Kína opinberlega viðurkennt að vera langt komið með smíði nýs flugmóðurskips

Flugmóðurskipin af Kuznetsov gerð voru smíðuð á loka árum Sovétríkjanna, þ.e. Kuznetsov  og Varyag. Systurskipið Varyag var aldrei klárað - þ.e. Sovétríkin hrundu 1991 áður en smíði skipsins var að fullu lokið. Því hafði verið hleypt af stokknum, og lá við festar síðan - án þess að vélbúnaðar væri full frágenginn og án siglingabúnaðar, síðan var að auki fjarlægður úr skipinu hver sá herbúnaður sem þegar að hluta var búið að koma fyrir.

Eftir það flaut það við bryggju í landinu Úkraínu, sem þá var sjálfstætt orðið eftir uppbrot Sovétríkjanna 1991 --> Þar til kínverskur aðili festi kaup á því 1998.

Opinberi kaupandinn - var ferðafrömuður frá Makao, sem sagðist ætla að gera skipið að fljótandi spilavíti.
Sá keypti skipið, það tók síðan heila 16 mánuði fá leyfi Tyrkja að fá það dregið í gegnum Sundin yfir til Miðjarðarhafs, á meðan var siglt með skipið í togi einhverja hringi um Svartahaf - meðan að háttsettir kínverskir aðilar sömdu við Tyrki.
Svo vildi það óhapp til, að óveður skall á í Eyjahafi og taugin slitnaði, var skipið síðan á reki í óveðrinu stjórnlaust í rúman sólarhring.
Leyfi fékkst víst ekki að flytja það í gegnum Súes skurð, svo það þurfti að fara með það lengri leiðina fyrir Góðravonarhöfða.
En á endanum komst það heilu og höldnu í hendurnar á kínverskum flota-yfirvöldum.

Það tók síðan Kínverja mörg ár að vinna í skipinu, og ekki fyrr en 2011 að það var tekið formlega í notkun, sem Liaoning.

Lengd......305m
Breidd......72m
Rystir......11m
Þyng venjuleg hleðsla, 55.þ.tonn.

Mynd - Liaoning / Varyag

http://www.gannett-cdn.com/-mm-/ffe1848450d7cccdec4e0a30a48971ffa64740c7/c=0-110-3315-1983&r=x1683&c=3200x1680/local/-/media/2015/12/31/USATODAY/USATODAY/635871300336424172-AP-CHINA-US-NAVY-VISIT-76898526.JPG

Nýja skipið - virðist vera endurgerð Liaoning.
Talið er að a.m.k. eitt annað skip sé í smíðum að auki, líklega annað systurskip.

  1. Í ákveðinni kaldhæðni má segja að þetta passi við hefð hins kommúníska Kína, að taka yfir gerð sem upphaflega kemur frá Sovétríkjunum - og gera að sínu, þ.e. Kuznetsov class.
  2. Þetta eru ekki sérlega stórt skip - ef mið er tekið af flugmóðurskipum. Miklu mun minni t.d. heldur en dæmigert bandarískt flugmóðurskip, sem er í kringum 100þ.tonn.
  • En í stærðarklassa passar þetta við skip sem Bretar eru að smíða og Frakkar eiga.
  1. Takið eftir einu enn, að þessi skip - eru í reynd of smá fyrir stórar þotur til að taka á loft með venjulegum hætti --> Takið eftir uppsveigða þylfarinu. Þá á ég við vél sambærilega við t.d. F-15 eða F-14. Smærri vélar sbr. F-16 og F-18 geta tekið á loft af ívið smærri skipum, en þeim 100þ.tonna risaskipum sem Bandaríkin eiga - en þurfa þá "catapult." En þá þarf að taka bunguna af!
  2. Þess vegna velti ég fyrir mér, hvort Kínverjar eru að gera mistök með sinni vél - þ.e. Shenyang J-15 er virðist ca. afrit af Sukhoi Su-33. En það má velta því fyrir sér, hvort að svo stór og þung vél, sé fær um að taka á loft - fullhlaðin. Eða geti það einungis - hálf hlaðin.
    En slíka gagnrýni má finna á kínverskum fjölmiðli: "In September 2013, the Beijing-based Sina Military Network (SMN) criticized the capabilities of the J-15 as nothing more than a "flopping fish" incapable of flying from the Liaoning with heavy weapons, “effectively crippling its attack range and firepower,” an unusual move as it contradicted state-owned media reports praising the fighter. SMN reported the J-15 could operate from the carrier equipped with two YJ-83K anti-ship missiles, two short-range PL-8 air-to-air missiles, and four 500 kg (1,100 lb) bombs, but a weapons load exceeding 12 tons would not get it off the ski jump, prohibiting it from carrying heavier munitions such as PL-12 medium-range air-to-air missiles, making it an unlikely match if hostile fighters are encountered when flying strike missions; furthermore, it can carry only carry two tons of weapons while fully fueled, limiting it to no more than two YJ-83Ks and two PL-8s".

En þetta getur mjög vel staðist - vegna þess að vélarnar geta ekki tekið beint af stað, heldur þurfa að fara yfir bunguna - er setur auka álag á allt dæmið, og rökrétt minnkar burðargetu -- miðað við tæknilegt hámark við aðrar aðstæður.

Stærra flugmóðurskip - í klassa frá 80-100þ.tonn mundi leysa vandamálið.
Eða að nota smærri orrustuvélar - og afnema bunguna!

Rétt að benda á að hið glænýja flugmóðurskip, 65þ.tonna: HMS Queen Elizabeth.
Er með þennan sama galla - að Bretar smíða skip, ívið of smátt fyrir öflugustu þotur sem til eru -- sú vél sem á að nota það F-35B Lightning II er ætlað að lenda lóðrétt á skipinu, en taka á loft yfir bungu eins og á Liaoning - Bretarnir einfaldlega sætta sig við það að F-35B hafi mun minna burðargetu en aðrar útgáfur af F-35.

  • Það sé m.ö.o. rökrétt að ætla, að J-15 vélin, sé háð sambærilegum takmörkunum, þegar hún flýgur frá Liaoning, að geta ekki tekið á loft - nema umtalsvert minna en fullhlaðin.

Það takmarki hana töluvert miðað við vélar er fljúga frá bandarísku risaskipunum - er geta tekið á loft af þeim, full-lestaðar.
Það þíðir, að þær geta borið -meira eldsneyti- og - vopn.-
Sem skiptir örugglega nokkru máli!

  1. Ég held að Kínverjar hljóti að óforma stærri flugmóðurskip.
  2. Þó ekki nema vegna þess, að vél af stærðarklassa J-15 hentar í reynd ekki á skipi af stærðarklassa Liaoning.
  • En einnig vegna þess <--> Að ég held að Kínverjar vilji á endanum, gera jöfnuð við bandaríska flotann!

En á meðan, geta þeir a.m.k. öðlast reynslu af því að reka flugmóðurskip - ekki síst, að læra á það hvernig þau vinna best með öðrum skipum, og auðvitað - liðssveitum af öðru tagi.

Þessi skip eru örugglega -interim- þ.e. stærri skip komi síðar.
Þegar Kínverjar smíða á endanum flota til að nota utan við S-Kínahaf.
En þau duga sennilega til að efla mjög stöðu kínv. flotans á S-Kínahafi.

 

Niðurstaða

Eins og kemur fram, eru þau skip sem Kínverjar eru að smíða - ekki kínversk hönnun. Heldur gömul sovésk - þó allt í nýju skipunum verði kínversk smíðað, og skv. kínverskri tækni.

Þá eiga Kínverjar enn eftir að hanna og smíða sitt fyrsta flugmóðurskip.
En með því að nota hina gömlu sovésku hönnun, þá auðvitað minnka Kínverjar áhættu.

Kínverjar þekkja nú á hana, eftir að hafa keypt Varyag og tekið í notkun 2011 sem Liaoning, en Kínverjar hafa þurft sjálfir að smíða allan búnað í skipið - enda hafi það ekki verið neitt meira en "skrokkur" þegar þeir tóku við því.

Ég á von á því, að síðar meir muni þeir smíða stærri skip - og hanna þau sjálfir.
En þó ekki fyrr en þeir hafa beitt Liaoning og líklega 2-systurskipum, í nokkur ár.

Og lært alla þeirra kosti og galla, og því hvað þeir vilja hafa í stærri skipum sem þeir síðar meir smíða.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

(afsakið komandi ritvillur - ofrdykkja)

Flugmóðurskip eru úrelt tæki, núverandi orð yfir þau er "skotmark."

Kínamenn eru bara að segja að þeir séu núna menn með mönnum.  Þeir hafi líka græjurnar.  En kom on, allir sem mæta með flugmóðurskip n´na, 2016, hljóta að átta sig á því að þeim verður sökkt um leið.  Það er engin vörn til við anti-flugmóðurskipa flusgkeytum.

Og það er tækni síðan 194X.

Funk dat shit!

Ásgrímur Hartmannsson, 1.1.2016 kl. 03:13

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Vilji menn ota sínum tota og eða verja sínar meyjar, þá held ég að flugmóðurskip eigi fullan rétt á sér.  Hartmannsson, átök eru víða allt árið um kring en heimstyrjaldir eru fágætari.    

Hrólfur Þ Hraundal, 1.1.2016 kl. 12:23

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Nákvæmlega Hrólfur - menn eru ítrekað að bulla að þau séu úrelt, hefur við og við verið gert síðan á 7. áratugnum, þegar öflugar eldflaugar urðu til sem sprengjuvélar gátu borið <--> En ég fullyrði að engin sú tækni er enn til í dag, sem gerir þau úrelt.

Þau séu hvorki meira né minna en grundvöllur drottnunar Bandar. á heimshöfunum, þeirra flugmóðurskipadeildir.
En þ.e. geta flugmóðurskipa, að geta flutt á milli staða - gríðarlega mikið af "hitting power" og þ.e. ekkert í heiminum enn, sem tekur því fram enn í dag - þegar menn beita venjulegum vopnum.

Tómt mál að tala um kjarnavopn - enginn beitir þeim, enginn þorir.

Ég er alveg viss að Kínverjar skilja mæta vel hvað flugmóðurskipa-flotarnir gera fyrir Bandaríkin og dreymir smám saman um að byggja upp sambærilegt. Það sé hvorki meira né minna en forsenda þess, ef Kína vill einhvern tíma geta sett Könum stólinn fyrir dyrnar -> En þá verður Kína að hafa nægilega öflugan flota, til að geta varið sínar kaupsiglingar á höfunum - hindrað þann möguleika að Kanar geti sett á Kína hafnbann - en í dag er það ákaflega vel mögulegt fyrir Kana, að stöðva nær allar siglingar til Kína, og menn þurfa að átta sig á því að til þess þyrfti bandar. flotinn nær hvergi að hætta sér það nærri Kína ströndum, að þeirra skip væru innan skotmáls langdreginna eldflauga skotið af landi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.1.2016 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856018

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband