12.1.2016 | 23:57
Rússnesk stjórnvöld hafa fyrirskipað harkalegan útgjaldaniðurskurð í ljósi verðþróunar olíuverðs á mörkuðum
Skv. nýjustu fréttum af mörkuðum, þá féll olíuverð á þriðjudag um skamma hríð niður fyrir 30 dollara fatið, en áður en markaðir lokuðu þann daginn - var endastaðan 30,44$/fatið.
Skv. frétt Financial Times - miðuðust rússnesk fjárlög við þá áætluðu verðþróun að olíuverð mundi rétta við sér á þessu ári, og vera að meðaltali þetta ár í ca. 50$/fatið.
Sú verðþróun er alls ekki að ganga eftir -- heldur blasir við hætta á frekara verðfalli.
- Í ljósi þess að olía er ca. 50% þeirra tekna sem fjárlög Rússlands nota.
- Þá leiðir þetta til nýrrar niðurskurðarþarfar útgjalda rússn. ríkissjóðsins.
- Að auki, bendir flest til þess, að áætlanir Fjármálaráðuneytis Rússlands - að rússneska hagkerfið muni ná jafnvægi fyrir árslok, gangi ekki heldur eftir.
- Heldur er nú reiknað með samdrætti í ár - þó enn séu ekki komnar tölur frá Fjármálaráðuneytinu, sem spá í það hve mikill sá samdráttur líklega verður. Seðlabanki Rússlands, var þó búinn að vinna slíka spá - þ.e. samdráttur yrði rýflega 3% af þjóðarframleiðslu; ef olíuverð héldist í rúmlega 30$/fatið - í stað þess að hækka í 50$/fatið.
Russia to cut expenditure by 10%
Tumbling oil trades below $30 a barrel for first time in 12 years
- Skv. frétt, verður ekki skorið niður í hermálum.
- Og ekki heldur til ellilífeyrisþega - en sá hópur kvá vera einn besti stuðningshópur Pútíns.
- Niðurskurður á að fókusa á - fyrirhugaðar framkvæmdir.
- Og fækkun starfsliðs stofnana og ráðuneyta.
Til þess að ná 10% af heildarfjárlögum - virðist ljóst.
Að stefnir í harkalegan niðurskurð opinberra framkvæmda.
Sem og mjög umtalsverðan niðurskurð starfsliðs.
Þ.e. ef markmið eiga að nást fram - án niðurskurðar í hermálum.
Þetta sýnir vel þann stórfellda galla sem það er fyrir Rússland - að hafa einvíddar hagkerfi!
Það er eiginlega stórfelldur áfellisdómur á 20 ára stjórnartíð Pútíns.
Að enn sé olía/gas ca. sama hlutfall útflutnings og í stjórnartíð Jeltsíns.
Það bendi til þess - að Pútín hafi sóað góðærinu frá 2003-2013, þegar olíuverð var í 100$/fatið og þar yfir.
En ef menn íhuga málið - þá tekur Pútín við 2000, eftir hrunið 1998. Það hrun varð vegna verðhruns á olíumörkuðum, af völdum "Dot.com" bólunnar svokölluðu.
Síðan rís hagkerfi Rússlands hratt - í kjölfar innrásar Bush í Írak, sem leiddi til hins gríðarlega háa olíuverðs.
Og mikill hagvöxtur hélst síðan í Rússlandi - meðan að olíuverð hélst í 100$/fatið og þar yfir, þangað til að olíuverðfallið mikla hefst fyrir tæpum tveim árum.
Síðan þá hefur verið kreppa í Rússlandi - gjaldmiðillinn er rúmlega 50% neðan við gengisstöðu þá er hann hafði við evru og dollar, fyrir verðfall.
Það er rökrétt útkoma - fyrst að olía/gas er nærri 70% gjaldeyristekna Rússlands.
- Þetta er nánast eins og að Rússland - sé 3. heims hagkerfi.
- Ekki 1. heims.
En 1. heims hagkerfi, þá miða ég við hagkerfi þ.s. búa tugir milljóna upp í yfir 100, eins og í Rússlandi ---> Hafa oftast nær miklu mun fjölbreyttari útflutning en Rússland.
Sem leiðir til mikilla muna stöðugara gengis.
En umtalsverður gengis-óstöðugleiki --> Er algengur í 3-heims hagkerfum, og einnig í svokölluðum, ný-iðnvæðandi hagkerfum.
Vegna þess, að þau hagkerfi -- eru gjarnan háð útflutningi á hrávörum, eins og Rússland er.
- Pútín - hefur augljóslega algerlega mistekist, að byggja upp aukna fjölbreytni í útflutning Rússa, meðan góðærið stóð yfir.
- Og það er augljós áfellisdómur yfir hans hagstjórn, að hafa sjáanlega ekki neitt gert - til þess að auka fjölbreytni rússn. atvinnulífs. Og þar með einnig, skjóta fleiri stoðum undir lífskjör þjóðarinnar.
Niðurstaða
Öfugt við aðdáendur Pútíns - þá tel ég hann hafa verið sekan um mörg alvarleg mistök í hagstjórn. Sennilega er það alvarlegasta, að hafa ekki skotið fleiri fótum undir rússneska hagkerfið - þau rúmu 20 ár sem hann hefur stjórnað.
Það leiðir til þess, að rússneska rúbblan hefur fallið nú rúmlega 50% - eins og hún á sínum tíma einnig féll rúmlega 50% 1998.
Þetta sýnir að óstöðugleiki rússn. hagkerfisins - er í engu minni en í tíð Jeltsín.
Það getur verið mjög þungur róður framundan í Rússlandi -- ef svartsýnustu spár um olíuverð rætast. En nú eru menn farnir að spá því að olíuverð fari í 20$/fatið, hugsanlega.
Það byggist á því - að eftirspurn þ.e. innflutningur hrávara til Kína, haldi áfram að dala, þ.e. að hagþróun þar verði verri en kínv. stjv. nú vilja kannast við sem líklega.
Ef kínverska hagkerfið fer í kreppu - þó hún yrði ekki djúp. Er algerlega öruggt, að nýtt verðhrun á hrávöru mörkuðum mundi eiga sér stað, þar á meðal á olíuvarningi.
Jafnvel þó það gerist ekki - sé fátt sem bendi til verðhækkana á næstunni. Þvert á móti gætu áform Írana, að auka framleiðslu sína um 50% á nk. árum - þrýst verðlagi á olíu enn frekar niður, eða til vara - tryggt það að olíuverð hækki ekki neitt í eitthvert árabil.
Slík útkoma, yrði einnig gríðarlegt áfall fyrir Rússland - því það mundi viðhalda djúpu kreppuástandi í nokkur ár samfellt. Sem gæti orðið mjög þungt fyrir rússnesk stjv.
Gæti þá mjög reynt á þolinmæði rússn. almennings.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856018
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning