Maður veltir fyrir sér hvað Saudum gekk til, að taka af lífi þekktan Shíta klerk - mál sem hefur valdið nýrri stigmagnandi deilu við Íran

Það áhugaverða er - að allir þeir 47 sem teknir voru af lífi í Saudi Arabíu; höfðu allir með tölu verið í haldi árum saman. Að sögn yfirvalda í Saudi Arabíu, voru 43 Al-Qaeda meðlimir, er handteknir voru fyrir - áratug. 3-einstaklingar voru Shítar er voru handteknir í tengslum við óeirðir 2011, þar á meðal klerkurinn, Sheikh Nimr al-Nimr.

  • Eina ástæða sem ég kem auga á - eru pólitísks eðlis.

Það virðist aftur vera, vaxandi ógn af Al-Qaeda í ríki Sauda, sem gæti vel skýrt - þessa skyndilegu ákvörðun, að taka 43 Al-Qaeda meðlimi af lífi.

  • En þá lendir maður í pínu vandræðum með að skíra aftöku, Nimr al-Nimr - sem var shíta klerkur, í engum tengslum við Al-Qaeda, sem eru öfga Súnní Íslamistar.

Einn möguleikinn - er að yfirvöld í Saudi Arabíu, hafi hreinlega gert mistök.
Ef svo væri - þá líklega mundu þau aldrei viðurkenna slíkt.

  1. Skv. nýjustu fréttum, var sendiráð Saudi Arabíu í Teheran, brennt af æstum múg - sem mótmælti aftöku Nimr al-Nimr. Sagt þó hafa verið mannlaust.
  2. Viðbrögð Sauda að sjálfsögðu fyrirsjáanleg - þau hafa sagt sendiherra Írans í Riyadh að hypja sig, gefið honum 48kls.

Saudi Arabia cuts ties with Iran as row over cleric's death escalates

Saudi Arabia Cuts Ties With Iran Amid Fallout From Cleric’s Execution

 

Manni virðist samt líklegast að þetta mál hafi ekki frekari umtalsverðar afleiðingar

Þó æðsti leiðtoginn, Ayatollah Ali Khamenei, hefði lofað - guðlegri hefnd.
Hafa yfirvöld í Íran, handtekið 40 manns er tóku þátt í árásinni á sendiráð Sauda - og Rouhani forseti, sagði árásina hafa skaðað orðstír Írans.

Bandamenn Írana voru einnig mjög hvassir - eins og leiðtogi íranskra klerka, þ.e. Moqtada al-Sadr í Írak og leiðtogi Hesbollah í Sýrlandi.
Íranski byltingavörðurinn - virtist fylgja hinni harðari línu.

En vafasamt er að sjá að bæði ríkin -- sjái tilgang í að láta æsingar ganga lengra.

En líklega verða formleg dyplómatísk samskipti lokuð - a.m.k. einhverja hríð á eftir.

  • Írönsk yfirvöld verða að standa sig betur í því, að verja sendiráð erlendra ríkja í landinu.

 

Niðurstaða

Eitt af vandamálum við -einræðisríki- er að nær ómögulegt getur verið að átta sig á því, hvað liggur að baki tiltekinni ákvörðun.
Engin opinber skýring virðist til staðar í Riyadh - Saudar hafa lesið formlegar ásakanir á hendur þeim sem voru aflífaðir, þar á meðal Nimr al-Nimr.
En engin sönnunargögn hafa verið gerð opinber.

Svo er það - af hverju núna?
En ekki árum - fyrr?

Þetta er nánast eins og "Sovietology."

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þessi klerkur hefur verið einhver meiriháttar plága hjá sádum.  Það hlýtur að vera.  Þetta hlýtur allt að vera vegið og metið hjá þeim.

Ef sádar væru einhverjir asnar, þá hefðu þeir ekki enst eins lengi og þeir hafa gert.  Olía eða ekki.

Ásgrímur Hartmannsson, 4.1.2016 kl. 07:59

2 identicon

Af hverju - svarið er, að núna eru Rússar komnir til mið-austurlanda, og Saudi Arabía á í högg að verjast.  Saudi Arabía, er í raun miðaldar ríki ... en Íran, er ekki "alveg" miðaldra, þó þeir séu villimenn.  Þannig að baráttan er, og hefur alla tíð verið, sú sama ... Saudi Arabía styður Tyrki, og ISIS ... en Íran, stendur að baki Hesbollah, og Sýrlandsforseta.  Núna, með aðstoð Rússa, er allt að ganga aftur á bak hjá Saudi, og þetta er tilraun hjá þeim að efna til glundroða (tilraun, þetta hefur tekist), sem gerir það að verkum að athygli Írans beitist á fleiri en einn veg.

Síðan er þetta bara hrein "terror" taktík hjá þeim ... ISIS heggur af 5 hausa, Saudi Arabía 47.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 4.1.2016 kl. 08:39

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne, sannast sagna sé ég ekki mikinn mun milli Saudi Arabíu og Rússlands, eins og Rússland er orðið í dag.

Ásakanir á hendur Tyrkjum og Saudum um stuðning við ISIS - er ekkert annað en "speculation."

Ég get ekki tekið mark á getgátum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.1.2016 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856018

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband