Snögg úrlausn atburðar er varð sl. þriðjudag - sýnir hve samskipti Bandaríkjanna og Írans hafa batnað, og það heilmikið!

Þegar áhafnir tveggja bandarískra hraðbáta voru handteknar á þríðjudag af íranska byltingarverðinum - innan lögsögu Írans, í grennd við Farsi eyju í miðjum Persaflóa.
Þá hófst atburðarás - er án nokkurs vafa, hefði leitt til harðrar deilu milli landanna tveggja, og tekið margar vikur a.m.k. að semja um úrlausn á.

  1. Skv. fréttum, hringdi John Kerry í starfsbróður sinn Mohammad Javad Zarif.
  2. Þeir ræddu síðan málið, og að því er best verður séð - þá beitti Mohammad Javad Zarif sér fyrir snöggri lausn mála innan stofnana íranska lýðveldisins.

Myndir sem birtar voru af handtökunni, voru nokkuð stuðandi - sýndu fjölda hraðbáta íranska byltingarvarðarins, umkringja bátana tvo - síðan áhafnir þeirra, krjúpa með hendur fyrir aftan höfuð, meðan að vopnum var miðað á þá og skilríki voru skoðuð.

Iran frees U.S. sailors swiftly as diplomacy smoothes waters

Iran’s moderates ensure swift release of US sailors

http://www.theblaze.com/wp-content/uploads/2016/01/Screen-Shot-2016-01-13-at-11.01.28-AM.png

Það sem er merkilegt við þessa atburðarás!

  1. Fyrsta er auðvitað - þessi persónulegu samskipti á ráðherrastigi, milli landanna tveggja. Slík "high level" bein samskipti, voru algerlega óhugsandi t.d. í embættistíð Bush forseta. En í reynd hefðu þau einnig verið mjög ósennileg í tíð Clintons - eða tíð fyrirrennara Clintons, Bush forseta - föður Bush forseta hins síðari.
  2. Það er algerlega öruggt -tel ég- að í tíð Bush yngri, hefði slíkum atburði - fylgt vikur af gagnkvæmum ásökunum, og harðri opinberri umræðu - meðan að lágt settir embættismenn, hefðu reynt að semja um málið -- það tekið langan tíma.
  3. Ríkisstjórn Clintons hefði verið dyplómatískari - en vegna skorts á sambærilegum beinum samskiptum á hæstu stöðum, hefði úrlausn af sambærilegu tagi - einnig tekið umtalsverðan tíma.

Það er ekki síst áhugavert - hve snögglega íranski byltingavörðurinn brást við, skv. fréttatilkynningu frá honum:

"Our technical investigations showed the two U.S. Navy boats entered Iranian territorial waters inadvertently," ... "They were released in international waters after they apologized,"

Þetta er vísbending um batnandi samskipti - vegna þess að það er enginn vafi á að áður fyrr, hefði byltingavörðuinn, haldið þeim í vikur - meðan að byltingarvörðuinn mundi hafa sagst vera að rannsaka málið.

En nú, er málið afgreitt á einum sólarhring - og strax gefin yfirlýsing, sem samþykkir að því er best verður séð -vífillengjulaust- frásögn sjóliðanna, að um mistök hafi verið að ræða.

  1. Miðað við hraðann í afgreiðslu málsins.
  2. Hafa írönsk stjórnvöld, sjálf - lagt sig í líma við að sem minnst verði úr málinu.
  • Eftir snögga úrlausn mála - þakkaði Kerry írönum fyrir.

Samskiptin öll á kurteisu nótunum.

 

Niðurstaða

Mér finnst eiginlega tónninn í orðaræðu stjórnvalda Írans og í Bandaríkjunum, ásamt snöggri úrlausn máls er áður fyrr án vafa hefði leitt til harðrar deilu og harkalegs árekstrar - - gefa skýra vísbendingu um það að samskipti Írans og Bandaríkjanna, hafi ekki einungis batnað - heldur að þau hafi batnað heilmikið.

Eiginlega gefi þetta mál - byr í segl þeirra vona, að neikvæð samskipti Írans og Bandaríkjanna - séu senn á enda.

Stjórnvöld í Ryadt hljóta að hafa áhyggjur af þeirri þróun - því að mörgu leiti hefur Íran upp á miklu mun meira að bjóða fyrir Bandaríkin og Vesturveldi almennt; heldur en Saudi Arabía.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband