Úkraína neitar að greiða 3-ma.dollara skuld við Rússland sem fallin er á gjalddaga

Þetta er áhugaverð deila - rétt er að rifja upp, að ríkisstjórn Viktors Yanukovych fékk þessa 3-ma.dollara + loforð um 11ma. til viðbótar í framtíðinni, er hann á endanum samþykkti að undirrita samkomulag við Pútín - um aðild að svokölluðu "Evrasíu-tollabandalagi" sem Pútín setti fram sem - annan valkost í stað hugsanlegrar ESB aðildar Úkraínu.

Rétt að auki, að árétta - að mánuðina á undan, hafði Pútín að auki beitt Úkraínu stigmagnandi viðskipta-þvingunum, til að leggja frekari áherslu á þann punkt - að Viktor Yanukovych ætti að samþykkja aðild að "Evrasíu-tollabandalagi" Pútíns.

  1. Galli við þetta sem - valkost er sá, að hann fól í sér mjög harkalega fullveldisskerðingu Úkraínu --> Eiginlega það að Úkraína afhenti Pútín verulegan hluta fullveldis landsins.
  2. Þannig séð má segja, að sú fullveldis skerðing hafi að mörgu leiti verið sambærileg við þá sem aðildarríki ESB gangast undir, við fulla aðild <--> En ekki er allt sem sýnist, þ.s. að svo fjölmennt ríki sem Úkraína, hefði öðlast umtalsverð áhrif innan stofnana ESB - þ.e. verið eitt af stóru löndunum innan ESB, því fengið tiltölulega mörg atkvæði innan Ráðherraráðs ESB, og að auki - tiltölulega marga þingmenn á svokölluðu Evrópuþingi.
  • Það þíðir, að Úkraína sem ESB meðlimur - hefði náð verulega til baka af þeirri fullveldisskerðingu, í gegnum mjög raunveruleg áhrif innan stofnanaverks ESB.
  • En aðild Úkraínu að Evrasíubandalagi Pútíns - veitti ekki sambærileg áhrif til að bæta upp fullveldisskerðingu --> Þannig, að í útkoman hefði orðið, umtalsverð varanleg fullveldisskerðing Úkraínu - til Pútíns; ef aðild Úkraínu að Evrasíu-tollabandalagi Pútíns, hefði gengið eftir.

Þetta er auðvitað - - ástæða þess að það varð svo mikil reiðialda meðal almennings í Úkraínu <--> Þ.e. aðferðin, að Pútín beitti Úkraínu mánuðum saman mjög tilfinnanlegum fyrir Úkraínu þvingunum <--> Síðan auðvitað það, að Pútín var með þeim þvingunum, að stýra augljóslega framtíð Úkraínu inn í feril, sem var að mati Pútíns - til muna hentugra hagsmunum Rússlands. gegnt augljósum vilja meirihluta úkraínsku þjóðarinnar <--> Pútín greinilega mat það svo, að Viktor Yanukovych mundi standa af sér þann storm sem mundi rísa, sem í ljósi atburða var augljóst - vanmat á stöðunni innan Úkraínu <--> En fyrir rest, féll ríkisstjórn Viktors Yanukovych saman innan frá, þegar hluti þingmanna Flokks Héraðanna stjórnarflokks landsins gekk til liðs við stjórnarandstöðuna, svo að ríkisstjórnin missti sinn þingmeirihluta.

Þetta -fall innan frá- hefur síðan verið í rússneskum fjölmiðlum, básúnað sem - valdarán skipulagt af Vesturlöndum.
Sem það að sjálfsögðu var ekki, en - ekkert er ólöglegt við það, að stjórnarmeirihluti falli - þegar ríkisstjórnarflokkurinn sjálfur klofnar.
Og síðan, þegar nýr meirihluti myndast á þinginu - þá rísi upp ný ríkisstjórn, er tekur yfir stjórn landsins.

  • Þetta er - í fullkomnu samræmi við V-evrópska þingræðisreglu.
  • Afar kjánaleg ásökun - að kalla slík þingræðisleg valdaskipti; valdarán.

Ukraine increases Russia tensions with refusal to pay $3bn bond

Ukraine Halts Repayments on $3.5 Billion It Owes Russia

 

Afstaða Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins er áhugaverð

En sl. sumar - samþykkti stjórn AGS, að veita ríkisstjórn Úkraínu - neyðarlán, burtséð frá því hvað mundi gerast í deilu ríkisstjórnar Rússlands og ríkisstjórnar Úkraínu, um þetta 3-ma.dollara lán.

Með þessu, styrkti AGS samningsstöðu ríkisstjórnar Úkraínu gagnvart Pútín, þegar kemur að deilu um þessa peninga - en skv. þeirri ákvörðun; þá lítur AGS ekki á þ.s. - greiðsluþrot landsins, að samningar við Rússland um greiðslu þeirra peninga, fari út um þúfur.

Annað er mjög athyglisvert - að sl. sumar, tókst einnig samkomulag við almenna kröfuhafa -aðra en Rússland- um 20% höfuðstóls lækkun skulda Úkraínu.
Mjög sennilega, gerði ákvörðun AGS - það samkomulag mögulegt.
En með því, líklega sannfærði AGS aðra kröfuhafa hópa, um það að taka aðra afstöðu til skuldar Úkraínu við Rússland - en aðrar skuldir landsins.

Þannig að það séu -- samantekin ráð að líta ekki á þ.s. greiðslufall að stjórnvöld Úkraínu greiði ekki af skuld við stjórnvöld Rússland - á tilsettum tíma!

  1. Ég reikna með því, að aðilar hafi sannfærst um það atriði, að deilan væri fyrst og fremst - milliríkja pólitísk.
  2. Hluti af hinni stærri deilu Rússlands og Úkraínu.

Þannig að ákvarðanir Rússlands - séu taldar mótast af -pólitík- fremur en viðskiptasjónarmiðum.

Ég held að það sé alls ekki ósanngjörn ályktun.

 

Með þessu hafa kröfuhafar og AGS - kúplað Rússalánið út fyrir sviga, þannig að það trufli ekki það ferli að endurskipuleggja skuldir Úkraínu og efnahag Úkraínu!

Það má segja - að þetta feli í sér -samantekin ráð um að- ef Rússland samþykki ekki 20% niðurskurð höfuðstóls, eins og krafist er af Kíev.

Þá sé það samantekin ráð - að leiða þá deilu hjá sér

Með þessu - þá einnig forða menn þeirri útkomu, að Rússland trufli endurskipulagningu skulda Úkraínu, og þar með einnig - efnahags Úkraínu.

Samningsstaða Pútíns - sé þá sama skapi, veikt.
Samningsstaða stjórnvalda í Kíev - sama skapi, styrkt.

  • Þess vegna geta stjórnvöld Úkraínu nú, neitað að borga.
  • Án þess, að með því verði til - "credit event."

Sjálfsagt hafa margir þessara aðila - takmarkaða samúð með afstöðu Kremlverja.
Vegna þess að hún sé talin, fyrst og fremst ætlað að - veikja stöðu Úkraínu, grafa undan getu landsins til að koma sínum málum í lag --> Að m.ö.o. Kremlverjar hafi engan áhuga á samkomulagi, vegna þess að í þeirra augum; sé málið angi af mun stærri deilu við Rússland um landið og þjóðríkið Úkraínu.

  1. M.ö.o. - meti aðrir kröfuhafar að, afstaða Kremlverja sé skaðleg fyrir þeirra hagsmuni.
  2. Þannig fari hagsmunir annarra kröfuhafa, og stjv. í Kíev - saman í þessu máli, og leiði fram þá útkomu.
  3. Að heildar sátt meðal annarra kröfuhafa og AGS - myndaðist sl. sumar, um það að - taka Rússlands lánið alfarið út fyrir sviga.
  4. Þannig, leyfi aðilarnir ekki deilu Kremlverja og Kíev - að skaða hagsmuni annarra aðila sem eiga skuldir á hendur úkraínskum stjv.

 

Niðurstaða

Afstaða annarra kröfuhafa en Rússa, ásamt AGS. Leiði líklega til þess - að úkraínsk stjórnvöld munu sennilega komast upp með það að borga ekki einn dollar til stjórnvalda í Rússlandi, fyrr en þau hafa fallist á það sama samkomulag og aðrir kröfuhafar gerðu við stjórnvöld Úkraínu sl. sumar.

Það hugsanlega þíðir - að ef Kremlverjar sitja við sinn keip - að mörg ár geta liðið þ.s. stál stendur í stál milli Kíev og Moskvu; og ekki er dollar greiddur af skuldinni.

En á meðan, þá muni aðrir kröfuhafar og AGS - leitast við að tryggja að sú deila hafi sem allra minnst áhrif á þeirra hagsmuni; sem séu þeir - að Úkraínu takist að standa við greiðslur við þá aðila og AGS til framtíðar.

Það felur í sér, að efnahagsleg endurskipulagning Úkraínu, verður þá að takast.

  • Rússar eru þá gerðir hornreka með sína afstöðu.
  • Samantekin ráð um að deilan skapi ekki "credit event."

Þannig séu tennurnar dregnar úr rússneskum stjórnvöldum í þessu tiltekna máli.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þetta er kannski ekki svona einfalt Einar.

Það eru í sjálfu sér engar deilur um að þetta sé opinber skuld,meira að segja IMF hefur gengist við því.

Rússar hafa þegar boðið að lengja í skuldinni þó þeir hafi ekki boðið afslátt af henni,sem þeim ber engin skilds til að gera.

Þeir hafa semsagt sýnt sáttavilja, sem er litið jákvæðum augum almennt.

Nú fer málið væntanlega fyrir dóm í London þar sem Úkraina verður dæmd til að greiða skuldina.London getur ekki dæmt öðruvísi af því trúverðugleiki þeirra sem fjármálamiðstöðvar er í húfi.

Það verður lítill áhugi hjá öðrum aðilum að nota breska lögsögu í fjármálagjörningum ef þeir eiga á hættu að vera sviftir fjármunum sínum af pólitískum ástæðum.Bretar hafa engan kost annan.

.

Úkraina fær væntanlega einhvern frest til að standa í skilum ,og ef þeir gera það ekki telst hún hafa "defaultað"

Komi þessi staða upp er úti um frekari fyrirgreiðslu frá IMF,nema þeir breyti reglum sínum aftur.

Breiti IMF reglum sínum aftur er úti um trúverðugleika IMF,margar þjóðir eru allt annað en ánægðar með síðustu reglubreytingu og frekari undanþágur fyrir Úkrainu munu aðeins auka á þá óánægju.

Líklegasta niðurstaðan er að annaðhvort IMF eða EU gangist í ábyrgð fyrir skuldinni áður en frestur Úkrainu rennur út.

Evrópubúar eru skelfingu lostnir yfir því sem þeir leystu úr læðingi í Úkrainu og vita ekkert í hvorn fótinn þeir eiga að stíga.

Taktu nú eftir hvað þeir gera,en ekki því sem þeir segja.

Borgþór Jónsson, 19.12.2015 kl. 04:02

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Nei, ég á alls ekki von á að dómur í London muni dæma Pútín í vil.
Og ég hafna því að þá muni staða London sem fjármálamiðstöðvar skaðast.
En þ.e. til fordæmi! Man ekki akkúrat hvað það var, en það hefur áður gerst að kröfuhafi -sem sé ríkisstjórn- fái ekki kröfu sína samþykkta; þegar málið er talið í reynd vera milliríkjadeila sem snúist um allt aðra þætti en lánið.
__________
ALmennt sé talið að Rússland sé einungis að leika -"spoiler"- þ.e. vilji valda efnahag Úkraínu sem mestum skaða, með því að tefja og skaða sem mest tilraunir til þess, að endurskipuleggja með vel heppnuðum hætti skuldir landsins yfir í sjálfbært ástand.
___________
Pútín vilji - fyrst að honum tókst ekki að ná stórum hluta sinni stjórn á málefni Úkraínu, takmarka sjálfstæði landsins, þannig að Úkraína væri ófær um að hegða sér gegn mati Kremlverja á hagsmunum Rússlands - tryggja þá í staðinn; að Úkraína sé sem veikust - stuðla að því að landið verði "failed state" m.ö.o.
___________

Þetta hafi --> Aðrir kröfuhafar skilið.
Og einnig --> AGS.

Og stjv. í London átta sig að sjálfsögðu á þessu.
Og munu án vafa tryggja að rússn. stjv. geti ekki fengið mál sitt tekið fyrir dóm í London, með þeim hætti sem þau vilja.

Stjv. í London - hafa mikil völd - þegar mál er talið, varða öryggi landsins, eða mjög mikilvæga utanríkishagsmuni landsins.
Þau muni grípa inn í ferlið - og hindra Moskvu í því að leika þetta "spoiler" hlutverk, án nokkurs vafa.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.12.2015 kl. 10:23

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Vissulega getur þú haft á réttu að standa,en það er samt stórt og erfitt skref fyrir Bretland að hætta að veera réttarríki og ég er viss um að þeir muni hugsa sig tvisvar um.

Ekki vegna þess að þeim finnist óviðeigandi að brjóta á Rússum,heldur af því að ríkisstjórnir og jafnvel fyrirtæki munu þá væntanlega leita að einhverjum áreiðanlegri aðila til að sjá um viðskifti sín.

Það er trúlegt að Bretar hafi áður brotið með þessum hætti á einhverju smáríki,en Rússland er miklu erfiðari biti.

Hvernig bregðast til dæmis Kínversk stjórnvöld við,munu þau treysta bresku réttarkerfi eftir slíka uppákomu?

Ef Bretar brjóta á Rússum munu þeir ekki síður brjóta á Kínverjum,eða hvað. 

Okkur almenningi hættir svolítið til að leggja Indland og Færeyjar að jöfnu,en þeir sem starfa á alþjóðlegum vettvangi gera sér vel grein fyrir muninum.

.

Raunar hefur Mededev sagt í viðtali að hann búist ekki við að Rússar fái þessa skuld greidda,en ég á von á að Putin noti þetta mál til að sýna fram á hvað klíkan sem stjórnar vesturlöndum í dag er orðin spillt.

.

Eins og samskiftum Úkrainu og Rússlands er háttað í dag er ekkert skrítið að Rússar óski ekki eftir að eiga inni pening hjá Úkrainumönnum.

Þegar við bætist að Úkraina er ekki mjög líkleg til að geta borgað í framtíðinni og að þeir hafa haldið heilu ráðstefnurnar um hvernig þeir geti komist hjá að borga skuldina er þetta alls ekki óeðlilegt.

Þrátt fyrir þetta hafa Rússar þó boðist til að dreifa greiðslunum á þrjú ár,það virðast lítil takmörk fyrir sáttavilja þeirra.

.

Óvirðing stjórnenda vesturlanda fyrir alþjóða lögum er vaxandi vandamál og alls ekki eithhvað sem við almenningur eigum að sætta okkur við.Þessu lög eru líka til að vernda okkur og í framtíðinni þegar völd vesturllanda minnka munum við fá það í bakið að hafa sniðgengið þessi lög og misnotað aðtöðu okkar í alþjóða stofnunum jafn gróflega og reyndin er.

Þó að sé senniilega of seint ,þá væri held ég tilraun að fara að halda þessar reglur í heiðri í þeirri von að það fyrniist yfir brot stjórnenda okkar.

.

Óskemmtilegt dæmi um þetta er þegar forseti öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna ,sem er Bandaríkjamaður, kom í veg fyrir að fordæming á hryðjuverki ISIS í Sýrlandi kæmist á dagskrá.Er þetta eitthvað sem við viljum standa á bak við ?

Annað dæmi eru aðgerðir Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra í Sýrlandi sem er brot á alþjóða lögum út í eitt. Ég held að þær séu stríðsglæpur.

Vitanlega eru Bandaríkin ekki aðili að stríðsglæpadómstólnum ,enda vilja þeir geta stundað sína stríðsglæpi án íhlutunar alþjóðasamfélagsins,en þeir eru aðilar að Sameinuðu þjóðunum sem setja þessar reglur.

 .

Lönd í austri eru í vaxandi mæli að krefjast meiri áhrifa í samræmi við aukið efnahagslegt mikilvægi,lönd eins og Kína,Indland ,Rússland og fleiri.

Fyrsta mál hjá þeim er oftast að krefjast aukins vægis í alls konar stofnunumm ,en ef þeim er synjað setja þeir stundum upp eigið kerfi.

Við erum til dæmis að missa alþjóða greiðslumiðlunarkerfið sem oft hefur verið notað sem kúgunartæki og í nánustu framtíð mun vægi IMF fara minnkandi,en hann hefur fram að þessu verið eitt mikilvægasta stjórntæki vestrænna oligarka.

Okkur vantar ekki stjórnendur sem reyna að bæla þessar breytingar með hernaði og lögbrotum ,heldur stjórnendur sem geta stjórnað þessum umskiftum þannig að þau verði sem hagstæðust fyrir okkur og réttindi okkar verði tryggð.

Það gerum við ekki með að standa í ófriði við þessar þjóðir og standa fyrir lögbrotum gagnvart þeim.Það á eftir að koma sér illa síðar.

Okkur vantar stjórnendur með stærra heilabú ,en minni hnefa.

Borgþór Jónsson, 19.12.2015 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband