15.12.2015 | 23:03
Alvöru friðarviðræður geta verið á döfinni í Yemen
Sannleikurinn með stríðið í Yemen virðist sá, að fátt bendi til þess að þeir herflokkar sem Saudi Arabía og Flóa Arabar styðja í Yemen - - séu færir um að sigrast á fylkingu Houthi manna í bandalagi við fyrrum forseta landsins, og liðsmenn hans.
- Enn kalla flestir erlendir fjölmiðlar, þá herflokka sem Saudar og Flóa Arabar styðja - - stjórnarher landsins, og talað er einnig um að þeir séu á vegum forseta landsins og ríkisstjórnar þess. En þetta er auðvitað - villandi tal.
- Landið virðist í reynd - klofið. Houthar sem stjórna höfuðborginni og stórum svæðum í N-hluta landsins, í stað þess að nefna þá stöðugt -uppreisnarmenn- sé sennilega sanngjarnara að tala um --> Andstæða ríkisstjórn, ásamt her. En flugher landsins hafði gengið í lið með Houthum og sveitum fyrrum forseta landsins, sá flugher var eyðilagður að mestu á jörðu niðri, af flugherjum Sauda og Flóa Araba.
Sennilega sé réttara --> Að tala um klofið land.
Svipað og Sýrland sé sennilega í reynd --> Einnig orðið klofið.
Það getur verið, að vaxandi áhrif ISIS og Al_Qaeda, séu að ýta á fylkingu þá sem Saudar og Flóa Arabar styðja - að semja frið!
Friðarsamkomulag - mundi líklega, grunar mig, staðfesta nýja skiptingu landsins.
Enda erfitt að sjá, að Houthar og bandamenn þeirra, gefist upp - þegar þeir virðast hafa hrundið nær öllum árásum á hálendið; sem eins og sést á mynd af korti - tekur við fljótlega þegar ströndinni nærri Aden sleppir.
Islamic State Gains Strength in Yemen, Challenging Al Qaeda
Yemen Agrees to Cease-Fire With Rebels Before Peace Talks
Amid scattered violations of cease-fire, Yemen peace talks begin
ISIS hefur verið að vaxa ásmegin - þó ISIS ráði ekki svæðum í landinu, hafa þeir verið að beita stöðugt mannskæðari hryðjuverkaárásum.
Sú mannskæðasta nýlega, varð settum héraðsstjóra - sem "forseti landsins" er Saudar styðja hafði skipað - að aldurtila ásamt 130 manns er létu lífið þegar bílasprengja sprakk er bílalest héraðsstjórans átti leið hjá.
Áhugavert í því, er að -formlega- halda liðsmenn "forseta landsins" því á lofti, að Houthar hafi skotið eldflaug á Aden. Nokkrir fjölmiðlar - hafa birt þá ásökun sem frétt.
En þ.e. að sjálfsögðu -fjarstæðukennt.
Það virðist að þeir hópar sem Saudar og Flóa Arabar styðja - hafi verið að tala niður hættuna af Al_Qaeda og ISIS, samtímis að báðar hreyfingar séu stöðugt að færa sig upp á skaftið.
En Al_Qaeda ræður nú nokkrum bægjum ca. við miðbik landsins nærri ströndinni.
Og tók nýlega, tvo til viðbótar, skv. fregnum - án mikillar mótspyrnu.
- Al_Qaeda og ISIS virðist hratt vaxandi ógn, fyrir Saudi og Flóa Araba studdu fylkinguna, þ.s. þær hreyfingar séu - beinlínis að ráðast aftan að þeirri fylkingu, meðan að hún hefur fókusað á bardaga við Houtha og bandamenn Houtha.
- Samtímis virðast svæði þau sem Houthar og bandamenn þeirra ráða, vel varin og í lítilli hættu á að falla.
Þegar þannig - staða Saudi/Flóa Araba studdu fylkingarinnar veikist.
Þá rökrétt séð - styrkist samningsstaða Houtha og bandamanna þeirra.
- Houthar og bandamenn þeirra, virðast hafa örugga stjórn á höfuðborginni og mestum hluta hálenda svæðisins út frá henni sem nær í Suður langleiðina að Aden.
- Meðan að Saudi/Flóa Araba studda fylkingin, ráði Aden borg og svæðum rétt Norðan við þá næst stærstu borg landsins, og megin hafnarborg - og síðan svæðum meðfram ströndinni til Austurs.
Skipting landsins gæti verið rökrétt útkoma - en miðað við gang stríðsins í dag, ráði fylkingarnar stórum hluta því sem áður var nefnt Norður Yemen/Suður Yemen!
Töluvert skorti þó á að Suður fylkingin - eða "stjórnarherinn" eins og erlendir fjölmiðlar gjarnan nefna þá fylkingu; ráði nærri öllu því sem áður var S-Yemen.
En Houthar og bandamenn þeirra, virðast eiginlega hafa nokkurn veginn allt það á sínu valdi er áður var nefnt N-Yemen.
Höfum í huga, að ekki er lengra síðan en 1990.
Að löndin 2-sameinuðust í eitt.
Og nokkrum árum síðar, var háð borgarastríð - sem þáverandi forseti landsins, sá er nú er í bandalagi við Houtha, vann.
Það var einkum háð á því svæði er áður var S-Yemen.
Sá maður, fyrrum forseti landsins, er því eðlilega - lítt elskaður í Suður hl. landsins.
N-yemenska ríkið hafði verið til lengi.
Shítar sem einkum búa í N-hl. Yemen - upplifðu sig þannig, að sameiningin hefði leitt til þess að þeir sem áður voru mikilvægir innan N-yemenska ríkisins, væru orðnir að 2-flokks borgurum.
- Áhugavert er að fyrrum forseti landsins, hans hersveitir nú eru í bandalagi við Houtha, sem er hreyfing hóps Shíta í N-hlutanum.
- Meðan sá var forseti landsins, beittu sér oft gegn skærum og minniháttar uppreisnum Houtha.
Hann aftur á móti, tapaði völdum fyrir nokkrum árum í landinu.
Saudar, sem áður studdu hann, virðast hafa fundið annan mann --> Sem þeir virðast hafa talið líklega auðsveipari.
En Ali Abdullah Saleh - eins og fyrrum forseti landsins nefnist, virðist hafa beitt krók á móti bragði, að plotta bandalag við Houtha.
Og það bandalag, Araba-hersveita hollar honum - hluta þess er var stjórnarher Yemens - og Houtha ræður N-hluta Yemen, nokkurn veginn því sem áður var N-Yemen.
Niðurstaða
Ein og er útskýrt - grunar mig að það stefni í skiptingu Yemens. Það sé sennilega ekki eina landið í Mið-Austurlöndum, sem stefni í að skiptist.
Líklega stefni í skiptingu Sýrlands - milli Súnní Araba annars vegar og hins vegar þeirra hópa sem styðja Assad þ.e. Alavi fólkið - kristna - Drúsa og Shíta.
Svo er hugsanleg skipting Líbýu, en 2-fylkingar ráða annars vegar Tripolitania svæðinu í Vestur hluta landsins þ.s. Tripoli er, og, hins vegar Cyrenaica svæðinu og A-hluta landsins að miklu leiti. Þar má finna einnig, íbúa skiptingu eins og í Sýrlandi, þ.e. Vestur hluti meir Berbar - en Austur hluti meir Arabar.
Þriðja landið er auðvitað Írak, þ.s. augljósa 3-skiptingu má finna stað, þ.e. svæði byggð Súnní Aröbum, svæði byggð Kúrdum, og svæði byggð Shítum.
Skiptingar landa - þurfa ekki að vera slæmar niðurstöður.
Þar sem þær geta bundið endi á borgarastríð - er hefur orðið að hópa stríði, þ.e. styrrjöld milli þeirra hópa er byggja viðkomandi land, ásamt þjóðernishreinsunum og öðrum slíkum ófögnuði.
Sýrland virðist orðið mjög augljóslega - orðið slíkt hópastríð, og þar virðast stundaðar víðtækar hreinsanir á báða bóga, eins og gerðist í fyrrum Júgóslavíu.
Þegar svo er komið <--> Er hatur milli hópa slíkt, að næsta ómögulegt verður að ná fram friði sem ekki felur í sér, aðskilnað hópanna með skiptingu viðkomandi lands.
Yemen getur einnig verið komið í ca. svipað ástand, þ.e. hópastríð sem stefni landinu í skiptingu.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
Nýjustu athugasemdir
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Þó ég muni ekki fyrir hvað Obama fékk friðarverðlaun Nóbels Þá ... 18.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Huh? Nei, flóttamannastraumurinn er hluti af Cloward-Piven plan... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Grímur Kjartansson , - það hefur verið sannað að HAMAS hirti dr... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: USAID gat á engan hátt gert grein fyrir hvert allir þessir fjár... 17.2.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.2.): 7
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 569
- Frá upphafi: 860911
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 511
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning