Rússland hefur ákveðið að hefja dómsmál gegn Úkraínu - í deilu um 3 milljarða, sem Úkraína hafnar ekki að greiða ef Rússland samþykkir samkomulag sem aðrir kröfuhafar hafa undirgengist

Rússland er þarna að taka sambærilega stöðu <--> Og alræmdur bandarískur Vogunarsjóður, sem á hluta af skuldum Argentínu.
En eins og í Argentínudeilunni <--> Hafa aðrir kröfuhafar undirgengist samkomulag, sem felur í sér hluta afskrift höfuðstóls krafna.
En eins og bandaríski vogunarsjóðurinn, sem Argentína hefur glímt við <--> Heimta rússnesk stjórnvöld, fulla greiðslu - þó þau hafi sagt að til greina komi að dreifa greiðslunni í þrjár 1. ma.Dollara greiðslur --> Algerlega hafna þau að gefa eftir af hluta höfuðstóls, eða, að dreifa greiðslum yfir langt tímabil - með hagstæðari kjörum að auki en áður.

  1. Það er merkilegt að hafa í huga, að ríkissjóður Rússlands stígur þarna í sama hlutverk, og bandaríski vogunarsjóðurinn í tilviki Argentínu.
  2. Og að krafan í báðum tilvikum er afskaplega lík - og að í báðum tilvikum, er til staðar samkomulag við aðra kröfuhafa.
  • Úkraína hafnar að veita ríkissjóð Rússlands, miklu mun hagstæðari greiðslukjör - en þeim sem aðrir kröfuhafa hafa samþykkt.

Þarna er afstaða úkraínskra stjórnvalda - aftur spegilmynd af afstöðu argentínskra stjórnvalda, er þau glímdu við bandaríska vogunarsjóðinn.
Að neita að greiða - fyrr en mótaðilinn samþykkir að undirgangast það samkomulag sem aðrir kröfuhafar hafa undirgengist.
En þ.e. allt og sumt sem farið er fram á - að Rússland samþykki sömu greiðsluskilyrði, og aðrir kröfuhafar hafa samþykkt, þar með - hluta afskrift höfuðstóls.

  1. Ég lít ekki á þetta þannig - að Rússland sé beitt einhverju ofbeldi af hálfu Úkraínu.
  2. Enda er algerlega ljóst, að Úkraína gat ekki greitt sínar skuldir - án þeirra breytinga á þeim, sem aðrir kröfuhafar samþykktu.
  3. og þ.e. í mínum augum, eðlileg krafa - að rússn. ríkið samþykki sömu greiðsluskilyrði - enda liggur þá fyrir að úkraínsk stjórnvöld muni þá greiða rússn. stjv. eins og öðrum kröfuhöfum.
  • Tek fram að ég hafði aldrei samúð með afstöðu vogunarsjóðsins bandaríska, sem argentínsk stjv. voru svo óheppin að lenda í.

Það má þannig sjá í þessum tveim málum <--> Aðra endurspeglun.

  1. En bandaríski vogunarsjóðurinn, fór í mál gegn argentínskum stjv. fyrir rest, fyrir dómstól í New York, og á endanum vann.
  2. Skuldin við Krelmverja, er undir breskri lögsögu - svo rússn. stjv. sækja málið fyrir dómi í London.

Eins og ég sagði <---> Mér finnst merkilegt af Pútín, að setja sig -hegðunarlega séð- og þar með einnig -siðferðislega séð- upp að hlið bandarísks vogunarsjóðs.

Russia initiates legal proceedings against Ukraine over $3bn debt

Eins og ég benti á síðast er ég fjallaði um þessa tilteknu deilu:

Úkraína neitar að greiða 3-ma.dollara skuld við Rússland sem fallin er á gjalddaga

Að ríkisstjórn Viktors Yanukovych fékk þessa 3-ma.dollara + loforð um 11ma. til viðbótar í framtíðinni, er hann á endanum samþykkti að undirrita samkomulag við Pútín - um aðild að svokölluðu "Evrasíu-tollabandalagi" sem Pútín setti fram sem - annan valkost í stað hugsanlegrar ESB aðildar Úkraínu.

Rétt að auki, að árétta - að mánuðina á undan, hafði Pútín að auki beitt Úkraínu stigmagnandi viðskipta-þvingunum, til að leggja frekari áherslu á þann punkt - að Viktor Yanukovych ætti að samþykkja aðild að "Evrasíu-tollabandalagi" Pútíns.

Þegar Yanukovych, undirritaði loks -skv. kröfu og þrýstingi Pútíns- samning um aðild Úkraínu að Evrasíu-tollabandalagi Pútíns, í stað auka-aðildar samn. að ESB sambærilegan við EES, og í stað hugsanlegrar ESB aðildar í framtíðinni <--> Þá með því sama, spratt upp gríðarleg reiðialda meðal almennings í Úkraínu, sem sá sig sviptan þeirri framtíð,er þá naut vaxandi stuðnings meðal íbúa Úkraínu.

Þarna var Pútín, raunverulega - að ákveða upp á sitt eindæmi, hver framtíð Úkraínumanna ætti að vera - gegn vilja íbúa landsins.
Þegar við bætast refsiaðgerðirnar, mánuðina á undan - og 3-ma.Dollara lánið, sem Yanukovych fékk á sama tíma frá Pútín <---> Þá varð allt vitlaust.

  • Já --- einmitt sömu 3-milljarðarnir og nú er rifist um.

 

Út af því að deilan um lánið, er í reynd -- utanríkispólitísk

  1. Tók AGS sl. sumar þá afstöðu - að Úkraína mundi samt fá neyðarlán, þó Úkraínu mundi ekki takast að semja um Rússa, um greiðslur á láninu - er falla að samkomulagi við aðra kröfuhafa.
  2. Svo lengi sem "Ukraine has negotiated in good faith" að mati stjórnar AGS - þá sé ekki spurning, að AGS líti ekki á þetta sem "credit event."
  3. Þegar AGS gaf út þessa yfirlýsingu sl. sumar - þá fljótlega í kjölfarið, náði Úkraína samkomulagi við aðra kröfuhafa <--> Það virðist felast í þessu, að þeir einnig samþykki, að ef samkomulag takist ekki v. rússn. stjv. - þá sé það ekki "credit event."
  • Þannig virðist að þetta lán sé tekið út fyrir sviga - af AGS - af öðrum kröfuhöfum.

En þetta hljómar eins og að - AGS og kröfuhafar.
Ætli ekki að leyfa Moskvu að leika sama leik, og tiltekinn bandar. vogunarsjóður gerði gagnvart Argentínu.

  1. Það verður forvitnilegt að fylgjast með breskum stjórnvöldum, nú þegar rússn. stjv. taka deiluna um lánið fyrir - breska dómstóla.
  2. En almennt séð hafa bresk stjv. ekki rétt til að skipta sér af dómsmáli <--> Á hinn bóginn, má vera að þau geri það samt í þessu tiltekna máli.
  3. Vegna þess, að litið verði á málið, sem hluta af deilu Pútíns við stjórnvöld í Úkraínu - þ.e. ekki bara lánið, heldur í ljósi augljóss stuðnings rússn. stjv. við hersveitir andstæðar úkraínskum stjv. í A-Úkraínu - það tjón sem það stríð hefur valdið á efnahag landsins, sem bresk stjv. sjá örugglega að stórum hluta á ábyrgð rússn. stjv.
  4. Ef afstaða breskra stjv. sé - að málið sé í reynd -utanríkispólitískt- og að auki það skipti mjög miklu máli fyrir -öryggi Evrópu, þar með Bretlands- má vera, að bresk stjv. -- stoppi dómsmálið með lagasetningu.
  • Þá muni bresk stjv. - líta svo á - að þetta mál sé það sérstætt, að slík aðgerð mundi ekki skaða ímynd Bretlands, sem hlutlauss aðila - þ.s. erlendir aðilar geti leitað réttar síns, fyrir breskri réttvísi.

Þetta er útkoma sem ég hallast að.
Þó vera megi - að bresk stjv. flíti sér ekki við það að taka slíka ákvörðun.
Þau gætu t.d. fyrst - beitt rússn. stjv. þrýstingi, að draga málið til baka -með hótun um "or else."

 

Niðurstaða

Ég tek fram - að ég hef í þessari deilu, engu meiri samúð með afstöðu rússneskra stjv. <--> Heldur en ég hafði með afstöðu bandar. vogunarsjóðsins, sem átti skuld á argentínsk stjv.

Stíf afstaða rússn. stjv. - líklega mótist af pólitík í Moskvu.
En höfum í huga að Rússland hefur ekki eingöngu, innlimað Krímskaga undir yfirskini algerlega ólýðræðislegra kosninga sem ekki er því unnt að taka mark á sem mælingu á afstöðu íbúa. Heldur að auki, eflt upp her andstæðinga Úkraínustjórnar í A-Úkraínu.

Ég lít á skuldamálið -- sem hluta af þeim þrýstingi sem Kremlverjar kjósa að beita Úkraínu.
Það sé eins og, þegar Pútín tókst ekki að fá Úkraínu - inn í Evrasíutollabandalagið.
Að þá hafi hafist --- allsherjar herferð til að refsa íbúum Úkraínu, og stjv. Úkraínu.
Fyrir að voga sér að hafa storkað vilja Pútíns.

Þetta skuldamál - sé einfaldlega partur af þeirri heild.
Það sé eins og Kremlverjar séu að gera sitt besta til þess - að Úkraína detti niður í einhvers konar "failed state status."

Þegar þetta er allt tekið saman - þ.e. brottnám skagans, að efla her gegn Kíev - efnahags tjónið sem þau átök hafa valdið er hefur gert skuldamál landsins svo miklu erfiðari en áður, síðan afar stíf afstaða Kremlverja í skuldamálinu.

Þá er eins og að Kreml stefni á "failed state status" fyrir landið Úkraínu.

  • Þess vegna grunar mig, að bresk stjv. muni á endanum - stöðva dómsmálið.
  • Líta á þ.s. hluta af þrýstingi kremlverja á Úkraínu.
  • M.ö.o. tilraun rússn. stjv. til að misnota breska stjv. í eigin utanríkispólit. tilgangi.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband