Er sagan að endurtaka sig? Á millistríðsárunum, árunum milli heimsstyrrjaldanna, var flestum löndum A-Evrópu stjórnað af fasistastjórnum

Á millistríðsárunum, var fyrst Ítalía Mussolinis - fyrirmynd. En áratug síðar, urðu þýskir nasistar áhrifameiri.
Í dag, virðist Pútín að einhverju leiti vera fyrirmynd af svipuðu tagi.
Þó að hin afar hægri sinnaða ríkisstjórn Póllands - sé sannast sagna, ef eitthvað er, harðar á móti Pútín -- á hinn bóginn, þá stendur það sennilega í tengslum við eflingu pólskrar þjóðernishyggju, en þegar skoðuð eru afar þjóðernislega-íhaldsöm viðhorf hinnar nýlegur þjóðernis hægristjórnar Póllands - til samfélagsþátta, þá virðast forsvarsmenn hinnar nýju þjóðernissinnuðu hægri stjórnar Póllands, um margt hafa skoðanir er svipar til skoðana stuðningsmanna Pútíns þegar kemur að hugmyndum um samfélagið.
Um nokkurra ára skeið, hefur Evrópa haft, afar þjóðernis-sinnaða hægri stjórn, með umtalsverðan halla í átt til þjóðernis-fasisma í Ungverjalandi. Sú ríkisstjórn, virðist aftur á móti, mun vinsamlegri ríkisstjórn Pútíns en á við núverandi landstjórnendur í Póllandi.

Brussels to review Poland’s media crackdown

Poland’s democratic progress is under threat

 

Sú aðgerð sem vekur einna mestan ugg um framtíð Póllands!

  1. Er vafalítið - ákvörðun ríkisstjórnar Póllands.
  2. Að afnema sjálfstæði æðsta dómstóls Póllands.
  • En sú ákvörðun, hvorki meira né minna, en afnemur hina hefðbundnu 3-skiptingu valds, sem er sjálfur grundvöllur vestrænnar lýðræðishefðar.

Ríkisstjórnin - er þá með dómsvaldið, í reynd undir sinni stjórn.

Þetta er augljós ógn við lýðræðið í landinu - minnir um sumt á valdatöku nasista í Þýskalandi, þegar þeir skipulega - afnámu alla aðra valdapóla í landinu, en ríkisstjórnina.

En þ.e. leið til að koma á einræði, að leggja af velli - þau tékk á vald stjórnvalda, sem byggð eru inn í grunn stofnanakerfi landsins.

Nýjasta útspil stjórnarinnar, virðist vera - afnám sjálfstæðis ríkisfjölmiðla landsins. Að sögn flokksmanna, nauðsynleg aðgerð til að - stoppa "ósanngjarna gagnrýni."
Vandi er sá, að -róttækir flokkar, gjarnan þola enga gagnrýni- og þetta virðist afsökun, til þess að gera ríkis-miðlana, að - - valdatæki ríkisstjórnarinnar.

Ríkisstjórnin - virðist nú, stjórna með - "decree" - því sem á Íslandi nefnast, bráðabirgðalög. Það þíðir einfaldlega, að ríkistjórnin - gefur fyrirskipanir um breytingar með krafti laga og veit væntanlega að hennar þingmenn er hafa hreinan meirihluta, mundu hvort sem er - samþykkja allt sem fyrir þá væri lagt.

Eftir að stjórnin, afnám sjálfstæði æðsta dómstóls landsins - þá þíði það sennilega, að það stefni hratt í að --> Að í landinu sé einungis einn valdapóll.

Það verður merkilegt að fylgjast með því, hvernig ESB bregst við þessu:

  1. En ef ESB t.d. afnemur ekki atkvæðarétt Póllands.
  2. Verður lítið að marka yfirlýsingar ESB þess efnis, að vera - verndari lýðræðis.

En innan lagaramma ESB - fyrirfinnst regla, sem heimilar að atkvæðaréttur ríkis, sé afnuminn - ef sannast á það land, alvarleg brot á grunnreglum sambandsins.

Það er eiginlega erfitt að horfa framhjá því - að skipulögð tilraun nýs valdaflokks, til afnáms lýðræðis í eigin landi, telst einmitt - grundvallar brot á stofnsáttmálum sambandsins.

Ekki er unnt að --> Reka land úr ESB.
En án atkvæðaréttar --> Væri viðvist Póllands, óþægileg - svo meir sé ekki sagt.

  • Aðildarríkjum er sjálfum heimilt - skv. Maastricht sáttmálanum, að yfirgefa ESB.

Það gæti farið svo - að Pólland yrði hvatt til að fara!

Það gæti orðið upphaf að fækkun landa innan ESB, en erfitt væri síðan að horfa ekki til Ungverjalands, ef Pólland fengi þessa tilteknu meðferð - útilokun.

Það væru einnig skilaboð til kjósenda í aðildarlöndum - að það að kjósa yfir sig fasista, væri líklega samtímis ákvörðun um að yfirgefa sambandið.

  1. Að sjálfsögðu hafa Pólverjar rétt til þess, að velja fasisma.
  2. En málið er, að það væri alvarlegt grundvallarbrot á stofnsáttmálum ESB, að umbera það að eitt meðlimalanda - þróist yfir í fasisma.

Ef ESB setur ekki fótinn niður - þá væri það algerlega dauður bókstafur, sú grunnregla að aðildarlönd verði að viðhafa vestrænt lýðræðis-fyrirkomulag.

Að Pólland verði fasistaríki, mun ekki ógna NATO aðild þeirra - enda NATO ekki með neina formlega lýðræðisreglu. Og fordæmi t.d. í tilviki Grikklands á 8. áratugnum, og auðvitað tilviki Tyrklands - að einstök aðildarlönd viðhafi einræðis-fyrirkomulag.

 

Niðurstaða

Það er óneitanlega sérstakt að horfa upp á þetta, að ekki er lengra síðan en 1989 að Pólverjar börðust hugrakkri baráttu fyrir lýðræði. Var Pólland fyrsta A-Evrópu landið, sem tók upp það fyrirkomulag - kyndilberi lýðræðisþróunar í A-Evrópu.

Nú stefni ef til vill í að Pólland, verði kyndilberi aðrar þróunar, þ.e. þróunar yfir í hreinan þjóðernis-sinnaðan fasisma, eða þjóðernisfasisma, með afnámi raunverulegs lýðræðis.

Sennilega verða áfram kosningar í Póllandi - - en eins og Pútín hefur gert skipulega eftir 2003, að þá hefur hann smám saman veikt svo aðrar valdastofnanir landsins, og safnað samtímis völdum að sinni persónu - að hann er orðin raun og sanni, einræðisherra.

Þó enn séu haldnar kosningar - sé ekki raunverulegt val í boði til kjósenda. Allir helstu fjölmiðlar undir stjórn ríkisstjórnarinnar, og þeim beitt sem hreinum valdatækjum stjórnvalda.

Svipuð þróun getur verið framundan í Póllandi - þ.e. kosningar halda áfram, en jafnframt muni stjórnvöld - stokka upp spilin með svo óhagstæðum hætti fyrir stjórnarandstöðu, að hún eigi - litla möguleika!

Væntanlega er framundan í Póllandi - skipulögð aðför að fjölmiðlum landsins, svo að fjölmiðlun verði - eins og í Rússlandi, valdatæki stjórnvalda!
Með þingið stimpilpúða eins og í Pútínistan.
Og dómsvaldið gert - vanmáttugt.

  • Fátt virðist geta stöðvað þessa öfugþróun.

Merkilegt að verða vitni að því.
Hve hratt er unnt að afnema lýðræði í lýðræðisríki.

Endurtekning 3-áratugarins.
____________
Mér verður eiginlega hugsi - guð sé lof fyrir íslensku stjórnarskrána.
En þ.e. afar góð vörn falin í reglunni, að stjórnarskrárbreytingar taki einungis gildi eftir þingkosningar - og staðfestingu nýkjörins þings á breytingu.
Mun betri, en ef miðað er við lönd, þ.s. einungis þarf 2/3 þingmeirihluta, sem þíðir þá að ef slíkur meirihluti næst fram, getur ríkisstjórn breytt öllu að vild.

  1. Flokkur er vildi afnema lýðræði á Íslandi.
  2. Sennilega yrði fyrst, með einhverjum hætti, að takast að afnema núgildandi stjórnarskrá - án þess að önnur mundi strax taka gildi.
  • Það gæti verið hluti af undirbúningi slíkrar tilraunar - málflutningur sem skipulega er ætlað að draga úr virðingu fyrir gildandi stjórnlögum landsins.

Set þetta fram - til varnaðar.
En fólk verður að muna - þó núgildandi stjórnarskrá sé ekki án galla.
Þá bæði skilgreinir hún og ver öll mannréttindi, þar á meðal þau er tengjast lýðræði.

Það má ekki afnema stjórnlög - án þess að önnur sem séu a.m.k. ekki síðri, taki jafnharðan strax gildi.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Mér kemur sanarlega ekki á óvart að Pólland sé í uppreisn gagnvart EU.

Fyrir 8-10 árum var ég á ferð í Póllandi of hitti fjölda fólks sem mest voru iðnaðarmenn eða litlir atvinnurekendur.

Ég borðai með mörgu af þessu fólki og var í sumum tilfellum boðinn heim til þess.

Þá höfðu nýlega fundist neðanjarðarmannvirki frá stríðsárunum með einhverjum búnaði sem ekki var búið að bera kennsli á hvað var, svo þjóðverjar voru mjög til umræðu á þessum tíma.

Það sem kom mér á óvart var hvað þessir pólverjar hötuðu þjóðverja innilega.Ekki bara Nasistana heldur þjóðverja í dag.

Ég man að ég hugsaði með mér :hvernig geta Pólverjar verið í Eu með þjóðverjum.

Mér er sérstaklega minnisstætt þegar ég hitti eiganda vélaumboðs í fyrsta skifti.

 Hann tók í hendina á mér og kynnti sig með þýsku nafni,en bætti svo strax við "En ég er ekki þjóðverji"

Hann skammaðist sín svo fyrir þýska nafnið að hann fann sig knúinn að afsaka sig við mann sem hann hafði aldrei hitt áður og mundi líklega alldrei hitta aftur.

Nú hef ég ekki fylgst með hvað er að gerast í Póllandi ,en það er greinilegt að nú er við lýði  ríkisstjórn þar sem vill að völd Eu minnki yfir þjóðríkjunum.

Þetta fasista eða nasistaþema virðist vera einhver stöðluð viðbrögð EU við fólki sem er þannig innréttað.

Gott dæmi um þetta er Sigmundur Davíð, en  evrópusambandssinnar hafa verið með herferð frá því fyrir kosningar sem gengur út á að Sigmundur Davíð sé nasisti ,hvorki meira né minna.

Hafa þar verið tínd til ótal dæmi. Stóri fáninn á skrifstofunni hjá honum,bókin hennar Jóhönnu í skápnum hjá honum ,glímusýningin á miðstjórnarfundinum,ræður um að íslendingar hafi komist í álnir vegna dugnaðar,ræður um að Ísland geti orðið fyrirmyndar ríki og fleira mætti nefna.

Hinsvegar virðist mér þetta vera rétt hjá Sigmundi.Á síðustu öld gerðu Íslendingar mikið átak til að koma sér út úr fátækt,þrátt fyrir ýmislegt andstreymi.

Nú virðist þetta móment liðið hjá og fullfrískt fólk vill í sífellt meiri mæli fá framfæri sitt af framlögum frá ríkinu. Tvo tíma í mat,klukkutíma í kaffi,frí á mili máltíða og kaupið sent heim,eins og sagt er.

Það virðast vera stöðluð viðbrögð ESB að kalla fólk sem aðhyllist ekki ESB stjórnina nasista, eða fasista ef um minniháttar brot er að ræða.

Victor Orban varð eiginlega ekki nasisti fyrir alvöru, fyrr en hann gerði samninginn um kjarnorkuver við Rússa í trássi við vilja Eu.

Það verður fróðlegt að sjá hvort Sigmar Gabriel varakanslari Þýskalands kemst í þennan flokk eftir að hafa sagt, Fock the EU, við þjóðverjar leggjum gasleiðslu til Rússlands og engum kemur það við.

Nú hefur Merkel tekið undir þetta með honum.

.

Það virðist gæta sífellt meiri óánægju innan ríkja Evrópu með hið yfirþjóðlega vald Eu og það er vissulega hætt við að þetta brjótis út í auknu fylgi við öfga hægri eða vinstri öfgaflokka vegna þess að miðjuflokkarnir sinna í engu þessum breytta vilja kjósenda sinna.

Ef menn vilja draga tennurnar úr miðstjórn Eu hafa menn engan kost nema kjósa öfgafloka af því þeirra hefðbundnu flokkar sinna í engu þessum breittu áherslum kjósendanna.

.

Ég held líka að það hafi farið ósegjanlega í taugarnar á forystumönnum í Evrópulöndum að Merkel skyldi bjóða ótakmörkuðum fjölda innflytjenda inn í Evrópu án nokkurs samráðs við aðrar ríkisstjórnir á svæðinu.

Það rof á trausti mun vissulega draga dilk á eftir sér.

.

Nú verð ég að gera aftur þann fyrirvara að ég hef ekki sett mig inn í þessar breytingar í Póllandi,en það kæmi mér sannarlega ekki á óvart ef málið snérist um að Pólland sé að skerpa á sjálfsákvörðunarrétti sínum og taka upp nánara samband við Bandaríkin. 

Borgþór Jónsson, 5.1.2016 kl. 13:24

2 identicon

Sæll Einar Björn

"...urðu þýskir nasistar áhrifameiri. Í dag, virðist Pútín að einhverju leiti vera fyrirmynd af svipuðu tagi."????

Þú heldur alltaf áfram með að demonisera Putin karlinn,og getur líklegast aldrei gagnrýnt stjórnvöld í Bandaríkjunum. 

 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 5.1.2016 kl. 15:22

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Boggi, ég hef lengi tekið eftir augljósri aðdáun þinni á fasisma, þannig að það kemur mér ekki á óvart að þú berir blak af slíkri þróun innan Evrópu -- en eftir allt saman ertu aðdáandi erki fasista Evrópu dagsins í dag, Pútíns -- sem virðist í hlutverki Mussolini, ca. bout.

Bandaríkin munu líklega ekki láta það trufla samstarf innan NATO við Pólland.
Enda virðist fasisminn í Póllandi, stefna í að vera - andstæður fasismanum í Rússlandi.

Sem skilst með þeim hætti - að þjóðernishyggja þeirra þjóða, Pólverja og Rússa, er andstæð af sögulegum ástæðum.

Væringar Pólverja og Rússa - líklega aukast í framtíðinni.
Og sennilega að auki, vilji Pólverja - til að styðja Úkraínumenn, í átökum við Rússa.

Þetta gæti því leitt til aukinnar spennu í A-Evrópu.
Milli öfgaþjóðernis-sinnaðra hreyfinga - Pólverja og Úkraínumanna annars vegar og Rússa hins vegar.

Með vissum hætti - mundu öfgahreyfingar þessara ríkja - þ.e. Rússl., Póllands, og Úkraínu.
Geta þrifist á því að efla - hatur og ofstæki, sín á milli.

Það gæti þróast nokkurs konar svæðis-bandalag öfgamanna við stjórn í Póllandi, og stjórnvalda í Kíev.
Gegn Rússum!

Stríðs hætta í Evrópu - gæti þá margfaldast.
Hætta gæti magnast á því að átök í Úkraínu, þróist yfir í raunverulegt - Evrópustríð, þ.a. þjóðernis öfgamenn landanna takast á, og keppa í morðum og ofstæki.

Í því held ég að rússn. þjóðernis öfgamenn, yrðu síst eftirbátar hinna.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.1.2016 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband