SpaceX tókst að skjóta edlflaug á sporbaug með 11 gerfihnetti, og síðan að lenda flauginni að nýju á sama stað

Eins og kemur fram í Wikipedia er Falcon 9-R flaugin, ekkert smáflykki.

  1. Hæð........70 metrar
  2. Þvermál.....3,66 metrar
  3. Þyngd.....541 tonn
  4. Burðargeta, 13 tonn upp í LEO
  5. Burðargeta, 4,85 tonn, GTO

Munurinn á eldri gerð, Falcon 9 1,1 virðist aukin þyngd, þ.e. úr 505 tonnum í 541 tonn.
Svo er hún aðeins hærri, þ.e. 70 metrar í stað 68,4 metrar.

  1. Ég reikna með því, að þessi 36 viðbótar tonn af eldsneyti, sé það sem til þurfi.
  2. Svo hún geti framkvæmt þetta trix, að snúa aftur við til sama staðar þaðan sem hún tók á loft, og lenda síðan lóðrétt undir kný!

SpaceX releases close-up photos of Falcon 9's successful launch and landing

Why SpaceX Rocket Landing Is a Giant Leap for Space Travel

SpaceX breakthrough with Falcon rocket return

Flugtak!

Kemur inn til lendingar!

Lent heilu og höldnu

Eins og sést hefur hún lendingarfætur.

  1. Elon Musk, eigandi SpaceX, einnig eigandi Tezla bifreiðaframleiðandans, segir að stefnt sé að því að - minnka kostnað um helming, með því að endurnota flaugina.
  2. Höfum í huga, að Falcon 9-R hefur einnig, 2-þrep - flaug sem ekki er endurnýtt, a.m.k. ekki ennþá.

Hvað um það - - þetta er stórmerkilegt afrek.
Annað hatttrix fyrir Elon Musk - - einnig eiganda Tezla rafbíla framleiðandans.

  1. Hann er að vísu ekki enn búinn að sanna, að sparnaður verði 50%.
  2. En næsta stóra prófraun verður --> Þegar eftir að flaugin sem lenti hefur verið vandlega yfirfarin, hvort að það tekst að skjóta henni á loft að nýju - og ekki síst; lenda henni síðan í annað sinn.
  • Ef kostnaður við -yfirferð- reynist meiri en reiknað var með, t.d. að oftar þurfi að skipta um vélar, en eitt mikilvægt atriði sem á að spara - er að geta endurnýtt eldflaugamótorana, helst nokkrum sinnum --> Þá gæti sparnaður orðið verulega minni en stefnt er að.
  • Á hinn bóginn, þá reikna ég með því, að Elon Musk gefist ekkert upp, ef Falcon 9-R þarf meiri þróun, til að ná fram þeirri skilvirkni sem stefnt er að.

Elon Musk - a.m.k. hefur hárrétt fyrir sér.
Að það er abslút krítískt atriði fyrir framtíð mannkyns í geimnum.
Að draga úr kostnaði við það að koma hlutum á sporbaug við Jörð.

 

Niðurstaða

Ég tel að það sé ekki ofmælt að segja - að tilraunir SpaceX með endurnýtanlega eldflaugatækni, séu mikilvægar fyrir framtíð mannkyns alls.
Það alls alls ekki síður, heldur en tilraunir Tezla fyrirtækisins, sem Elon Musk einnig á - með stóra batterý verksmiðju, í von um að geta framleitt ódýrari rafbíla.

Það að hafa tekist að - skjóta flaug á loft með 11-gerfihneitti, og síðan að lenda henni aftur á nærri því sama blettinum og hún tók á loft af; er raunverulega mikilvægt afrek.

Það sem ég bendi á að ofan, er einfaldlega að - prófrauninni er alls ekki lokið. Enn séu erfiðar prófraunir framundan --> Þessu sé ekki lokið, fyrr en því er lokið.

En ef allt gengur eftir hjá Elon Musk -- þá verður það mjög mikilvægur áfangi fyrir mannkyn allt.
En 50% lækkun á kostnaði við að skjóta hlutum á sporbaug - muna hafa mikla þýðingu fyrir framtíðina, ef allt það sem stefnt er að - gengur eftir.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er magnað afrek. Það er skemmtilegt að hugsa til þess að sú aðferð sem fyrst kom fram í Tinnabókunum, að lenda eldflaug standandi, sé orðin að veruleika.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.12.2015 kl. 13:54

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Gaman að þú nefndir það, man enn eftir þeirri bók og snillingnum Vandráði, er virtist allt geta - efa þó að flaugar verði kjarnorkuknúnar í bráð eins og sú er Vandráður átti að hafa smíðað með hjálp fjölda tæknimanna.

Kannski að unnt verði síðar meir - að fá að smíða kjarnorkuknúið 3-þrep, er væri "inert" þangað til að það væri gangsett, og 3-þrep eðlilega er komið á sporbaug þegar, og ætlað að fara lengra. 

Ef við ætlum að senda geimkanna til ytri hluta sólkerfisins, til að skoða þessa merkilegu smáhnetti eða Plútóna er fundist hafa seinni ár, er erfitt að sjá að það sé tæknilega mögulegt án kjarnorku.

Engin geislavirkni fyrr en þrepið er ræst. Svo engin hætta væri, ef flaugin mundi einhverra hluta vegna farast áður en 3-þrep væri ræst, svo fremi sem mjög vel er gengið frá eldsneytinu, sem er vel mögulegt. 

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.12.2015 kl. 18:02

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Á sjötta áratugnum gerðu Bandaríkjamenn reyndar tilraunir sem áttu að leiða í ljós hvort hægt væri að knýja geimflaugar með kjarnorkusprengjum.

Fyrstu tilraunirnar voru gerðar með smálíkönum og hefðbundnum sprengiefnum, og sýndu fram á að í teoríu væri þetta líklega mögulegt.

Hvort það væri hagkvæmara en hefðbundnar eldflaugar skal ósagt látið. Til að mynda þyrfti hver flaug að bera hundruðir kjarnorkusprengja.

Tilraunirnar komust aldrei á það stig að reyna alvöru kjarnorkusprengjur, þar til þeim var hætt vegna banns við kjarnorkutilraunum í andrúmsloftinu.

Sjá hér: https://en.wikipedia.org/wiki/Project_Orion_(nuclear_propulsion)

Guðmundur Ásgeirsson, 23.12.2015 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband