5.12.2015 | 02:00
Tyrkir að þjálfa íraska hermenn nærri borginni Mosul, þessu virðist beint gegn ISIS, en nýtur þó andstöðu Bagdad
Þetta er áhugaverð frétt, en það eru nokkur merkileg atriði við þetta:
- Hafa stjórnvöld í Bagdad mótmælt aðgerð Tyrkja.
- Á sama tíma, virðast tyrknesku hermennirnir vera að þjálfa Súnní araba - og njóta aðstoðar fyrrum landstjóra Ninawa héraðs; sem hrakinn var á brott af ISIS þegar Mosul féll 2014.
- M.ö.o. virðist aðgerðinni, beint gegn ISIS - - > Samtímis að hún nýtur alls ekki velvildar stjórnarinnar í Bagdad.
- Vísbending um að Tyrkir séu að leika einhvern eigin leik.
Turkish soldiers training Iraqi troops near Mosul
Lausnin getur legið í því, að Tyrkir hafi áhuga á að gera S-Írak, að áhrifasvæði sínu
Athygli hefur vakið - meðan að samskipti Ankara og sýrlenskra Kúrda eru afar slæm, eru samskipti Ankara og íraskra Kúrda - afar góð.
En íraskir Kúrdar hafa fengið að flytja út olíu frá olíulindum er þeir ráða yfir, í gegnum pípu er liggur frá N-Írak, í gegnum Tyrkland, og síðan til tyrkneskrar hafna við Miðjarðarhaf.
Það getur vart gerst, nema að góð samskipti séu milli íraskra Kúrda og Ankara.
- "A statement from the Iraqi prime minister's media office confirmed that Turkish troops numbering "around one armed battalion with a number of tanks and cannons" had entered its territory near Mosul without request or permission from Baghdad authorities."
- "It called on the forces to leave immediately."
- "In a separate statement flashed on state TV, the Iraqi foreign ministry called the Turkish activity "an incursion" and rejected any military operation that was not coordinated with the federal government."
- "A senior Kurdish military officer based on the Bashiqa front line, north of Mosul, said additional Turkish trainers had arrived at a camp in the area overnight on Thursday escorted by a Turkish protection force."
- "The camp is used by a force called Hashid Watani (national mobilization), which is made up of mainly Sunni Arab former Iraqi police and volunteers from Mosul."
- "It was formed by former governor Atheel al-Nujaifi, who is close to Turkey. There was already a small number of Turkish trainers there before this latest deployment..."
M.ö.o. virðist þetta ekki vera íslamista-hópur, sem Tyrkir eru að búa til.
Og vera undir stjórn fyrrum héraðsstjóra, sem sé tyrkjum handgenginn.
____________________________
Það væri unnt að ímynda sér þá framtíð þessa tiltekna svæðis - að Tyrkir efli þarna upp "anti ISIS" Súnní Múslima her, sem sé Tyrkjum handgenginn - í reynd tyrkneskir leppar.
Hafandi í huga að íraskir Kúrdar virðast hafa komist að þeirri niðurstöðu, að þeim sé fyrir bestu að hafa Tyrki góða.
Þá gæti þarna blasað við - - - > Tyrkneskt "protectorate" í ekki fjarlægri framtíð.
- Þá kannski verður auðveldar að skilja deilur Tyrkja og Rússa um Sýrland.
- Að máski sé sennilegar að þær deilur snúist um áhrifasvæði og völd, þ.e. að Tyrkir geti vel hugsað sér að efla innan Sýrlands á svæðum innan Sýrlands út frá landamærum Tyrklands - - sér handgengna aðila, sem séu háðir Tyrkjum um stuðning og vernd, annað "protectorate."
- Ástæða þess að Tyrkir koma með allt öðrum hætti fram við sýrlenska Kúrda, sé þá sennilega sú að sýrlenskir Kúrdar hafi ekki enn ákveðið, að beigja sig fyrir Tyrkjum - eins og íraskir Kúrdar virðast hafa ákveðið.
Niðurstaða
Ankara getur verið að sjá tækifæri í niðurbroti Sýrlands, og niðurbroti Íraks --> Að gera svæði út frá landamærum Tyrklands í báðum ríkjum, sér handgenginn - - -> Þ.e. að fyrirbærinu "protectorate."
Sú útkoma þarf ekki að vera okkur á Vesturlöndum á móti skapi.
Þ.s. Tyrkir munu vilja þá hafa aðila á þeim svæðum -> Sem þeir geta stjórnað, eða, sem a.m.k. séu það þægir að það leiði nokkur veginn til sömu niðurstöðu.
Það sé sennilegt að Tyrkir hafi í því samhengi, áhuga á að sparka ISIS frá þeim svæðum.
En Sýrland hefur ítrekað talað um að skapa - verndarsvæði innan Sýrlands út frá eigin landamærum, og sennilega er undirbúa myndun eins slíks innan Íraks út frá eigin landamærum þar.
- Ef þetta er rétt skilið, þá auðvitað er slík stefna <--> Beint á stefnu bæði Írans og Rússlands, að halda í sem mest af völdum Bagdad annars vegar og hins vegar Damaskus.
Þá verður Tyrkland í augum Pútíns - að ógn!
Þegar Tyrkland er að gera tilraun til að skapa í Sýrlandi og Írak --> Sitt eigið áhrifasvæði.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alltaf ertu í ruglinu, og kemst ekki út.
Landsvæðið, sem Tyrkir "segjast" hafa farið inn í og segjast vera að þjála er undir 100% stjórn ISIS. Það eru engir Íraksir hermenn þar að þjálfa, einu hermennirnir sem eru á þessu svæði eru ISIS.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 5.12.2015 kl. 02:24
"Landsvæðið, sem Tyrkir "segjast" hafa farið inn í og segjast vera að þjálfa er undir 100% stjórn ISIS." --- Nei, Kúrdar ráða svæðum innan Ninive héraðs þ.e. svæðum í hæðunum og fjöllunum nærri þeirra sjálfsstjórnarsvæði - þannig að Tyrkir geta auðveldlega verið að þjálfa liðsmenn sér hliðholla skv. frásögn Reuters, innan þess svæðis sem Kúrdar halda.
Tyrkir halda góðum samskiptum við íraska Kúrda - virðast gera þetta með fullri vitneskju þeirra, ef marka má frásagnir þeirra Kúrda sem blaðamenn Reuters ræddu við.
Ég sé enga augljósa ástæðu til að hafna frásögn Kúrdanna, sem blaðamenn Reuters ræddu við.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 5.12.2015 kl. 14:06
Mér skilst að þeir stefni að því að endurheita land ,þannig að landamæri þeirra verði sem næst þau sömu og fyrir fyrra stríð.
Það mundi innihalda hluta af Sýrlandi og Írak.
Borgþór Jónsson, 5.12.2015 kl. 20:45
Bölvað rugl hjá þeir Einar. Hefurðu ekki einu sinni litið á kort af bardagasvæðinu ... eða lesið viðbrögð Iran og Iraks af þessu. Ég held að Írak viti þetta betur en þú og ég. Svæðið 10km norður af Mosul, og sem Tyrkir "segjast" hafa verið að þjálfa getur hvaða kjáni séð á "opinberum" styrjaraldarupplýsingum af svæðinu að er "langt" innan svæðis ISIS. Tyrkjum var sagt af bæði Írak og Íran að "ef" þeir væru að hybja sig ... á stundinni. Aðrar fréttar segja þetta "HOAX", nema Tyrkir séu í beinu hand-banda sambandi við ISIS og fengið specialt flugfar með bandarískum flutningavélum, til að fara á svæði ISIS, og þá er verið að gantast um að ISIS, séu handbendi bandaríkjanna.
Rússar voru að enda við að flegja tonnum vopna til YPG kúrda. Kúrdar, hafa allt að vinna með að koma með "falskar" upplýsingar, til að tengja Tyrki við ISIS, enn meir en þegar er búið. Rússar ætla að sjá til þess að YPK, kúrdr, fái sitt Kurdistan (allavega þann hluta sem er í Tyrklandi), sem hefnd fyrir flugvélina. Svo þú getur alveg setið rólegur, og véfengt upplýsingar um að Tyrkir og Kúrdar séu að vinna saman ... því Tyrkir eru búnir að heyja stríð gegn þeim í áratugi, og eru "verri" en Saddam Hussein í þessu sambandi.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 5.12.2015 kl. 23:45
Almættið algóða forði fólkinu í Írak frá skepnulegu og siðblindu stríði Tyrklandsstjórnvalda.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.12.2015 kl. 00:05
Ég fór ranglega með að tyrkir væru að reyna að endurheimta landamæri fyrir WW I,hið rétta er að markmiðið er landamæri fyrir WW II sem við sjáum á þessu korti.
.
Það sem tyrkir eru að gera núna er að þjálfa nýjann hryðjuverkahóp sér handgenginn til að herja á ISIS í norður Sýrlandi og Irak.
Upphaflega áætlunin ,sem var að aðstoða ISIS til að gera út af við Sýrlenska ríkð og fara svo inn til að "berjast gegn hryðjuverkum" og taka þessi svæði sem upp á vantar. Það væri ógerningur án tilhlutunar bandaríkjamanna að ná tyrkjum aftur út af svæðinu. Hinsvega mundi þetta verða tyrkjum verulega erfitt pólitískt.
.
Núna er þessi áætlun ónýt vegna íhlutunar Rússa,Sýrlenska ríkið verður ekki kveðið í kútinn úr þessu.
Þá er næsta mál að gera út hryðjuverkahóp handgenginn sér til að taka þetta svæði og halda því með aðstoð tyrkja. Seinna mundi þetta svæði smá saman sameinst Tyrklandii í raun ,eða vera algerlega undir náð og miskunn tyrkja.
Þegar þessu nýja hryðjuverkaliði hefur verið komið á koppinn munum við sjá að tyrkir munu draga úr ,jafnvel hætta aðstoð við ISIS ,en kýla í staðinn þetta nýja lið inn .
Þessi hópur mun hafa andlit heimamanna ,en mun að sjálfsögðu draga til sín málaliða sem tyrkir hafa kostað í ISIS fram að þessu.Þetta mun veikja ISIS mikið.
.
Ég og feiri hafa oft velt fyrir sér af hverju bandaríkjamenn hafa ekki ráðist á olíulindirnar sem ISIS ræður ,svarið er að þeir vilja ekki eyðileggja þær af því þær eru framtíðar herfang tyrkja,auk þess sem það hefði í för með sér aukinn kostnað við að gera út af við Sýrland.
Með því að kaupa olíuna af ISIS á hagstæðu verði hafa þeir í raun ekki þurft að leggja neitt með þessum hernaði,jafnvel grætt svolítið.
.
Þett er einnig ásæðan fyrir af hverju Erdogan er svona brjálaður út í rússa,þeir eru að sprengja upp olíusvæði Sýrlands og valda tyrkjum ómældum kostnaði við endurbyggingu þeirra og töfum af innkomu.
.
Að þessu plotti loknu hefur Tyrkland fengið nánast allar olíulindir sýrlendinga og hluta af olíulindum Íraks og þær þar með komnar undir NATO.
.
Sýrland stendur eftir sem smáríki án auðlinda og Ísraelsmenn geta án áhættu tekið hinar nýju olíulindir í suður hluta Sýrlands.
.
Svona var plottið allan tímann og er ástæðan fyrir þessari innrás í Sýrland. Þarna hefur olíulindum verið varanlega komið undir hatt NATO og úr höndum sýrlendinga sem létu ekki alltaf að stjórn.
.
Þetta er frekar ógeðfelldur kapall, en þetta nýja afbrigði af honum gæti auðveldlega gengið upp.En þessi atburðarás sýnir okkur enn og aftur hversu gersneydd öllu siðferði bandarísk stjórnvöld eru.Fyrir þessa olíudropa voru þeir reiðubúnir að leggja heilt land í rúst, drepa hundruð þúsunda manna og stökkva milljónum á flótta frá heimilum sínum.
.
Illu heilli virðast þeir ætla að komast upp með eitt þjóðarmorðið enn.
Borgþór Jónsson, 6.12.2015 kl. 01:55
Boggi, skemmtileg kenning, nema að það bendir ekkert til þess að Tyrkir aðstoði ISIS með beinum hætti. Það sé fyrirbærið - þjóðsaga, eða net-flökkusaga.
Þú ert að gera alltof mikið úr - endurreisn sýrlenska ríkisins. Sá her hefur ekki megnað að taka nokkur svæði af uppreisnarmönnum, þrátt fyrir árásir Rússa.
En honum hefur tekist - að rjúfa umsátur um eina herstöð, og ná aftur vegi þangað sem var hersetinn af ISIS.
Gott og vel, þ.e. stórfelldar ýkjur, að þó þeir nái einum vegi og takist að rjúfa umsátur. Að það þíðir, að sá her sé í almennri útrás.
Mér virðist lítt í reynd kveða af þeim her.
_______________
Staðreyndin er sú - ef Tyrkir virkilega vildu.
Gætu þeir skotið niður hverja einustu rússn. vél yfir Sýrlandi - skiptir engu máli þetta loftvarnarkerfi sem Rússar hafa upp sett, enda eiga Tyrkir nóg af HARM eldflaugum - sem væru snöggar að eyðileggja það kerfi, ef Rússar reyndu að beita því.
Að auki, er milljón manna sterkur her Tyrkja, með yfrið nægan liðsafla til að hernema Sýrland allt, ef hann virkilega vildi.
_________________
Tyrkir geta einnig, lokað sundunum milli Miðjarðarhafs og Svartahafs, fyrir rússn. skipaumferð, sem mundi leiða til þess að vistaflutningar Rússa til Sýrlands - yrðu nánast algerlega útilokaðir. Þannig að vistir - sprengjur, eldsneyti og annað mundi líklega þrjóta á nokkrum vikum. Þetta er eiginlega mun hættuminni aðferð.
__________________
Tyrkir eru þarna - - miklu mun öflugara land en Rússland.
Að þeir hafa ekki beitt sér af alefli hingað til - - er væntanlega vegna þess, að þeir vilja forðast beint stríð við Rússland, þó þeir mundu vinna í slíkum átökum, gætu Rússar skotið stýriflaugum á Tyrkland og valdið þar nokkru tjóni.
Það sé enginn vafi að Tyrkir vinna - ef þeir beita sér.
Einungis spurning, hve langt þeir eru til í að ganga, til að ná fram sínum markmiðum.
Tyrkir séu að leitast við að ná sínum markmiðum - með eins litlum tilkostnaði og þeir mögulega geta.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 6.12.2015 kl. 19:23
Bjarne Örn Hansen, geisp, ég ítreka þ.s. ég sagði.
Kort sem eiga að sýna yfirráðasvæði ISIS, sem birt eru á netinu, eru yfirleitt mjög ónákvæm.
ISIS ræður höfuðstaða Ninive héraðs, og svæðinu þar nærri.
Kúrdar hafa náð að narta í yfirráða þeirra í jaðri Ninive héraðs, það sé ekkert sem bendi til þess að frásagnir Kúrdanna sem Reuters ræddi við - séu klárlega rangar.
Að sjálfsögðu - heimta Íranar og Bagdad, að Tyrkir fari.
Enda vill hvorki Bagdad eða Íran, að Tyrkir myndi meðfram landamærum Tyrklands - verndarsvæði undir sinni stjórn, og hersveita er væru þeirra leppar.
Það væri órökrétt af Bagdad, að samþykkja - - bein yfirráð Tyrklands yfir hluta af landinu.
Í því samhengi ber að skoða yfirlýsingar Bagdad í málinu - - > Ekki í samræmi við þínar hugmyndir að Tyrkland sé að aðstoða ISIS.
Ekki neitt bendi til slíks.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 6.12.2015 kl. 19:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning