9.12.2015 | 02:48
Áhugavert hvernig Donald Trump virðist vera að gera tilraun, til að skapa nokkurs konar McCarty stíl andrúmsloft í Bandaríkjunum
Ástæðu þess að Donald Trump virðist beina sjónum sérstaklega að Múslimum í Bandaríkjunum, og ferðum Múslima til Bandaríkjanna - - er atburður er varð 2. des. sl., þegar ungt par bæði Múslimar eiginmaðurinn fæddur í Bandaríkjunum en eiginkonan upphaflega frá Pakistan, drápu 14 manns með hríðskotaryfflum.
Trump defends proposed Muslim ban from U.S. as outrage mounts
- Í skemmtilegri kaldhæðni, keyptu þau öll sín skotvopn, löglega - og við rannsókn á heimili þeirra, reyndist vopnasafn þeirra hjóna - magnað að vöxtum. En fyrir utan skotvopn, og 6.000 skothylki, höfðu hjónin búið til fjölda rörasprengja - nokkra tugi.
- Til að byrja með, vakti þessi skotárás - enga sérstaka umfram-athygli, þ.e. enn ein skotárásin, enda Bandaríkjamenn nánast orðnir vanir slíkum atburðum.
En einungis nokkrum vikum fyrr - var framkvæmd banvæn skotárás í bandarískum skóla, er varð 9 manns að fjörtjóni, í Rosenburg - Oregon:
Deadliest U.S. mass shootings | 1984-2015.
- Það er einmitt dæmigert fyrir fjöldadráp í Bandaríkjunum, með skotvopnum - að vopnin eru keypt löglega; og ekki síst, að gjarnan á viðkomandi mun umfangsmeira vopnasafn en viðkomandi hafði tækifæri til að beita.
- Ef tekið er mið af öllum þessum fjölda skotárása er hafa orðið í Bandaríkjunum þessi 30 ár, þá er erfitt að sjá - með hvaða hætti Múslimar í Bandaríkjunum skera sig úr sem hætta fyrir bandarískan almenning.
Sennilega er óhugnalegasta árásin í Bandaríkjunum, eftir 2010 - árás er varð í des. 2012, þegar ungur maður réðst inn í barnaskóla og drap fjölda 6 ára barna ásamt kennurum; alls 27 manns.
Þegar maður horfir á þennan lista - er áhugavert hve skotárásir eru algengar.
- Langsamlega yfirgnæfandi, virðist sá sem fremur verknað - -> Vera hvítur karlmaður.
Donald Trump er að sjálfsögðu ekki að leita nokkurs sannleika.
Þvert á móti, virðist hann statt og stöðugt bulla út í eitt, og beita hroka óspart til að komast upp með ummæli sem í háu prósenti tilvika, virðast innihalda alvarlegar staðreyndavillur.
M.ö.o. -eins og ég sagði- hann bullar út í eitt.
Beitir síðan persónulegu nýði á hvern þann, sem vogar sér að svara honum.
Donald Trump virðist afskaplega fyrirlitleg persóna!
Tillögur Trump um að banna öllum Múslimum að ferðast til Bandaríkjanna, og neyða Múslima í Bandaríkjunum til að bera sérstök persónuskilríki --> Að sjálfsögðu er stjórnarskrárbrot
Það virðist alveg dæmigert fyrir tilsvör hans, hvernig þau eru algerlega gjarnan út í hött.
Þegar hann segir það fordæmi, þegar Franklin Delano Roosevelt, lét takmarka frelsi Japana í Bandaríkjunum - í kjölfar árásinnar á Perluhöfn.
Eins og það sé sambærilegur atburður!
Eða að gervallt Íslam sé í stríði við Bandaríkin - væntanlega íbúar Malasíu og Indónesíu ekki undanskotnir.
Þarna virðist Trump - höfða til samsæriskenninga um Íslam, allra lengst á jaðrinum - kenningar sem standast ekki nokkra hina minnstu skoðun, m.ö.o. - þvættingur.
- Áhugavert að Múslimar eru einungis 1% íbúa Bandaríkjanna.
- Til samanburðar, ca. 6% íbúa ESB. Í engu meðlimalanda ESB, eru Múslimar yfir 8% að heildarhlutfalli íbúa - fyrir utan Kýpur ef tyrkneski hl. Kýpur er talinn með.
- Það sýnir vel, hversu gargandi vitlausar hugmyndir - um yfirvofandi yfirtöku Múslima á Evrópu eru.
- En Evrópa með sína milli 500-600 milljónir íbúa, gæti tekið hvern einasta íbúa Sýrlands - eða 19 milljónir, án þess að prósentulega séð mundi hlutfall Múslima meðal heildarfj. íbúa, hækka að ráði.
- Sem auðvitað stendur ekki til <--> En núverandi aðflutningur, ca. ein milljón per ár, skapar íbúum Evrópu - ekki hina minnstu hættu.
- Það tæki t.d. áratugi, fyrir aðflutning á því róli, að fjölga Múslimum í ESB í 100 millj.
Á hinn bóginn, virðist ekki hætta á að sá aðflutningur - - haldist á því róli, þ.s. mjög líklegt virðist að aðflutningur frá N-Afríku og víðar, verði verulega takmarkaður.
Þá værum við aftur komin á þann stað, að fjölgun Múslima í ESB í 100 milljónir mundi taka meir en 100 ár, sennilega meir en 200.
Ef við gefum okkur, að fjölgun meðal Múslima í Evrópu - haldi áfram að vera hlutfallslega meiri en meðaltal íbúa Evrópu.
En það þarf alls ekki að haldast!
Niðurstaða
Það er einfalt mál - hugmyndir um yfirvofandi yfirtöku Múslima á Evrópu á nk. áratugum, standast ekki nokkra tölfræðilega skoðun.
Flokkast undir -> Bull.
Við skulum hafa í huga, að í Evrópu farast tugir þúsunda hvert ár - í bílslysum.
Og enn stærri fjöldi en það, ferst ár hvert af völdum sjúkdóma af margvíslegu tagi, sem unnt hefði verið að koma í veg fyrir.
Miðað við bílslys eða sjúkdóma, eru dauðalíkur af árás hryðjuverkamanna - hverfandi.
Það má flokka þá umræðu eins og hún leggur sig, sem heldur því fram að Vesturlöndum standi stórfelld ógn af Múslimum - almennt séð. Sem hræðsluáróður!
Flokkar ala á hræðslu - til þess að efla eigin áhrif.
Til að afla sér fylgis meðal íbúa Evrópu.
Svo einfalt sé það! Að þetta séu kaldrifjuð aðferðafræði, ætlað að skapa tilteknum flokkum á jaðri stjórnmála - fjöldafylgi.
- Minnir þannig að einhverju leiti á aðferðir Nasista fyrir valdatöku þeirra, þegar þeir beittu skefjalausum hræðsluáróðri gegn gyðingum.
Þannig sé aðferðafræði evr. hægri öfgaflokka, svipuð og hjá Donald Trump - þ.e. menn bulla út í eitt.
Fullyrða þvætting, með hroka og yfirlæti að vopni, og eins og Donald Trump - komast upp með.
Því blaðamenn og aðrir stjórnmálamenn, standa sig ekki nægilega vel í stykkinu - við það verk að afhjúpa augljóst bullið í málflutningi Trumps og öfgaflokka í Evrópu sem aðhyllast svipaðar skoðanir og viðhorf og Trump.
En ég hef tekið eftir hroka og yfirlæti aðila með slíkar skoðanir - hvernig þeir gjarnan grípa til þess að vega að persónu viðkomandi, tala gjarnan á þeim grunni að þeir flytji staðreyndir meðan þeir bulla, og gjarnan láta sem að þeir sem trúa ekki bullinu séu fífl af einhverju tagi.
- Eiginlega virðist þessi stefna, orðin að nýjum sértrúarbrögðum.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856024
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér Einar, varðandi þennan baulandi Trump, sem vegna auðar síns óttast ekkert og gerir tilraunir til að reigja sig eins og Mussolini, en tekst ekki að öðru leiti en því að ná óverðskuldaðri athygli á kostnað hinna skárri. Það gerir hann best með því að sína fólki undir hökuna og snúa uppá trýnið, eins og Mussolini gerði svo glæsilega.
Varðandi múslímanna, að þeir séu svo fáir að af þeim geti ekki stafað, leiðindi, áþján eða hætta, þá er ég þér algerlag ósammála. Á vestur löndum hafa innfæddir byggt upp velferðar kerfi sem eingin ástæða er til að hleypa inni í aðilum sem þar hafa aldrei lagt nokkuð til. Það er nóg til af skemmdarvörgum og þjófum á meðal okkar sjálfra þó við þurfum ekki að slást við aðflutt sníkju dýr líka.
Múslímar koma hingað til að njóta þeirra gæða sem áar okkar og við höfum byggt hér upp, en með sér að heiman hafa þeir drauginn sem hefur gert þeim ómögulegt að gera líkt og við í sínum heimalöndum. Þeir koma hingað einfaldlega vegna þess að þeir kunna ekki að eiga heima hjá sér og það er vegna þess að hin heilaga lærdóms bók þeirra segir rangt til.
Hrólfur Þ Hraundal, 9.12.2015 kl. 07:33
Hrólfur -"Múslímar koma hingað til að njóta þeirra gæða sem áar okkar og við höfum byggt hér upp..."
Það á við innflytjendur - almennt.
"Þeir koma hingað einfaldlega vegna þess að þeir kunna ekki að eiga heima hjá sér..."
Ef þú skoðar söguna, þá hafa mörg samfélög er áður -láku fólki- þróast.
Þekkt er t.d. bylgjan frá Írlandi á 19. öld, sérstaklega til Bandar.
Írar héldu áfram að leita til Bandar. fram til 8. áratugarins, er atvinnu uppbygging í Írlandi, á endanum að mestu stöðvaði það útflæði.
Mið-austurlönd eru einfaldlega í svipaðri fátækt er var á Írlandi, á árum áður.
Lausnin er sú sama og á Írlandi - hagþróun.
En það mun taka áratugi.
En innflytjenda-samfélög, sögulega séð - eru oft áhrifamikil í gamla heimalandinu, sérstaklega - - ef þau verða fjölmenn.
Ef við högum málum rétt - - þá erum við að tala um, að Múslima íbúar Evr. geti verið, jákvæð áhrif heima fyrir - - t.d. stuðlað að hagþróun heima fyrir, og, því að okkar samfélagslega hugsun, leki til baka í gegnum þá - til eigin heimalanda.
Ég reyndar lít svo á, að þegar sé sönnuð slík áhrif, sbr. svokallað "arabískt vor" sem greinilega hafi verið fyrir áhrif, lýðræðisbyltinga í A-Evr. er voru nokkrum árum fyrr.
Þó svo að arabíska vorið hafi mistekist - þá sé saga lýðræðis í heimssögulegu samhengi, gjarnan saga - endurtekinna tilrauna.
Ég á von á því, að síðar meir geti orðið - arabískt vor, taka 2.
_____________________
Reynsla almennt af innflytjendum er sú, að innflytjendur koma til að vinna, ekki til að leggjast á "kerfi."
En það að hafa fyrir því að drösla sér og sínum milli landa, er aðgerð er krefst áræði og það sem er mikilvægast - frumkvæði.
Það þíðir, að þeir eru yfirleitt sá hluti íbúa - sem hafa meira en meðaltal frumkvæði, og þ.s. á góðri íslensku nefnist - djörfung. Þ.e. þeir þora.
Vandinn sé fyrst og fremst, ef land sem þeir koma til, hefur lítt upp á atvinnu að bjóða.
Vegna þess að innflytjendur séu yfirleitt, fólk með - metnað.
Þá sé venjan sú, að ef atvinna er í boði, þá eru þeir duglegir - og sjá fyrir sér og sínum.
Ég sé ekki af hverju, reynsla af Múslimum ætti að vera önnur, en af öðrum innflytjendahópum.
Þ.e. að sjálfsögðu þekkt fyrirbæri, að ef stór fjölgun er á innflytjendum - þá safnast þeir gjarnan fyrir í "innflytjendasamfélögum."
Þetta gerðist t.d. í New York, þ.s. mynduðust heilu hverfin, þ.s. unnt var að ganga um án þess að kunna orð í ensku, jafnvel sjá sér farborða með vinnu.
Í London gerðust einnig svipaðir hluti.
Reynslan af slíku í Bandaríkjunum og í Bretlandi, er að slík innflytjendasamfélög, gerast nýt samfélaginu - þeirra sérkenni hverfa ekki endilega nærri því alveg.
En þau verða samt hluti af samfélaginu.
Það getur tekið lengur en heila kynslóð.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.12.2015 kl. 02:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning