12.1.2016 | 23:57
Rússnesk stjórnvöld hafa fyrirskipað harkalegan útgjaldaniðurskurð í ljósi verðþróunar olíuverðs á mörkuðum
Skv. nýjustu fréttum af mörkuðum, þá féll olíuverð á þriðjudag um skamma hríð niður fyrir 30 dollara fatið, en áður en markaðir lokuðu þann daginn - var endastaðan 30,44$/fatið.
Skv. frétt Financial Times - miðuðust rússnesk fjárlög við þá áætluðu verðþróun að olíuverð mundi rétta við sér á þessu ári, og vera að meðaltali þetta ár í ca. 50$/fatið.
Sú verðþróun er alls ekki að ganga eftir -- heldur blasir við hætta á frekara verðfalli.
- Í ljósi þess að olía er ca. 50% þeirra tekna sem fjárlög Rússlands nota.
- Þá leiðir þetta til nýrrar niðurskurðarþarfar útgjalda rússn. ríkissjóðsins.
- Að auki, bendir flest til þess, að áætlanir Fjármálaráðuneytis Rússlands - að rússneska hagkerfið muni ná jafnvægi fyrir árslok, gangi ekki heldur eftir.
- Heldur er nú reiknað með samdrætti í ár - þó enn séu ekki komnar tölur frá Fjármálaráðuneytinu, sem spá í það hve mikill sá samdráttur líklega verður. Seðlabanki Rússlands, var þó búinn að vinna slíka spá - þ.e. samdráttur yrði rýflega 3% af þjóðarframleiðslu; ef olíuverð héldist í rúmlega 30$/fatið - í stað þess að hækka í 50$/fatið.
Russia to cut expenditure by 10%
Tumbling oil trades below $30 a barrel for first time in 12 years
- Skv. frétt, verður ekki skorið niður í hermálum.
- Og ekki heldur til ellilífeyrisþega - en sá hópur kvá vera einn besti stuðningshópur Pútíns.
- Niðurskurður á að fókusa á - fyrirhugaðar framkvæmdir.
- Og fækkun starfsliðs stofnana og ráðuneyta.
Til þess að ná 10% af heildarfjárlögum - virðist ljóst.
Að stefnir í harkalegan niðurskurð opinberra framkvæmda.
Sem og mjög umtalsverðan niðurskurð starfsliðs.
Þ.e. ef markmið eiga að nást fram - án niðurskurðar í hermálum.
Þetta sýnir vel þann stórfellda galla sem það er fyrir Rússland - að hafa einvíddar hagkerfi!
Það er eiginlega stórfelldur áfellisdómur á 20 ára stjórnartíð Pútíns.
Að enn sé olía/gas ca. sama hlutfall útflutnings og í stjórnartíð Jeltsíns.
Það bendi til þess - að Pútín hafi sóað góðærinu frá 2003-2013, þegar olíuverð var í 100$/fatið og þar yfir.
En ef menn íhuga málið - þá tekur Pútín við 2000, eftir hrunið 1998. Það hrun varð vegna verðhruns á olíumörkuðum, af völdum "Dot.com" bólunnar svokölluðu.
Síðan rís hagkerfi Rússlands hratt - í kjölfar innrásar Bush í Írak, sem leiddi til hins gríðarlega háa olíuverðs.
Og mikill hagvöxtur hélst síðan í Rússlandi - meðan að olíuverð hélst í 100$/fatið og þar yfir, þangað til að olíuverðfallið mikla hefst fyrir tæpum tveim árum.
Síðan þá hefur verið kreppa í Rússlandi - gjaldmiðillinn er rúmlega 50% neðan við gengisstöðu þá er hann hafði við evru og dollar, fyrir verðfall.
Það er rökrétt útkoma - fyrst að olía/gas er nærri 70% gjaldeyristekna Rússlands.
- Þetta er nánast eins og að Rússland - sé 3. heims hagkerfi.
- Ekki 1. heims.
En 1. heims hagkerfi, þá miða ég við hagkerfi þ.s. búa tugir milljóna upp í yfir 100, eins og í Rússlandi ---> Hafa oftast nær miklu mun fjölbreyttari útflutning en Rússland.
Sem leiðir til mikilla muna stöðugara gengis.
En umtalsverður gengis-óstöðugleiki --> Er algengur í 3-heims hagkerfum, og einnig í svokölluðum, ný-iðnvæðandi hagkerfum.
Vegna þess, að þau hagkerfi -- eru gjarnan háð útflutningi á hrávörum, eins og Rússland er.
- Pútín - hefur augljóslega algerlega mistekist, að byggja upp aukna fjölbreytni í útflutning Rússa, meðan góðærið stóð yfir.
- Og það er augljós áfellisdómur yfir hans hagstjórn, að hafa sjáanlega ekki neitt gert - til þess að auka fjölbreytni rússn. atvinnulífs. Og þar með einnig, skjóta fleiri stoðum undir lífskjör þjóðarinnar.
Niðurstaða
Öfugt við aðdáendur Pútíns - þá tel ég hann hafa verið sekan um mörg alvarleg mistök í hagstjórn. Sennilega er það alvarlegasta, að hafa ekki skotið fleiri fótum undir rússneska hagkerfið - þau rúmu 20 ár sem hann hefur stjórnað.
Það leiðir til þess, að rússneska rúbblan hefur fallið nú rúmlega 50% - eins og hún á sínum tíma einnig féll rúmlega 50% 1998.
Þetta sýnir að óstöðugleiki rússn. hagkerfisins - er í engu minni en í tíð Jeltsín.
Það getur verið mjög þungur róður framundan í Rússlandi -- ef svartsýnustu spár um olíuverð rætast. En nú eru menn farnir að spá því að olíuverð fari í 20$/fatið, hugsanlega.
Það byggist á því - að eftirspurn þ.e. innflutningur hrávara til Kína, haldi áfram að dala, þ.e. að hagþróun þar verði verri en kínv. stjv. nú vilja kannast við sem líklega.
Ef kínverska hagkerfið fer í kreppu - þó hún yrði ekki djúp. Er algerlega öruggt, að nýtt verðhrun á hrávöru mörkuðum mundi eiga sér stað, þar á meðal á olíuvarningi.
Jafnvel þó það gerist ekki - sé fátt sem bendi til verðhækkana á næstunni. Þvert á móti gætu áform Írana, að auka framleiðslu sína um 50% á nk. árum - þrýst verðlagi á olíu enn frekar niður, eða til vara - tryggt það að olíuverð hækki ekki neitt í eitthvert árabil.
Slík útkoma, yrði einnig gríðarlegt áfall fyrir Rússland - því það mundi viðhalda djúpu kreppuástandi í nokkur ár samfellt. Sem gæti orðið mjög þungt fyrir rússnesk stjv.
Gæti þá mjög reynt á þolinmæði rússn. almennings.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
Nýjustu athugasemdir
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.5.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 326
- Frá upphafi: 866750
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 297
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning