Alvöru friðarviðræður geta verið á döfinni í Yemen

Sannleikurinn með stríðið í Yemen virðist sá, að fátt bendi til þess að þeir herflokkar sem Saudi Arabía og Flóa Arabar styðja í Yemen - - séu færir um að sigrast á fylkingu Houthi manna í bandalagi við fyrrum forseta landsins, og liðsmenn hans.

  1. Enn kalla flestir erlendir fjölmiðlar, þá herflokka sem Saudar og Flóa Arabar styðja - - stjórnarher landsins, og talað er einnig um að þeir séu á vegum forseta landsins og ríkisstjórnar þess. En þetta er auðvitað - villandi tal.
  2. Landið virðist í reynd - klofið. Houthar sem stjórna höfuðborginni og stórum svæðum í N-hluta landsins, í stað þess að nefna þá stöðugt -uppreisnarmenn- sé sennilega sanngjarnara að tala um --> Andstæða ríkisstjórn, ásamt her. En flugher landsins hafði gengið í lið með Houthum og sveitum fyrrum forseta landsins, sá flugher var eyðilagður að mestu á jörðu niðri, af flugherjum Sauda og Flóa Araba.

Sennilega sé réttara --> Að tala um klofið land.
Svipað og Sýrland sé sennilega í reynd --> Einnig orðið klofið.

http://www.ezilon.com/maps/images/asia/Yemen-physical-map.gif

Það getur verið, að vaxandi áhrif ISIS og Al_Qaeda, séu að ýta á fylkingu þá sem Saudar og Flóa Arabar styðja - að semja frið!

Friðarsamkomulag - mundi líklega, grunar mig, staðfesta nýja skiptingu landsins.
Enda erfitt að sjá, að Houthar og bandamenn þeirra, gefist upp - þegar þeir virðast hafa hrundið nær öllum árásum á hálendið; sem eins og sést á mynd af korti - tekur við fljótlega þegar ströndinni nærri Aden sleppir.

Islamic State Gains Strength in Yemen, Challenging Al Qaeda

Yemen Agrees to Cease-Fire With Rebels Before Peace Talks

Amid scattered violations of cease-fire, Yemen peace talks begin

ISIS hefur verið að vaxa ásmegin - þó ISIS ráði ekki svæðum í landinu, hafa þeir verið að beita stöðugt mannskæðari hryðjuverkaárásum.
Sú mannskæðasta nýlega, varð settum héraðsstjóra - sem "forseti landsins" er Saudar styðja hafði skipað - að aldurtila ásamt 130 manns er létu lífið þegar bílasprengja sprakk er bílalest héraðsstjórans átti leið hjá.
Áhugavert í því, er að -formlega- halda liðsmenn "forseta landsins" því á lofti, að Houthar hafi skotið eldflaug á Aden. Nokkrir fjölmiðlar - hafa birt þá ásökun sem frétt.
En þ.e. að sjálfsögðu -fjarstæðukennt.

Það virðist að þeir hópar sem Saudar og Flóa Arabar styðja - hafi verið að tala niður hættuna af Al_Qaeda og ISIS, samtímis að báðar hreyfingar séu stöðugt að færa sig upp á skaftið.

En Al_Qaeda ræður nú nokkrum bægjum ca. við miðbik landsins nærri ströndinni.
Og tók nýlega, tvo til viðbótar, skv. fregnum - án mikillar mótspyrnu.

  1. Al_Qaeda og ISIS virðist hratt vaxandi ógn, fyrir Saudi og Flóa Araba studdu fylkinguna, þ.s. þær hreyfingar séu - beinlínis að ráðast aftan að þeirri fylkingu, meðan að hún hefur fókusað á bardaga við Houtha og bandamenn Houtha.
  2. Samtímis virðast svæði þau sem Houthar og bandamenn þeirra ráða, vel varin og í lítilli hættu á að falla.

Þegar þannig - staða Saudi/Flóa Araba studdu fylkingarinnar veikist.
Þá rökrétt séð - styrkist samningsstaða Houtha og bandamanna þeirra.

  • Houthar og bandamenn þeirra, virðast hafa örugga stjórn á höfuðborginni og mestum hluta hálenda svæðisins út frá henni sem nær í Suður langleiðina að Aden.
  • Meðan að Saudi/Flóa Araba studda fylkingin, ráði Aden borg og svæðum rétt Norðan við þá næst stærstu borg landsins, og megin hafnarborg - og síðan svæðum meðfram ströndinni til Austurs.

http://vignette1.wikia.nocookie.net/althistory/images/9/9f/Map_yemen2.gif/revision/latest?cb=20110109022806

Skipting landsins gæti verið rökrétt útkoma - en miðað við gang stríðsins í dag, ráði fylkingarnar stórum hluta því sem áður var nefnt Norður Yemen/Suður Yemen!

Töluvert skorti þó á að Suður fylkingin - eða "stjórnarherinn" eins og erlendir fjölmiðlar gjarnan nefna þá fylkingu; ráði nærri öllu því sem áður var S-Yemen.
En Houthar og bandamenn þeirra, virðast eiginlega hafa nokkurn veginn allt það á sínu valdi er áður var nefnt N-Yemen.

Höfum í huga, að ekki er lengra síðan en 1990.
Að löndin 2-sameinuðust í eitt.

Og nokkrum árum síðar, var háð borgarastríð - sem þáverandi forseti landsins, sá er nú er í bandalagi við Houtha, vann.
Það var einkum háð á því svæði er áður var S-Yemen.

Sá maður, fyrrum forseti landsins, er því eðlilega - lítt elskaður í Suður hl. landsins.

N-yemenska ríkið hafði verið til lengi.
Shítar sem einkum búa í N-hl. Yemen - upplifðu sig þannig, að sameiningin hefði leitt til þess að þeir sem áður voru mikilvægir innan N-yemenska ríkisins, væru orðnir að 2-flokks borgurum.

  • Áhugavert er að fyrrum forseti landsins, hans hersveitir nú eru í bandalagi við Houtha, sem er hreyfing hóps Shíta í N-hlutanum.
  • Meðan sá var forseti landsins, beittu sér oft gegn skærum og minniháttar uppreisnum Houtha.

Hann aftur á móti, tapaði völdum fyrir nokkrum árum í landinu.
Saudar, sem áður studdu hann, virðast hafa fundið annan mann --> Sem þeir virðast hafa talið líklega auðsveipari.

En Ali Abdullah Saleh - eins og fyrrum forseti landsins nefnist, virðist hafa beitt krók á móti bragði, að plotta bandalag við Houtha.
Og það bandalag, Araba-hersveita hollar honum - hluta þess er var stjórnarher Yemens - og Houtha ræður N-hluta Yemen, nokkurn veginn því sem áður var N-Yemen.

 

Niðurstaða

Ein og er útskýrt - grunar mig að það stefni í skiptingu Yemens. Það sé sennilega ekki eina landið í Mið-Austurlöndum, sem stefni í að skiptist.
Líklega stefni í skiptingu Sýrlands - milli Súnní Araba annars vegar og hins vegar þeirra hópa sem styðja Assad þ.e. Alavi fólkið - kristna - Drúsa og Shíta.
Svo er hugsanleg skipting Líbýu, en 2-fylkingar ráða annars vegar Tripolitania svæðinu í Vestur hluta landsins þ.s. Tripoli er, og, hins vegar Cyrenaica svæðinu og A-hluta landsins að miklu leiti. Þar má finna einnig, íbúa skiptingu eins og í Sýrlandi, þ.e. Vestur hluti meir Berbar - en Austur hluti meir Arabar.
Þriðja landið er auðvitað Írak, þ.s. augljósa 3-skiptingu má finna stað, þ.e. svæði byggð Súnní Aröbum, svæði byggð Kúrdum, og svæði byggð Shítum.

Skiptingar landa - þurfa ekki að vera slæmar niðurstöður.
Þar sem þær geta bundið endi á borgarastríð - er hefur orðið að hópa stríði, þ.e. styrrjöld milli þeirra hópa er byggja viðkomandi land, ásamt þjóðernishreinsunum og öðrum slíkum ófögnuði.

Sýrland virðist orðið mjög augljóslega - orðið slíkt hópastríð, og þar virðast stundaðar víðtækar hreinsanir á báða bóga, eins og gerðist í fyrrum Júgóslavíu.
Þegar svo er komið <--> Er hatur milli hópa slíkt, að næsta ómögulegt verður að ná fram friði sem ekki felur í sér, aðskilnað hópanna með skiptingu viðkomandi lands.

Yemen getur einnig verið komið í ca. svipað ástand, þ.e. hópastríð sem stefni landinu í skiptingu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband