Verður Kóreuskaginn - hættulegri en Mið-Austurlönd, á nk. árum?

En á sama tíma virðist afar ósennilegt að fullyrðingar N-kóreanskra stjórnvalda, að um vetnisprengju hafi verið að ræða, að þær fullyrðingar standist.
Ástæðan er sú, að vetnis-sprengjur eru miklu mun flóknari vopn, en kjarnorkusprengjur er fá orku sína frá - kjarnaklofnun.
En vetnissprengjur, kalla fram -kjarnasamruna- og hafa mun meira afl.

Í því liggur punkturinn - því skv. jarðskjálftamálum í S-Kóreu, mælast jarðhræringar svipaðar að styrkleika, og síðast er N-Kórea sprengdi kjarnorkusprengju.

North Korea says successfully conducts first H-bomb test :"The device had a yield of about 6 kilotones, according to the office of a South Korean lawmaker on the parliamentary intelligence committee - roughly the same size as the North's last test, which was equivalent to 6-7 kilotones of TNT."

Vanalega mælist sprengikraftur vetnis-kjarnasamrunasprengja, í svokölluðum Megatonnum.

Einn möguleiki virðist að N-Kórea, sé að gera tilraun til að auka sprengikraft kjarna-klofnunarsprengju, með --> þrívetni

North Korea Says It Has Detonated Its First Hydrogen Bomb

  1. "But some also said that although North Korea did not yet have H-bomb capability, it might be developing and preparing to test a boosted fission bomb, more powerful than a traditional nuclear weapon."
  2. "Weapon designers can easily boost the destructive power of an atom bomb by putting at its core a small amount of tritium, a radioactive form of hydrogen."

Ég skal láta vera að skilgreina, hvernig það virkar - að koma 3-vetni fyrir í kjarna-klofnunarsprengju.
En þ.e. að sjálfsögðu ekki hvað -almennt er átt við um- þegar talað er um vetnissprengjur.

  1. Það getur verið, að N-Kórea, sé að leyfa sér - að kalla slíka "hybrid" kjarna-klofnunarsprengju --> Vetnissprengju.
  2. En þ.s. menn eiga almennt við, þegar talað er um vetnissprengjur --> Eru sprengjur, sem kalla fram, kjarna-samruna. M.ö.o. kjarnasamruna-sprengjur.

Sérfræðingar virðast almennt sammála því - að sprengiafl það sem N-Kórea hafi sýnt fram á, þ.e. rúm 6 kílótonn, sé alltof lítið.
Raunveruleg kjarnasamruna-sprengja væri miklu mun öflugri en þetta.

  1. Ef tilgáta sérfræðinganna er rétt.
  2. Getur vel verið, að það sé rétt - að N-Kórea hafi náð fram árangri í, að smækka þá sprengju, sem landið getur smíðað.
  3. En það getur vel verið, að þó hún mælist svipað öflug og síðast -- að þá hafi vísindamenn N-Kóreu -- náð fram ca. sama afli, með minna heildar magn af plútoni.
  4. Með því að hafa 3-vetni í litlu magni með.
  • En þ.e. lykilatriði fyrir N-Kóreu að framleiða smærri sprengjur, sem skila þó sama afli.
  • Ef þeir ætla að geta smíðað "warhead" þ.e. sprengju sem koma má fyrir sem sprengju-oddi á eldflaug.
  • Einnig gæti smærri sprengja verið nægilega meðfærileg fyrir - - orrustuvél til að bera, vél sem ætti mun meiri möguleika á að komast á leiðarenda með sinn farm.

Það sé því alveg möguleiki - - að N-Kóreu hafi, mwð þeim hætti, tekist að framleiða mun hættulegri sprengjur en áður.
Þó þeim hafi ekki tekist að smíða raunverulegar -- samrunasprengjur.

 

Nú ef þessar vangaveltur eru réttar <--> Er herafli N-Kóreu að verða mun hættulegri en áður

En N-Kórea á fjölda fremur skammdrægra eldflauga, er gætu hugsanlega borið kjarna-sprengju, ef N-Kóreu hefur nú tekist að smækka þær niður í viðráðanlega stærð fyrir slíkar eldflaugar.
Þannig að þær vegi t.d. nokkur hundruð kíló, í stað þess að vega langt yfir tonn.
Punkturinn er sá - að viðvörunartími fyrir S-Kóreu væri þá nánast enginn.
Þar sem flugtími slíkra eldflauga á milli, væri svo skammur.

  1. Stríðshætta mundi því - margfaldast. Því, að S-Kórea mundi lenda í gríðarlegum þrýstingi, næst þegar skapast spenna - að ráðast að getu N-Kóreu til að breyta S-Kóreu í - kjarnorkueyðimörk.
  2. Og ekki síst, líklega skapast mjög mikill þrýstingur á S-Kóreu sjálfa, að smíða sín eigin kjarnavopn. (Japan gæti einnig fundið fyrir þeim sama þrýstingi, þ.s. N-Kórea á einnig flugar sem draga til japönsku eyjanna)
  3. S-Kórea yrði að auki, efla stórfellt sína getu - til að skjóta niður eldflaugar N-Kóreu á flugi, áður en þær mundu geta losa sinn kjarna-odd. Það mundi einnig auka hugsanlega stríðshættu - því að t.d. fjölda æfing N-Kóreu hers, gæti leitt til þess að S-Kórea mundi beita slíkum - gagnflaugavopnum - af ótta við það að N-Kórea sé í þann mund að hefja árás, sem gæti eitt og sér leitt fram stríð.

Báðir aðilar <--> Rökrétt séð, verða því til mikilla muna meir --> "Trigger happy."

Kóreu-skaginn, gæti því á nk. árum -- tekið yfir þann sess frá Mið-Austurlöndum.
Að vera, hættulegasta svæði Jarðar!

Því má ekki að auki gleyma <--> Að Kóreustríðinu lauk einungis með vopnahléi.

 

Niðurstaða

Kóreuskaginn gæti - ef álykanir mínar eru nærri lagi. Orðið til mikilla muna hættulegri, en hann þó hefur verið til þessa. Stríðshætta þar gæti orðið þar ca. álíka og milli Ísraels og Hamas hreyfingarinnar á Gaza.
En höfum í huga, að til samanburðar - þá er Hamas ekki búið kjarnorkuvopnum.

En N-Kórea virðist algerlega óútreiknanleg - með þetta stórskrítna fjölskylduveldi.
3-kynslóð Kimma við völd.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"The device had a yield of about 6 kilotones"

Hiroshima bomban var ~15 KT.  Þegar þessir snillingar í USA voru að þróa H-sprengjur, héldu þeir að þær bombur yrðu svona 5, kannski 6 megatonn (500X öflugri en hiroshima bomban.)  Það reyndist rangt.  þær reyndust 1000-2000X sinnum öflugri.  Bara á hönnuninn einni saman.

Gúglaðu bara "Castle Bravo" ef þú trúir því ekki.  Eða "Ivy Mike."

Norður Kóreumenn eru annað hvort búnir að finna upp aðferði til þess að smíða einstaklega kraftlitlar og meinlausar atómbombur, eða þeir ru að feika þetta allt, með fjölmörgum rúmmetrum af kjarnaáburði í námu.  Það þarf eitthvað um 5.000 tonn af ammóníumnítrati með sma´dísel útí til þess að gera svona blast.  

Sem mér finnst einhvernvegin lang-líklegast.

Pappírstígrar, þeir.

Ásgrímur Hartmannsson, 6.1.2016 kl. 21:03

2 identicon

Raunveruleg kjarnasamruna-sprengja væri miklu mun öflugri en þetta.

Þetta er náttúrulega ekki rétt hjá þér... þessi almenna skoðun á kjarnorkusprengjum, er byggð á gömlum þönkum, þar sem aðal atriðið var að byggja sem stærstu bombuna.  Þar sem Rússar bera höfum yfir herðar öðrum, með Tsar Bomba.

Vandamálið við þessar sprengjur er, að þær eru ónothæfar í stríði.

Í stað þessa vopna, eru "tactical nukes" það sem verið er að framleiða og hafa Bandaríkjamenn þegar framleitt slík vopn.

Bardagaáætlun kanans, er á þennan veg ... setja upp eldflauga kerfi sem næst Rússnesku landamærunum, og þegar til stríðs kemur að geta notað "tactical nukes" á eldflauga palla þeirra, og skotið niður þær langdrægu flaugar sem þeir hafa, áður en þær nokkurn tíma yfirgefa Evrópu.

Þessi taktík er snilld, af hálfu kanans ... vandinn er bara sá, að ef þeim tækist þetta þá væri þetta dauðadómur yfir Evrópu.  Rússar, sem ráða yfir landsvæði alla leið til Asíu, myndi lifa af ... þó þeir misstu alla sína gloríu og sælu, kaninn lifði af ... Allir íbúar Skandinavíu, og meginhluta Norður Evrópu ... væru dauðir.

Þeir aðilar, sem styðja kanann hér í Evrópu ... eru því í raun landráðamenn ...

En, með þessu vil ég sýna þér að hugsanir þínar um Kim Il Jung, eru ekki af réttu bergi brotnar.  Hvað ætti maðurinn að gera við Tsar Bomba? Honum er ekkert gagn af því, að ráðast á Bandaríkin.  Slíkar kjarnorkusprengjur eru honum gagnslausar.  Og hvaða asni sem er, getur byggt slíka bombu.  Og ráði fólk yfir Triterum, eða bara Deuterum ... þá þarf ekki mikla þekkingu til að skapa þá vetnis bombu sem er í gangi.

Þessar bombur eru óraunsæjar og gangslausar. En aftur á móti, tactical nukes ... low yielding eða slow yielding, eru nothæf vopn.

Að halda að einhverjir séu að gera sér hugmyndir um að sprengja kanann, rússan eða kínverja með kjarnorkusprengju er bara vitnisburður um ranga hertækni.  Kaninn er með það margar bækistöðvar um allan heim, að hann gæti alltaf svarað fyrir sig.  Gangslaust ... og hvað heldur þú að Kim Il Jung, hafi fyri stafni? Heimsyfirráð?

Sko, að menn haldi að andstæðingurinn sé fífl, eða kjáni ... er ekki dæmi þess efnis að hann sé kjáni.  Heldur er vitni þess, að þú sért það. kjáni. Þú átt alltaf að reikna andæðingnum gáfnafar, sem er ekki síðra enn þitt eigið ... heldur meir, ef eitthvað er.  Alldrei að vanmeta andstæðing þinn, slíkt er vottur um þína eigin heimsku ... ekki heimsku andstæðingsins.

Kim Il Jung, hefur sjálfsagt að stefnu að sameina Kóreu í anda N.Kóreu.  Honum er ekkert gagn af því að bæði land og fólk, sé dautt og ónothæft.

Áhyggjuefnið, er ekki það að N.Kórea hafi kjarnavopn ... heldur er áhyggjuefnið, að þeir séu með kjarnavopn sem þeir geti í raun notað ef til styrjaldar kemur.

Það er áhyggjuefnið.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 6.1.2016 kl. 21:53

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þú ert meiri snillingurinn -Bjarne- eða þannig. Þetta er afar einfalt - en þ.e. eins og þú vitir ekki hvernig samruna-sprengja er búin til. Þú ættir kannski að googla því áður en þú blaðrar um e-h sem þú bersýnilega hefur ekkert hundsvit á.
Síðan hefur þú bersýnilega lesið alltof margar spennu-sögur, um ímynduð - framtíðarstríð, og gerir þér greinilega ekki lengur grein fyrir, muninum á ímyndunarheimi skáldsögunnar, og raunheiminum.

    • Smá hint - - þ.e. ekki mögulegt að búa til samrunasprengjur, nema að fyrst sé það leyst, hvernig á að búa til, litlar kjarna-sprengjur, þá að sjálfsögðu - sprengjur er byggjast á kjarnaklofnun.

    • En allir svokallaðir "mini nukes" þar á meðal sprengjur sem notaðar eru í "artillery" byggjast á kjarna-klofnun.

    Þú getur ekki búið til - - mini samrunasprengju.
    En hún þarf ekki að vera - 1000 falt öflugari en Hiroshima.

      • Allar dverg kjarnasprengjur, eru plúton-sprengjur.

      • Og eins og ég sagði, þær geta ekki verið - samrunasprengjur.

      Og þ.e. einnig "inherent" takmörkun á hve smáar meira að segja dverg kjarnapsrengjur geta verið.
      Eðlisfræðilegt vandamál - að það þarf lágmarks magn plútóns, til að það verði kjarnorkusprenging, þ.e. kjarnaklofnun.

      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 7.1.2016 kl. 00:28

      4 identicon

      Það er enginn snilld í því, að vera "vitur" eftir á ...

      Ég tek hér "quote" af því sem sagt er ...

      "One of two things happened, either North Korea exploded an atom bomb, fission only, and lied about it or they exploded a small and highly advanced tactical fission-fusion (Teller type) device, which means something entirely different, something far more threatening than is being discussed may have transpired."

      Til að benda á, hver hin raunverulega hætta er ...

      "A tactical nuclear weapon (or TNW) also known as non-strategic nuclear weapon[1] refers to a nuclear weapon which is designed to be used on a battlefield in military situations."

      "Modern tactical nuclear warheads have yields up to the tens of kilotons" - Þessar sprengjur eru á stærð við MOAB og uppúr.

      "Other new tactical weapons undergoing research include earth penetrating weapons which are designed to target enemy-held caves or deep-underground bunkers." - Þetta er það sem kallað er "Bunker buster" ... og hefur þegar verið notað.

      Og N.Kórea er þegar með kjarnavopn ...

      "On 19 June 2013, the University of Science and Technology of China had released a report that claimed that they had found the precise location of the test at latitude 41°17′26.88″, longitude 129°4′34.68″ with an error margin of mere 94 meters and the yield at around 12.2 kt, with a margin of error of 3.8 kt."

      Það sem álitið er, er að vopnið sem þeir hafa sé gróft og þess vegna ekki eins kröftugt ... en "hættan" er sú, að þeir séu ekki að þróa "Stregetic Nuclear", heldur "Tactical Nuclear" ... og þá eru prófanir þeirra í réttu "magnitude".  Og það sem meira er, er að þeim hefur tekist að þróa BM&#39;s.

      "The precise capabilities and specifications of the missile are unknown; even the fact of its production and deployment are controversial.[1] Rodong-1 technology has been exported. Variants are believed to be the basis for Iran&#39;s Shahab-3 and Pakistan&#39;s Ghauri missiles."

      Jafnvel, þó við segjum að N.Kórea sé ekki með H-bombu, þá eru þeir með kjarnorkuvopn ... sem eru nægilega kröftugar og falla í "tactical weapon" klassan.  Þeir hafa jafnframt selt það sem þeir hafa þróað, til Íran og Pakistan, og eru færir um að senda þessi vopn í um 2000 kílometra radíus, og "líklega" 7000 kílómetra radíus.

      Að lokum, "mini samrunasprengju" er bara kjaftæði í hugum kjána. Ég veit vel, að þetta er hið "almenna" hugarfar manna á Íslandi, en þetta er bara "bull".

      "The W54 was one of the smallest nuclear warheads deployed by the United States. It was a very compact implosion-type nuclear weapon design, designed for tactical use and had a very low yield for a nuclear weapon.

      There were four distinct models of the basic W54 design used, each with different yield, but the same basic design. These were:

        • Mk-54 (Davy Crockett) &#151; 10 or 20 tons yield, Davy Crockett artillery warhead

        • W-54 &#151; 250-ton yield, warhead for AIM-26 Falcon air-to-air missile

        • W72 &#151; 600-ton yield, rebuilt W-54 (Falcon warhead) for AGM-62 Walleye"

        TACTICAL NUCLEAR WEAPONS

        The problem with depleted uranium is the fact that it is radioactive. The United States uses tons on depleted uranium on the battlefield. At the end of the conflict, this leaves tons of radioactive material in the environment. For example, Time magazine: Balkan Dust Storm reports:

        NATO aircraft rained more than 30,000 DU shells on Kosovo during the 11-week air campaign&#133;

        THE BUNKER BUSTER

        From a practical standpoint, the advantage of a small nuclear bomb is that it can pack so much explosive force into such a small space. (See How Nuclear Bombs Work for details.) The B61-11 can carry a nuclear charge with anywhere between a 1-kiloton (1,000 tons of TNT) and a 300-kiloton yield. For comparison, the bomb used on Hiroshima had a yield of approximately 15 kilotons.

        Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 7.1.2016 kl. 08:52

        5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

        Bjarne - þú bersýnilega gerðir enga tilraun til að kynna þér, hvernig vetnis-sprengja er búin til.

        En vetnis-sprengja notar, nokkrar kjarnasprengjur sem "detonators" og þær þurfa að vera nokkrar, því að sprenging þarf að þjappa vetninu nægilega saman svo að það verði - - kjarnasamruni.

          • Þetta er eðlisfræðilegt atriði, að það þarf ákveðið lágmark kjarnakleyfra efna, til þess að kjarnorkusprengja geti mögulega sprungið.

          • Þetta setur smæð kjarnorku-sprengju takmörk.

            • Fyrst að vetnis-sprengja notar kjarnorkusprengjur sem "detonators."

            • Þá ætti að vera algerlega augljóst --> Að engin vetnis-sprengja getur verið smærri en svo, að hún innihaldi ekki nokkrar kjarnasprengjur sem "detonators."

            • Það m.ö.o. þíðir - að vetni-sprengja getur ekki mögulega verið lítil.

            Mk. 54 er augljóslega ekki vetnis-sprengja, heldur kjarnorkusprengja sem virkar með, kjarna-klofnun eða "nuclear fission" - "no nuclear fusion."

            Sama á um öll vígvalla-vopn, að þetta eru kjarna-klofnunar-kjarnorkusprengjur --> Ekki augljóslega vetnis-samruna-sprengjur.

            Þú virkilega hefðir átt að lesa þér til um kjarnorku-vopn, áður en þú skrifaðir þennan pistil no. 2.

            Kv.

            Einar Björn Bjarnason, 7.1.2016 kl. 22:37

            Bæta við athugasemd

            Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

            Um bloggið

            Einar Björn Bjarnason

            Höfundur

            Einar Björn Bjarnason
            Einar Björn Bjarnason
            Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
            Nóv. 2024
            S M Þ M F F L
                      1 2
            3 4 5 6 7 8 9
            10 11 12 13 14 15 16
            17 18 19 20 21 22 23
            24 25 26 27 28 29 30

            Eldri færslur

            2024

            2023

            2022

            2021

            2020

            2019

            2018

            2017

            2016

            2015

            2014

            2013

            2012

            2011

            2010

            2009

            2008

            Nýjustu myndir

            • Mynd Trump Fylgi
            • Kína mynd 2
            • Kína mynd 1

            Heimsóknir

            Flettingar

            • Í dag (21.11.): 8
            • Sl. sólarhring: 8
            • Sl. viku: 35
            • Frá upphafi: 856018

            Annað

            • Innlit í dag: 8
            • Innlit sl. viku: 33
            • Gestir í dag: 8
            • IP-tölur í dag: 2

            Uppfært á 3 mín. fresti.
            Skýringar

            Innskráning

            Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

            Hafðu samband