13.1.2016 | 20:19
Snögg úrlausn atburðar er varð sl. þriðjudag - sýnir hve samskipti Bandaríkjanna og Írans hafa batnað, og það heilmikið!
Þegar áhafnir tveggja bandarískra hraðbáta voru handteknar á þríðjudag af íranska byltingarverðinum - innan lögsögu Írans, í grennd við Farsi eyju í miðjum Persaflóa.
Þá hófst atburðarás - er án nokkurs vafa, hefði leitt til harðrar deilu milli landanna tveggja, og tekið margar vikur a.m.k. að semja um úrlausn á.
- Skv. fréttum, hringdi John Kerry í starfsbróður sinn Mohammad Javad Zarif.
- Þeir ræddu síðan málið, og að því er best verður séð - þá beitti Mohammad Javad Zarif sér fyrir snöggri lausn mála innan stofnana íranska lýðveldisins.
Myndir sem birtar voru af handtökunni, voru nokkuð stuðandi - sýndu fjölda hraðbáta íranska byltingarvarðarins, umkringja bátana tvo - síðan áhafnir þeirra, krjúpa með hendur fyrir aftan höfuð, meðan að vopnum var miðað á þá og skilríki voru skoðuð.
Iran frees U.S. sailors swiftly as diplomacy smoothes waters
Irans moderates ensure swift release of US sailors
Það sem er merkilegt við þessa atburðarás!
- Fyrsta er auðvitað - þessi persónulegu samskipti á ráðherrastigi, milli landanna tveggja. Slík "high level" bein samskipti, voru algerlega óhugsandi t.d. í embættistíð Bush forseta. En í reynd hefðu þau einnig verið mjög ósennileg í tíð Clintons - eða tíð fyrirrennara Clintons, Bush forseta - föður Bush forseta hins síðari.
- Það er algerlega öruggt -tel ég- að í tíð Bush yngri, hefði slíkum atburði - fylgt vikur af gagnkvæmum ásökunum, og harðri opinberri umræðu - meðan að lágt settir embættismenn, hefðu reynt að semja um málið -- það tekið langan tíma.
- Ríkisstjórn Clintons hefði verið dyplómatískari - en vegna skorts á sambærilegum beinum samskiptum á hæstu stöðum, hefði úrlausn af sambærilegu tagi - einnig tekið umtalsverðan tíma.
Það er ekki síst áhugavert - hve snögglega íranski byltingavörðurinn brást við, skv. fréttatilkynningu frá honum:
"Our technical investigations showed the two U.S. Navy boats entered Iranian territorial waters inadvertently," ... "They were released in international waters after they apologized,"
Þetta er vísbending um batnandi samskipti - vegna þess að það er enginn vafi á að áður fyrr, hefði byltingavörðuinn, haldið þeim í vikur - meðan að byltingarvörðuinn mundi hafa sagst vera að rannsaka málið.
En nú, er málið afgreitt á einum sólarhring - og strax gefin yfirlýsing, sem samþykkir að því er best verður séð -vífillengjulaust- frásögn sjóliðanna, að um mistök hafi verið að ræða.
- Miðað við hraðann í afgreiðslu málsins.
- Hafa írönsk stjórnvöld, sjálf - lagt sig í líma við að sem minnst verði úr málinu.
- Eftir snögga úrlausn mála - þakkaði Kerry írönum fyrir.
Samskiptin öll á kurteisu nótunum.
Niðurstaða
Mér finnst eiginlega tónninn í orðaræðu stjórnvalda Írans og í Bandaríkjunum, ásamt snöggri úrlausn máls er áður fyrr án vafa hefði leitt til harðrar deilu og harkalegs árekstrar - - gefa skýra vísbendingu um það að samskipti Írans og Bandaríkjanna, hafi ekki einungis batnað - heldur að þau hafi batnað heilmikið.
Eiginlega gefi þetta mál - byr í segl þeirra vona, að neikvæð samskipti Írans og Bandaríkjanna - séu senn á enda.
Stjórnvöld í Ryadt hljóta að hafa áhyggjur af þeirri þróun - því að mörgu leiti hefur Íran upp á miklu mun meira að bjóða fyrir Bandaríkin og Vesturveldi almennt; heldur en Saudi Arabía.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning