17.12.2015 | 22:53
Ísrael virðist óvænt ætla að verða það land sem mest græðir á deilum Tyrklands og Rússlands
Fréttir hafa borist af óvæntum sáttum Tyrklands og Ísraels, en löndin 2-hafa haft stirð samskipti síðan 2010, er ísraelskir sérsveitarmenn - réðust um borð í tyrkneskt skip, er var á leið til Gaza strandar - með hóp aðgerðasinna um borð; hópur sem var andvígur viðvarandi umsáturs ástandi Ísraels um Gaza - síðan Hamas náði þar völdum.
Israel and Turkey Agree to Restore Diplomatic Ties
Israel and Turkey poised to restore ties after 5-year rift
Tyrkland virðist planleggja að kaupa gas af Ísrael, í stað þess að kaupa gas af Rússlandi
- Eins og sést á korti, hefur Ísrael fundið nokkuð af gasi innan sinnar lögsögu. Gaslyndin kennd við "Leviathan" er langsamlega stærst. En einnig enn sem komið er - ekki nýtt. Það stafar af því, að fram að þessu hefur Ísrael vantað nægilega stóran kaupanda.
- Þar kemur Tyrkland til sögunnar, nú þegar gas-viðskipti Tyrklands og Rússlands, eru komin í óvissu eftir að samskipti Tyrklands og Rússlands hafa versnað til mikilla muna undanfarið.
- Aðrar gaslyndir gera Ísrael sjálfu sér nægt um gas og gott betur.
Skv. fréttum -- þá mun Tyrkland:
- Falla frá dómsmálum gagnvart ísraelskum sérsveitarmönnum.
- Og vísa frá Tyrklandi sendimönnum Hamas er hafa fengið að starfa fyrir opnum tjöldum í Tyrklandi í nokkur ár.
Ísrael mun á móti:
- Setja upp sjóð til að veita fjölskyldum þeirra Tyrkja er létust í árás ísraelskra sérsveitarmanna 2010 - fébætur.
- Löndin 2-munu síðan að nýju, skiptast á sendiherrum, og taka aftur þar með upp full dyplómatísk samskipti.
Samningar um byggingu leiðslu frá "Leviathan" svæðinu til Tyrklands - munu síðan fljótlega hefjast.
Löndin 2 hafa ræðst við - við og við í gegnum árin.
En einungis nýlega - virtist nýr vilji til sátta hafa risið.
- Ég sé ekki að það geti mögulega verið tilviljun - að þ.e. skömmu eftir að Tyrkland lenti í alvarlegri deilu við Rússland - sem ekki lýtur út fyrir að ljúka fljótlega.
Niðurstaða
Miðað við þessar fréttir - virðist stefna í að 2-gamlir bandamenn í Mið-austurlöndum, en löndin 2-voru það á árum áður; jafni 5-ára langar deilur sínar þannig að fullar sættist takist.
En Tyrkland og Ísrael á árum áður, höfðu með sér víðtækt samstarf, ekki síst á hernaðarsviðinu.
Sennilega verður það samstarf endurreist - í kjölfar þess að Tyrkland hefur viðskipti við Ísrael.
- Útkoman er augljóst tjón fyrir Rússland - sem stefnir þá í að tapa stórum viðskiptavini, þ.e. Tyrklandi.
- Bendi á að þ.e. ekki endilega svo einfalt fyrir Rússland að selja það gas, eitthvert annað. Gaslyndirnar eru þar sem þær eru - Rússland er risa stórt. Að selja gasið annað, getur falið í sér -- mikla fjárfestingu í formi nýrrar gasleiðsla. Sem mundi taka fjölda ára að reisa.
- Á meðan, hefði Rússland hugsanlega engar tekjur af þeim lyndum, er voru notaðar til að veita gasi til Tyrklands.
Höfum í huga að auki - að heims markaðsverð fyrir olíu og gas, er nú það lægsta sem sést hefur í langan tíma. Rússland er því í harðindum þ.s. olía og gas er 70% útflutningstekna Rússlands.
Að missa stóran kaupanda - er að bæta gráu ofan á svart.
- Annað tap er einnig til staðar í því að Tyrkland og Ísrael, endurreisi sín fyrri samskipti.
- Sem er það, að þar með taka 2-öflugustu hernaðarveldi Mið-Austurlanda, að nýju upp samvinnu.
Afar ósennilegt er að - sú samvinna verði Rússlandi sérlega vinsamleg.
Þannig að þessar fréttir fela þá í sér - nýja ógn fyrir stöðu Rússlands innan Sýrlands og Mið-Austurlanda almennt.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar Björn
Já, Ísrael er græða á öllum þessum viðskiptum við bæði Tyrki og ISIS
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 18.12.2015 kl. 19:54
Vangaveltur og pælingar Einars eru að venju skemmtilegar og fróðlegar, en þó hlýjar það mér hreinlega um hjartaræturnar í aðdraganda jóla að sjá Þorstein taka strákinn föðurlega hné sér og uppfræða hann um heildarmyndina.
Einari hættir nefnilega að góðra drengja sið til að trúa öllu sem bandarískir fjölmiðlar bera á borð fyrir okkur.
Jónatan Karlsson, 18.12.2015 kl. 21:33
Voru ekki Rússar að setja viðskiptabann á Tyrki?
Það er þá strax farið að bíta, fyrst Tyrkir sættast bara við Ísraela með það sama.
Merkilegt.
Ásgrímur Hartmannsson, 18.12.2015 kl. 21:40
Jónatan Karlsson -- Þú virkilega hlustar á bullið í Þorsteini.
Sú mynd sem Þorsteinn - sýnir að ofan.
Ef án nokkurs vafa - fullkomlega ósönn.
Eiginlega er það rauður þráður í gegnum flest það sem Þorsteinn dregur fram.
Að það stenst ekki - er ósannað í besta falli - og líklega ekki rétt.
____________
Ég lekk ekki í vana minn, að taka áróður rússn. fjölmiðla trúarlegan.
Tel það mjög einfeldningslega afstöðu - að taka umfjöllun rússn. ríkisfjölmiðla trúarlegan, þegar Rússland stendur í milliríkjadeilu við þá þjóð sem deilt er á - í þeim meintu fréttum, sem í slíkum tilvikum án nokkurs vafa eiga enga stoð í veruleika.
M.ö.o. - áróður!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.12.2015 kl. 01:36
Ásgrímur Hartmannsson, - Þú greinilega missir af því - að þarna mætast ríkin 2-á miðri leið. M.ö.o. að þú lest mjög ranglega úr þessu.
En eins og vel er útskýrt að ofan - þá gefa bæði ríkin eftir.
Eftir allt saman hafa Ísraelar nú loks samþykkt - að veita fébætur.
Síðan fá Ísraelar - kaupanda sem þeir áður ekki höfðu að því gasi sem er þarna undir hafsbotninum á "Leviathan" svæðinu.
Með þessu á - veikist einnig til muna, samningsstaða Rússlands gagnvart Tyrklandi, þ.s. að nú er Tyrkland komið með annan aðila sem er tilbúinn að redda Tyrklandi nægilegt magn af gasi.
Útkoman er þá - augljóst tap Rússlands.
Sem tapar tekjum frá Tyrklandi.
Og sem einnig tapar með þeim hætti, að Tyrkland og Ísrael - ná aftur saman; en lítill vafi getur verið um, að Ísrael er enginn vinur stjv. í Damaskus frekar en Tyrkland.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.12.2015 kl. 01:42
Sæll aftur Einar Björn
Þetta er alltaf betur og betur að koma í ljós
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 19.12.2015 kl. 15:19
Auðvitað eru röksemdir Þorsteins, venju samkvæmt hrollvekjandi rökréttar - og talandi um JFK.
Það eina sem er alveg ljóst hvað það níðingslega samsæri varðar, er að Jack Ruby, morðingi Oswalds hét réttu nafni Jacob Leon Rubenstein og að eitt fyrsta embættisverkverk LBJ í forsetastól var að gefa grænt ljós á kjarnorkuáætlun Davíðs Ben-Gurion og félaga þvert á áform hins myrta forseta - Tilviljun?
Jónatan Karlsson, 19.12.2015 kl. 18:59
Einar Björn
Þú hlýtur að vera mjög ánægður með þetta Bandaríska -lið sem er núna að drepa Íraka, og allt til þess að styðja og verja ISIS og/eða sjá hérna "US Airstrike Takes Out Battalion of Iraqi Troops Who Were Battling ISIS" http://21stcenturywire.com/2015/12/18/isis-air-force-us-airstrikes-take-out-battalion-of-iraq-troops-who-were-battling-isis/
Er það nokkur furða að stjórnvöld í Bandaríkjunum og Mossad vilja stöðva Rússa,
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 20.12.2015 kl. 02:20
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 20.12.2015 kl. 02:31
(VIDEO) The truth always find its way into the light: ISIS = FAKED (ZIONIST DEVISED) BEHEADINGS = ROTHSCHILDS MAFIA CREATES FEAR TO FAKE WW III bosniapress.info/index.php/news-in-english-latest-news/156-video-the-truth-always-find-its-way-into-the-light-isis-faked-zionist-devised-beheadings-rothschilds-mafia-creates-fear-to-fake-ww-iii
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 20.12.2015 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning