Stjórnvöld í Rússlandi eru nú að spá samdrætti á nk. ári

Samkvæmt gögnum frá XE.com, þá er staða rúbblunnar nú sú, að vera helmingi lægri gagnvart bandaríska dollarnum, en um mitt ár 2014.

26/6 2014 - 0,02969

30/12 2015 - 0,01367

Gengisfall jafnt og: 54%

Í umfjöllun FT um gögn sem rússnesk stjórnvöld voru sjálf að gefa út - má finna nokkra áhugaverða bita: Rouble slides amid fears for Russian economy

  1. 39% heimila hafa ekki samtímis efni á nægum mat, og fullnægjandi fatnaði. Þetta finnst mér ótrúlega hátt hlutfall --> Ef réttar upplýsingar, þá gefa þær mjög dökka mynd af aðstæðum almennings.
  2. Skv. upplýsingum stjórnvalda, hafi - raunlaun lækkað um 9,2% milli ára, frá 2014 til 2015.
  3. Reiknað með því að samdráttur 2015 verði 3,7%.
  4. Neysla hefur dregist saman um 13,1% 2015 frá 2014.
  5. Seðlabanki Rússlands, spáir nú samdrætti 2016, annaðhvort 0,5-1% ef olíuverð á mörkuðum hækkar í 50 Dollara fatið, en ef verðlag helst í núverandi verðum, 2-3% samdrætti.

 

Málið er að líklegra er að olían lækki á nk. ári, fremur en að hún hækki

Punkturinn er sá, að á nk. ári - falla alþjóðlegar viðskipta-banns-aðgerðir á Íran niður.
Íran hyggst auka framleiðslu um helming - eins fljótt og auðið verður.
Ekki liggur enn fyrir, hversu hratt það getur gerst.

  1. En höfum í huga, að ekki er verið að tala um að bora nýja brunna, heldur einungis að ná meir út úr núverandi, sem augljóslega er hægt - þ.s. Íran var með það mikla framleiðslu fyrir 1980.
  2. Það þíðir, að núverandi brunnar geta framleitt það mikið - ef miðað er við 35 ára gamla tækni, en síðan bætist við að síðan þá hafa orðið miklar tækniframfarir sem gera mögulegt að ná umtalsvert meira út úr brunnum en áður var mögulegt, þ.e. lárétt borun út frá sömu borholunni. Þ.e. unnt að hafa hana sem miðju í stjörnu, og bora lárétt í margar áttir út frá miðju.
  3. Spurninging einungis - - hversu hratt framleiðslan getur aukist.

Mér skilst reyndar að bandar. sérfræðifyrirtæki er sérhæfa sig í borun, og vinna með olíu-iðnaðinum, geti komið slíkum búnaði fyrir við brunn - á nokkrum dögum, og hafið þá borun þá þegar.

Þá er það næst spurning um í hvaða ástandi leiðslur eru, og annar búnaður sem á að flyta olíuna til næstu hafnar.

Ástandið getur sennilega verið misjafnt við mismunandi brunna, og hugsanlega einnig eftir olíusvæðum.

En mér skilst að enn sé til staðar skemmdir frá Íran-Írak stríðinu við Saddam Hussain, er hafi ekki enn verið fullkomlega lagfærðar.

  • Mér virðist samt sem áður fremur sennilegt, að unnt verði að hefja lárétta borun út frá þeim brunnum þar sem allur umbúnaður er í hvað bestur lagi - þegar á nk. ári.
  • Brunnar þ.s. ástand mála er lakara, geta tekið lengri tíma.

En það geti þítt --> Að aukning verði í olíuframleiðslu Írans þegar á nk. ári.
Sem gæti vel dugað til þess að a.m.k. tryggja að engar olíuverðlagshækkanir verði á nk. ári.
En geti einnig vel verið að þrýsti verðinu frekar niður.

Spurning hvort það verði ekki einhverjar bölbænir í Moskvu gagnvart Íran, áður en nk. ári er lokið?

 

Niðurstaða

Ég er fremur viss um það að áform Írans að auka framleiðslu um helming, muni tryggja mjög lágt olíuverð a.m.k. í nokkur ár til viðbótar. Það geti meir en verið að auki, að aukning framleiðslu Írans - þrýsti olíuverðlagi a.m.k. eitthvað frekar niður.

Þetta auðvitað þíðir -- að Rússland er ekki að ganga í gegnum stutta kreppu.
Þess vegna verður auðvitað áhugavert að fylgjast með Rússlandi.

En ég taldi aldrei að Rússar mundu rísa upp gegn Pútín, ef kreppa varir stutt. En hef ítrekað bent á, að löng kreppa, muni reyna mjög á þanþol umburðarlyndis almennings gagnvart hirðinni hans Pútíns.

Takið eftir þessum mikla fjölda fjölskylda sem greinilega eru fátækar.
Getur ekki verið að það vakni kurr meðal þeirra t.d. þegar frá lýður, þegar efnahags ástand heldur áfram að vera slæmt - en hirðin í kringum Pútín lifir í vellystingum og eyðir eins og hún lifi í Las Vegas en ekki Moskvu og nágrenni?

Ég held að líkur á fjölmennum mótmælum - til að mótmæla lágum kjörum, bágindum - jafnvel yfirstéttinni; vaxi því lengur sem kreppan varir.
Þá reynir á viðbrögð stjórnvalda - en röng viðbrögð gætu breytt fókus slíkrar undiröldu, yfir í andstöðu við stjórnvöld.

Bendi á að Keistarastjórnin gerði slík mistök fyrstu árum 20. aldar.
Svo það eru fordæmi fyrir því innan Rússlands - að mótmæli gegn bágindum og lágum kjörum, snúist í mótmæli gegn stjórnvöldum - ef viðbrögð stjv. eru of ofsafengin.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband