins manns, er virðist ekki telja mikið að því, að þetta fólk fái slíkar sendingar.
Það er yfir máta heimskulegt, að vera að ráðast að fólki er býr hér, og engum hefur mein unnið, og í engu tengjast atburðum á erlendum vettvangi!
Nú - ætti maður að ráðast að Bandaríkjamönnum á götu úti, vegna þess að maður er ósáttur við framferði stjórnvalda Bandaríkjanna, víða um heim?
En það eru fjölmargir á móti Bandaríkjunum --> En flestir þeirra skilja, að venjulegir Kanar bera enga persónulega ábyrð.
Af hverju geta sumir Múslima-hatarar, ekki skilið sambærilegt atriði - að einhver Múslimi er býr á Íslandi, tengist með engum hætti - atburðum erlendis sem viðkomandi er ósáttur við?
Það virðist vaxandi þessi hugsun - að tengja öfgasamtök sem eru hafa stuðning lítils hlutfalls Múslima -- einhvern veginn við Múslima almennt, eins og allir Múslimar séu ábyrgir.
Það væri það sama og að -- gera alla Bandaríkjamenn, ábyrga fyrir stefnu Bandaríkjanna?
Algerlega - jafn heimskulegt!
- Svipað heimskulegt -- væri að segja, alla Rússa ábyrga fyrir stefnu Pútíns.
Þó að hann einn beri alla þá ábyrgð!
Þannig, að menn færu að ráðast að rússn. borgurum, á götum úti í Vestrænum löndum, fyrir það eitt að vera Rússar -- og sá sem ræðst að þeim, væri á móti Pútín.
Ég set þessar samlíkingar fram - - til að sýna fram á hve heimskulegar slíkar alhæfingar eru!
Múslimar eru ca. 1,6 milljarður manna - langsamlega flestir þeirra búa í Asíu!
Múslima lönd eru langt í frá öll í einhverju -fokki.-
En löndin Malasía, meirihluta byggt Múslimum, og Indónesía -- eru hvort tveggja lýðræðislönd.
Og að auki, hafa þau náð töluvert langt í iðnvæðingu - Malasía reyndar ívið betur stödd.
M.ö.o. - ekki fátæk.
Standa langtum framar löndum Araba í N-Afríku, eða Mið-austurlöndum.
- Það auðvitað afsannar kenninguna, að lýðræði geti ekki virkað í Múslima landi, að 2-fjölmenn lönd í Asíu, meirihluta byggð Múslimum - hafa haft stöðugt lýðræði a.m.k. í 25 ár.
- Spurningin er eiginlega frekar - - og ég sé ekki neina augljósa ástæðu að það tengist trúnni - þó slíkar kenningar séu vinsælar; af hverju Araba löndum gengur svo illa.
- Ég vil eiginlega beina sjónum að þeirri einföldu staðreynd -- að öll Arabalönd, og það án undantekninga; hafa verið með einræðis form á landsstjórn.
- Ég vil eiginlega meina -- að það sé augljóst samhengi þar á milli, að Arabalöndin eru í "fokki" og að þeim hefur verið stjórnað af harðstjórum - mis slæmum, en sumum óskaplega hræðilegum.
- Sem hafa lengst af sínum valdaferli - ekki einbeitt sér að efnahags uppbyggingu.
Það ætti -- alls ekki að koma á óvart.
Að þau Arabalönd, í allra versta fokkinu --> Eru einmitt þau Arabalönd - þ.s. grimmasta harðstjórnin var til staðar!
- Sá allra grimmasti var án nokkurs vafa, Saddam nokkur Hussain.
- Næst grimmustu harðstjórarnir - - hafa verið Assadarnir.
- Síðan sá 3-versti, var Muammar Gaddhafi.
_________________
Punkturinn er sá -- að dauð hönd þessara harðstjóra, ásamt þeirri grimmd sem þeir beittu eigið fólk, meðan þeir stjórnuðu!
Hafi skapað ástand - - haturs milli íbúa þeirra landa; þannig að í öllum þessum 3-löndum, hafa risið upp fjölmennar uppreisnir!
- Þó að uppreisnir þær er risu gegn Saddam - hafi ekki hrakið hann frá völdum, þá sýna aðferðir þær er hann beitti til að bæla þær niður, grimmd hans.
- Að uppreisn Kúrda, var bæld niður í svokallaðri "Anbar" sókn, er 180þ.
Kúrdar voru myrtir í skipulögðum fjöldamorðum. Og síðar þegar meirihluti Shíta reis upp, þá lét Saddam drepa um 500þ. þeirra.
Það er erfitt að skilja, hversu gersamlega Írak flosnaði upp - í kjölfar innrásar Bush 2003, nema að menn átti sig á því -- að þessir atburðir, gerðu bæði Kúrda í Írak - sem og Shíta í Írak; gríðarlega hatursfulla gagnvart íröskum Súnnítum er studdu Saddam.
En þá hóf meirihluti Shíta, skipulagðar morð árásir á Súnní hluta íbúa landsins - fyrir utan að leitast við að drepa hvern þann er hafði tengst stjórn Saddams Hussain og flokki hans, sem náðist til.
Ekki voru Bath-istar vinsælli meðal Kúrda! - Það var gríðarleg grimmd Saddams sjálf -- sem sáði þessu hatri. Sem varð til þess, að um leið og hann féll frá - þá reis upp borgarastyrrjöld. Sem það tók Bandaríkin nokkur ár að stöðva - áður en þeir fóru frá Írak, eftir að Obama varð forseti.
Við urðum vitni að atburðarás í Sýrlandi - að meirihluti íbúa reis upp í því sem fyrst voru mótmæli, en síðan varð að vopnaðri uppreisn, þegar stjórnin fór að beita skotvopnum gegn því sem í upphafi voru óvopnuð götumótmæli.
Þarna reis upp uppsöfnuð óánægja - með áratuga langa ógnarstjórn Assadanna.
Sem hefur skipulega hyglað sumum hópum umfram aðra -- þannig skapað sundrung innan landsins, sem slík stefna óhjákvæmilega alltaf veldur, þegar hlaðið er undir suma þjóðfélagshópa -- meðan að traðkað er á öðrum þeim sem settir eru skör lægra.
Þegar -skipulögðu misrétti er beitt, sem stefnu stjórnvalda- og þeirri stefnu er vísvitandi beitt um áratugi -- þá safnast upp í landinu, meðal þeirra hópa - sem eru skör lægri, óánægja og fyrir rest - hatur til þeirra hópa er njóta forréttinda!
Uppreisnina gegn Gaddhafi - má skilja út frá sambærilegum þáttum, en hann stundaði einnig það - að hygla þeim hópum sérstaklega er studdu hann, sem þá nutu betri kjara - betri tækifæra - betra aðgangs að menntun, og störfum -- og svo má lengi telja.
En ekki síst, að þeir fengu forgang í viðskiptalífi landsins - og auður landsins safnaðist að þeim hópum.
Þannig að uppreisnin hefst -- að því er virðist, fyrst vegna mótmæla út af óréttlátri tekjuskiptingu - meðal hópa er töldu sig hafa fengið skarðan hlut.
En hún vopnast nær strax, og verður að atlögu þeirra hópa að völdum Gaddhafis sjálfs, og þeirra hópa er höfðu stutt Gaddhafi.
__________________
- Til samanburðar er áhugavert að íhuga hvað gerðist í Túnis - þ.s. Ben Ali hafði setið um áratugi.
- Mótmæli hófust gegn honum í des. 2010, hann steig upp í flugvél og yfirgaf landið í jan. 2011.
- En punkturinn er - að landið flosnaði ekki upp í borgaraátök í kjölfarið.
Ben Ali var sannarlega einræðisherra!
En hve útkoman er ólík - bendir til þess að stjórnun hans, hafi til muna verið mildari, en þeirra félaga hans í Líbýu eða Sýrlandi eða Írak.
Það sauð ekki allt þjóðfélagið upp úr í hatri!
- Þó svo að ekki hafi allir harðstjórar Arabalanda - verið eins grimmir og Gaddhafi, eða Assadarnir, eða Saddam Hussain.
- Þá virtust flestir þeirra hafa ákaflega lítinn áhuga á að byggja löndin upp efnahagslega!
Arabalöndin - - hefur nær alfarið skort landstjórnendur, sem einbeita sér að efnahags uppbyggingu.
Gríðarlegu fé var sóað í Kalda-stríðinu - - í uppbyggingu herja, og stríð við Ísrael - fé sem algerlega fór í glatkystuna.
- Ef það fé hefði farið til að byggja upp sömu lönd - væru þau án nokkurs vafa mun betur stödd í dag!
- Þó að Gaddhafi hafi ekki viðhaft átök við Ísrael - - varði hann gríðarlegu fé í 20 ára langa tilraun, til þess að ná undir sig, Chad - tilraun sem á endanum fór út um Þúfur. Og að auki, sóaði hann gríðarlegu fé - í stuðning við margvíslegar skæruhreyfingar, í Kalda-stríðinu í löndum Afríku.
- Saddam Hussain, réðst á Íran - stríð sem stóð frá 1980-1989, og kostaði um milljón mannslíf ca. samanlagt. Síðan 1991, réðst hann á Kuvæt - var ekki seinn á að hefja annað stríð, nú við Bandaríkin. Og á því án vafa, tapaði hann gríðarlega - bróður partur hers hans sem hann hafði byggt upp með miklum fjárútlátum, var eyðilagður.
M.ö.o. - harðstjórarnir vörðu gríðarlegu fé -- í stríðsleiki.
Fé sem hefði getað leitt til verulegrar uppbyggingar sömu landa efnahagslega, ef því hefði verið varið til þeirra hluta í staðinn!
_______________
Það er mín ályktun - af hverju Arabalöndin eru í fokki!
Vegna þess að harðstjórarnir - vörðu fénu til hluta sem nýttist ekki löndunum, sem mun betur hefði verið varið í efnahags uppbyggingu!
Og vegna þess, að harðstjórarnir - með óstjórn - með skipulögðu misrétti, sáðu sjálfir hatri milli íbúa eigin landa!
Af hverju græðir ISIS á því - að íbúar Evrópu beita Múslima innan Evópu harðræði?
Þetta ætti að vera einfalt að skilja!
En ISIS þrífst á hatri - og telur sig græða á stigmögnun haturs ástands.
Þ.e. auðvitað vegna þess, að boðskapur ISIS - er svo hatursfullur í eðli sínu, að einungis í haturs ástandi - verður hann aðlaðandi.
- Þannig að ISIS gagnast það - ef hatursfullir kjánar á Vesturlöndum, fara að ofsækja Múslima sem búa á Vesturlöndum -- því þá fjölgar þeim Múslimum er búa á Vesturlöndum, er geta reynst móttækilegir fyrir boðskap ISIS.
- Að auki gagnast ISIS slíkur kjánaskapur einnig í samhengi Mið-Austurlanda, en þeir geta notað myndbönd sem nást af slíku atferli í Evrópu - þegar "innfæddur" Evrópumaður veitist að Múslima - innflytjenda --> Í áróðurs tilgangi í Mið-Austurlöndum, til að afla sér frekari fylgismanna!
Þannig að í hvert sinn - sem Vesturlandabúi, hvetur til þess - að Múslimum sem búa á Vesturlöndum, séu beittir harðræði - eða misrétti af einhverju tagi, eða vinnur þeim mein.
Þá eru þeir viðkomandi - að gera ISIS greiða!
Ég hvet því þá sem eru andvígir ISIS - að láta það vera að vera greiðasamir við ISIS.
Niðurstaða
Hagsmunum Vesturlanda er enginn greiði gerður - af þeim sem hvetja til haturs meðal íbúa Vesturlanda, á Múslimum.
Sérstaklega, þá stuðla tilraunir hluta íbúa Vesturlanda - til að útbreiða Múslima hatur --> Alls, alls ekki að því að líkur aukist á því, að Vesturlöndum geti tekist að draga úr hættunni á hryðjuverkum.
En þvert á móti, þá eykur slíkt atferli - fremur augljóslega, hættuna af hryðjuverkum <--> Þ.s. það atferli að stuðla að hatri á Múslimum meðal Vesturlanda, og einnig því að stuðla að því að Múslimar séu beittir misrétti eða öðru harðræði.
Að sjálfsögðu fjölgar þeim Múslimum -- sem geta reynst móttækilegir fyri boðskap ISIS, og þar með fjölgar líklegum fylgismönnum ISIS, hvort tveggja í senn á Vesturlöndum sjálfum, sem innan N-Afríku og Mið-Austurlanda.
En það ætti að vera einfalt að skilja <--> Að ef þú stuðlar að hatri gegn tilteknum hóp.
Þá fjölgar þú einstaklingum í þeim hóp - sem hata á móti.
Og þ.e. akkúrat á útbreiðslu haturs, sem ISIS græðir.
Svo menn eru að vinna vinnuna fyrir ISIS - með því að hvetja til haturs á Múslimum.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 856011
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sem sagt þeir hafa tögl og haldir með hótun hryðjaverka?-- Það mætti kanski fylgja með spurning um hvað er hatur gegn Múslimum? Það að við viljum ekki fjöldaflutninga þeirra hingað,sem eru af vel þekktum ástæðum! Það á ekkert skylt við hatur.Það finnast jafnvel í okkar litla landi andstyggilegar hótanir til Músslima og ber stjórnvöldum skilda til að upplýsa og hegna þeim sem það gera. Undarlega heimskt er að leggja það að jöfnu að venjulegir borgarar réðust á Bandaíkjamann ,vegna stefnu BNA í utanríkismálum,eða Rússa vegna ýmindaðs yfirgangs þeirra.Við frjáls þjóðríki gilda diplomatískar venjur. En ég vil samt minna á að einnræðisríki skirrast ekki við að taka borgara þessara ríkja fanga,til þess að knýja fram vilja sinn og finnst ekkert að því að drepa þá. Munurinn er að þótt Músslimar séu besta fólk og ég upplýsi (sem ég er ekki vön að gera),að ég fagnaði með litlu börnunum og fólkinu,sem kom til Íslands í gær,þá eru trúarbrögð þeirra alltaf hærri á metunum,þurfi þau að gera upp á milli þess og þjóðríkis síns. Það er ástæða til að efla kristna trú í landinu,sem við höfum búið við í árþúsund-ir.- Því hún og sjálfstætt Ísland eiga mestu og bestu möguleika til að verða fyrirmyndar ríki.
Helga Kristjánsdóttir, 20.1.2016 kl. 14:51
Og er þá betra að gera ekki neitt og láta múslima yfirtaka landið með tímanum??? Múslimar hafa sína trú og er það þeirra stefna að allir skulu hafa hana eða ella missa höfuðið,það er ekki af ástæðu lausu að hatur á múslimum hefur aukist og sérstaklega eftir síðustu áramót svo við skulum fara varlega í það að halda að okkur höndunum.
Marteinn Unnar Heiðarsson, 20.1.2016 kl. 21:05
Marteinn ??? nei, miðað við endasprett núverandi stjórnar er best að taka af þeim keflið og vinda okkur í að bjarga Íslandi.Ice,save,taka 2.
Helga Kristjánsdóttir, 20.1.2016 kl. 22:06
Einar, það tók Evrópu á annað þúsund ár að losna undan oki trúarbragða.
Fólk frá mið-austurlöndum, á að sjálfsögðu að hafa möguleika á að flytja til Evrópu, eins og allir aðrir. Hvað svo það fólk vill trúa heima hjá sér, kemur hvorki mér né þér við .. en "trúarmenn", hverrar trúar sem þeir eru, geta haldið sig heima í fyrirheitna landinu. Þúsund ár, af hroðaverkum trúarbragða ... krossfestingum, galdra brennum, barnaníðum, rannsóknarréttum og öllu öðru sem troðið var niður í fólk, með blóði og sverði í anda þess að "Guð" fyrirskipaði það. Er fyllilega nóg.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 20.1.2016 kl. 22:34
Get ekki verið þér meira sammála Einar. Við þið hin sem hafið tjáð ykkur á hinn veginn: Það er að sjálfsögðu ekki hægt að viðurkenna þær öfgar sem heittrúaðir múslimar aðhyllast og gera verður þá kröfu að þeir sem setjast hér að fari eftir þeim lögum og reglum sem gilda hér á landi en ekki " lögum Guðs". Þetta á við um afstöðu til réttinda kvenna , samkynhneigða og annað. Það má í því sambandi líka benda á að þetta á líka að gilda um öfgatrúarhópa kristinna hér á landi þar sem því miður hefur verið misbrestur á. En fólk er fólk. Flestir múslimar rétt eins og kristnir eru það einungis vegna þess að þeir fæðast inn í þessa trú. Þegar öllu er á botninn hvolft er miklu betra að gera múslimum það auðveldara að samlagast þjóðfélaginu og það gerum við með því að koma vel fram við þá frekar en ala á hatri. " Að koma fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig" er regla sem allir ættu að tileinka sér.
Jósef Smári Ásmundsson, 20.1.2016 kl. 23:15
Trú-falskir nota sér trúfélög til að svala fýsnum sínum,það kemur óorði á þau sem boða frið.
Helga Kristjánsdóttir, 20.1.2016 kl. 23:18
Marteinn Unnar Heiðarsson- Af hverju ætti það að geta gerst?
Ég vona að þú vitir að Múslimar eru meðaltali 6% íbúa Evrópu.
Þar sem í Evrópu búa milli 500-600 milljón.
Mundi það langt í frá duga, aðflutningur Múslima til Evrópu 1,1 milljón per ár í 100 ár - til þess að fjölga Múslimum í Evrópu, einu sinni upp í helming íbúa.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.1.2016 kl. 00:34
Held það geti verið erfitt fyrir framsóknarmenn að kæla þetta lið eftir að þeir hafa kynt undir þetta og kitlað að til að fá atkvæði bara örstuttu síðan.
Ábyrgð framsóknarmanna og ofsa-sjalla er stór.
Það er full ástæða til að vera á varðbergi gagnvart ofsa-sinnuðum framsjöllum og ég ætla bara rétt að vona að löggan fylgist með þessu.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.1.2016 kl. 11:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning