22.12.2015 | 03:30
Clinton vs. Trump? Skv. skoðanakönnun virðist það líklegt
Næstu forsetakosningar í Bandaríkjunum - gætu orðið alveg eins mikilvægar í bandarísku samhengi, og kosningarnar í Frakklandi 2017.
Að sjálfsögðu er útkoman í Bandaríkjunum - til muna mikilvægari fyrir heiminn.
- En heimurinn hefur séð - eitt stykki George Bush yngri. Í hans tíð, klofnaði NATO milli ríkja sem - studdu Bush, og þau sem ekki gerðu það. Þetta var mesti klofningur sem sést hefur innan NATO. Og það var langt í frá óhugsandi - að hann hefði getað riðið samtökunum að fullu.
- Þola bandalög Bandaríkjanna - eitt stykki Donald Trump? En hann virðist, ef marka má hvernig hann talar, vera til mikilla muna - róttækari en George Bush var.
Enn þann dag í dag, eru Bandaríkin að súpa seyðið af Bush árunum - í formi tortryggni sem yfirlýsingar Bandaríkjanna; mæta nær alltaf.
En fullyrðingar Bush stjórnarinnar, sem vægt sagt stóðust alls ekki - og ákaflega klaufaleg stjórnun Bush stjórnarinnar á Írak - ásamt röð óskynsamra ákvarðana; fyrst í kjölfar hernáms á því landi - án vafa átti hlut í því, að þar fór allt úr böndum, og Bandaríkin misstu stjórn á rás atburða - er borgarastríð hófst milli írakskra Shíta og íraskra Súnníta.
- Maður veltir fyrir sér - hvaða átökum Trump gæti startað.
- Ef unnt er að taka hann á orðinu, hvernig hann kæruleysislega segir - að hann ætli að gera Bandaríkin sterk að nýju, og tryggja forystu þeirra í heiminum.
Þannig tal - að sumu leiti minnir á það hvernig Ný-íhaldsmenn innan raða Bush stjórnarinnar, gjarnan töluðu.
Trump beats Republicans, not Clinton, in one-on-one matchups
Ég sé dálítið fyrir mér Mussolini, þegar Trump þenur sig - og segist ætla gera Bandaríkin mikil að nýju
Mussolini komst til valda á 3-áratugnum á Ítalíu. Hafði verið við völd nærri 10 ár, er nasistar komust til valda í Þýskalandi.
Mussolini, einmitt gjarnan fór mikinn um það, að gera Ítalíu - að stórveldi að nýju.
Og leitaði mikið til tákna, frá Rómarveldi hinu forna, þess vegna hin fræga - fasistakveðja.
- En punkturinn er sá, að maður getur ekki afskrifað þ.s. Trump segir, sem eitthvert fóður sem hann er að troða í pöpulinn, til að fá athygli.
- En, það voru mistök yðjuhölda á Ítalíu - er samþykktu að styðja Mussolini til valda, út á loforð um að, koma öllu í röð og reglu.
Í Þýskalandi - vanmátu margir klikkunina í Hitler, og fáir lásu "Mein Kampf" jafnvel eftir að hann komst til valda.
Og hitler var kosinn/kjörinn - til valda. Einmitt af óánægðri alþýðu, en margir kusu hann út á loforð um að - skapa störf.
- Í Bandaríkjunum, eru það einmitt - óánægðir Bandaríkjamenn, þeir sem hafa séð sín kjör versna, fólk sem mætti kalla - lægri millistétt. En sem hefur verið að detta niður margt hvert í fátæktargildru.
- Sem eru hátt hlutfall meðal stuðningsmanna Trumps.
Hann virðist sem sagt - vera að notfæra sér, reiði - óánægju - vonbrigði.
Hvernig Trump talar - án þess raunverulega að útskýra nokkuð, og ræður hans eru gjarnan einnig fullar af staðreyndavillum af margvíslegu tagi - virðist höfða til þessa hóps sterklega.
En eins og -popúlistar allra tíma- þá höfðar hann beint til tilfynninga.
Hann í raun og veru, talar gegn rökhyggju - talar með mjög lítilsvirðandi hætti um, menntað fólk, sem virðist einmitt falla í kramið.
Ræður hans eru gjarnan fullar af fullyrðingum, sem gjarnan stangast á.
Og áhorfendur klappa eins og flutt sé snilld ein.
**Skilaboð Trumps - virðast ekki vera, "anti rich elite" heldur "anti intellectual."
- Það er óhætt að segja, að frú Clinton er eins fullkomlega ólík Trump og hugsast getur.
- Það virðist því sennilegt að framundan sé - harkalegasta kosningabarátta í sögu Bandaríkjanna; þegar Clinton mætir loks Trump - eða a.m.k. virðast líkur á þeirri útkomu þó nokkrar, miðað við skoðanakönnunina að ofan.
Niðurstaða
Málið með forseta Bandaríkjanna hefur alltaf verið, að það embætti virkilega hefur verið valdamesta embætti í heimi. Og það þíðir einnig - að kolröng persóna í Hvíta Húsinu, getur valdið óskaplega miklu tjóni.
Tjónið af Bush yngri - var mikið!
En mig grunar að tjónið af Trump - gæti orðið mun meira!
En ef hann mundi láta verða af því, að taka upp mun nánari samskipti við Pútín, í samhengi Mið-Austurlanda. Hafandi í huga, að meirihluti íbúa í Mið-Austurlöndum eru Súnní Arabar.
Og hann mundi senda fjölmennt herlið til Sýrlands - opinberlega til að berjast við ISIS.
Þá gæti það virkilega orðið, að gervöll Mið-Austurlönd færu í bál og brand, og það trúarbragðastríð sem hefur kraumað í Írak og Sýrlandi nú samtímis síðan 2014, mundi breiðast um þau öll.
Það yrðu miklu stærri átök en Víetnam - og til mikilla muna hættulegri, því að auðvelt er að smygla fólki yfir Miðjarðarhaf, þó allt væri gert til að stöðva smygl.
Slík átök, gætu einnig kynt til mikilla muna undir fylgi - hægri öfga flokka í Evrópu.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning