Von um frið og endurreisn miðstjórnarvalda í Líbýu

Þeir sem hafa fylgst við og við með átökum í Líbýu, vita að landið hefur verið um nokkurt skeið - klofið í tvennt. Ein fylking ræður Tripolitania svæðinu og þar með höfuðborg landsins, Tripoli. Önnur fylking er með miðstöð í borginni Tobruk í A-hluta landsins, og Cyrenaica svæðinu.

Á milli fylkinganna hefur verið - stjórnlaust svæði, og ISIS hefur tekist að koma sér þar fyrir. Miðstöð ISIS virðist vera í Surt. Síðan virðist hreyfingin ráða svæði nokkurn spöl til beggja átta.

Hvor megin fylkinganna fyrir sig - hefur forsætisráðherra, þing, og her.
2-ríkisstjórnir, sem báðar gera tilkall til alls landsins.

En það hefur verið ljóst um nokkurt skeið - að herir beggja megna ekki að ráða niðurlögum hins. Hættan af ISIS, má vera að sé að íta við fylkingunum, að semja frið sín á milli.

Rival Libyan lawmakers sign proposal for peace deal

Libya's rival parliament reach tentative agreement

Long-awaited breakthrough in Libya's political deadlock

http://africaanswerman.com/wp-content/uploads/2011/03/Libya-physical-map2.gif

Um virðist að ræða beinar viðræður fulltrúa þinganna í Tripoli og Tobruk!

Þetta virðist annað ferli, en þ.s. SÞ-hefur verið með í gangi.
Fylkingarnar sjálfar - virðast hafa ákveðið að hefja viðræður.

Samkomulagið virðist ekki ganga langt - fela í sér, að hafið verði formlegt viðræðuferli þinganna 2-ja skipað fulltrúum frá báðum.
En inniheldur þó þá hugmynd, að viðræður leiði til stofnunar sameiginlegrar ríkisstjórnar innan 2-ja ára, og nýrra þingkosninga í landinu öllu innan sama tímabils.

  1. Þó ekki sjáist neitt risaskref.
  2. Þá þíði a.m.k. þetta, að fylkingarnar 2-séu að hefja formlegt viðræðuferli.
  • Og það séu þær sjálfar að gera, utan við tilraunir 3-aðila í gegnum SÞ.

Ég er í engum vafa - að í samvinnu, geta herir beggja ráðið niðurlögum sveita ISIS í landinu.
Enda hefur ISIS ekki getað tekið neinn stað, nærri valdamiðju hvorrar fylkingar.
En ræður nokkru svæði meðfram ströndinni, milli fylkinganna tveggja.

 

Niðurstaða

Strangt til tekið er ekki - algert stjórnleysi í Líbýu. Megin fylkingarnar 2-í landinu, hafa fulla stjórn hvor um sig á hluta landsins. Vestur fylkingin í Tripolitania, og, Austur fylkingina í Cyrenaica - þó skilst mér að V-fylkingin haldi enn Benghazi. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir A-fylkingarinnar að taka þá borg. Hún er þá frekar einangruð - eftir að ISIS kom sér fyrir í Surt og ræður þar næsta nágrenni til beggja handa.

En átök beggja - hafa greinilega gert ISIS mögulegt að koma sér fyrir þarna á milli.

Það verður að koma í ljós, hvernig þessu nýja viðræðuferli meginfylkinganna - mun vegna.

  • En meginfylkingunum stendur ógn af ISIS, sem hafi fullan áhuga á að skipta þeim báðum út. ISIS hafi þar með skaffað sameiginlegan óvin.
  • Eins og þekkt er af mannkynssögunni, er fátt sem er öflugari samnefnari, en sameiginlegur óvinur --> Þar með getur ISIS, án þess að ætla það endilega, stuðlað að endalokum borgaraátaka í landinu - með þ.s. fókus að snúa saman bökum gegn ISIS.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband