Íran segist geta aukið olíuframleiðslu um helming á 6 mánuðum <-> Rússneska lífeyriskerfið er í alvarlegum sjálfbærnisvanda!

Þessar 2-sögur tengjast, því ef það er rétt - sem Íranar segja.
Mun fjármögnunarvandi ríkissjóðs Rússlands bersýnilega - vaxa!

Skv. fréttum, féll olíuverð á mörkuðum, Brent crude, í 29,46$/fatið.
Þetta þíðir að "Brent Crude" hefur fallið 21% það sem af er þessu ári.

  1. Ef frásögn íranskra olíu-yfirvalda eru réttar, að þeir auka framleiðslu um 500þ. tunnur á dag, þegar frá fyrsta degi sem viðskiptabanns aðgerðir falla af Íran.
  2. Síðan muni Íran auka framleiðslu sína um helming, á nk. 6-7 mánuðum.
  • Þá blasir við olíuverð á bilinu 20-30$ fatið, sennilega a.m.k. út þetta ár.

Slík útkoma er mjög góð fyrir þjóðir - sem kaupa olíuvörur, eru neytendur.
En slæm fyrir framleiðsluþjóðir, sbr. Rússland - Venesúela og Saudi Arabíu o.flr.

Bandaríkin eru reyndar orðin stærsta olíuframleiðsluþjóðin - samt er olíuverðslækkun líklega nettó séð jákvæðar fréttir fyrir bandaríska hagkerfið.

Oil plunges below $29 on prospects of more Iranian crude, China worries

Iran oil headed for India, Europe, with sanctions lifting

Russia’s pensioners squeezed as recession bites

 

Það sem er farið að gerast í Rússlandi - er að rússneskir lífeyrisþegar koma að tómum kofanum, er þeir vilja sækja sinn lífeyri!

Vandamálið er að olíutekjur Rússlands - - hafa skerst á bilinu 30-40% sl. 6 mánuði.
En hún hækkaði um tíma, upp í rúmlega 50$ fatið um mitt sl. ár - - síðan hófst nýtt lækkunarferli, sem enn stendur yfir - og ekki enn sér í neinn enda á.

Þessar olíutekjur - mynda um helming af fjárlagagrunni rússneska ríkisins.
Þannig, að það munar um þá tekjuskerðingu - sem hefur nú dunið yfir.

21% lækkun, bara frá 1. janúar 2016.

"The elderly residents who arrived last weekend at a Novosibirsk post office to collect their regular social security benefits were in for a nasty surprise." - “Due to underfunding,” read a statement pasted to the building’s front door, “allowance payments and monthly cash payments for January 2016 will not be made until cash flow is restored”.

Sennilega - vegna tekjuhruns, er Fjármálaráðuneytið - í vandræðum með að senda til héraðs yfirvalda það fé sem til þarf, svo lífeyrisgreiðslur verði inntar af hendi.

  • Það auðvitað er hluti af vandanaum, ákvörðun Pútíns -- að vísitölutengja lífeyri.
  • En verðbólga var 16% á sl. ári, þannig að þeim Rúbblum sem ríkið þarf að greiða til lífeyrisþega, hefur fjölgað um 16% <--> Samtímis, sem að fjárlagatekjur hafa skerst sennilega um 10-15% - ef olíuverð er helmingur tekna þess, og olíuverð hefur lækkað um 20-30% sl. 6 mánuði.
  1. Þá auðvitað - verður rökrétt til myndarlegt gat.
  2. Sem bitnar m.a. á ellilífeyrisþegum í Novosibirsk.

Ástæða þess að Pútín - vísitölutengdi ellilífeyri.
Hefur sennilega að gera með það - að stuðningur við hann er mestur meðal aldraðra Rússa.

Hann hefur því -að því er virðist- viljað halda öldruðum góðum.

  1. En þegar hann leitast við að forða því, að kjör aldraðra dragist saman - - samtímis því að tekjur rússn. ríkisins lækka stöðugt.
  2. Þá óhjákvæmilega stækkar hlutfall fjárlaga rússlands, sem fara í gegnumstreymisgreiðslur til lífeyrisþega - einnig stöðugt.

"The amount of funds allocated to social expenditure has risen from 9.1 per cent of gross domestic product in 2008 to 14.3 per cent last year."

Eitthvað verður undan að láta - ef rússneska ríkið heldur áfram að verða fyrir tekjuskerðingum.

  1. Nýlega í fréttum, kom fram fyrirskipun frá Pútín - að skerða ríkisútgjöld um 10%.
  2. Án þess að snerta lífeyrisgreiðslur eða hernaðarútgjöld.

Það auðvitað þíðir -- að lífeyrisgreiðslur halda þá áfram að vaxa að hlutfalli útgjalda rússn. ríkisins.

  1. Það verður áhugavert að sjá - hvað gerist á þessu ári, ef olíuverð lækkar frekar.
  2. Ef fullyrðingar Írana standast - gæti viðbótar lækkun orðið umtalsverð.

Spurning hvort að rússn. stjv. - eiga enn eftir að bölva Írönum!

 

Niðurstaða

Hriktir í stoðum rússn. lífeyriskerfisins - eftir því sem olíutekjur Rússlands skreppa saman. Ákvörðun Pútíns á sl. ári að vísitölutengja lífeyri - þíðir auðvitað að lífeyrisgreiðslur munu halda áfram að hafa ruðnings áhrif á önnur fjárlagaútgjöld. Þannig að lífeyrisútgjöld -ef lækkun olíuverðs heldur áfram, vegna aukningar framleiðsl Írana- halda þá áfram að stækka að hlutfalli rússn. ríkisútgjalda.

Það verður forvitnilegt að fylgjast með málum í Rússlandi - en ef Pútín stendur við að samtímis skerða ekki kostnað við hermál, og kostnað við lífeyrisgreiðslur.

Mun rússn. ríkið, þurfa að draga mjög mikið úr starfsmannahaldi - loka stofnunum, minnka almenna þjónustu - við aðra en lífeyrisþega. Og ekki síst, margir opinberir starfsmenn verða atvinnulausir.

Og auðvitað, í hvert sinn sem olían lækkar frekar - lækkar gengi Rúbblu. Sem viðheldur þá verðbólgu, og áframhaldandi kjaraskerðingu annarra en lífeyrisþega.

  • Það eiginlega hlýtur vera farin að myndast óánægja meðal almennra launþega með kjör sín, og auðvitað - atvinnumissi.
  • Og rökrétt magnast sú óánægja áfram, ef fullyrðingar Írana standast - að framleiðsla Írans á olíu muni aukast um helming nk. 6-7 mánuði.

Það gæti því orðið áhugavert að fylgjast með innri málefnum Rússlands - seinni part þessa árs.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 859314

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband