11.12.2015 | 01:29
ESB gæti ákveðið að senda landamæraverði til Íslands, án þess að íslensk stjórnvöld hefðu neitt um það að segja
Þarna er um að ræða tillögu Framkvæmdastjórnar ESB, um aukið landamæraeftirlit og aukna strandgæslu. En tillagan skv. frétt Financial Times, felur í sér að búnar verði til nýjar liðssveitir til landamæragæslu, sem einnig mundu geta tekið að sér - strandgæslu.
Það sem vekur mesta athygli - er sú hugmynd, að hin nýja stofnun, er væri undir Framkvæmdastjórn ESB; hefði rétt til að senda liðssveitir til aðildarlanda Schengen.
Þar með talið, Íslands og/eða Noregs.
Það væri gert ef það væri mat stofnunarinnar, að viðkomandi land væri ekki að ráða við sitt hlutverk --> Sem gæsluaðili síns hluta ytri landamæra Schengen!
Tek fram að Ísland sé sennilega ekki sérlega líklegt að verða fyrir þessu.
Þ.s. að Ísland hefur a.m.k. ekki hingað til, verið miðpunktur aðstreymis flóttamanna inn á Schengen svæðið.
Og vegna landfræðilegrar legu - -> Sé það sennilega ekki líklegt í framtíðinni.
- Þannig að sá möguleiki er ég nefni í fyrirsögn.
- Sé tæknilegur möguleiki, ekki sérdeilis líklegur!
EU plans border force to police external frontiers
- "One of the most contentious elements of the regulation would hand the commission the power to authorise a deployment to a frontier, on the recommendation of the management board of the newly formed European Border and Coast Guard."
- "This would also apply to non-EU members of Schengen, such as Norway."
Eins og hugmyndirnar líta nú út - yrði alltaf fyrst rætt við viðkomandi land.
Því veitt tækifæri til að -bæta ráð sitt- leysa þau vandamál, sem talin eru til staðar.
En viðkomandi ríki - hefði ekki rétt til að hafna aðstoðinni.
Þetta er auðvitað sérstaklega beint að - Grikklandi.
Sem hefur verið vægt sagt - hriplekt.
Þ.e. flóttamenn hafa streymt í gegnum Grikkland, viðstöðulaust til landa fyrir Norðan.
Ég út af fyrir sig, get skilið afstöðu Grikkja!
- Þeir hafa verið pýndir alveg rosalega, af niðurskurðarkröfum svokallaðrar "Þrenningar" og margir gleyma því, að gríska ríkið hefur skorið niður útgjöld - í miklu hærra hlutfalli per þjóðarframleiðslu, en nokkurt annað aðildarland ESB síðan kreppan hófst.
- Grikkir hafa þar af leiðandi, mjög líklega ekki - fjárhagslega burði til að standa undir því aukna landamæraeftirliti sem þörf er fyrir, þ.e. samtímis gæsla á landi og á sjó.
- Svo má ekki gleyma því, að Grikkir hafa örugglega fulla ástæðu til að óttast að - - verða breytt í nokkurs konar, flóttamannahæli.
- Vegna þess, að sennilega reynist erfitt að koma flóttamönnum aftur til baka til heimalanda, sem ekki eru metnir hafa rétt til þess að fá hæli.
- Og að auki, þá sé sennilegt að önnur aðildarlönd - tregðist við að taka við flóttamönnum sem koma til Grikklands, sem verða samþykktir hælisleitendur.
Grikkir geta alveg - sagt sig úr Shcengen.
Sem gæti þó reynst phyrrísk aðgerð - þ.s. það mundi líklega leiða til þess að löndin fyrir Norðan mundu reisa múra á landamærum Grikklands.
- Þetta nýja landamæra-gæslulið, og, landhelgis-gæslulið, hvernig sem á þ.e. litið.
- Augljóst felur í sér, töluverða nýja tilfærslu sjálfsforræðis aðildarlanda Schengen, til ESB.
- Það er því full ástæða til að ræða Schengen aðild Íslands. Í ljósi þessara hugmynda Framkvæmdastjórnarinnar - er virðist sennilegt að stærri aðildarlönd ESB, muni hafa áhuga á að þrýsta í gegn --> Til að draga úr aðstreymi flóttamanna til sín.
Niðurstaða
Hugmyndir Framkvæmdastjórnarinnar um nýtt landamæragæslulið, og, strandgæslulið - sem unnt væri að senda til meðlimalanda Schengen. Sem stofnunin sem stýrir liðssveitunum mundi meta að væru að sýna sig - ófær um að gæta ytri landamæra sinna, eða, sinna stranda - að nægilegu marki. Og meðlimalönd Schengen, gætu ekki hafnað aðstoðinni, ef það væri mat stofnunarinnar, eftir viðræður við viðkomandi land, að slíkrar aðstoðar væri þörf.
Felur bersýnilega í sér, nýtt stig af inngripi í sjálfsforræði meðlimalanda Schengen af hálfu stofnana ESB.
Þó svo að líkur þess að Ísland verði fyrir slíkru aðgerð séu líklega ekki miklar.
Þá samt skapi þessar hugmyndir Framkvæmdastjórnarinnar, vegna þess að líkur þess virðast þó nokkrar að þær komist á koppinn fyrir rest - í einhverri endanlegri mynd.
Nýja ástæðu til að ræða framtíð Íslands í Schengen.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú er ég alveg sammála þér, þegar hér er komið við sögu ... er engin ástæða til að vera með í samstarfinu.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 11.12.2015 kl. 01:48
Eru þessar hugmyndir ESB um stofnun "landamæraeftirlits" ekki bara upphafið af stofnun ESB hers?
Ráðamenn í Brussel hafa ekki legið á þeim skoðunum sínum að stofnun hers undir stjórn ESB sé bráð nauðsynlegt verkefni. Þarna sjá þeir kannski smá von um að flýta því verkefni, a-la ESB. Þ.e. fyrst er stofnað lítið batterý og síðan prjónað utanum það og innan skamms verður komin sú staða að ESB er orðið að herveldi.
Hvers vegna forráðamenn ESB leggja slíka áherslu á stofnun hers fyrir sambandið, hefur í raun aldrei komið fram, svo mark sé á takandi. Því stendur enn spurningin um þörf á slíkum herafla opin. Þær þjóðir sem að ESB standa hafa flestar einhvern vísir að her og samstarf þeirra er þegar fyrir hendi. Það samstarf mætti efla og ná þannig sama árangri eða betri.
Eina sjáanlega ástæða þess að ESB elítan vill stofna her, er til að verja sambandið sjálft. Ekki fyrir utanaðkomandi hættu, heldur fyrir þegnum þeirra landa sem að sambandinu standa. Það leynir sér ekki sá ótti sem forsvarsmenn ESB eru haldnir, ótti um að sambandið sé að liðast í sundur. Þegar þegnar þeirra landa sem að sambandinu standa fá að ganga að kjörborði, falla flestar kosningar gegn vilja þeirra sem sitja í Berlaymount. Í kjölfarið eru þeir sem hljóta kosningu nefndir "öfgamenn", sem sagt meirihluti kjósenda eru öfgamenn! Stundum hefur ESB tekist að hundsa þessar kosningar, stundum afnumið þær með hótunum en óróinn gegn sambandinu vex hratt og örugglega.
Það er vitað að ekkert einræðisríki getur staðist án herafla. Og stefna ESB er sannarlega stefna einræðis. Því er jafn nauðsynlegt fyrir ESB að ráða yfr herafla og það var nauðsynlegt fyrir USSR og Þriðja ríkið. Frumtilgangurinn er þá að halda uppi aga innan ríkisins og síðan að vinna enn frekari lönd.
Hætt er við að þróunin í Úkraínu hefði farið á annan veg ef ESB hefði haft yfir herafla að ráða, þegar það stríð hófst. Þá hefði framkvæmdastjórn ESB að öllum líkindum fetað sömu spor og Napóleon og Hitler, með tilheyrandi skelfingu fyrir íbúa Evrópu og sjálfsagt hlotið sömu örlög og þeir tveir.
Ótti framkvæmdastjórnar ESB er öllum ljós og því er kallað eftir herafla fyrir sambandið. Það er auðveldara að fá "lýðinn" til hlýðni ef hægt er að nýta slíkt vopn gegn honum. Stofnun "landamæraeftirlits" er upphaf þessa hers, unnið í anda ESB, þar sem mottóið er að "mjór er mikils vísir".
Gunnar Heiðarsson, 11.12.2015 kl. 09:01
Þá yrði ég fyrst hissa ef ESB sæi ástæðu til að senda hingað mannskap.
Þeirra vandamál koma öll úr hinni áttinni. Þess vegna væri sóuin á mannskap og peningum að senda hingað lið.
Ásgrímur Hartmannsson, 11.12.2015 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning