Rússnesk stjórnvöld hafa fyrirskipað harkalegan útgjaldaniðurskurð í ljósi verðþróunar olíuverðs á mörkuðum

Skv. nýjustu fréttum af mörkuðum, þá féll olíuverð á þriðjudag um skamma hríð niður fyrir 30 dollara fatið, en áður en markaðir lokuðu þann daginn - var endastaðan 30,44$/fatið.
Skv. frétt Financial Times - miðuðust rússnesk fjárlög við þá áætluðu verðþróun að olíuverð mundi rétta við sér á þessu ári, og vera að meðaltali þetta ár í ca. 50$/fatið.
Sú verðþróun er alls ekki að ganga eftir -- heldur blasir við hætta á frekara verðfalli.

  • Í ljósi þess að olía er ca. 50% þeirra tekna sem fjárlög Rússlands nota.
  • Þá leiðir þetta til nýrrar niðurskurðarþarfar útgjalda rússn. ríkissjóðsins.
  • Að auki, bendir flest til þess, að áætlanir Fjármálaráðuneytis Rússlands - að rússneska hagkerfið muni ná jafnvægi fyrir árslok, gangi ekki heldur eftir.
  • Heldur er nú reiknað með samdrætti í ár - þó enn séu ekki komnar tölur frá Fjármálaráðuneytinu, sem spá í það hve mikill sá samdráttur líklega verður. Seðlabanki Rússlands, var þó búinn að vinna slíka spá - þ.e. samdráttur yrði rýflega 3% af þjóðarframleiðslu; ef olíuverð héldist í rúmlega 30$/fatið - í stað þess að hækka í 50$/fatið.

Russia to cut expenditure by 10%

Tumbling oil trades below $30 a barrel for first time in 12 years

  1. Skv. frétt, verður ekki skorið niður í hermálum.
  2. Og ekki heldur til ellilífeyrisþega - en sá hópur kvá vera einn besti stuðningshópur Pútíns.
  • Niðurskurður á að fókusa á - fyrirhugaðar framkvæmdir.
  • Og fækkun starfsliðs stofnana og ráðuneyta.

Til þess að ná 10% af heildarfjárlögum - virðist ljóst.
Að stefnir í harkalegan niðurskurð opinberra framkvæmda.
Sem og mjög umtalsverðan niðurskurð starfsliðs.

Þ.e. ef markmið eiga að nást fram - án niðurskurðar í hermálum.

 

Þetta sýnir vel þann stórfellda galla sem það er fyrir Rússland - að hafa einvíddar hagkerfi!

Það er eiginlega stórfelldur áfellisdómur á 20 ára stjórnartíð Pútíns.
Að enn sé olía/gas ca. sama hlutfall útflutnings og í stjórnartíð Jeltsíns.

Það bendi til þess - að Pútín hafi sóað góðærinu frá 2003-2013, þegar olíuverð var í 100$/fatið og þar yfir.
En ef menn íhuga málið - þá tekur Pútín við 2000, eftir hrunið 1998. Það hrun varð vegna verðhruns á olíumörkuðum, af völdum "Dot.com" bólunnar svokölluðu.

Síðan rís hagkerfi Rússlands hratt - í kjölfar innrásar Bush í Írak, sem leiddi til hins gríðarlega háa olíuverðs.
Og mikill hagvöxtur hélst síðan í Rússlandi - meðan að olíuverð hélst í 100$/fatið og þar yfir, þangað til að olíuverðfallið mikla hefst fyrir tæpum tveim árum.

Síðan þá hefur verið kreppa í Rússlandi - gjaldmiðillinn er rúmlega 50% neðan við gengisstöðu þá er hann hafði við evru og dollar, fyrir verðfall.

Það er rökrétt útkoma - fyrst að olía/gas er nærri 70% gjaldeyristekna Rússlands.

  • Þetta er nánast eins og að Rússland - sé 3. heims hagkerfi.
  • Ekki 1. heims.

En 1. heims hagkerfi, þá miða ég við hagkerfi þ.s. búa tugir milljóna upp í yfir 100, eins og í Rússlandi ---> Hafa oftast nær miklu mun fjölbreyttari útflutning en Rússland.

Sem leiðir til mikilla muna stöðugara gengis.
En umtalsverður gengis-óstöðugleiki --> Er algengur í 3-heims hagkerfum, og einnig í svokölluðum, ný-iðnvæðandi hagkerfum.
Vegna þess, að þau hagkerfi -- eru gjarnan háð útflutningi á hrávörum, eins og Rússland er.

  1. Pútín - hefur augljóslega algerlega mistekist, að byggja upp aukna fjölbreytni í útflutning Rússa, meðan góðærið stóð yfir.
  2. Og það er augljós áfellisdómur yfir hans hagstjórn, að hafa sjáanlega ekki neitt gert - til þess að auka fjölbreytni rússn. atvinnulífs. Og þar með einnig, skjóta fleiri stoðum undir lífskjör þjóðarinnar.

 

Niðurstaða

Öfugt við aðdáendur Pútíns - þá tel ég hann hafa verið sekan um mörg alvarleg mistök í hagstjórn. Sennilega er það alvarlegasta, að hafa ekki skotið fleiri fótum undir rússneska hagkerfið - þau rúmu 20 ár sem hann hefur stjórnað.

Það leiðir til þess, að rússneska rúbblan hefur fallið nú rúmlega 50% - eins og hún á sínum tíma einnig féll rúmlega 50% 1998.
Þetta sýnir að óstöðugleiki rússn. hagkerfisins - er í engu minni en í tíð Jeltsín.

Það getur verið mjög þungur róður framundan í Rússlandi -- ef svartsýnustu spár um olíuverð rætast. En nú eru menn farnir að spá því að olíuverð fari í 20$/fatið, hugsanlega.

Það byggist á því - að eftirspurn þ.e. innflutningur hrávara til Kína, haldi áfram að dala, þ.e. að hagþróun þar verði verri en kínv. stjv. nú vilja kannast við sem líklega.

Ef kínverska hagkerfið fer í kreppu - þó hún yrði ekki djúp. Er algerlega öruggt, að nýtt verðhrun á hrávöru mörkuðum mundi eiga sér stað, þar á meðal á olíuvarningi.

Jafnvel þó það gerist ekki - sé fátt sem bendi til verðhækkana á næstunni. Þvert á móti gætu áform Írana, að auka framleiðslu sína um 50% á nk. árum - þrýst verðlagi á olíu enn frekar niður, eða til vara - tryggt það að olíuverð hækki ekki neitt í eitthvert árabil.

Slík útkoma, yrði einnig gríðarlegt áfall fyrir Rússland - því það mundi viðhalda djúpu kreppuástandi í nokkur ár samfellt. Sem gæti orðið mjög þungt fyrir rússnesk stjv.

Gæti þá mjög reynt á þolinmæði rússn. almennings.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856018

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband