Ítalskir bankar að leika svipaðan skollaleik með sparnaðarreikninga og íslensku bankarnir fyrir hrun

Ég tók eftir þessu þegar ég las nýjasta blogg Wolfgang Münchau hjá Financial Times: Watch the presses roll as Europe scrambles to fix its banks.

Fram kemur í frásögn hans - að nýlega hafi þurft að koma 4-ítölskum bönkum til aðstoðar. Þá hafi komið til skjalanna hinar nýlegu reglur ESB um bankauppgjör, sem settar voru í kjölfar þess að Kýpur komst í vandræði fyrir örfáum árum.

En skv. þeim má ekki leggja bönkum til opinbert fé, fyrr en - gengið hefur verið á hlutafé, síðan ótryggðar kröfur og lokum - ótryggðar innistæður - -> Þá fyrst má leggja banka til opinbert fé, til að forða honum hruni.

Þetta var hugsað til þess að draga úr kostnaði ríkissjóða við bankahrun.

OK - en þ.s. ég veitti athygli var eftirfarandi:

  1. "The story is about the suicide of an Italian pensioner last week after he realised that he had been “bailed-in” during a bank resolution procedure."
  2. "He had bought savings certificates from his bank, which, like so many financially inexperienced savers, he mistook for a deposit."
  3. "In Italy, in particular, many ordinary savers bought these certificates."
  4. "Legally, however, these certificates constitute junior debt, one of the least secure asset classes of all."
  5. "The pensioner’s bank was one of four small regional banks that recently went through resolution."
  6. "Not only did the shareholders and junior bondholders lose out."
  7. "The cost also swallowed about four years of future contributions into the Italian national bank resolution fund."

---------------------

Eins og ég skil þetta, þá hafa margir ítalskir bankar blekkt fjölda sparifjár-eigenda.
Til að færa sparnað sinn af tryggðu formi / yfir í ótryggt form.

Sem þíðir auðvitað - skv. núgildandi reglum.
Að ef bankinn kemst í vanda - þá tapar sparifjáreigandi sínum sparnaði.

Krafa hans líklega - er einskis virði, þ.e. 100% tap.

Eins og fram kemur í máli Wolfgang Münchau, virðist þessi subbuskapur hafa verið algengur á Ítalíu.

  1. Þetta "savings certificate" eða "sparnaðar vottorð" sé þá sambærilegur hráskinnaleikur.
  2. Og ótryggðu sparnaðarreikningarnir, sem ísl. bankarnir plötuðu marga inn á, rétt fyrir hrun.


Spurning - af hverju ætli að bankar séu að þessu?

Eitt sem ég sé í þessu, er að - - bankinn færir sparnað af tryggðu formi/ yfir í ótryggt form. Vegna þess að margir bankar virðast hafa stundað þetta, er einhver gróði í þessu bersýnilega fyrir þessa banka.

  1. Mér dettur sá möguleiki í hug - að með því að færa sparnað yfir á -ótryggt form- þá aukst lánstraust bankans.
  2. Vegna þess, að sá hluti krafna í bankann, sem njóti forgangs - minnki að umfangi.
  3. Sem þíði, að bankinn hafi aukna möguleika, til að - skuldsetja sig, og bjóða tryggingar á móti nýrri skuldsetningu.

Hliðaráhrifin eru auðvitað þau.
Að bankinn er að eyðileggja líf fjölda fólks.
Ef sú stund kemur, að bankinn lendir í vandræðum - og fjöldi sparifjáreigenda sem voru plataðir til að færa sig yfir í -ótryggt sparnaðarform- tapa öllum sínum sparnaði.

Vegna þess að svo virðist að þetta hafi verið mikið stundað á Ítalíu.
Þá geti bankakreppa á Ítalíu - hugsanlega leitt til mikils fjölda sjálfsmorða.

 

Niðurstaða

Það er stöðugt að koma betur og betur í ljós, að sá subbuskapur sem íslensku bankarnir stunduðu, hefur í reynd verið miklu mun útbreiddari í vestrænum bankaheimi - en fjöldi Íslendinga hélt skömmu eftir hrun.
Það hefur t.d. komið vel í ljós, að margt gruggugt var í írskum bankaheimi.
En þ.e. athyglisvert að heyra nú, að sama sennilega eigi við þann ítalska.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband