21.12.2015 | 03:36
Væru Mið-austurlönd virkilega stöðugri með Saddam Hussain og Gaddhafi enn við völd?
Það virðist töluvert vinsæl söguskýring í dag - og fjöldi fólks sem vill trúa því a.m.k. sjálft að það hafi þekkingu á málum; gjarnan tekur þessa tilteknu afstöðu.
- Á hinn bóginn, held ég að þeir sem viðhafi þá afstöðu.
- Séu að taka afskaplega - þrönga afstöðu til fortíðarinnar.
- M.ö.o., á ég við, að þeir séu að velja að muna hvað hentar sinni skýringu.
Trump, Sanders say U.S. should not try to topple dictators
Spurning --> ERU ISIS ÞAÐ HÆTTULEG SAMTÖK, AÐ BETRA VÆRI AÐ SADDAM HUSSAIN HEFÐI ALDREI VERIÐ STEYPT?
Stjórnartíð Saddams Hussain:
Það þarf að setja málið í samhengi við það, hversu gersamlega hræðilegur stjórnandi Saddam Hussain var.
Síðan, ofmeta margir þeir sem -segja betra að halda einræðisherrum við völd- meintan stöðugleika þannig stjórna.
- En í stjórnartíð Saddam Hussain - voru nær stöðugar uppreisnir í gangi, það var ekki langur sá tími er hann sat á valdastóli, þegar hvort tveggja í senn var friður innan Íraks og friður milli Íraks og annarra landa í næsta nágrenni.
- Megnið af tímanum, var annað af tvennu - innanlands stríð, eða, að Írak átti í stríði við annað land.
Það er því afskaplega áhugavert - að muna eftir þessu, þegar menn sakna meints stöðugleika valdatíðar Saddams Hussains.
- Sennilega varð Saddam Hussain, allt að 1,7 milljón manns að fjörtjóni, þau ár sem hann stjórnaði Írak.
- Þó ISIS séu hræðileg samtök - eiga þau langt í land, að komast nokkurs staðar nærri því að drepa slíkan mannfjölda sem Saddam Hussain drap, beint eða óbeint.
Ég virkilega stundum velti því fyrir mér - hvað fólk á við þegar það talar um stöðugleika, er það virðist í ummælum - sakna valdatíðar Saddams Hussains.
- Það er náttúrulega Íran/Íraks stríðið 1980-1988, er hann réðst á Íran - markmið hans voru landvinningar. Hann ætlaði sér að færa tiltekin olíu-auðug svæði sem tilheyrðu Íran, inn fyrir landamæri Íraks. Þessi átök -sem Saddam Hussain ber einn ábyrgð á- kostaði samanlagt Íran og Írak nærri milljón manns.
- Undir lok Írans/Íraks stríðsins, framkvæmdi her Saddams Hussain - gríðarlega blóðugar árásir á Kúrda héröð Íraks, til að kveða niður uppreisn Kúrda - sem höfðu notfært sér átök Íraks og Írans. Engar nákvæmar tölur eru til - t.d. fræg gasárás á Halabaja sem varð þúsundum að fjörtjóni. En miklu mun fleiri voru drepnir af - morðsveitum Saddams Hussain, skipulögð hrannmorð, 180þ. Kúrdar í allt eru áætlaðir að hafi verið drepnir eða myrtir. Raunverulegt - þjóðarmorðs tilraun.
- Síðan má ekki gleyma innrás Saddams Hussain í Kúvæt - 1990. Eins og frægt er, þá safnaði Bush forseti, faðir síðari tíma - Bush forseta, her gegn Saddam Hussain. Og hrakti Saddam frá Kúvæt 1991.
- 1991, í kjölfar ósigurs Saddams Hussains í Kúvæt, risu Shítar upp í S-hluta Íraks í mjög fjölmennri uppreisn. Saddam Hussain, svaraði með sambærilegu morðæði og í átökum við Kúrda. Lauslega áætlað - hálf milljón Shíta lét lífið.
- Vegna víðtækrar samúðar sem Kúrdar fengu, og einnig shítar.
- Var sett upp mjög víðtækt - flugbanns svæði innan Íraks, 1991.
Eftir þessi átök - og óskapleg fjöldamorð.
Var Saddam Hussain - restina af valdatíð sinni, í umsátri.
Með algert viðskiptabann + þau öryggis svæði sem sett voru upp, til að vernda fjölmenna hópa innan Íraks, er höfðu sætt - óskaplega blóðugum ofsóknum.
Gaddhafi - var aldrei þetta hrikalega grimmur
Flesti virðast hafa algerlega - gleymt stríðunum sem Gaddhafi háði.
Líklega vegna þess, að þau átök - voru í hinu afskaplega fátæka og einangraða, Chad.
Þessi átök stóðu með hléum frá 1978-1987.
Og enduði með - algerum ósigri Gaddhafi.
Þarna voru um að ræða - endurteknar tilraunir Gaddhafi, til að ná Chad undir sig a.m.k. að hluta. Sbr. 1978, 1983, 1986.
Mótherji Gaddhafi - voru Frakkar, er studdu hvern þann sem barðist gegn tilraunum Gaddhafi, til að deila og drottna innan Chad.
Á endanum, tókst þeim að sameina alla ættbálka Chad - gegn Gaddhafi, sem þá beið herfilegan ósigur 1987. Þegar mestur völlur var á Ghaddhafi í þessum átökum, réð hann um helmingi landsins. Á endanum, samdi Gaddhafi frið 1994 við Chad.
- Tölur yfir mannfall, virðast eingöngu til um - þá heri sem voru að kljást.
- Virðist vanta alveg tölur um mannfall borgara landsins.
Það sé þó ljóst - að þessi átök voru ekkert í líkingu við að vera mannskæð á við þau átök sem Saddam Hussain stóð í, hvort sem við nefnum utanlands átök hans - eða, innanlands átök hans.
Fyrir utan þetta - þá studdi Gaddhafi skæruliðastríð í mörgum Afríkulöndum, langt fram eftir 9. áratugnum.
En í kjölfar átaka við Vesturlönd, sem fylgdu nokkrar sprengju-árásir á Líbýu, þar af ein er virtist tilraun til að ráða Gaddhafi af dögum.
- Þá virðist að Gaddhafi hafi söðlað um, og hann hóf - efnahags umbætur, einkavæðingu og verulega dróg úr lögregluríkinu, mikill fjöldi sem sat í fangabúðum var látinn laus.
- Það sem líklega réð miklu um uppreisnina 2011, má vera að hafi verið - umtalsverð misskipting í efnahags uppbyggingu milli svæða í Líbýu. En uppreisn hefst í Cyrenaica svæðinu í A-hluta landsins, þ.s. ekki eru neinar olíulyndir.
- Það var líka sennilega óánægja með það, hvernig fámennir hópar tengdir Gaddhafi - áttu stórum hluta helstu efnahagslegu auðæfi landsins.
Gaddhafi --> ákvað að brjóta þá uppreisn niður með hörku.
Eins og þekkt er --> Þá ákváðu tilteknar Evrópuþjóðir, með Frakkland og Ítalíu í broddi fylkingar - að styðja uppreisnina til sigurs.
- Sjálfsagt hefur ráðið miklu um afstöðu Frakka.
- Hið langa stríð, sem Frakkar háðu í reynd við Gaddhafi, með óbeinum hætti - í Chad.
Niðurstaða
Þegar menn tala um - stöðugleika einræðisstjórna.
Þá þurfa menn að muna eftir því - að Saddam Hussain, gerði 2-innrásir í önnur lönd. Síðan barðist hann tvisvar við mjög fjölmennar uppreisnir, þ.e. Kúrda annars vegar og Shíta hins vegar. Þær báðar barði hann niður með óskaplegri grimmd - þ.e. ca. 180þ. Kúrdar myrtir eða drepnir, og, mjög líklega yfir 500þ. Shítar. Fyrir utan nærri milljón manns er létu lífið í átökum Saddams Hussain við Íran.
Síðan hafði Gaddhafi afskipti af innanlands átökum víða um Afríku, frá seinni hluta 8. áratugarins - þar til undir lok þess 9.
Enginn hefur tekið saman tölur um - heildar mannfall. En það getur vart verið nokkur vafi um, að Gaddhafi stóð fyrir því að útbreiða -> Óstöðugleika innan fjölda landa á því tímabili.
Síðan hætti hann því alfarið á 10. áratugnum, og söðlaði yfir í fókus á efnahags uppbyggingu innan Líbýu. Hann slakaði nokkuð verulega á harðstjórn - en viðhélt öllum völdum innan sinnar fjölskyldu og aðila er voru í valdabandalagi við hann innan Líbýu.
- En það verður að muna að stór uppreisn hófst gegn honum 2011.
- Engin leið er að vita, hvort að þeim átökum hefði lokið með einhverjum lokasigri Gaddhafis, ef enginn utanaðkomandi hefði skipt sér af.
- En rétt er að muna, að annar einræðisherra - Assad, fékk einnig yfir sig uppreisn um svipað leiti, og hann virkilega hefur gert sitt besta til að brjóta þá uppreisn á bak aftur, og hefur ekki tekist - og þau átök hafa valdið flótta milljóna bæði út fyrir landið, og innan þess. Og ekki síst - veittu ISIS hreyfingunni þá aðstöðu sem hún þurfti, til að rísa upp og verða að raunverulegri ógn.
M.ö.o. - er engin leið að vita, að ástandið væri skárra í Líbýu, ef enginn utanaðkomandi hefði haft afskipti.
En þ.e. vel unnt að sjá fyrir sér þann möguleika, að í stað sigurs - hefðu þess í stað tekið við langframa skærustríð í Líbýu gegn stjórnvöldum, og að tengt þeim átökum - hefði orðið verulegur flóttamannastraumur til nágranalanda.
Og síðan, hefðu flóttamannabúðir, orðið hreyður stuðnings við þær hreyfingar er hefðu viðhaldið átökum við stjórnina í Tripoli.
- Punkturinn er sá - að í slíkri sviðsmynd, sem er algerlega hugsanleg, hefði ástandið vel getað orðið umtalsvert verra, en það ástand sem er innan Líbýu í dag.
En þrátt fyrir það að upplausn og átök séu í Líbýu.
- Og umtalsverður fjöldi fólks hafi flosnað frá heimkynnum innan landsins. Þá eru flóttamenn frá Líbýu ekki margir utan landsins - og mannfall í átökum, hefur ekki verið neitt í líkingu við það mannfall, er hefur orðið í Sýrlandi.
- Til samanburðar, þá stórfellt efa ég - að mannfall í átökum innan Íraks, eftir 2008 þegar bundinn var endir á þau borgaraátök er hófust í Írak, í kjölfar innrásar Bandaríkjanna 2003. Hafi verið nokkurs staðar nærri þaim tölum - sem sáust er Saddam Hussain var að murka lífið endurtekið úr innanlands uppreisnum þar.
Þegar menn muna söguna í heild --> Á ég erfitt með að finna ástæðu til að sakna Saddams Hussains, eða, Muammar Gaddhafi.
En þegar menn ímynda sér - skárra ástand. Þá virðast menn - kjósa að gleyma þeim mikla óstöðugleika sem þessir 2-einræðis herrar sjálfir stóðu fyrir í sinni valdatíð, og þeim sjálfs-sprottnu innanlands uppreisnum sem báðir glímdu við.
- Ég held að margir að auki --> Stórlega ofmeti hættuna af ISIS.
- En þrátt fyrir allt, hefur ISIS hvergi náð völdum, þ.s. íbúar svæðis - verjast þeim af einbeitni.
- Það bendir til þess, að þeir geti ekki náð völdum - í löndum sem eru sæmilega skipulögð, eða þ.s. íbúar lands - eru einbeittir í andstöðu.
- Í vissri kaldhæðni - getur verið að lönd þ.s. einræðisstjórnir ráða, séu þvert á móti - í mestri hættu. Vegna þess, að einræðis stjórnarfar, veldur alltaf því - að hluti íbúa er haldinn einbeittri heift gagnvart stjórnvöldum - vegna þess að allar einræðisstjórnir ástunda að hygla sumum hópum, sem smám saman skapar spennu og hatur milli íbúa. Og þ.e. einmitt í ástandi haturs og heiftar, sem samtök sem ISIS þrífast.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:41 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
Nýjustu athugasemdir
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Þó ég muni ekki fyrir hvað Obama fékk friðarverðlaun Nóbels Þá ... 18.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Huh? Nei, flóttamannastraumurinn er hluti af Cloward-Piven plan... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Grímur Kjartansson , - það hefur verið sannað að HAMAS hirti dr... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: USAID gat á engan hátt gert grein fyrir hvert allir þessir fjár... 17.2.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.2.): 3
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 565
- Frá upphafi: 860907
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 508
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar Björn
Voru þessi lönd Írak og Líbýa ekki stöðugri fyrir stríð og/eða fyrir þessar líka lyga átyllur sem stjórnvöld í Bandaríkjunum klíndu á Írak um gjöreyðingarvopn (WMD), og lyga- átyllur um nauðganir er klínt var á stjórnvöld í Líbýu, þú? Nú vantar bara fleiri lyga átyllur til að halda áfram í Sýrlandi, ekki satt?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 21.12.2015 kl. 16:36
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 21.12.2015 kl. 16:57
Það hélt ekkert aftur af þessum mönnum nema ógn og því gátu þeir farið sínu fram heima hjá sér og gegn þeim sem þeir töldu sig hafa í fullu tré.
Hrólfur Þ Hraundal, 21.12.2015 kl. 17:51
Fleiri lyga átyllur (e. pretext) og stjórnvöld í Bandaríkjunum koma sínu fram við stjórnvöld í Sýrlandi og alla Sýrlendinga, ekki satt?
"...Catholic Reporter confirms that the government of Bashar al Assad by combating the ISIS/Al Nusrah terrorists is committed to protecting Syria’s Christian community. It also reveals the unspoken truth: the Obama administration by bombing Syria is supporting the Islamic insurgency. "(Bashar al Assad is Protecting Christians in Syria: According to Obama, The Secular Government “Which Guarantees Religious Freedom Has to Go”
http://www.globalresearch.ca/bashar-al-assad-is-protecting-christians-in-syria-according-to-obama-the-secular-government-which-guarantees-religious-freedom-has-to-go/5497264 )
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 21.12.2015 kl. 19:50
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.12.2015 kl. 14:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning