Rússland er þarna að taka sambærilega stöðu <--> Og alræmdur bandarískur Vogunarsjóður, sem á hluta af skuldum Argentínu.
En eins og í Argentínudeilunni <--> Hafa aðrir kröfuhafar undirgengist samkomulag, sem felur í sér hluta afskrift höfuðstóls krafna.
En eins og bandaríski vogunarsjóðurinn, sem Argentína hefur glímt við <--> Heimta rússnesk stjórnvöld, fulla greiðslu - þó þau hafi sagt að til greina komi að dreifa greiðslunni í þrjár 1. ma.Dollara greiðslur --> Algerlega hafna þau að gefa eftir af hluta höfuðstóls, eða, að dreifa greiðslum yfir langt tímabil - með hagstæðari kjörum að auki en áður.
- Það er merkilegt að hafa í huga, að ríkissjóður Rússlands stígur þarna í sama hlutverk, og bandaríski vogunarsjóðurinn í tilviki Argentínu.
- Og að krafan í báðum tilvikum er afskaplega lík - og að í báðum tilvikum, er til staðar samkomulag við aðra kröfuhafa.
- Úkraína hafnar að veita ríkissjóð Rússlands, miklu mun hagstæðari greiðslukjör - en þeim sem aðrir kröfuhafa hafa samþykkt.
Þarna er afstaða úkraínskra stjórnvalda - aftur spegilmynd af afstöðu argentínskra stjórnvalda, er þau glímdu við bandaríska vogunarsjóðinn.
Að neita að greiða - fyrr en mótaðilinn samþykkir að undirgangast það samkomulag sem aðrir kröfuhafar hafa undirgengist.
En þ.e. allt og sumt sem farið er fram á - að Rússland samþykki sömu greiðsluskilyrði, og aðrir kröfuhafar hafa samþykkt, þar með - hluta afskrift höfuðstóls.
- Ég lít ekki á þetta þannig - að Rússland sé beitt einhverju ofbeldi af hálfu Úkraínu.
- Enda er algerlega ljóst, að Úkraína gat ekki greitt sínar skuldir - án þeirra breytinga á þeim, sem aðrir kröfuhafar samþykktu.
- og þ.e. í mínum augum, eðlileg krafa - að rússn. ríkið samþykki sömu greiðsluskilyrði - enda liggur þá fyrir að úkraínsk stjórnvöld muni þá greiða rússn. stjv. eins og öðrum kröfuhöfum.
- Tek fram að ég hafði aldrei samúð með afstöðu vogunarsjóðsins bandaríska, sem argentínsk stjv. voru svo óheppin að lenda í.
Það má þannig sjá í þessum tveim málum <--> Aðra endurspeglun.
- En bandaríski vogunarsjóðurinn, fór í mál gegn argentínskum stjv. fyrir rest, fyrir dómstól í New York, og á endanum vann.
- Skuldin við Krelmverja, er undir breskri lögsögu - svo rússn. stjv. sækja málið fyrir dómi í London.
Eins og ég sagði <---> Mér finnst merkilegt af Pútín, að setja sig -hegðunarlega séð- og þar með einnig -siðferðislega séð- upp að hlið bandarísks vogunarsjóðs.
Russia initiates legal proceedings against Ukraine over $3bn debt
Eins og ég benti á síðast er ég fjallaði um þessa tilteknu deilu:
Úkraína neitar að greiða 3-ma.dollara skuld við Rússland sem fallin er á gjalddaga
Að ríkisstjórn Viktors Yanukovych fékk þessa 3-ma.dollara + loforð um 11ma. til viðbótar í framtíðinni, er hann á endanum samþykkti að undirrita samkomulag við Pútín - um aðild að svokölluðu "Evrasíu-tollabandalagi" sem Pútín setti fram sem - annan valkost í stað hugsanlegrar ESB aðildar Úkraínu.
Rétt að auki, að árétta - að mánuðina á undan, hafði Pútín að auki beitt Úkraínu stigmagnandi viðskipta-þvingunum, til að leggja frekari áherslu á þann punkt - að Viktor Yanukovych ætti að samþykkja aðild að "Evrasíu-tollabandalagi" Pútíns.
Þegar Yanukovych, undirritaði loks -skv. kröfu og þrýstingi Pútíns- samning um aðild Úkraínu að Evrasíu-tollabandalagi Pútíns, í stað auka-aðildar samn. að ESB sambærilegan við EES, og í stað hugsanlegrar ESB aðildar í framtíðinni <--> Þá með því sama, spratt upp gríðarleg reiðialda meðal almennings í Úkraínu, sem sá sig sviptan þeirri framtíð,er þá naut vaxandi stuðnings meðal íbúa Úkraínu.
Þarna var Pútín, raunverulega - að ákveða upp á sitt eindæmi, hver framtíð Úkraínumanna ætti að vera - gegn vilja íbúa landsins.
Þegar við bætast refsiaðgerðirnar, mánuðina á undan - og 3-ma.Dollara lánið, sem Yanukovych fékk á sama tíma frá Pútín <---> Þá varð allt vitlaust.
- Já --- einmitt sömu 3-milljarðarnir og nú er rifist um.
Út af því að deilan um lánið, er í reynd -- utanríkispólitísk
- Tók AGS sl. sumar þá afstöðu - að Úkraína mundi samt fá neyðarlán, þó Úkraínu mundi ekki takast að semja um Rússa, um greiðslur á láninu - er falla að samkomulagi við aðra kröfuhafa.
- Svo lengi sem "Ukraine has negotiated in good faith" að mati stjórnar AGS - þá sé ekki spurning, að AGS líti ekki á þetta sem "credit event."
- Þegar AGS gaf út þessa yfirlýsingu sl. sumar - þá fljótlega í kjölfarið, náði Úkraína samkomulagi við aðra kröfuhafa <--> Það virðist felast í þessu, að þeir einnig samþykki, að ef samkomulag takist ekki v. rússn. stjv. - þá sé það ekki "credit event."
- Þannig virðist að þetta lán sé tekið út fyrir sviga - af AGS - af öðrum kröfuhöfum.
En þetta hljómar eins og að - AGS og kröfuhafar.
Ætli ekki að leyfa Moskvu að leika sama leik, og tiltekinn bandar. vogunarsjóður gerði gagnvart Argentínu.
- Það verður forvitnilegt að fylgjast með breskum stjórnvöldum, nú þegar rússn. stjv. taka deiluna um lánið fyrir - breska dómstóla.
- En almennt séð hafa bresk stjv. ekki rétt til að skipta sér af dómsmáli <--> Á hinn bóginn, má vera að þau geri það samt í þessu tiltekna máli.
- Vegna þess, að litið verði á málið, sem hluta af deilu Pútíns við stjórnvöld í Úkraínu - þ.e. ekki bara lánið, heldur í ljósi augljóss stuðnings rússn. stjv. við hersveitir andstæðar úkraínskum stjv. í A-Úkraínu - það tjón sem það stríð hefur valdið á efnahag landsins, sem bresk stjv. sjá örugglega að stórum hluta á ábyrgð rússn. stjv.
- Ef afstaða breskra stjv. sé - að málið sé í reynd -utanríkispólitískt- og að auki það skipti mjög miklu máli fyrir -öryggi Evrópu, þar með Bretlands- má vera, að bresk stjv. -- stoppi dómsmálið með lagasetningu.
- Þá muni bresk stjv. - líta svo á - að þetta mál sé það sérstætt, að slík aðgerð mundi ekki skaða ímynd Bretlands, sem hlutlauss aðila - þ.s. erlendir aðilar geti leitað réttar síns, fyrir breskri réttvísi.
Þetta er útkoma sem ég hallast að.
Þó vera megi - að bresk stjv. flíti sér ekki við það að taka slíka ákvörðun.
Þau gætu t.d. fyrst - beitt rússn. stjv. þrýstingi, að draga málið til baka -með hótun um "or else."
Niðurstaða
Ég tek fram - að ég hef í þessari deilu, engu meiri samúð með afstöðu rússneskra stjv. <--> Heldur en ég hafði með afstöðu bandar. vogunarsjóðsins, sem átti skuld á argentínsk stjv.
Stíf afstaða rússn. stjv. - líklega mótist af pólitík í Moskvu.
En höfum í huga að Rússland hefur ekki eingöngu, innlimað Krímskaga undir yfirskini algerlega ólýðræðislegra kosninga sem ekki er því unnt að taka mark á sem mælingu á afstöðu íbúa. Heldur að auki, eflt upp her andstæðinga Úkraínustjórnar í A-Úkraínu.
Ég lít á skuldamálið -- sem hluta af þeim þrýstingi sem Kremlverjar kjósa að beita Úkraínu.
Það sé eins og, þegar Pútín tókst ekki að fá Úkraínu - inn í Evrasíutollabandalagið.
Að þá hafi hafist --- allsherjar herferð til að refsa íbúum Úkraínu, og stjv. Úkraínu.
Fyrir að voga sér að hafa storkað vilja Pútíns.
Þetta skuldamál - sé einfaldlega partur af þeirri heild.
Það sé eins og Kremlverjar séu að gera sitt besta til þess - að Úkraína detti niður í einhvers konar "failed state status."
Þegar þetta er allt tekið saman - þ.e. brottnám skagans, að efla her gegn Kíev - efnahags tjónið sem þau átök hafa valdið er hefur gert skuldamál landsins svo miklu erfiðari en áður, síðan afar stíf afstaða Kremlverja í skuldamálinu.
Þá er eins og að Kreml stefni á "failed state status" fyrir landið Úkraínu.
- Þess vegna grunar mig, að bresk stjv. muni á endanum - stöðva dómsmálið.
- Líta á þ.s. hluta af þrýstingi kremlverja á Úkraínu.
- M.ö.o. tilraun rússn. stjv. til að misnota breska stjv. í eigin utanríkispólit. tilgangi.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856018
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning