Refsiaðgerðir á Rússland - virka ekki, segir Emma Ashford hjá Cato Institute í nýlegri grein í Foreign Affairs

Mér virðist fljótt á litið - að Emma Ashford geri of mikið úr því að refsiaðgerðir á Rússlandsstjórn, hafi ekki -breytt stefnu Rússlands- sbr. að refsiaðgerðir hafi ekki hindrað Rússland í því að innlima Krím-skaga, ekki hindrað Pútín í að ákveða að - hefja stríð innan A-Úkraínu gegn stjórnvöldum í Kíev - né hafi þær fram að þessu neytt Pútín til að breyta stefnu sinni.

Not-So-Smart Sanctions - Foreign Affairs

Grein eftir Emmu í Newsweek, þ.s. hún endurtekur nokkurn veginn sömu fullyrðingar sem fram koma í grein hennar í Foreign Affairs: If Sanctions Against Russia Are Failing, What's Next?

Emma Ashford | Cato Institute

  1. Að auki, er það algerlega rétt, að meginhluti ca. 70% gengisfalls Rúbblunnar, er vegna lækkunar olíuverðs - sem sennilega er orðin liðlega 70% síðan lækkun olíuverðs, hófst fyrir tæpum 2-árum.
  2. Og að olíuverð greinilega útskýri gengissveiflur Rúbblunnar langsamlega að stærstum hluta.
  • Svo hefur hún dæmigerðan söng - þeirra sem eru andvígir refsiaðgerðum á Rússland - að þær kosti ríkin sem taka þátt í þeim --> Fé.
  • Hún slær fram þeirri fullyrðingu - úr því þær hafi ekki virkað enn, þá sé ósennilegt að þær virki í framtíðinni. Hún kallar þá fullyrðingu - niðurstöðu. En fullyrðing er allt og sumt sem það er.
  • Að auki kosti þær störf á Vesturlöndum.

Síðan segir hún - að betur væri að afleggja þessar refsiaðgerðir - styðja þess í stað Úkraínu með auknum efnahags stuðningi.

  1. Svo má bæta við, að auki bendir hún á --> Að kostnaður almennings í Rússlandi hafi orðið miklu meiri, en þeirra aðila sem aðgerðirnar beinast gegn - - ergo, þær bitni mest á rússn. almenningi.
  2. Rétt er að benda á móti á, að þetta er ákaflega villandi hjá henni - þ.s. refsiaðgerðir Vesturlanda beinast gegn rúmlega 100 einstaklingum sem tengjast elítunni í kringum Pútín - Rússland sé ekki raunverulega beitt efnahagslegum þvingunum - með því að tala um, efnahags-þvinganir á Rússland, sé hún að taka þátt í þeim villandi málflutningi sem er algengur meðal andstæðinga aðgerða gegn Rússlandi - áhugavert að ef Cato stofnunin bandar. er andvíg þeim aðgerðum - en hún er mjög hægri sinnuð, ég man ekki betur en að hún setji gjarnan gegn þvingunar aðgerðum gagnvart ríkjum, svo það má vera - að um prinsipp afstöðu sé að ræða.
  • Málið er - að það er Pútín sjálfur, sem hefur ákveðið, að senda kostnaðinn til almennings innan Rússlands.
  • Þ.e. a.m.k. rétt hjá Emmu, að Pútín hefur - notað ríkisfé til að styðja þá rúmlega 100 einstaklinga, sem aðgerðir Vesturvelda beinast gegn --> Það á sama tíma, og lækkandi olíuverð, dregur stöðugt úr því fé sem rússn. ríkið hefur til umráða.
  • En athugasemdir þeirra einstaklinga, sem hún vitnar til - sbr. að einn þeirra segist ekkert hafa að sækja til Vesturlands - þó sá hafi verið um árabil eins og grár köttur í London, og eigi þar íbúð -- sem geri þau ummæli ekkert sérstaklega trúverðug. Virðast mér af hennar hálfu - notuð af henni, án gagnrýnnar hugsunar.
    En þau ummæli, eru augljóst "bravado."

En þá er hún ekki að íhuga þá staðreynd - að með Því að nota það takmarkaða ríkisfé sem rússn. ríkið hefur til umráða, með þeim hætti, samtímis og olíutekjur dragast stöðugt saman.

Þá er Pútín, þar með að - þrengja að öðrum fjárlögum Rússlands, til að halda elítunni einkavinum sínum á floti.

Samtímis því, að - eftir því sem olíuverð lækkar frekar, þá minnkar það fé sem rússn. ríkið fær frá tekjum af olíusölu --> Þær tekjur hafa þá minnkað um 70% rúmlega, eins og hún sjálf benti á.

  1. Punkturinn er sá, að það eru samlegðar áhrif á milli, olíuverðs lækkana.
  2. Og þeirra refsiaðgerða sem Vesturlönd beita einkavini Pútíns.

_________
Svo er rétt að nefna, að ein fullyrðing Emmu er úrelt - en hún vitnar þar enn í hagspá rússn. stjv. - að við lok þessa árs, hefjist viðsnúningur yfir í hagvöxt.

En í ljósi þróun olíuverðs, sem langt er frá þeim væntingum sem rússn. stjv. gerðu er sú spá var búin til - er algerlega öruggt að - enginn efnahagslegur viðsnúningur hefst í Rússl. þetta ár.

 

Öfugt við það sem Emma Ashford heldur fram, þá taka refsiaðgerðir gjarnan langan tíma að virka - þ.e. öfugt við hennar fullyrðingu, að annaðhvort virki þær strax eða ekki; þá gjarnan tekur það mörg ár fyrir þær að skila sér -- eins og að þreyta spriklandi fisk!

En höfum í huga --- að skv. nýlegum fréttum hefur Pútín fyrirskipað að lækka ríkisútgjöld um 10%, vegna þess að þróun olíutekna þetta ár, því annars stefnir í mjög alvarlegan hallarekstur á rússn. ríkinu.

  1. Höfum einnig í huga, að á sl. ári þá vísitölutengdi Pútín bætur til aldraðra, til þess að verðbólga og frekari gengislækkanir Rúbblu, mundu ekki lækka þeirra kjör. Það auðvitað þíðir, að kostnaður við greiðslur til aldraðra - verður þá stöðugt hærra hlutfall fjárlaga -- samtímis og olíutekjur skreppa saman, og þar með tekjur ríkissjóðs Rússl.
  2. Að auki, eins og Emma Ashford réttilega bendir á, þá notar Pútín - fjármagn af rússn. fjárlögum, til þess að mæta kostnaði þeirra rúmlega 100% einstaklinga sem eru hluti einkavina Pútíns - af aðgerðum Vesturlanda gegn þeim einstaklingum. Þetta er einnig í gangi á sama tíma, og tekjur rússn. ríkisins skreppa saman - stöðugt.
  3. Rétt er að bæta við, að Pútín hefur fyrirskipað að - ekki megi draga úr útgjöldum til hermála.

Þetta er öflugt svar við fullyrðingu Emmu Ashford að - aðgerðir Vesturlanda virki ekki.

En það ætti að vera algerlega augljóst - að sá kostnaður sem Pútín hefur samþykkt að leggja á ríkissjóðs rússl., að taka yfir kostnað einkavina sinna af aðgerðum Vesturvelda gagnvart þeim --> Verður stöðugt erfiðari fyrir rússn. ríkið, eftir því sem olíutekjur halda áfram að minnka.

  • Bendi á að það eru tveir aðrir digrir fjárlaga liðir, sem einnig eru heilagir í augum Pútíns --> Þetta dæmi verður stöðugt erfiðara úrlausnar.

Að sjálfsögðu er það rétt --> Að það var gríðarleg lukka fyrir Vesturlönd, sú þróun olíuverðs sem hófst, rétt eftir að deilur við Rússland hófust.
En það auðvitað, styrkir áhrif aðgerða Vesturvelda gegn Rússlandi.

  1. Það má vel vera, að miklu hafi ráðið um ákvörðun Vesturvelda, að ljúka samningum við Íran, þau líklegu áhrif á olíuverð -- sem verða á næstunni af því, að þær refsiaðgerðir á Íran eru nú fallnar niður, og Íran ætlar að auka olíuframleiðslu um helming - strax á þessu ári.
  2. Það auðvitað þíðir, að olíuverð á eftir að fara mjög nærri 20 dollurum per fatið, sem að sjálfsögðu --> Mun gera reikningsdæmið hans Pútín, gríðarlega erfitt úrlausnar.
  • Auk þess, mun aukning framleiðslu Írans - tryggja að mörg ár getur tekið olíu að hækka í þá 50 dollara per fat, sem Rússn. ríkið telur sig þurfa -- fyrir efnahags viðsnúning.

Þá auðvitað - - eflast samlegðar áhrif aðgerða Vesturvelda enn frekar.
Og punkturinn er auðvitað sá - - að svo lengi sem kreppan í Rússlandi stendur yfir vegna þróunar olíuverðs, þá viðhaldast þau samlegðar áhrif.


Höfum í huga, að það val Pútíns -- að senda reikninginn til almennings. Að honum á örugglega eftir að hefnast fyrir þann valkost. Því þá velur hann, þar með, -að lækka kjör almennings í Rússlandi meir, en annars hefði orðið- vegna þróunar á erlendum mörkuðum!

  1. Með því að - vernda einkavini sína, senda kostnaðinn þess í stað á almenning.
  2. Þá auðvitað, flýtir Pútín fyrir þeirri þróun - að almenningur verði óánægður.
  • En höfum í huga, að það tekur alltaf tíma fyrir óánægju almennings - að safnast fyrir.
  • Þ.e. almenningur verður sífellt óánægðari, því lengri tími líður - og ekkert bólar á því að mál snúist til betri vegar.

Að auki - almenningi hlýtur að sárna, að tekjur ríkissjóðs séu notaðar með þessum hætti, til að vernda ofsa-auðuga einstaklinga; meðan að kjör almennings versna stöðugt.
Og það má reikna með því - að sú tiltekna óánægja einnig magnist eftir því sem frá lýður, og að auki að hún magnist einnig frekar ef kjör almennings halda áfram að lækka frekar.

Þetta er auðvitað - annað svar til Emmu, um það - er hún fullyrðir að refsiaðgerðir virki ekki. Íran er einnig gott svar, því það var ekki síst - uppsöfnuð óánægja almennings, sem braust fram í kjöri núverandi forseta Írans -- sem lofaði því að semja við Vesturveldi, var kjörinn út á það af Írönum.

  1. Nú, ef Pútín heldur áfram - að senda almenningi kostnaðinn, og vernda gríðarleg auðæfi elítunnar - auðæfi sem hann lét þeim í hendur, með því að afhenda þeim ríkis-eignir til eigin nota.
  2. Á sama tíma og kjör almenning stöðugt versna - - og atvinnuleysi er áfram í aukningu. Þá er Pútín þar með -- að skapa aðstæður fyrir einhvers konar sprengingu meðal almennings í framtíðinni.
  3. Þó sannarlega að Rússar séu þekktir fyrir að vera langþreyttir -- þá er rétt að benda á, að það hafa í fortíðinni orðið fjölmennar uppreisnir innan Rússlands, fjölmargar - t.d. var ein 1905 sem leiddi til þess að Nikulás Keisari, varð að veita umtalsverða eftirgjöf, gaf t.d. Dúmunni mjög aukið vægi. Síðan varð önnur uppreisn eins og frægt er, 1917 - - þ.e. fyrri byltingin, einnig vegna uppsafnaðrar óánægju með kjör.

Þessar sprengingar 1905 og 1917 - spruttu fyrst fram í formi mótmæla gegn lágum kjörum.
En síðan færðust þau mótmæli yfir í að vera mótmæli gegn stjórnvöldum sjálfum.

 

Rétt er að benda þeim á, sem halda á lofti miklu tjóni fyrir Evrópulönd - af því að taka þátt í aðgerðum gegn Rússlandi <--> Að síðan refsiaðgerðir hófust, hafa olíutekjur Rússlands minnkað um 70%, og gengi Rúbblu einnig lækkað ca. um 70% gegn Dollar!

Punkturinn er sá <--> Að þegar þeir sem halda á lofti miklu tapi sínu.
Þá algerlega láta þeir oftast nær hjá líða <--> Að taka tilli til þeirrar miklu gjaldeyristekju lækkunar sem Rússland hefur orðið fyrir, þ.e. 70% minnkun tekna af olíu- og gas-sölu, sem voru um 70% heildargjaldeyristekna Rússlands!

Það að sjálfsögðu þíðir - að þau viðmið sem gjarnan eru notuð, þ.e. sala til Rússlands meðan að vel gekk --> Eru þá hæsta máta villandi!

En augljóslega hefði orðið umtalsverður samdráttur í kaupum Rússa, á dýrri matvöru og annarri dýrri vöru - erlendis frá, sem Rússland getur mögulega komist af án.

Þannig að -- tölur þær sem oftast nær eru nefndar, um tap.
Eru örugglega - töluvert stórfellt ofmat á því tapi!

Það á auðvitað einnig um - töpuð störf.
Því augljóslega - hefði þeim störfum einnig fækkað, í ljósi mjög sennilegs samdráttar í kaupum Rússa, vegna stöðugs samdráttar gjaldeyristekna þeirra.

  • Raunverulegt tap -- er örugglega vart meira, en helmingur þess sem gjarnan er sagt.

 

Svo er rétt að benda á <--> Að aðgerðir Pútíns gegn Úkraínu eru mjög freklegt brot á mjög mörgum alþjóðasáttmálum um réttindi ríkja. Fjölmörg lönd, eiga gríðarlega mikið í húfi, að helstu grunnreglur alþóðasamfélagsins - haldi!

  1. Réttur ríkis til þess, að landamæri þess séu - heilög. En Jeltsín forseti Rússlands, þegar hann var forseti, þá undirritaði hann yfirlýsingu ásamt fulltrúum Frakklands, Bretlands, Þýskalands og Bandaríkjanna <--> Að ríkin 5 samþykktu á ábyrgjast landamæri Úkraínu.
    Að auki, er það eitt mikilvægasta viðmið alþjóðalaga, að engu ríki sé heimilt að - senda herlið án heimildar þess ríkis inn fyrir landamæri þess, og það er enginn vafi um að Rússland þverbraut þau ákvæði -- er hersveitir Rússlands fóru um Krím-skaga og hertóku, burtséð frá því að sú aðgerð fór fram án blóðsúthellinga, þá er samt brotið á þessari mikilvægu alþjóðareglu - fullframið án þess að blóði sé úthellt.
    Þetta var að sjálfsögðu - innrás. Skiptir engu, að það herlið hafi verið í tiltekinni herstöð í Sevastopol, það að senda það herlið síðan út fyrir Sevastopol svo um allan skagann án heimildar frá stjv. Úkraínu - hafi verið, innrás.
  2. Síðan hefur hvert land, rétt til þess lands, sem alþjóðlega viðurkennd er að er þess eign <--> Skv. samkomulaginu sem Jeltsín forseti undirritaði, þá skuldbatt Rússland sig til að -- vernda þau landamæri og viðureknna þar með eign Úkraínu á öllu sínu landi, þar með Krímskaga; og Rússland var því sannarlega skuldbundið, eftir að Jeltsín forseti formlega viðurkenndi þau landamæri sem réttmæt.
    **Það er engin heimild til þess í alþjóðalögum, að síðar meir draga slíka viðurkenningu til baka -- en ef slík heimild væri til staðar, þá væri alger óvissa um öll helstu alþjóðalög - sem í reynd þíddi, að þau væru - einskis nýtir pappírar.
  3. Og sú regla sem skiptir Ísland gríðarlegu máli --> Að hvert land hefur rétt til þeirra auðlinda sem eru á því landi sem er alþjóðlega viðurkennd eign þess, og innan þeirrar lögsögu - sem fylgir þeirri landar-eign.
    Bendi á að Úkraína var í viðræðum við erlend olíufélög, um leit undir hafsbotni í lögsögu Krímskaga. Og að landið Rúmenía, nokkrum árum fyrr, gerði samkomulag um olíu og gasleit við nokkur olíufyrirtæki. Þessum réttindum og hugsanlegum tekjum --> Stal Rússland.
  • Auk þessa -- bendi ég á, að þær aðgerðir Pútíns að magna upp stríð í A-Úkraínu, brjóta þessi sömu reglur - þ.s. með því að útvega vopn - með því að senda málaliða þeirra laun eru greidd - með því einnig að greiða laun uppreisnarmanna --> Þá er Pútín að svipta úkraínska ríkið "yfirráð yfir landi sem er alþjóðlega viðurkennd eign þess" að að auki að "svipta Úkraínustjórn aðgengi að auðlindum á þeim svæðum, sem þessi her undir umráðum Pútín, hefur tekið og heldur" og að sjálfsögðu að auki telst þetta vera annað brot Rússlands á "friðhelgi landamæra Úkraínu."

Pútín er að ógna þessum gríðarlega mikilvægu alþjóðareglum:

  1. Friðhelgi landamæra.
  2. Eignarrétti ríkis yfir eigin landi.
  3. Og eignarrétti ríkis til eigin auðlinda.

Þetta eru auðvitað gríðarlega mikilvægar reglur fyrir Ísland, og Íslendinga!

  1. En Ísland er ekki fært um að verja eigin landamæri.
  2. Ísland er ekki heldur fært um að verja eigið land.
  3. Og það sama gildir, að Ísland er ekki heldur fært um að verja sína lögsögu.

Þannig að Ísland á gríðarlega mikið í húfi!
Að Rússland með aðgerðum sínum - takist ekki að grafa undan virðingu fyrir þessum gríðarlega mikilvægu grunnreglum!

En fá lönd mundu verða fyrir stærra tjóni en einmitt Ísland!
Ef virðing fyrir ofangreindum alþjóða reglum - yrði fyrir verulegum hnekki!

  1. En rétt er að benda á, að um alþjóðareglur gildir <--> Eins og um lög almenng <--> Að virðing fyrir þeim reglum er sköpuð með því, að þeim reglum sé framfylgt!
  2. NATO er með aðgerðum sínum - að framfylgja þessum höfuðreglum! Þar með, að leitast við að verja þessar grunnreglur! Sem eru svo gríðarlega mikilvægar fyrir Ísland. Auðvitað, vegna hagsmuna margra annarra landa - en bara Íslands.

En ef NATO tekst ekki að stöðva Rússland í aðgerðum sínum!
Rússlandi tekst að fara sínu fram - gefa frat í þessar reglur!
Þá kemur að viðbrögðum landa -- annars staðar í heiminum.

Ef lönd í öðrum heimshlutum - fara að hegða sér svipað og Rússland.
Þ.e. taka fordæmi Rússlands - sem vísbendingu um að Vesturlönd, séu ófær um að verja það reglukerfi sem þau komu á fót á sínum tíma --> Þá þar með væri það reglukerfi fallið!

En með því að vega að alþjóðlegum grunnreglum, og sérstaklega að komast upp með -> aukast líkur á að önnur ríki fylgi slíku fordæmi.
**Ef Vesturlönd, hætta við sínar refsi-aðgerðir, er erfitt að sjá annað úr því - en að önnur lönd mundu líta svo á, að Vesturlönd hefðu gefist upp á að verja þessar grunnreglur!

  • Við gæti þá tekið - - gamla kaosið!
  • Að einungis með eigin vörnum - - geti lönd varið þ.s. er þeirra!

Ég efa að Emma Ashford hafi íhugað þær afleiðingar!

Það auðvitað þíddi -- að gríðarleg aukning yrði um allan heim, í útgjöldum til hermála!
En einnig að, óvissa og spenna milli landa, og hætta á styrrjöldum, gæti leitað aftur í þann farveg - þar með tíðni stríðsátaka; eins og var á öldum áður!

Alþjóðlega viðskiptakerfið - gæti þá samtímis riðað til falls!

Þetta virðast margir ekki skilja -- að átökin við Rússland, snúast um sjálf alþjóðakerfið!

  1. Í aðstæðum - þ.s. réttur hins sterka væri sú regla sem skipti máli!
  2. Ætti Ísland gríðarlega óskaplega erfitt!
  • Gæti raunverulega ekki haft - eiginlegt sjálfstæði.

Niðurbrot hins alþjóðlega reglukerfis --> Væri einnig, endalok raunverulegs sjálfstæðis Íslands!
Hversu mikils virði í krónum og aurum --> Er það fyrir Ísland, að taka þátt í vörn þess kerfis, sem sé hvorki meira en minna en - sjálfur grundvöllur sjálfstæðis Íslands?

Er hægt að nefna þar um - nokkra tölu?

Pútín virðist halda - að Rússland græði á því, að endurreisa hin gömlu fornu gildi, rétt hins sterka - því hann virðist halda að Rússland sé nægilega sterkt til að drottna yfir rétti sinna næstu granna!
Hann virðist máski ekki muna eftir í því samhengi - grannanum risastóra í Austri, með 10-faldan fólksfjölda Rússlands, og meir en 10-falt stærra hagkerfi! En hver veit, ef réttur hins sterka væri eina lögmálið - er þá Kína ekki miklu sterkara en Rússland? Af hverju ætti það þá ekki að bitna á Rússlandi? Mig grunar að Pútín sé ekki að hugsa málið til enda! Blindaður af hatri á Vesturlöndum - sé hann blindhliðaður gagnvart Kína!

 

Niðurstaða

Málflutningur Emmu Ashford hjá Cato stofnuninni - sem er þekktur stuðningsaðili frjálshyggju, og einnig þekkt fyrir andstöðu sína við, refsiaðgerðir yfirleitt milli ríkja.
Sá málflutningur virðist dæmigerður málflutningur andstæðinga refsiaðgerða NATO landa gegn vildarvinum Pútíns.
Bent sé á þ.s. alltaf er bent á sbr. kostnað við aðgerðir, að þær hafi ekki fram að þessu haft sýnileg áhrif á stefnu Pútíns.
Svo er slegið fram, að þær muni sennilega ekki virka - sem einnig er dæmigerð fullyrðing.

Ergo, mér virðist þetta fullkomlega dæmigerður málflutningur - og í honum eru einnig framin öll dæmigerð mistök sem einkenna þann málflutning.
Þannig efa ég þar með að Emma Ashford sé að sýna fram á nokkuð annað en það, sem hún taldi fyrirfram að væri rétt!

En fullyrðingar sbr. að refsiaðgerðir virki annaðhvort strax eða ekki - er auðvelt að afsanna með sögulega þekktum dæmum!
T.d. er Íran mjög gott dæmi, þ.s. það tók meir en 10 ár fyrir refsiaðgerðir er beindust gegn kjarnorkuprógrammi Írans, að skila þeirri útkomu - að kjörinn var til valda í því landi forseti, sem náði kjöri út á loforð að semja landið frá þeim refsiaðgerðum.

Þarna réði að því er best verður séð á endanum, uppsöfnun óánægju almennings - með þá kjarahnignun sem hefur verið til staðar í Íran.

Það má vel vera -- að vegna þess að Rússland er einræðisríki - þá sé stjórn Pútíns minna viðkvæm fyrir afstöðu almennings.
En rétt er að benda á móti á það, að stjórn Nikulásar keisara, neyddist til þess 1905 að beygja sig - þegar mjög fjölmenn uppreisn varð í Rússlandi, uppþot sem fyrst voru mótmæli gegn bágum kjörum --> Það leiddi til, verulegra lýðræðisumbóta, og breytingar á stefnu stjórnarinnar til að mæta þeim helstu kröfum er fram komu.
Síðar meir, 1917 - varð uppsöfnun óánægju til þess, að önnur uppreisn braust fram innan Rússlands, og í það skiptið var stjórn Nikulásar hrakin frá völdum, hann og fjölskylda hneppt í varðhald.

Pútín ætti m.ö.o. ekki reikna með því, að hann sé öruggur!
Þegar hann, beitir peningum rússn. skattborgara til að hygla vell auðugum vildarvinum, sem lifa í velllystingum -- meðan að kjör almennings fara versnandi!
Setur þar með, kostnaðinn -- á almenning! Samtímis og kjör almennings versna!

Mér virðist þetta - kjörið sprengi-efni!
Að senda almenningi - stöðugt kosnaðinn af refsiaðgerðum NATO, á þessa auðugu einstaklinga!

Rökrétt virkar óánægja almennings þannig - að hún safnast upp.
Heldur áfram að safnast upp - því oftar sem höggið er í sama knérunn!

Pútín sé því virkilega að leika sér að eldinum með því að vernda sína gríðarlega auðugu vildarvini - senda reikninginn stöðugt til almennings!

Öfugt við þ.s. Emma Ashford fullyrðir - gæti þetta alveg virkað fyrir rest!
Sérstaklega ef Pútín, heldur svona stöðugt áfram, að senda reikninginn til almennings -- samtímis því að kjör almennings versna áfram!

Að vernda forherta ofurauðuga einstaklinga - samtímis að kjör almenning stöðugt eru skert, til þess að verja þá aðila; þegar samtímis þau kjör einnig versna vegna frekari lækkana olíuverðs á mörkuðum --> Ég get hreinlega ekki komið auga á öflugra sprengiefni.

Og Pútín er að gera sér þetta sjálfur!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"...refsiaðgerðir hafi ekki hindrað Rússland í því að innlima Krím-skaga, ekki hindrað Pútín í að ákveða að - hefja stríð innan A-Úkraínu gegn stjórnvöldum í Kíev"

Rússar innlimuðu Krím að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðzlu.  Með þessari niðurstöðu.  Allt mjög lýðræðislegt.

Stríðið í Úkraínu er upprunnið innan Úkraínu.  Rússar eru að aðstoða, en ekki mikið, og af allt öðrum ástæðum en allir virðast halda.

Þetta er spurning um að halda bandamönnum, svona just in case.

Svo eru þessar refsiaðgerðir meia svona "refsiaðgerðir."

Þjóðverjar selja enn Audi & AEG í Rússlandi.  Þetta eru aðgerðir algerlega for show, til að sýnast fyrir kjósendur, sem er ætlast til að styðji einhverja úkraínska nazista, en þeir í evrópulandi vita vel að kjósendur eru fífl.  Þetta atriði fattaði okkar maður á staðnum ekki, enda er hann ljóska.

Ásgrímur Hartmannsson, 18.1.2016 kl. 22:36

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ásgrímur - nei, þetta var ekki alvöru þjóðaratkvæðagreiðsla.
Þetta var sýndar atkvæðagreisða, þ.s. þess var vendilega gætt - - að rétt niðurstaða mundi koma fram.
Hvort það var svindlað með beinum hætti, er óvíst.

En eitt er víst, að atkvæðagreiðsla sem far fram með svo gersamlega ólýðræðilegum hætti - - telst svindl, á hvaða byggða bóli sem er; þ.s. ekki tíðkast eins flokks einræði.

Mjög furðulegur málflutningur hjá þér, og nokkrum hópi annarra - - að lítaá þessa atkvæðagreiðslu, sem nokkurt annað en - gersamlega ómarktæka.

    • Virkilega, að það gangi - - að heimila bara eitt framboð.

    • Að banna öllum öðrum - - þátttöku, m.ö.o. -- ekkert nei framboð heimilað.

    • Fólki haldið í stofufangelsi - til að tryggja að andstæðingar, geti ekki skipt sér af.

    • Síðan vopnaðir menn alls staðar á ferli, meira að segja inni á kjörstöðunum sjálfum, til að tryggja nægilega stækt andrúmsloft ótta.

    Þetta er atkvæðagreiðsla -- með sovéskum stíl.
    Eða, tja - - kínverskum.

    Þessi málflutningur er algerlega skammarlegur hjá þér.

    Að halda þvi fram, að þessi atkvæðagreiðsla hafi verið nokkuð meira - - en "for show." Sem var allt og sumt sem málið var.

    Dæmigert Pútín dæmi -- leiktjöld. Sýndarveruleiki - til að plata hrekklausa, sem nenna ekki að hugsa.

    ------------------

    "Þjóðverjar selja enn Audi & AEG í Rússlandi" -- Virkilega, það er nefnilega málið, að enginn bannar innflutning til Rússlands.
    Nema Pútín sjálfur!

    Spurðu þá Pútín að því - af hverju hann bannar ekki innflutning á Audi?

    Óttalegt bull í þér.
    En það er ekki viðskiptabann á Rússland í gangi.
    Það er staðreynd - fyrir utan að bannað er að selja þangað vopn.

    Svo þetta tal um ómarkvisst bann - - missir fullkomlega marks.

      • Ef þér finnst bann á innflutningi ruglinslegt - spurðu þá Pútín að því, af hverju hann heimilar vörur frá sumu löndum -- en ekki öðrum.

      • En innflutningsbann til Rússlands -- er allt saman, enn eitt af leikritum Pútíns.

      Eins og ég sagði -- NATO bannar engar vörur til Rússlands.
      Nema vopn!

      Nenni ekki að svara bulli frekar -- komdu næst með vitræna athugasemd.

      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 19.1.2016 kl. 03:32

      3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

      Þetta er ekki bull í mér.

      1: rússar hefðu fengið krímskagann án mikilla bardaga þó þeir hefðu gert þangað innrás, vegna þess að *meirihlutinn er rússneskur.*

      Af þeirri ástæðu eru líka ansi líka ansi litlar líkur á eitthverjum uppþotum þar út af þessu.

      2: ef Pútín er svona hrikalega militant, af hverju er hann ekki búinn að leggja undir sig austurhluta úkraínu?

      Einfaldasta svar: það myndi þýða uppþot.  Og sennilegast alvöru stríð, en ekki þennan minniháttar skæruhernað sem er þar í gangi núna.  (Og evrópubúar færu að vasast í því, og ég bara veit að þeir þrá ekkert heitar.)

      3: "það er nefnilega málið, að enginn bannar innflutning til Rússlands."  Nema við.  Og því var svarað.  Útflutningur frá rússlandi er líka leyfður.  Fólk þarf gasið og olíuna og hveitið og ... hitt og þetta annað.

      Rússland er jarðefnaauðugasta land í heimi.  Verst þeir líða enn fyrir stjórnarfar marxista.  Það er kommúnismanum að kenna að fáeinir oligarkar eiga allt þar.  Efnahagurinn þarna er enn mjög bjagaður, og mun ekkert lagast í bráð.  Það eru enn 100 ár í það.  Minnst.

      4: vopnasölubann til Rússlands er brandari. Það jafnast á við að banna íssölu til Grænlands, eða innflutning á IKEA vörum til Svíþjóðar.  Þeir hefðu eins geta bannað sölu á vodka þangað.

      Ásgrímur Hartmannsson, 19.1.2016 kl. 15:50

      4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

      "1: rússar hefðu fengið krímskagann án mikilla bardaga þó þeir hefðu gert þangað innrás, vegna þess að *meirihlutinn er rússneskur.*"

      Ásgrímur - það skiptir engu máli í þessu tilliti, hversu litlar blóðsúthellingar voru á Krím-skaga, er stjv. Rússl. ákváðu að gera það innrás, og stela skaganum af Úkraínu - - höfum í huga, að Jeltsín hafði skulbundið Rússland til að virða landamæri Úkraínu; skuldbindingu sem Pútín hafði engan rétt skv. alþjóðalögum til að draga til baka - enda væru þá allar alþjóðareglur ónýt plögg - einskis virði, í reynd engar alþjóðareglur, ef þjóðir gætu einfaldlega hætt við allt saman, ef skipt væri um ríkisstj. eða forseta - síðar meir.
      **Þetta var bindandi skuldbinding - á því getur ekki verið nokkur vafi, þ.e. Jeltsín lofaði að virða landamæri Úkraínu, það yfirráðasvæði er Úkraína réði að öllu leiti og án vífillengja - allan rétt þess lands.
      _______________

      Ekkert gat gefið Rússlandi eða stjv. Rússlands, til að véfengja þann rétt - og skiptir atkvæðagreiðsla í því samhengi, jafnvel þú hún hefði verið 100% trúverðug, sem hún alls ekki var - þvert á móti var hún með þeim hætti, að trúverðugleiki hennar var nákvæmlega ekki nokkur; enda með fullkomlega eins ólýðræðislegri aðferð og mögulegt var - - hún getur ekki veitt Rússlandi þann rétt, að stela landi af annarri þjóð, skiptir engu máli, alls engu, þó þar búi meirihluta Rússn. mælandi. Þessi yfirtaka var eins ólöglegt - og framast er mögulegt.
      ___________________
      Enda eru víða í heiminum svæði með þjóðernis minnihlutum - ef Rússland getur komist upp með að færa sín landamæri, vegna þeirrar ástæðu - - er fullt af löndum í heiminum, er gætu hugsað sér sambærilega tilfærslur landamæra -- með valdi.
      Rússland --> Eins og ég hef ítrekað bent á, er að ógna gríðarlega mikilvægum alþjóða reglum, setja þær þar með í hættu --> Reglur sem Íslandi eru óskaplega mikilvægar, og þú lætur eins og þeir gríðarlegu hagsmunir Íslands, skipti engu máli -- eða hagsmunir þeir að forða þeim ótal styrrjöldum í heiminum, sem framtíð hans gæti borið í skauti, ef mikilvægustu alþjóðareglur heims, falla!
      Og Pútín tekst að endurreisa -- rétt hins terka.
      Þ.e. að hver sú þjóð sem á meira af vopnum, geti stolið því sem hún vill af næstu þjóð - - þannig var þetta alltaf áður!
      ___________________

      Að auki skiptir nákvæmlega alls engu máli, að Rússn. mælandi íbúar Krímskaga, væru hugsanlega þeirrar skoðunar, að vilja frekar tilheyra Rússlandi - á hinn bóginn getur atkvæðagreiðsla með þeirri ólýðræðislegu aðferð sem beitt var, ekki talist mæling á vilja íbúa hvort sem er, þannig að í reynd höfum við ekki hugmynd um, hver sá vilji raunverulega var - og skipta þar um tilkynntar kosninganiðurstöður engu máli, enda ítreka kosning algerlega ótrúverðug og niðurstaða hennar því nákvæmlega einskis virði - bara sýndar kosning, sjónarspil Pútíns, leikrit hans, ryk sem hann þyrlaði upp - -> fyrir utan, eins og ég sagði að sá vilji íbúa getur ekki talist skipta máli skv. alþjóðalögum.
      **Enda, eins og ég benti á, víða annars staðar þannig að lönd deili með sér íbúum, og því víða um heim - hætta á að lönd geti ákveðið að fylgja fordæmi Rússlands, ef Rússland kemst upp með þetta - - og þú lætur eins og að vörn þessara alþjóðaregla, að forða öllum þeim framtíðar stríðum, skipti barasta alls engu máli!
      **Einungis geta ibúar slíkra svæða krafist þess, að réttur þeirra skv. lögum sé virtur -- og Rússar farið fram á, að með þá sé farið skv. alþjóða reglum um mannréttindi. Slík krafa hefði að sjálfsögðu notið virðingar, ef sýnt hefði verið fram á - að rök væru að baki umkvörtunum.
      _____________________

      "3: "það er nefnilega málið, að enginn bannar innflutning til Rússlands."  Nema við.  Og því var svarað.  Útflutningur frá rússlandi er líka leyfður.  Fólk þarf gasið og olíuna og hveitið og ... hitt og þetta annað."

        • Að sjálfsögðu - - þ.e. ekkert viðskiptabann á Rússland. Þannig að Rússar geta flutt út allar þær vöru sem þeir hafa til að selja, án takmarkana af hálfu NATO þjóða.

        • Ítreka - - þ.e. Pútíns sjálfur sem viðhefur "innflutningsbann" enda getur engin þjóð "bannað innflutning til Rússlands" önnur en Rússar sjálfir.

        • Algerlega snargalið að fullyrða gegn sönnunum, að Ísland banni innflutning þangað - - þ.e. fullkomlega ómögulegt af Íslandi, að hindra Rússa í að flytja hvað það inn sem þeir vilja.

        Og Ísland hefur alls ekki hafnað að selja þeim nokkra vöru.

        Ákvörðun sú sem hindrar útflutning á Íslandi á nokkurri vörutegund - er ákvörðun Pútíns.

        Eina viðskiptabannið í gangi - er viðskiptabann Pútíns.

        _________________

        "2: ef Pútín er svona hrikalega militant, af hverju er hann ekki búinn að leggja undir sig austurhluta úkraínu?"

        Einfalt svar - hann hefur þegar tekið veruleg svæði í A-Úkraínu, með sínum málaliðaher.

          • Á hinn bóginn, er tilgangur hans ekki sá - að leggja alla Úkraínu undir Rússland.

          • Heldur að neyða Úkraínu til samkomulags, er mundi fela það í sér - að Úkraína afsalaði sér stórum hluta sjálfstæðis síns, aftur til Rússlands.

            • Hann ætlar ekki að hernema Úkraínu - nema að því marki, sem dugar til þess - að þvinga fram uppgjöf landsins.

            • Svo hann, stígur þau skref sem hann telur sig þurfa - íhugar síðan næstu skref -- og auðvitað skiptir máli hvað er í gangi í annars staðar sbr. í Sýrlandi.

            En sennilega hafa átök þar - gert það að verkum, að Pútín kýs frekar að bíða um stund með það að naga frekar af Úkraínu - þ.s. eftir allt saman er takmörkunum háð, hve mikinn kostnað við hernaðarátök Rússland stendur undir.

            Pútín ætlar að ná því sem hann getur - án þess að Rússland verði gjaldþrota, vegna stríðskostnaðar.

            Rétt að muna einnig - - að samdráttur olíutekna, hlýtur að auka varfærni Pútíns, við það að - - taka frekari áhættu á auknum stríðskostnaði.

              • Svo hann er sennilega til í að -salta stríðið í Úkraínu um stund- en um leið og hann hefur náð því fram sem hann vill í Sýrlandi -- þá er líklegt, að hann hefji aftur þá iðju, að naga af Úkraínu.
                Þangað til að honum tekst að þvinga fram þá uppjöf Úkraínu, sem hann hefur viljað allan tímann.

              Kv.

              Einar Björn Bjarnason, 20.1.2016 kl. 05:39

              Bæta við athugasemd

              Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

              Um bloggið

              Einar Björn Bjarnason

              Höfundur

              Einar Björn Bjarnason
              Einar Björn Bjarnason
              Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
              Des. 2024
              S M Þ M F F L
              1 2 3 4 5 6 7
              8 9 10 11 12 13 14
              15 16 17 18 19 20 21
              22 23 24 25 26 27 28
              29 30 31        

              Eldri færslur

              2024

              2023

              2022

              2021

              2020

              2019

              2018

              2017

              2016

              2015

              2014

              2013

              2012

              2011

              2010

              2009

              2008

              Nýjustu myndir

              • Mynd Trump Fylgi
              • Kína mynd 2
              • Kína mynd 1

              Heimsóknir

              Flettingar

              • Í dag (22.12.): 4
              • Sl. sólarhring: 6
              • Sl. viku: 35
              • Frá upphafi: 857482

              Annað

              • Innlit í dag: 3
              • Innlit sl. viku: 30
              • Gestir í dag: 3
              • IP-tölur í dag: 3

              Uppfært á 3 mín. fresti.
              Skýringar

              Innskráning

              Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

              Hafðu samband