Höfum í huga að kosningin sl. sunnudag var einungis - fyrri umferð. Á hinn bóginn, virðist Sósíalistaflokkurinn hafa hafnað að styðja hægri fylkingu Sarkozy í seinni umferð - í þeim 5 héröðum sem skv. niðurstöðu fyrri umferðar hægri fylking Sarkozy er í 2-sæti en FN er í fyrsta, þannig að það er tæknilega mögulegt að hindra yfirvofandi sigur FN í 5 héröðum af 6. Ef Sósíalistar stendur við sinn keip - en Sarkozy er mjög hataður í þeirra röðum; þá sé fátt sem komi í veg fyrir að FN nái 6 af 13 héraðsstjórnum nk. sunnudag.
Þessi afstaða Sósíalista - getur einnig bent til þess, að svipað geti gerst í forsetakosningunum eftir 18 mánuði, ef Sarkozy verður No. 2 á móti Marine Le Pen.
En líkur virðast góðar á að hún vinni sigur í 1-umferð forsetakosninga.
En einhver óvissa er nú um það, hvort Hollande eða Sarkozy verður Nr. 2, eftir að Hollande þykir hafa sýnt sköruglega framkomu í kjölfar hryðjuverkanna í París.
Á hinn bóginn, er fremur sennilegt að sú fylgissveifla geti verið búin, eftir 18 mánuði.
Þannig, að þá gæti neitun Sósíalista að styðja Sarkozy í 2.-umferð, mögulega tryggt Marine Le Pen sigur - þar með stöðu forseta Frakklands.
National Front stuns Europes political elites
Tek fram að ég er alls ekki meðal aðdáenda Marine Le Pen, eða Front Nationale
Það er líka spurning um það - hversu róttæk hún verður þegar á reynir.
Og höfum í huga, að þó FN mund ná forseta-embættinu; þá gæti Marine Le Pen endað sem veikur forseti, ef það verður þingmeirihluti andstæður Front Nationale.
En forseti Frakklands er einungis yfirgnæfandi valdamaður Frakklands - þegar flokkur forseta fer einnig með meirihluta á franska þinginu.
Þing sem væri mjög andvígt stefnu Marine Le Pen, gæti klippt mjög rækilega á möguleika forsetans, til að koma stefnu sinni fram.
- Það mundi þá reyna mjög á dyplómatíska hæfileika Marine Le Pen, þ.s. afar ósennileg sé að FN geti náð meirihluta þingmanna.
Þá yrði FN-að mynda samsteypustjórn - líklegar með einhverjum hluta hægri flokka bandalags Sarkozy. En það væri alveg hugsanlegt, að ef Sarkozy mundi tapa fyrir Marine Le Pen, að það bandalag mundi - leysast upp.
Sem gæti skapað Marine Le Pen þann möguleika, að mynda samsteypustjórn.
- Punkturinn er auðvitað sá, þó svo að afar ósennilegt sé að FN-mundi ná þingmeirihluta. Gæti FN orðið stærsti einstaki þingflokkurinn, eða sá næst stærsti.
- Þá auðvitað mundi reyna á -eins og ég sagði- dyplómatíska hæfileika Marine Le Pen.
Það sé langsamlega sennilegast, að eini möguleiki Le Pen á að - raunverulega stjórna landinu, væri að mynda samsteypustjórn þ.s. áhrif FN-væru sem mest.
En samstarfsflokkur, í slíku samhengi, yrði langt í frá áhrifalaus.
Og hefði þá hótun, að fella stjórnina - til að mynda gerólíkan meirihluta.
- Það sé þá spurning - - hvaða hlutfall af sínu prógrammi, Marine Le Pen nær fram.
- En unnt er að túlka það fremur róttækt, sbr. þjóðernis-sinnaða efnahagsstefnu, þ.s. Marine Le Pen, talar um að - berjast fyrir rétti fransks iðnaðar.
- Það hljómar eins og afturhvarf til stefnu Frakklands á 7. áratugnum. Og virðist mér sennilegt, að það mundi rekast á reglur Innra-markaðar ESB.
- Og Marine Le Pen, lofar að endurreisa Frankann.
- Því má við bæta, að Marine Le Pen, virðist höll undir skoðanir Pútíns t.d. í Mið-Austurlöndum, og hefur virst höll undir sjórnarmið þess efnis að -þrátt fyrir gríðarlega stríðsglæpi- sé vænlegast að styðja Assad. Afstaða sem ég tel afar heimskuleg. Frakkland gæti þá rekist í stefnu annarra NATO landa, spurning hvort að Frakkland mundi endurtaka afstöðu Frakklands til NATO frá 7. áratugnum, þegar Frakkland neitaði að taka þátt í hernaðarsamvinnu NATO þjóða - þó að Frakkland væri meðlimur.
Rétt að árétta - - að samstarfsflokkur eða flokkar FN, ef Marine Le Pen, mundi takast að mynda samsteypusjórn; hefðu mikla möguleika til að - milda þessa stefnumörkun.
Eða, ef Marine Le Pen mistekst að mynda samsteypustjórn - og ríkisstjórnin ásamt þingmeirihluta er í eiginlegri andstöðu við forseta sinn.
Þá gæti ríkisstjórnin og þingið, væntanlega að mestu hindrað Marine Le Pen í að ná sínum megin málum fram.
- Nettó útkoma af því, yrði þó sennilega - nokkurs konar stjórnleysi, eða, stjórnlömun.
- Því væntanlega mundi Le Pen ekki hika við að - beita neitunarvaldi. Þó að þingið geti samþykk lögin aftur með nægum meirihluta --> Spurning þó hvort að sá nægilegi meirihlut væri til staðar. Það getur farið þannig að hann væri til staðar.
Það er nefnilega málið - að úrslit þingkosninganna sem haldnar verða samhliða, eru ekki síður mikilvæg, en úrslit forsetakosninganna; þó tilhneyging sé sögulega að stara meir á forsetakosningarnar.
Niðurstaða
Það er nefnilega langt í frá öruggt að hugsanlegt kjör Marine Le Pen sem forseta Frakklands mundi verða sá mikli landskjálfti sem a.m.k. sumir vonast eftir. Lykillinn að því að hún verði sterkur forseti, fær um að ná sínum málum fram, eru úrslit þingkosninganna - sem fara fram samhliða.
Vegna þess að afar ósennilegt er að FN-geti náð þingmeirihluta, blasir við nær öruggt - að samsteypustjórn væri eini möguleiki Marine Le Pen, að ná sínum málum fram.
Samstarfsflokkur hefði alltaf sterka stöðu í samstarfinu, vegna þess að það geti verið raunhæf hótun - að fella stjórnina og mynda aðra samsteypustjórn yfir til vinstri.
Það gæti tekið við, tímabil mikilla átakastjórnmála í Frakklandi.
Ef Marine Le Pen, spilar það rétt, gæti hún komið sterkar úr slíkum átökum.
En þ.e. að sjálfsögðu undir hennar tjáningarhæfileikum og dyplómatískum hæfileikum komið, að hvaða marki hún hefði möguleika að ná sínu prógrammi fram.
Það mundi alveg geta farið svo, að hún næði fram einungis litlu af því.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En hvað er FN? Fyrir hvað standa þeir? Hvað er planið?
Ekkert af þessu veit ég með vissu. Wikipedia gefur mjög loðin svör.
Ásgrímur Hartmannsson, 8.12.2015 kl. 01:43
Enn ein konan sem Frans Páfi og hans baktjalda valda-co, (landa/mannræningja-stjórar heimsins), ætla að nota fyrst, til að niðurlægja síðar konur almennt.
Það vantar hreinsun í bankaræningja-pottinum í Vatíkaninu, því þaðan mun ekki koma annað en siðlaus stjórnleysis-tortíming, með brjálæðis stríðsplönuð grimmdarverk og sjúklega valdagræðgi.
Hver borgar klerkum Vatíkansins framfærslukostnaðinn óskráða? Hver borgar fyrir hertöku/aftöku-gögnin tortímandi?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.12.2015 kl. 12:24
Ásgrímur Hartmannsson, - Það sem maður hefur heyrt, hljómar gamaldags, þess vegna nefni ég 7. áratuginn - forsetatíð De Gaulle.
Mér virðist það helst einkenna stefnu FN - afturhvarf, áhersla á að endurreisa gildi sem talin hafa verið á fallandi fæti, leitun til þess samfélags - sem var í Frakklandi á árum De Gaulle.
Ef maður sleppir - andstöðu við innflytjendur. Þá virðist mér stefna FN, vera klassísk þjóðernis-sinnuð stefna, með áherslu á þætti sem taldir eru -franskir,- endurreisn þjóðlegra gilda sem menn telja hafi verið í hnignun.
Það mundi ekki koma mér á óvart, að FN mundi leita til baka til "national champions" stefnu gömlu Gaullistanna, þegar áhersla var á að efla franskan iðnað, efla samkeppnishæfni útflutnings-iðnaðar, gjarnan gert með lág-gengi frankans.
Þess vegna sennilega vill FN endurreisa Frankann.Til þess að geta hagað genginu, svo að útflutningsiðnaður fái samkeppnisforskot að nýju.
Það gæti auðvitað rekist á stefnu annarra landa.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 8.12.2015 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning