Útfærsla refsiaðgerða Rússlands á Tyrkland - gæti falið í sér stórt sjálfsmark fyrir Rússland

Josh Cohen hjá Reuters, vakti athygli á þessu: If Vladimir Putin carries through on latest threats, it would only hurt Russia.

I. Fyrst er það gasleiðslan sem Pútín var að íhuga að reisa sem á að liggja í gegnum Tyrkland, svo áfram til Suður Evrópu: Þetta var hugsað að mundi koma í stað svokallaðrar "South-stream" leiðslu, sem átti að liggja frá Rússlandi í gegnum Suður Evrópu, en Rússland eða nánar tiltekið GAZPROM -þó það sé sami hluturinn- hætti við á sl. ári. Eftir að hafa lent í lagadeilum við Framkvæmdastjórn ESB um fyrirhugað viðskiptafyrirkomulag, sem gilda átti um leiðsluna.

Vandamál Rússlands er auðvitað, að ca. 25% af gasflæði frá Rússlandi til V-evrópskra kaupenda - liggur í gegnum Úkraínu.
Þ.e. auðvitað verra vandamál en áður, eftir að samskipti landanna versnuðu með ákaflega eftirminnilegum hætti - sbr. Rússland innlimaði Krímskaga, og fór að styðja vopnaðan her óvinveittan stjórnvöldum í Kíev, á hluta landsvæðis Úkraínu. Hvort tveggja aðgerðir sem vanalega flokkast undir "acts of war."
Síðan er Rússland eða GAZPROM í deilu um 3 milljarða dollara skuld, sem fallin er á gjalddaga - í kaldhæðni örlaga, er þetta fé sem fyrrum forseti Úkraínu fékk frá Pútín, fyrir að skrifa undir samning við Rússland, er hefði takmarkað mjög mikið raunverulegt sjálfstæði Úkraínu --> Sem útskýrir af hverju, það varð þessi bylgja mótmæla í landinu, og einnig það að hún fékk á sig afar sterkan þjóðernis sinnaðan blæ, er lyktaði fyrir rest með falli forseta landsins og ríkisstj. landsins.

Þetta er auðvitað af hverju - núverandi stjv. í Kíev, líta á þessa 3ma.dollara skuld, sem nokkurs konar blóðpeninga, og sú deila gæti raunverulega farið í hart - - með þeim hætti, að Rússland skrúfi fyrir gas til Úkraínu --> Og Úkraína á móti haldi eftir gasi sem streymir í gegnum landið; þannig að raunveruleg áhrif væri að Rússland missti af tekjum af sölu til 25% af sínum kaupendum í V-Evrópu.
Þetta þíðir auðvitað, að Kíev - hefur sterkt spil á hendi.

  1. Frá sjónarhóli Pútíns, þá er það bagalegt að fjórðungur af gasi til kaupenda í V-Evrópu, verði að fara í gegnum leiðsluna er liggur í gegnum Úkraínu.
  2. Rússland hefur ný áform, "Nord-Stream 2" sem væri ný leiðsla eftir botni Eystrasalts framhjá Póllandi og Eystrasaltlöndum, beint til Þýskalands - við hlið núverandi leiðslu sem ekki hefur næga flutningsgetu --> En afar óvíst er að sú komist á koppinn. Þ.s. hún mætir einbeittri andstöðu Eystrasaltlandanna, Póllands og Svíþjóðar. Þau lönd geta sameiginlega haft næg áhrif í Brussel, til að stöðva málið.
  • Ef við gefum okkur, að sú leiðsla komist ekki á koppinn.
  • Þá er fyrirhugaða leiðslan í gegnum Tyrkland - eina leiðin sem eftir er, sem gæti dugað til að losa Rússa við tappann í Úkraínu.
  • Tyrkland fengi "transit fees" og leiðslan mundi síðan flytja gas til í gegnum S-Evr., einnig til kaupenda í S-Evr., ríki sem ólíkleg væru að beita sér gegn áformaðri leiðslu - innan Brussel. Þessi leiðsla gæti því haft að öðru leiti, ágæta möguleika á að geta komist á koppinn.

Ef Pútín hættir við þessi áform.
Þá sé erfitt að sjá annað en að Rússland sjálft tapi meir á því an Tyrkland.

http://www.lib.utexas.edu/maps/middle_east_and_asia/turkey_trans-2006.jpg

II. Síðan er það fyrirhuguð kjarnorkuver, sem ROSATOM hefur samþykkt að reisa í Tyrklandi, áætlaður kostnaður, 20 milljarðar Dollara: Þetta sé ákaflega ábatasamur samningur fyrir ROSATOM, þar með Rússland.

  1. Fyrsta lagi mundi ROSATOM sjá um rekstur kjarnorkuveranna.
  2. Sem þíðir, að ROSATOM væri eigandi þeirra, og þar með seljandi þeirrar orku sem þau mundu framleiða, svo lengi sem þau mundu vera rekin - við erum að tala um áratugi.
  3. Skv. spá um framtíðar raforkuþörf í Tyrklandi, er talið að vöxtur verði 7% á hverju ári til 2023.
  4. Þessi samningur að auki tryggir, að Rússland eða nánar tiltekið ROSATOM - er einnig eigandi allra hliðarafurða er verða til í kjarnorkuverunum. Þó það sé neikvæð hlið á því, kjarnorku-úrgangur; þá er önnur hlið þar einnig - þ.e. að sá samningur einnig hindrar Tyrki í að nota þessi kjarnorkuver í því skyni að afla sér "Plútóníums" fyrir hugsanlegar kjarnorkusprengjur.
  5. Þannig tryggir Rússland <--> Að Tyrkland geti ekki beitt þeim kjarnorkuverum, í því skyni - að verða hugsanlega kjarnorkuveldi sjálft í framtíðinni, og þar með enn varasamari keppinautur fyrir Rússland, en í dag.
  • Mjög sennilegt er, að ef Pútín afskrifar þennan <--> Ábatasama samning, að þá verði margir aðilar til í að selja Tyrkjum kjarnorkuver, allt frá bandarískum aðilum - yfir í kínverska - eða japanska - eða franska.
  • Tyrkir muni ekki eiga í neinum vandræðum með að útvega sér aðila er væru tilbúnir í að reisa kjarnorkuver í Tyrklandi.

Það sé því afar erfitt að sjá annað en rétt sé.
Að það væri eigið sjálfsmark Pútíns, að slá þennan samning af.

 

 

Niðurstaða

Rétt að árétta hvað ég hef áður bent á, að staða Tyrklands í deilu við Rússland um Sýrland, og Mið-austurlönd; er afar sterk. Þarna ræður landafræðin miklu - það að Tyrkland ræður yfir sundunum milli Svartahafs og Miðjarðarhafs; og getur afar auðveldlega lokað þeim fyrir umferð rússneskra skipa. Aðgerð er á skammri stundu, mundi gera það nær óframkvæmanlegt fyrir Rússa, að viðhalda aðgerðum sínum innan Sýrlands.
Eins og sést á fréttum, sjá Tyrkir enga ástæðu til að gefa neitt eftir. Enda út frá hernaðarlegu sjónarmiði - er engin ástæða til. Þar sem Tyrkir eiga alls kosti, með yfrið nægilega sterkan flugher heima fyrir, til að geta skotið á skömmun tíma, niður hverja einustu rússn. vél í Sýrlandi - og væri S-400 eldflaugakerið þar um, engin hindrun. En Tyrkir eiga nóg af HARM flugskeytum er eyðileggja radara, og einnig "multispectrum jammers" er geta truflað radara á öllum bylgjusviðum. 2-flugsveitir búnar "jammer pods" og "HARM" flugskeytum gætu á skammri stundu eyðilagt þetta loftvarnarkerfi.
Fyrir utan, að þeir geta lokað sundunum, og án þess að hleypa af skoti - ónýtt aðgerð Rússa.

Það sem mér í reynd finnst merkilegt <--> Er að Pútín hafi ekki enn beygt sig fyrir veruleikanum, að staða Rússlands innan Sýrlands, sé algerlega komin undir góðvilja Tyrkja.

Það sé ekki til sú hótun sem Rússar geta beitt, sem mundi augljóslega breyta stöðunni Rússlandi í vil.

Ég á því enn von á því, að á endanum <--> Gefi Pútín eftir gagnvart Tyrklandi.
Sennilega séu viðræður í gangi milli embættismanna, þó það detti ekki inn í fjölmiðla.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Við skulum aðeins skoða hvernig staðan er Einar.

Tyrkland er land sem er helsti,ásmamt Saudum,bandamaður hryðjuverkamanna á svæðinu.

Rússland er land sem leggur mest allra í að berjast við hryðjuverkamenn,og eina ríkið fyrir utan Sýrland sem vill eyða þeim.

Þetta vita eiginlega allir nema þú,þó það segi þetta ekki allir upphátt af ýmsum ástæðum.

Þessar hernaðaraðgerðir þínar eru með öllu óraunhæfar og jafnvel Erdogan ,þó brenglaður sé ,skilur að hann getur ekki framkvæmt þær.

Þessar hernaðaraðgerðir sem þú týnir til eru allar þess eðlis að þær mundu leiða til allsherjar stríðs milli Tyrklands og Rússlands,sem Tyrkir hafa enga möguleika á að vinna.

Tyrkir mundu ekki einu sinni geta valdið rússum verulegu tjóni. Hernaðaráætlun þín gerir eins og venjulega ráð fyrir að Rússar aðhafist ekki neitt,láti bara Tyrki skjóta á sig.

Af því að Erdogan er svo brenglaður langar hann örugglega að fara út í eitthvað svona ,en hann gerir sér þó ljóst að ef hann aðhefst eitthvað í þessa veru þá er hann einn á báti og Tyrkir verða fyrir óbætanlegu tjóni.

.

Evrópubúar vilja ekki stríð af þessu tagi og mundu aldrei blanda sér inn í það,NATO mundi í engum kringumstæðum koma Tyrkjum til bjargar.Tyrkland mundi vera látið brenna.

Þetta vita Tyrkir.

Bandaríkjamenn vilja hins vegar gjarnan sjá þetta stríð og eru að lifta gætilega undir að það geti átt sér stað,en þeir munu aldrei taka þátt í því af ýmsium ástæðum og ekki pressa verulega á að það gerist.

Það sem heldur aftur af Kananum að koma þessu stríði í gang er að það mundi þýða alger vinslit milli Evrópu og US.

Stríðsrekstur bandaríkjamanna í Úkrainu hefur þegar reynt á þanþol þessara samskifta,samt er hann óverulegur miðað við þau ósköp sem stríð milli Tyrkja og Rússa er.

Tyrkir munu því áfram halda uppteknum hætti og reyna eftir bestu getu að tefja fyrir eyðingu hryðjuverkamannanna en forðast meiri háttar átök.

.

Ég verð að segja að mér kemur  svolítið á óvart að Rússar skyldu beita efnahagsþvingunum í svona miklum mæli gegn Tyrkjum,en hugsanlega hafa þeir viljað koma því til skila með afgerandi hætti að Tyrkir hafi farið yfir strikið.Þetta verður Rússum töluvert erfitt og gæti haft langtímaafleiðingar.

.

Nú stendur fyrir dyrum að endurnýja efnahagsþvínganir ESB gegn Rússum.

Þetta verður sífellt erfiðara og það eru farnar að heyrast óánægjuraddir innan ESB að þessar ákvarðanir séu teknar af örfáum ríkjum ,án nokkurrar lýðræðislegrar umræðu.

Það átti að taka ákvörðun um framlengingu þvingananna á fundi í gær hjá ESB ,en málið var tekið af dagskrá. Hugsanlega hefur náðst samkomulag og málið tekið inn aftur,en ég hef ekki séð það í fréttum.

Framlengingin verður væntanlega samþykkt síðar ,en það er ljóst að það er vaxandi óánægja með að þessi ákvörðun skuli ver í raun tekin af 5 stærstu ríkjum sambandsins ásamt bandaríkjunum ,án aðkomu annara Evrópuríkja.

Raunar er málið orðið svo erfitt að Bandaríkjamenn sáu sig knúna til að senda háttsetta sendimenn til nokkurra Evrópuríkja til að ítreka fyrri hótanir. 

Ég spái að á næstu tveimur til þremur árum muni Evrópubúar leggja aukna áherslu á að ESB ríkin fylgi utanríkisstefnu sem kemur Evrópu til góða og það muni myndgerst í kosningum á komandi árum.

Borgþór Jónsson, 10.12.2015 kl. 10:52

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þú setur þetta algerlega fram með þínum vanalega hlutdræga hætti.
Rússland er ekki að berjast við hryðjuverka-öfl í Sýrlandi.
Rússland hefur eingöngu þau markmið, að berjast fyrir tilvist stjv. í Damaskus.
Ef maður tekur mið af glæpum stjv. í Damaskus gegn eigin þjóð, þ.e. 12 milljón á faraldsfæti meir en helmingur landsmanna, og yfir 300þ. látnir.

Þá er erfitt að sjá þau sem skárri aðila í nokkru samhengi, meira að segja ef samanburðurinn er við ISIS.
Rússland einfaldlega skilgreinir alla sem berjast við Damaskus, sem hryðjuverka-öfl. 
Þú greinilega notar þá skilgreiningu Kremlverja, án gagnrýni.

    • Eins og ég hef áður útskýrt fyrir þér, almennt séð þá þjóna aðgerðir Tyrkja, markmiðum Evrópu og NATO.

    • Vegna þess, að það þjónar þeim markmiðum, að andstæðingar Assads séu studdir, a.m.k. að nægilegu leiti til þess.

    • Að Assad geti ekki klárað sínar umfangsmiklu hreinsanir á Súnní Araba meirihluta íbúa - - en á svæðum uppreisnarmanna, eru milljónir Súnní Araba, sem enginn vafi getur verið á að mundu leggja á flótta.

      • Ef Assad og Íranir fá að klára umfangsmestu þjóðernishreinsanir síðan Þjóðverjar voru hreinsaðir frá A-Prússlandi á sínum tíma.

      • Getur það ekki haft annað, en mjög alvarlegar afleiðingar innan Mið-Austurlanda, þ.s. meirihluti íbúa er Súnní.

      Þ.e. að auki rétt í skilningi siðferðis, að styðja þau sjónarmið Tyrkja - að hindra að þessar hreinsanir á meirihluta íbúa Sýrlands, fái að ganga fram að fullu leiti.
      Ég efa að þú samþykkir þann punkt, þ.s. þú virðist samþykkja hvað sem er sem Kreml segir, þó það gangi augljóslega gegn staðreyndum máls.

        • Ef V-Evr. og NATO, mundi ekki styðja Tyrki í því að forða þeirri útkomu, er best verður forðað með þeim hætti - að styðja uppreisnarmenn að nægilegu marki að þeir geti haldið velli, þrátt fyrir loftárásir Rússa, árásir stuðningsmanna Írans, og hersveita frá Íran.

        • Þá er að auki engin ástæða fyrir Tyrki, að senda ekki þær milljónir flóttamanan, til Evrópu.

        Síðan að sjálfsögðu væri afar hættulegt fyrir Evrópu, að leyfa Rússlandi að styðja stjv. í Damaskus að klára þær hreinsanir, einnig vegna þess ---> Að í kjölfarið gæti stríðið breiðst víðar um Mið-Austurlönd, smám saman breyst yfir í að vera - svæðis stríð eða regional war.

        Það sé afar mikilvægt, að forða því að stríðið breiðist frekar út.
        Sem aftur beinir sjónum að því, að styðja uppreisnarmenn, svo þeir haldi velli.

        En stríðinu verði best haldið í skefjum, með þeim hætti, að endanlegum sigri Damaskus með aðstoð Írana og Rússa verði forðað.
        Þá auðvitað er stuðlað að því, að unnt verði að semja um endalok þess - þ.e. skiptingu landsins. 
        En meðan aðilar halda þeir geta sigrað á bardagavelli, þá eru slíkir samningar ómögulegir.

        Það tel ég vera stefnu NATO og Tyrkja, eins og nú er komið, að viðhalda "impasse" þangað til að stríðsþreita verður nægilega meðal Bandamanna Assads, þar á meðal Rússa <--> Til þess að þeir sætti sig við skiptingu Sýrlands, milli Súnní Araba hluta íbúa og hinna sem styðja Damaskus.

        Það sé siðferðislega rétt að auki.

        Kv.

        Einar Björn Bjarnason, 10.12.2015 kl. 11:34

        3 Smámynd: Borgþór Jónsson

        Mig langar kannski að bæta við í sambandi við gasflutningana í gegnum Úkrainu.

        Fyrir valdaránið í Úkrainu lyftu Evrópuríkin gjarnan undir þau átök sem voru á milli Rússa og Úkrainumanna ,t.d. 2009 þegar Úkrainumen voru að stela gasinu sem var á leið til Evrópu.

        Það kitlaði alltaf svolítið að gera at í Rússum

        Nú hefur staðan breyst,Úkraina er ekki lengur vandamál rússa og ef þeir fara aftur að stela gasi þannig að rússar þurfi að loka ,þá verða það Evrópuríkin sem pressa á &#39;Ukrainumenn en ekki Rússar.

        Úkrainumenn eru ekki lengur sérlega vinsælir í Evrópu og ríkin þar munu ekki taka því sérlega vel ef þeir fara að fikta í gasflutningunum.

        Varakanslari Þýskalands hefur þegar sagt að Nordstream 2 sé eingöngu mál Rússa og Þjóðverja og ESB verði ekki spurt álits.

        Hafa verður í huga að hann er í vaxandi mæli farinn að tala fyrir Þýskaland eftir að Merkel klúðraði flóttamannamálunum svo eftirminnilega.

        Gasprom stafar því ekki sérlega mikil ógn af Úkraínu lengur,en Putin vill losna við flutningsgjöldin til Úkrainu og Þjóðverjar vilja losna við vesenið sem stafar af því að klást við Nazistastjórnina.

        Borgþór Jónsson, 10.12.2015 kl. 11:34

        4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

        Varakanslari Þýskalands, hefur oft viðhalf aðra stefnu en Merkel, og verið kveðinn í kútinn.
        Síðan ræður Þýskaland ekki þessu eitt - þannig að þetta getur ekki virkað með þeim hætti, að vera bara mál Þýskalands og Rússlands.

        Á endanum eru það stofnanir ESB sem ráða þessu.
        Og þær geta vel stöðvað Nordstream 2 eins og þær stöðvuðu Southstream.

        Og ég er ekki sammála þér að Úkraínumenn séu - óvinsælli en áður.
        Þvert á móti tel ég að þeir njóti mikillar samúðar.
        _______________

        Síðan leiðir þú hjá þér að slíkar leiðslur tekur nokkur ár að reisa.
        Jafnvel þó þær fáist byggðar.

        Svo var ekkert valdarán í Úkraínu. Ríkisstjórnin einfaldlega missti sinn þingmeirihluta, þegar hluti þingmanna stjórnarfl. ákvað að semja við stjórnarandstöðuna - ganga í lið með henni.

        Talið um valdarán er lýgi.
        Úkraína hefur sætt samfelldri árás Rússlands - þess vegna eðlilega nýtur Úkraína víðtækrar samúðar.

        En ef það væri rétt hjá þér að Úkraína væri svo óvinsæl, þá væri það ekki svo að hingað til hefur það alltaf verið samþykkt innan ESB með drjúgum meirihluta að viðhalda bann-aðerðum á Rússland.

        Dæmigert fyrir þinn málflutning að þú staðhæfir gegn staðreyndum mál.

        Kv.

        Einar Björn Bjarnason, 10.12.2015 kl. 11:41

        5 Smámynd: Borgþór Jónsson

        Einar það eru engin hófsöm öfl að berjast í Sýrlandi.

        Rússar hafa ítrekað óskað eftir samstarfi við þessi ´öfl ,með ýmsum hætti,en aldrei sést tangur eða tertur af þessu fólki.

        Þeir byrjuðu á að óska eftir að þessi öfl kæmu til viðræðna til Moskvu,en enginn lét sjá sig.

        Svo óskuðu þeir sftir korti sem sýndi hvar þeir væru,af því síst af öllu vilja Rússar sprengja upp hófsamt fólk. Ekkert kort hefur borist.

        Síðan óskuðu þeir eftir að þeir gæfu sig fram við Sameinuðu þjóðirnar,en enginn hefur sést þar enn.

        Það eru engir "modreates" að berjast í Sýrlandi.

        .

        Hinsvegar er hófsöm stjórnarandstaða í Sýrlandi,en hún er ekki að berjast og henni hefur ekki verið boðið að samningaborðinu að sögn eins þingmanna hennar.

        Hins vegar hafa bandarikjamenn verið að daðra við það undanfarið að Al Kaeda sé hófsamt afl og eigi jafnvel að koma að samningunum.

        Svona er örvæntingin orðin mikil í leitinni að hófsömum hryðjuverkamönnum.

        .

        Southstream var allt öðruvísi en Nordstream 2. Southstrem átti að liggja í gegnum fjölda landa og Þýskaland var andvígt þeirri leiðslu og það sem upp á vantaði knúðu bandaríkjamenn í gegn með hótunum eins og frægt er orðið.

        Biden fór sérstaka reysu um A Evrópu til að stoppa leiðsluna enda hefði hún komið sér illa fyrir strákinn hans sem var dubbaður upp til að sjá um að það væru vandamál í Úkrainska gasflutningakerfinu. 

        Nordstream liggur hins vegar eingöngu á milli Rússlands og Þýskalands og brýtur ekki í bága við reglur ESB.Eystrasaltsríkin og pólland hafa enga möguleika á að stoppa hana ef þjóðveerjar vilja leggja hana jafnvel þó Svíar séu að dindlast þarna líka. Það er ekki einu sinni öruggt lengur að Pólverjar leggist gegn leiðslunni ,þeir eru í vafa orðið að það borgi sig að hafa gasflutninga til Evrópu í höndum Úkrainu. Það er að kólna verulega í samskiftum Pólverja og Úkrainumanna vegna dýrkunar þeirra á Bandera sem er ekki sérlega vinsæll í Póllandi ,þó þú sjáir ekkert athugavert við hann.

        Þó að Nordstream taki tvö ár í byggingu skiftir það engu máli,Evrópuríkin munu halda Úkrainu í skjefjum þangað til.Ekkert liggur á.

        .

        Það var ekki skrýtið að atkvæðagreiðslurnar í þinginu færu með þessum hætti,enda stóð Dmitry Yarosh fyrir utan dyrnar með Kalisnikov og stjórnaði atkvæðagreiðslunni ásamt um það bil 500 félögum sínu.

        En eins og lesendur vita kannski ekki allir er Dmitry Yarosh hryðjuverkamaður og Nazizti til margra ára.

        Borgþór Jónsson, 10.12.2015 kl. 12:29

        6 Smámynd: Guðmundur Jónsson

        "Rétt að árétta hvað ég hef áður bent á, að staða Tyrklands í deilu við Rússland um Sýrland, og Mið-austurlönd; er afar sterk. Þarna ræður landafræðin miklu - það að Tyrkland ræður yfir sundunum milli Svartahafs og Miðjarðarhafs; og getur afar auðveldlega lokað þeim fyrir umferð rússneskra skipa. Aðgerð er á skammri stundu, mundi gera það nær óframkvæmanlegt fyrir Rússa, að viðhalda aðgerðum sínum innan Sýrlands."   

        Rúsar eru stórveldi í hrenaðarlegu tilliti,  þeir gera það sem vilja þarna, Tyrkir eru ekkii fyrir þeim nema að Putin vilji halda friðin við þá.

        Guðmundur Jónsson, 10.12.2015 kl. 14:02

        7 Smámynd: Snorri Hansson

        Einar ,ég get glatt þig með því að &#132;hófsamur&#147;  hópur  uppreisnar manna á Hóms svæðinu hefur náð &#132;samkomulagi&#147; við Sýrlensk yfirvöld.

         Fangar tilheyrandi þeim hafa verið leystir úr haldi og allur hópurinn alls um 700 manns var fluttur á stað nálægt landamærum Libanon síðastliðna nótt.

         Þeir máttu hafa handvopnin með sér en annað skildu þeir eftir.  Samhvæmt samkomulaginu mega þeir koma aftur að tæpum mánuði liðnum sem almennir borgarar.

        Þetta er að sögn Sýrlensra aðila, fimmti &#132;samningurinn&#147; að svipuðu tagi og fleiri eru í undirbúningi.

        Eftir því sem þessum &#132;samningum&#147; fjölgar  batnar geta Sýrlenska hersins til að sinna stærri svæðum landssins. Auðvitað með stuðningi Rússneska flugherssins.

        Þá get ég einnig frætt þig um að hetjurnar sem skutu á flugmenn Rússnesku her þotunnar, reynast vera ekta Tyrkir en ekki af þessum Turk þjóðflokki sem haldið hefur verið fram.

         

        Snorri Hansson, 10.12.2015 kl. 17:55

        8 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

        Tyrkir eru í svolítið vondum málum núna.

        Allir vita að þeir hafa verið að hjálpa verst liðnu hryðjuverkasamtökum síðari tíma - bæði með því að leyfa þeim að fara um landamæri sín með vistir og mannskap, (þetta vita bandaríkjamenn - var unnt að sjá á BBC & CNN) og með því að kaupa af þeim olíu.  Þetta hafa Rússar á hreinu.

        Tyrkir tapa miklu meira á viðskiftaþvingunum rússa en rússar.

        Svo eru draumórar í þeim að ætla að fara að loka einhverjum siglingaleiðum.  Þær verða bara opnaðar aftur með valdi.

        Tyrkir eru nefnilega engan vegin jafn öflugir og rússar.

        Þeim stendur til boða að vera til friðs, og allt verður status quo, eða vera með læti, og þá er eins víst að þeir missi land - kúrdahéruðin, yfirráð yfir siglingaleiðum og margt annað.

        Það er staðan sem þeir hafa komið sér í.

        Það að andstæðingar þeirra eru gjaldþrota gerir stöðuna ekkert betri fyrir þá.

        Ásgrímur Hartmannsson, 10.12.2015 kl. 18:45

        9 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

        Ég ætla ekki að blanda mér í deilur hér, nema til að leggja fram eina landfræðilega athugasemd.

        Það er engin leið að leggja pípu á milli Þýskalands og Rússlands án þess að fleiri lönd eigi aðild að málinu.

        Annað hvort Eystrasaltslöndin og Pólland, eða hins vegar Finnland, Svíþjóð og Danmörk. Þegar núverandi pípur voru lagðar (þær eru tvær ef ég man rétt) var því ákveðið að velja leið sem fól í sér samninga við Finna, Svía og Dani, því það var talið auðveldara viðureignar. 

        Eystrasaltslöndin og Pólland höfðu umsagnarrétt frá umhverfsisjónarmiði.

        Það er því engin leið að halda því fram að ákvörðunin sé aðeins Þýskalands og Rússlands. Ég held hins vegar að "Sambandið" hafi enga beina aðkomu að málinu.

        Hitt er svo að í sögulegu samhengi hafa önnur ríki við Eystrasalt (þar með taldir Finnland) ekki góða reynslu af því þegar þjóðverjar og Rússar/Sovétríkin ætla sér að fara að "skipuleggja" svæðið.

        Það gæti orðið erfiðara að fá samþykki hjá Svíþjóð og Finnlandi nú, en var áður, enda ýmislegt breyst síðan Nordstream pípan var lögð.

        G. Tómas Gunnarsson, 10.12.2015 kl. 19:09

        10 identicon

        Einar, þú ert sjálfur hlutdrægur og rússafóbían alveg botnlaus.

        Í fyrsta lagi, þarf maður ekki annað en að líta á kort til að sjá hvernig hergögn og nauðsynjar eru fluttar um Sýrland.  Tyrkland, var hér "augljóst".  Það var lykillinn að landvinningum ISIS, og lykillinn að hreifanleika þeirra til og frá Evrópu.  Nú hafa Rússar nánast lokað þessu svæði, og þá kemur til staðar næsta flutningaleið ... frá Jórdaníu, til Homs, til Idlib og þaðan til Aleppo.  Bardagarnir sem hér eiga sér stað, eru til að "kyrkja" flutningar á hernauðsynjum.  Undanfarna daga, hafa Sýrlendingar með aðstoð Rússa nánast bundið lok á þetta, en ISIS bregst við og Ræðst að Homs héraði til að brjóta þessa leið.  Ástæða þess að ISIS leggur til núna, er sú að þessi sama leið verður aðal lífæð Sýrlenska hersins í Idlib og Aleppo héraði.

        Svo að þessar hugmyndir þínar um það að ISIS og Uppreisnarmenn Tyrkja, séu ekki á sama bandi, eru því miður bara kjánaskapur.

        Sama og hugmyndirnar að Tyrkjabælinu í Írak ... þú leggur ekki einu sinni hugan að því að þessir aðilar séu ISIS, sem búnir eru að taka niður grímurnar.

        Síðan vil ég benda á það, að Bretar byggðu heimsveldið sitt á Ópíum ... hvar Kína varð fyrir barðinu á þeim, og var grundvöllurinn að Sinai stríðinu, en Bretar villdu fá Ópíum lögleitt.  Bandaríkjamenn hafa stundað sömu viðskipti, bæði í Asíu og nú í Afghanistan sem framleiðir meiri hluta eyturlyfja veraldarinnar, undir "vernd" kanans og NATO.  Tyrkland, hefur alla tíð, ásamt löndum mið-austurlanda, verið tengt eyturlyfjum, smygli og mannsali.

        Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 10.12.2015 kl. 23:15

        11 Smámynd: Snorri Hansson

        Hér er grein sem er eiginlega allherjarlausn á öllum mínum vangaveltum um :

        Hvað í ósköpunum er það sem veldur þessum ósköpum!?

        Ég ráðlegg fólki að lesa vel og skoða vel myndir og video:

         

        http://www.inspiretochangeworld.com/2015/11/why-russia-aggressively-went-into-syria-to-support-syrian-president-bashar-al-assad/)   

        Snorri Hansson, 11.12.2015 kl. 01:16

        12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

        "Guðmundur Jónsson, -  Rúsar eru stórveldi í hrenaðarlegu tilliti,  þeir gera það sem vilja þarna, Tyrkir eru ekkii fyrir þeim nema að Putin vilji halda friðin við þá."

        Nei. Rússar hafa afskaplega takmarkaða getu, til að styðja liðssveitir á erlendri grundu.
        Það skiptir ekki í þessu tilliti máli - hve fjölmennan her Rússar hafa í Rússlandi sjálfu.

        Þarna ræður öllu, hver geta þeirra er til að styðja lið í Sýrlandi.
        Ef Tyrkir loka sundunum.

        Sú geta er einfaldlega ekki fyrir hendi.
        Síðan er það rangt hjá þér - að Tyrkland sé hernaðarlega veikara en Rússland.

        Tyrkland ræður yfir ca. álíka fjölmennum her og Rússland.
        Og sá her er í engu, tæknilega lakari.

        Tyrkir ráða ekki yfir kjarnavopnum, eða, kjarnorkukafbátum.
        En í þessu samhengi - skiptir það ekki máli.
        Þ.e. þ.e. ekki möguleiki að Rússar mundi af fyrra bragði - ráðast með kjarnavopnum á Tyrkland.
        Pútín mundi ekki fórna rússnesku þjóðinni - fyrir Sýrland.
        Vegna þess, að Pútín er ekki - galinn.

        Kv.

        Einar Björn Bjarnason, 11.12.2015 kl. 01:34

        13 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

        Snorri Hansson - Þessi kenning er augljóst bull.

        Einhver lína sem einungis var á hugmyndastigi, getur ekki skipt nokkru máli.
        Það virðist afar ósennilegt að hún hefði getað verið framkvæmanleg, sbr. leiðin bersýnilega afskaplega ótrygg - t.d. Írak augljóst algerlega ófært um að tryggja öryggi á eigin landi, alltof mikil hætta á að hún yrði fyrir hryðjuverka-árásum, eiginlega virðist mér klárt að Írak hefði ekki haft bolmagn til að hindra að hún yrði reglulega - sprengd.

        Get ekki kallað þessi áform annað en fantasíu.
        Líkur á að hún yrði reist - það fjarskalega litlar.
        Að það sé eiginlega - snargalin hugmynd, að halda því fram að hún geti hafa skipt nokkru hinu minnsta máli, í reikningi landa.
        ______________
        Þ.e. líka vel vitað hvað gerðist í Sýrlandi.
        Þ.e. uppreisn sjálfssprottinn í landinu.

        Menn verða að útskýra - af hverju það standist ekki, að um sjálfssprotta uppreisn hafi verið að ræða. Þ.s. eftir allt saman, hefur þessu landi verið stýrt af ógnarstjórn í áratugi.
        Sú ógnarstjórn, hefur verið allan tímann - minnihlutastjórn Alavíta.
        Sem hafa miskunnarlaust, fótum troðið aðra landsmenn.

        Og menn virðast m.ö.o. halda því fram, að slíkt stjórnarfar - geti ekki hafa valdið smám saman það mikilli óánægju meðal meirihluta landsmanna.
        Að landið hafi verið orðið að - - Púðurtunnu.

        Á þessu atriði - - falla allar þær samsæriskenningar, sem reyna að halda því fram - að utanaðkomandi öfl, hafi búið uppreisnina til.

        Ég hafna öllum slíkum kenningum, án nokkurra undantekninga.
        Þ.s. ég tel það augljóst - að landið hafi eftir áratuga afar spillta ógnarstjórn, er hlóð undir hluta landsmanna - meðan að meirihlutinn var fótum troðinn.
        Verið orðið að Púðurtunnu.

        Uppreisnin hafi verið eðlileg í því samhengi, þess uppsafnaða haturs ástands sem stjónarfarið sjálft hafi löngu verið búið að skapa.

        Kv.

        Einar Björn Bjarnason, 11.12.2015 kl. 01:45

        14 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

        Ásgrímur Hartmannsson, --- Þetta eru allt, ósannaðar ásakanir.

        Það að þær koma frá rússn. fjölmiðlum - sama tíma og Rússland hefur lent í deilu við Tyrkland. Líklega þíðir, að um er að ræða - - "smear campaign" sem fyrirskipuð hafi verið í Kreml.

        M.ö.o. sé sennilega enginn flugufótur raunverulega fyrir þeim.
        Enda erfitt að sjá - - hvaða hag Tyrkland hefði af því að styðja ISIS.

        Hinn bóginn er sannað 100% að Assad sjálfur - hefur verið meginkaupandi olíu og gass frá þeim lindum sem eru í Sýrlandi.
        Líklega gerði Asssad samkomulag v. ISIS - en Damaskus var meginnotandi olíunnar og gassins frá sýrlenskum olíu og gaslindum, áður.
        Hélt einfaldlega áfram - að fá þá olíu og gas, eftir að ISIS tók þær lindir yfir.

        Það þíðir - að Assad hefur þar með stórum hluta, fjármagnað aðgerðir ISIS í Sýrlandi sl. 2 ár.

        Þetta er sannað! Þ.e. ekki "speculation" eins og ásakanir gegn Tyrklandi eru.

        Kv.

        Einar Björn Bjarnason, 11.12.2015 kl. 01:50

        15 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

        Snorri Hansson,- - Engar frásagnir frá Damaskus, eða, Moskvu. Er unnt að taka trúanlegar. Nema að unnt sé að finna gögn frá ótengdum 3-aðila.

        Án slíkrar staðfestingar - sé engin leið að taka þessu trúanlegu.

        Kv.

        Einar Björn Bjarnason, 11.12.2015 kl. 01:52

        16 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

        Bjarne Örn Hansen, -- Eina ferðina enn, Nei Tyrkir eru ekki að styðja ISIS. Og aftur nei, þeirra aðgerð í Tyrkja í Írak - felur ekki í sér stuðning við ISIS. Fullyrðingar þínar endurteknar eru bull - en Tyrkir eru að athafna sig á svæði sem hersveitir Kúrda stjórna.

        Þetta er gert í samstarfi við Kúrda - enda heimila Tyrkir kúrdum að selja olíu í gegnum Tyrkland. Hafa því gott efnahagslegt tak á íröskum Kúrdum.
        Og þeir eru þarna að þjálfa liðssveitir sem ætlað er að vera undir stjórn - fyrrum landsstjóra héraðsins, sá er Súnni Múslimi - og virðist vinna nú fyrir Tyrki.

        Það að írösk stjv. eru á móti þessu - er einfaldlega vegna þess, að þeim stendur stuggur af því, að Tyrkir í reynd - - stjórni svæði sem enn a.m.k. formlega tilheyrir Írak.
        ______________

        Þetta tal um að meginflutningaleið hergagna til ISIS liggi um Tyrkland - er blaður.

        Aftur á móti, er vitað að ISIS kaupir megni af sínun hergögnum, af sýrlenskum aðilum - þ.e. vopnasölum.
        Langsamlega sennilegast er að mikið til komi þau hergögn frá sýrlenska hernum.

        En ISIS beitir rússneskum hríðskotaryfflum og vélbyssum af einhverri góðri ástæðu. Sem líklega er sú, að auðveldar sé að útvega skotfæri fyrir þau vopn - innan Sýrlands, en t.d. fyrir vestræn vopn sem vitað er að ISIS einnig ræður yfir eftir að þeir náðu vopnabirgðum af íraska hernum.

        Líklegast er um að ræða spillingu innan sýrl. hersins, þ.e. þeirra sem stjórna vopnabúrum, og, einstakra liðsmanna og yfirmanna sýrl. hersins. Enda geta þeir aðilar fengið ágætar aukatekjur persónulega, af því að selja skotfæri til vopnasala.

        ________________

        Tyrkir eiga engin rússn. vopn - né rússn. skotfæri. Þar með væri slík smygleið, algerlega - gagnslaus.

        Í Sýrlandi er mikið til af gömlum skotfærum - ISIS virðist einnig kaupa mikið af skotfærum í Írak, væntanlega frá íraska hernum.

        Mjög líklega ræður einnig spilling för.

        Kv.

        Einar Björn Bjarnason, 11.12.2015 kl. 02:03

        17 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

        USA, það er &#132;?&#147; bjó til ISIS og Tyrkland vinnur með ISIS

        Vonandi standa herir USA og Rússlands saman og láta ekki plata sig í þriðju heimstyrjöldina.

        Lauslega endursagt

        Hér er sagt að USA hafi búið til ISIS, og að USA láti ISIS vita með 45 mín. fyrirvara þegar og ef USA geri loftárás á ISIS.

        Loftárásir Rússa eyddu 472 skotmörkum hryðjuverkamanna í Sýrlandi á 48 klst og 1000 olíuflutningabílum á 5 dögum.

        Rússar fóru í alvöru að eyða ISIS.

        Frakkar eru með leiksýningu þegar þeir segjast vera að ráðast á ISIS.

        The REAL Reason Why Turkey Shot Down Russian Fighter Jet! WHAT THEY DON&#39;T WANT YOU TO KNOW!

        https://www.youtube.com/watch?v=Tc8st7GIkIk

        Þarna eru ýmsar forvitnilegar slóðir.

        Egilsstaðir, 11.12.2015  Jónas Gunnlaugsson

        Jónas Gunnlaugsson, 11.12.2015 kl. 07:40

        18 Smámynd: Guðmundur Jónsson

        Einar

        ""Tyrkland ræður yfir ca. álíka fjölmennum her og Rússland.

        Og sá her er í engu, tæknilega lakari""

        Þarftu ekki að endurskoða þetta eitthvað ?

        Guðmundur Jónsson, 11.12.2015 kl. 11:05

        19 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

        Heldur fólk hérna að Tyrkland hafi bara lifað sem blóm í eggi og aldrei heyrt af hryðjuverkamönnum?

        Hefur fólk heyrt um terror arm PKK?

        Þetta er rétt hjá okkur og PKK hafa oft framkvæmt terror-aðgerðir í Tyrklandi.

        Þetta er meir að segja það nálægt að fyrir nokkrum misserum voru íslendingar á sólarströnd í Tyrklandi og þá voru þeir að sprengja á svæðinu, þ.e. ferðamannasvæðinu, bara fyrir utan gluggann á hótelinu nánast.

        Fólk má ekki vera svona óyfirvegað í greiningu alþjóðamála (ekki frekar en innanlandsmála).

        Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.12.2015 kl. 13:29

        20 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

        Við erum ekki að segja við þig að okkar pokemon sé betra en þitt.

        Þú getur dundað þér við að finna herstyrk hvors lands um sig.  Það eru aðgengilegar upplýsingar.  Herstyrkur allra landa er þekktur.

        Hérna: http://edition.cnn.com/2015/08/12/opinions/turkey-isis-pkk/

        Tyrkir hafa verið að leyfa ISIS að fara yfir landamæri sín, fram og aftur, til að sækja vopn og mannskap til þess að aðstoða þá við að berja á Kúrdum.

        Eða hér er meira *blunt* útgáfa af þessu: 

        http://www.dailymail.co.uk/news/article-2811338/Oh-lovely-war-Remarkable-video-shows-ISIS-fighter-strolling-right-Turkish-border-checkpoint-relaxing-chat-guards.html

        Ásgrímur Hartmannsson, 11.12.2015 kl. 16:27

        21 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

        Eg segi fyrir mig, að ég hef ekki einu sinni athugað þessa Tyrklands-Isis tengingu.  Ég nenni því ekki.  Vegna þess einfaldlega, að mér þykir nokkuð augljóst að menn eru að oftúlka alveg svakalega.  

        Hinsvegar eru tyrkir alveg í erfiðri stöðu þarna.  Flókinni stöðu.  Þeir vilja ekki að PKK hagnist á Isis o.s.frv.

        Það er náttúrulega ekkert alltaf allt eftir bókinni þarna.  

        Þarna er einfaldlega stríð sem hefur flókinn bakgrunn og ýmsa anga eða afleggjara.

        En tyrkir eru ekkert bottom læn varðandi Isis.

        Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.12.2015 kl. 19:33

        22 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

        Jónas Gunnlaugsson, - - Jónas, þú tekur mark á einhverjum YouTube myndböndum. Virkilega.
        Engin leið að vita hver er að baki þeirra fullyrðinga sem þarna eru settar fram.

        Það getur verið hver sem er - meira að segja rússn. leyniþjónustumaður, m.ö.o. áróðursmyndband. Þ.s. sá sem þarna fer fram, gefur ekki upp nafn - eða upplýsingar um á hvers vegum, þá er það allt eins líklegt og hvað annað.

        Kv.

        Einar Björn Bjarnason, 14.12.2015 kl. 00:50

        23 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

        Ásgrímur - varðandi þetta videó, þá segir þessi setning allt sem segja þar - "The footage has not been independently verified."

        1. Sviðsetning getur verið á allt öðrum stað, innan Sýrlands á svæði undir stjórn ISIS.
        2. Allt sem sést geta verið leiktjöld, þ.e. menn í búningum er hefur verið stolið, og þar á meðal tæki - en ISIS tók mikið magn af bandar. smíðuðum tækjum og vopnum, 2014 þegar þeir tóku vopnageymslur íraska hersins.
        3. M.ö.o. þeir hafa allt sem til þarf, til að falsa eitt stykki myndband.
        ___________

        Þegar það hefur ekki verið - staðfest af óháðum aðila.

        Er engin leið að vita - hvort það var raunverulega tekið á þeims stað, sem sagt er að það hafi verið tekið á.
        Eða hvort það eru raunverulega ISIS liðar á mynbandinu, eða raunverulega Tyrkir.
        Eða á hvaða tíma það hefur verið tekið - en mörg myndbönd tekin fyrir mörgum árum, hafa verið notuð aftur - sögð sína allt annað og á allt öðrum tíma.
        ____________

        M.ö.o. - myndband eitt og sér, getur ekki talist sönnun.
        Fyrr en eftir að það hefur verið rækilega rannsakað.
        Og komist að því, hver tók það og hvenær.

        "Tyrkir hafa verið að leyfa ISIS að fara yfir landamæri sín, fram og aftur, til að sækja vopn og mannskap til þess að aðstoða þá við að berja á Kúrdum."

        Það eru ekki til ásakanir um tengsl tyrkja og ISIS, sem hafa verið sannaðar eða staðfestar af 3-óháðum aðila.

        Kv.

        Einar Björn Bjarnason, 14.12.2015 kl. 01:00

        24 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

        Guðmundur Jónsson - Einar

        ""Tyrkland ræður yfir ca. álíka fjölmennum her og Rússland.

        Og sá her er í engu, tæknilega lakari""

        Þarftu ekki að endurskoða þetta eitthvað ?

        ---------

        Nei. Margir leiða hjá sér, að einungis ca. 1/3 hluti rússn. hersins hefur verið tæknilega uppfærður sl. 20 ár.
        M.ö.o. meir en helmingur rússn. hersins er tæknilega úreltur.
        Einungis á bilinu 1/3-2/5 er góður.

        Ástæða - Rússar hafa ekki efni á að gera meira.
        Ástæða - Rússar eru að rembast við að halda uppi her upp á millj. manns, með landsframleiðslu ca. álíka stóra og landsframleiðsla Ítalíu.
        ____________

        Tyrkland sennilega hefur stærra hagkerfi. Og það hagkerfi er að auki, hratt vaxandi. Tyrkir eru enn að fjölga sér - meðan Rússum fækkar hraðar en nokkurri Evr. þjóð.

        Það þíðir - að Tyrkland er óðum að styrkjast, meðan að Rússlandi fer hnignandi og það frekar hratt.
        ____________
        Síðan geta Rússar einungis - beitt litlum hluta herafla síns, í Sýrlandi.
        Og ef Sýrlendingar loka sundumum, þá innan nokkurra vika - hverfur sú geta Rússl. alfarið.

        Þess vegna blasir við, að staða Rússlands í Sýrlandi er alfarið háð góðvilja Tyrkja.
        Tyrkir geta hvenær sem er - beitt aðgerðum sem duga til að staða Rússa í Sýrlandi, getur vart annað en hrunið.

          • Staða Pútíns á þessu svæði, er afskaplega veik - ef Tyrkland verður óvinveitt.

          Þess vegna er rökrétt að Pútín semji við Erdogan.
          Eða ella hverfi heim með liðsafnað sinn.


          Kv.

          Einar Björn Bjarnason, 14.12.2015 kl. 01:08

          25 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

          Við verðum að muna hvernig við vorum úthrópaðir vegna Ísave af þessum Heimsfjölmiðlum.

          Svo kom í ljós að við áttum ekki að greiða skuldir einkabanka.

          Öllum þessum heimsfjölmiðlum er stjórnað, og reyndar Ríkisútvarpinu líka.

          Þeirra fréttir eru allar ritskoðaðar líka.

          Það er betra að lesa og hlusta í allar áttir.

          Auðvitað lest, hlustar þú á þetta.

          Það fyrsta sem glatast í stríði er sannleikurinn.

          Egilsstaðir, 17.12.2015  Jónas Gunnlaugsson

          Jónas Gunnlaugsson, 17.12.2015 kl. 14:18

          Bæta við athugasemd

          Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

          Um bloggið

          Einar Björn Bjarnason

          Höfundur

          Einar Björn Bjarnason
          Einar Björn Bjarnason
          Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
          Jan. 2025
          S M Þ M F F L
                1 2 3 4
          5 6 7 8 9 10 11
          12 13 14 15 16 17 18
          19 20 21 22 23 24 25
          26 27 28 29 30 31  

          Eldri færslur

          2025

          2024

          2023

          2022

          2021

          2020

          2019

          2018

          2017

          2016

          2015

          2014

          2013

          2012

          2011

          2010

          2009

          2008

          Nýjustu myndir

          • Mynd Trump Fylgi
          • Kína mynd 2
          • Kína mynd 1

          Heimsóknir

          Flettingar

          • Í dag (21.1.): 0
          • Sl. sólarhring: 3
          • Sl. viku: 35
          • Frá upphafi: 0

          Annað

          • Innlit í dag: 0
          • Innlit sl. viku: 34
          • Gestir í dag: 0
          • IP-tölur í dag: 0

          Uppfært á 3 mín. fresti.
          Skýringar

          Innskráning

          Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

          Hafðu samband