3.12.2015 | 21:07
Hafa einræðisherrar alltaf rétt til að stjórna? Ágætt að ryfja upp fall Erich Honecker
Höfum í huga að lýðræðisrýki ganga út frá þeirri grunnhugmynd, að valdið komi frá fólkinu.
Sú grunnhugmynd einnig inniber aðra, nefnilega rétt fólksins til að losa sig við þau stjórnvöld, sem þeim ekki líkar við.
Í lýðræðisríkum er almenningur "sovereign"/fullvalda - ekki ríkið sem slíkt.
Þetta er í eðli sínu í algerri mótsögn við einræðisherra, og hugmyndir til stuðnings þeim.
En þá er stuðst við, ríkismiðaða valdshugmynd.
Þá er ríkið sjálft, miðja valdsins m.ö.o. ríkið er fullvalda eða "sovereign."
Það eru engin sérstök takmörk við valdi slíks ríkis, í ríkismiðuðu móteli.
Né þar af leiðandi á - rétti þess ríkis, til að beita þegna sína valdi.
- Hin lýðræðislega sýn.
- Og hin ríkismiðaða sýn.
- Eru eðli sínu, fullkomnar andstæður.
Í dag er gjarnan rifist um það - hvort á að styðja eða veita andstöðu einræðisstjórn Sýrlands.
Miðað við valds-miðuðu hugmyndafræðina ->Hefur Assad ekkert rangt gert.
En miðað við þá lýðræðislegu -> Þá hefur hann gert allt rangt.
Erich Honecker fyrrum leiðtogi til margra ára Austur-Þýskalands
Fall Honecker hófst í maí 1989, þegar Ungverjaland sem þá hafði tekið mörg skref í lýðfrelsis átt, ákvað að rífa járntjaldið á landamærum sínum við Austurríki.
Tugir þúsunda A-Þjóðverja notuðu þá smugu til að ferðast til Austurríkis - út úr fyrirmyndarríki Honeckers. Honecker auðvitað fyrir rest, lokaði landamærum A-þýskalands gagnvart Ungverjalandi.
Þann 3. október var Honecker búinn að loka landamærum A-Þýskalands, í allar áttir.
Þá hófust götumótmæli í Leipzig A-Þýskalandi.
Þau voru merkilega fámenn fyrst í stað, þ.e. 1.200 - 1.500 mótmælendur, dagana 4, 11, og 18 Sept. 1989.
Lögregla barði á hópnum í hvert sinn, handtók nokkurn fjölda í hvert sinn, en mótmælendur létu sér ekki segjast.Þann 25. sept. mættu 8.000. Síðan mánudaginn á eftir, mættu 10.000.
Það er vitað að Erich Honecker gaf skipun í kjölfarið --> Að næst þegar mótmælafundur færi fram, yrði skotið á mótmælendur.
Þann 9. október mættu 70.000. Síðan mánudaginn 16. okt. 1989, mættu 120.000.
Þann 18. október - fór fram innri bylting í stjórnarflokknum, og Honecker var settur af.
__________________
Þegar á reyndi, reyndust flokks yfirvöld í Leipzig ekki tilbúin til að hrinda í framkvæmd, skipunum yfirboðarar síns - leiðtoga landsins til margra ára, Erich Honecker.
Þegar Honecker gat ekki knúið vilja sinn fram --> Reyndist lýðræðisþróunin óstöðvandi í A-Þýskalandi, eins og hún reyndist vera annars staðar í A-Evrópu það ár.
Miðað við valdshugmynd þá sem styður Assad í Sýrlandi!
Þá hafði Honecker allan rétt - það er, að láta skjóta á óvopnaða mótmælendur, ef ekkert minna þurfti til, til að halda völdum.
Skv. þeirri valdshugmynd --> Eru uppreisnarmenn, alltaf glæpamenn.
Það eru alltaf þeir sem eru að brjóta af sér, aldrei ríkið - burtséð frá því hve marga það hefur drepið í tilraun til að brjóta niður uppreisn eða byltingartilraun.
- Það má alveg velta því fyrir sér, hvað hefði getað gerst, ef yfirvöld í Leipzig hefðu hlítt skipunum yfirboðara síns, og látið byssukjaftana tala.
- Munum að A-Þýskaland hafði mjög virka leynilögreglu, Stazi, sem hafði skipulagt njósnavef er umvafði allt samfélagið í landinu, þ.e. enginn íbúa gat verið viss hver væri ekki að njósna fyrir Stazi.
Það eru örugglega nokkrar líkur á að A-Þýskaland, hefði getað séð - vopnaða uppreisn í kjölfarið, síðan jafnvel borgarastríð. Sem síðan hefði getað skapað flóttamannastraum.
En skv. valdshugmynd þeirri sem styður Assad --> Eru engin takmörk fyrir rétti einræðisherrans, til beitingar valds gagnvart eigin þegnum, til að kveða niður uppreisnir.
_____________________
Það er áhugavert að hafa í huga Túnis:
- Þar var einnig einræðisherra við völd, Ben Ali.
- Fjölmenn mótmæli hófust gegn honum í des. 2010.
- Í jan. 2011 steig hann upp í þotu í útlegð frá Túnis.
Þetta er einnig áhugavert atriði varðandi spurninguna um vald!
Menn segja, að rétt sé að styðja - Assad, vegna stöðugleika prinsippis.
Þá verður merkilegt að íhuga, að í Túnis - skall ekki á borgarastríð, helstu borgir landsins hafa ekki verið sprengdar í tætlur, það eru ekki milljónir borgara landsins á flótta, og ekki síst - stór svæði landsins eru ekki undir stjórn hættulegra íslamista.
Það virðist að Ben Ali hafi betur áttað sig á því.
Hvað mundi stuðla að stöðugleika landsins - - heldur en Assad.
Spurning hvort að Assad telji enn, ynnst inni - að hann hafi tekið rétta ákvörðun.
Að berjast við eigin landsmenn! Verja völdin, hvað sem það kostaði.
Ítreka - engin stór landsvæði í Túnis undir stjórn hættulegra íslamista samtaka.
Niðurstaða
Eins og ég er að sýna fram á, punktur sem ég hef áður á bent, þá hafði Assad möguleika til að forða því að fjölmenn götumótmæli vorið og sumarið 2011 mundu myndbreytast í vopnaða uppreisn.
Skv. sýn þeirra sem styðja Assad <--> Er réttur einræðisherrans til valda slíkur, að hann sé hafinn yfir slíkar vangaveltu.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 856026
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi samanburður ristir grunnt og fleira sem er ólíkt heldur en líkt.
Vesturveldin hata Assad. Þess vegna saka þau hann um mannréttindabrot. Ekki öfugt. Þess vegna er þessi rosalega herferð í gengi gegn honum. Þú ættir ekki að trúa öllu sem þú lest um Assad.
Maður þarf ekki að elska Assad til að sjá að hernaðarsigur sýrlenska hersins (með eða án Kúrda sem samherja) er það skásta sem getur komið út úr Sýrlandsstríðinu.
Vésteinn Valgarðsson, 3.12.2015 kl. 22:57
Aldrei þessu vant byrjar þú ágætlega ,auðvitað á valdið að vera hjá fólkinu.
En svo er eins og eitthvað bresti, af því þú virðist ekki hafa skilning á að valdið á að vera hjá fólkinu í Sýrlandi ,en ekki fólkinu í Pentagon.
Það er ekki sama hvaða fólk þetta er.
.
Staðan sem bandaríkjmenn bjóða upp á er í rauninni sú að Pentagon hafi forval þar sem þeir ákveða hverjir fái að taka þátt í kosningum, alveg eins og í Úkrainu. Ég veit ekki hvernig ákvarðanataka í Pentagon er,kannski er hú lýðræðisleg.
Frambjóðendur flokka sem Pentagon finnst ekki fært að banna eru síðan ofsóttir og misþyrmt af öfgaliði án nokkurra afleiðinga,alveg eins og í Úkrainu.
Vestrænir leiðtogar dásama svo hvað kosningarnar voru lýðræðislegar,enda aldrei sést annað eins ,alveg eins og í Úkrainu.
.
Hinn möguleikinn er svo tilboð Putins sem gerir ráð fyrir að allir landsmenn fái að bjóða sig fram og almenningur velji svo þann frambjóðanda sem þeim líst best á.
Hermenn standa síðan álengdar og passa að hryjuverkamenn drepi ekki kjósendur,á sama hátt og gert var á Krímskaga.
Persónulega finnst mér afstaða Putins meira heillandi.
Borgþór Jónsson, 4.12.2015 kl. 00:15
Það er í sjálfu sé engin furða að bandaríkjamenn setji sig upp á móti lýðræðislegum kosningum í Sýrlandi.
Í slíkum kosningum er alltaf möguleiki að Assad verði kjörinn forseti og það er ekki gott fyrir orðspor Bandaríkjaforseta eða Bandaríkin í heild ef það kemur á daginn að þau hafi verið að siga hryðjuverkamönnum á forseta sem nýtur meirihlutafylgis landsmanna.
Þess vegna munu þeir berjast í lengstu lög við hlið ISIS og reyna að ráða Assad af dögunum. Málið er svo brýnt að þeir eru jafnvel tilbúnir að hætta á heimsstyrjöld út af því.
Auðvitað spilar líka inn í að tap í Sýrlandi mundi sennilega binda enda á heimsveldi Bandaríkjanna.
Borgþór Jónsson, 4.12.2015 kl. 00:34
Vandamálið hjá þér Einar, er að þú hefur góða punkta en virðist vera "trúar" maður. Hugmyndir þínar um valdið hér, er ekki raunsætt ... og samaburður þinn á Assad, er eins og bent er á hér ... er ekki birt á raunveruleika, heldur söguburði kanans sem er samur við sig, er bara með hernaðarskum. Bandaríkjamenn hafa myrt miljónir manna í mið-austurlöndum, eru ábyrgir fyrir uppgöngu ISIS ... hafa stundað pyntingar á fólki, og eytrað fyrir almenning i Írak.
Náttúrulega göngum við út frá því, að bandaríkjamenn hafi ekki haf það sem ásettning ... en eftir 15 ár (ef ekki tuttugu ár), af sama ruglinu, verður maður sjálf síns vegna að byrja að hugsa út í aðra þætti málsins. Á hvers bandi ert þú, villtu að styrjöldinni ljúki svo fólk geti farið að lifa, eðu ertu trúarofstækismaður sem hefur óbilgjarna trú á hetju þinni ... kananum.
Tökum sem dæmi, Erdogan ... hér minnist þú ekki á hann, þó þessi maður sýnir öll dæmi "einræðis herra". Hann lofaði að segja af sér, ef sannanir væru fyrir hendi ... nú eru staðreyndir komnar fram ... myndir af olíuflutningum yfir landamærin. Þetta minnist þú ekki á, en við erum ekki að tala um skoðanir hér ... heldur myndir úr lofti. Í staðinn fyrir að tala um þessa flutninga, ræðst Erdogan á Rússa og segir þá vera tengda ISIS ... og bendir á "skoðanir", meðal annars suður afríkanskar fréttir, frá sömu aðilum og sögðust hafa sannanir fyrir því hver drap Olöf Palme.
Við getum sjálf sagt okkur, að Rússneska mafían er ábyggilega tengd einhverjum glæpum ... en Erdogan stendur frammi fyrir myndir af þúsundir flutningabifreiða, keirandi yfir landamærin frá ISIS svæðunum.
Þetta er sami maðurinn, og er að sækja til saka lækni sem hefur sýnt myndir af Erdogan og teiknifíguru í "Lord of Rings".
Með öðrum orðum, þetta er einræðisherra sem ræðst á einstaklinga fyrir skoðanir sínar ... og fyrir að vera með findni. Sem myrðir Kúrda ...
Þetta er maðurinn sem þú styður, ásamt Saudi Aröbum ... sem höggva hendur af fólki, heggur höfuðið af fólki ... eins og ISIS. Þeir eru wahabistar, ofstækisfullir níðingar, sem við eigum að skammast okkar fyrir að styðja. Eða Ukraína, nasistaskríll ... í orðsins fyllstu merkingu.
Þú kemur náttúrulega fram og segir Pútin er ljótur kall. Sannleikurinn er sá, að mér er andskotans sama um Pútin. Mér er ekki sama, hvað það er sem VIÐ stiðjum ... og þetta skiptir sköpum. Ég er alveg viss um það, að bandaríkjamenn hafi verið allir af vilja gerðir í mið-austurlöndum, end það breitir ekki því sem gerðist og við MEGUM EKKI, styðja sama farveg. Bretar, að fara þarna niður eftir, segir aðeins eitt ... það segir það að bretar eru skítugir upp fyrir haus. Bandaríkjamenn þurfa ekkert á bretum að halda þarna, né tyrkir ... og Bretar, þetta er skríllinn sem á þingi í bretlandi leyfði þrælaflutning á svertingjum til Ameríku. Í þeim tilgangi að bjarga svertingjum ... Að "bjarga" svertingjum, var bara fyrirsláttur fyrir þrælahaldinu ... og sama má segja um ákörðun þeirra að fara til mið-austurlanda nú. Þetta er fyrirsláttur, og þeir eru þarna til að vernda eigin hag. Og hvaða hagsmuni eru þeir að vernda ... olíu. Með öðrum orðum, olíuna sem Tyrkir hleypa í gegn.
Þetta eru engar ágiskanir, þetta eru staðreyndirnar ... og bara af því að Evrópa, undir yfirskini NATO séu nasistaskríll, þýðir ekki að við eigum að styðja þá. Bretar hafa ákveðið að draga stríðið á langinn ... ekki að binda endi á það. NATO lét Tyrki skjóta niður sprengjuflugvél Rússa, til að stoppa framför þeirra ... og ... Rússar hlýddu.
Þetta er vandamálið með Pútin.
Það á að binda endi á þetta stríð, en í staðin eru Bretar, Frakkar, Bandaríkjamenn að draga það á langinn vegna einka hagsmuna sinna ... og síðan flytja þeir hundruðir þúsunda íbúa svæðisins til Evrópu. Heldur þú að allir Múslimar séu asnar, og fávitar ... heldur þú að þeir séu svo vitlausir og heimskir, að þeir geri sér ekki grein fyrir því að það séum við .. hér ... sem stóðum á bakvið helför þeirra í mið austurlöndum.
Við erum ekki bara að leifa bretum, að niðast á fólki eins og þeim í mið austurlöndum .. við erum að leifa þeim, að flytja vandamálin hingað til okkar. Og það erum við, almeningur, sem munum sitja að vandamálum glæpa sem af því skapast, þegar sundrung og hatur er á milli einstaklinga samfélagsins, sem á rætur sínar að rekja í tortryggni þeirra vegna aðgerða okkar.
Tökum Frakka sem dæmi, til hvers eru Frakkar að fara niður til Sýrlands vegna fólks sem dó í París. Fleiri sprengjur í Sýrlandi, í staðinn fyrir að standa vörð um landamæri Evrópu. En frakkar eru helstu stuðningsmenn þess að hleypa fólki inn, í gegnum Tyrkland til Grikklands, Makedóníu, Balkan og til Evrópu. Það er pólitíkin, sem frakkar sjálfir hafa skapað í Evrópu, sem skóp vandræðin í París.
Og heldur þú, að frakkar þarna niðri með sitt "reputation" frá Algier, muni bæta vandmaĺin með að draga stríðið á langinn.
Assad er ekki vandamálið, því löngu eftir að Assad er farin .. þá eru miljónir manna í Evrópu, sem hatar okkur eins og dauðan úr skel vegna þess að við studdum Breta, Frakka og Bandaríkjamenn í helför þeirra í mið austurlöndum. Bara svo þeir gætu haft stjórn og yfirráð yfir olíunni. Fólkið þarna, er ekkert svo vitlaust og heimskt ... að það geri sér ekki grein fyrir ástæðu mála.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 4.12.2015 kl. 03:00
http://halldorjonsson.blog.is/blog/halldorjonsson/entry/2161134/
http://www.breitbart.com/london/2015/11/11/watch-anti-migrant-video-going-viral-across-europe/
Orðlaus.
Jónas Gunnlaugsson, 4.12.2015 kl. 14:57
Assad er einræðisherra.
Skil ekki hvernig íslendingar geta stutt einræðisstjórnarfar. Vill fólk þá það hér líka?
Það er hinsveg engin auðveld lausn í sjónmáli í Syrlandi. Landið er svo innbyrðis sundurlynt.
Það er spurning hvort þróunin þar austur frá muni ekki leiða til einhverskonar nýrrr ríkjaskipunnar.
Það kann hinsvegar að taka tíma og afskipti vesturlanda af málefnum þarna hingað til hafa ekkert alltaf leitt til góðs. Þvert á móti.
Er mjög flókin staða akkúrat núna.
Putin finnst mér hafa komið illa út.
Hann æðir til Syrlands maður með herinn sinn, - og lætur eins og asni! Reynir að efna til ófriðar við Tyrki og líkt og reynir bara að fokka öllu upp enn frekar.
Síður en svo traustvekjandi hann Putin.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.12.2015 kl. 15:40
Sæll Einar Björn
Það verður að demonizer vissa stjórnmálamenn, svo og með góðum átyllum/pretext-um fyrir hérna "Stærra Zíonista Ísrael" og fyrir fleiri olíu- og gasleiðslur, ekki satt? Hingað til þá hefur þeim tekist að koma Saddam Hursein og Gaddafi frá, í dag þá er það hann Assad karlinn, og næst verður það Hassan Rouhani (eða Íran).
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 4.12.2015 kl. 16:59
Vésteinn Valgarðsson, -- Hvernig er það ekki stórfellt mannréttindabrot, að hafa valdið dauða 300þ. eigin landsmanna, og því að 12 milljónir þeirra hafa þurft að leggja á flótta frá eigin heimilum?
Í Túnis til samanburðar hefur ekki orðið mannskætt stríð, borgir hafa ekki verið lagðar í rúst, né fjöldi íbúa strádrepnar þaðan af síður hefur yfir helmingur íbúa þar orðið að leggja á flótta frá eigin heimilum.
Þarna í þinni afstöðu einmitt kemur svo vel fram þessi afstaða sem mér finnst afar undarlegt <--> Að það er sett fram í ásökunartón, að sum lönd vilji losna við slíkan stórglæpamann sem Assad er.
Ég hefði haldið að maður eins og þér, sem á árum áður veittir oft einræðisstjórnum andstöðu - - ætti þvert á móti að taka heils hugar undir þá afstöðu; að grimmdarverk af því tagi sem Assad hefur hrint í framkvæmt gagnvart eigin íbúum - gera hann algerlega óhæfan um að stjórna landinu.
Þú hefur aftur á móti með sorglegum hætti ákveðið að verja afar stórfellda glæpi gegn mannkyni sem hafa verið framkvæmdir af stjórn Assads, og enn eru í framkvæmd.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 5.12.2015 kl. 02:07
Einar, þessar ásakanir eru vindhögg. Af hverju heldurðu að ég sé einhver aðdáandi Assads? Af hverju ætti ég að vera það?
Það er engin klisja að sannleikurinn sé fyrsta fórnarlamb í hverju stríði. Bandaríkin eru í stríði við Assad og áróðurinn eftir því, eins og við höfum séð í svo mörgum öðrum stríðum. Ég tek ekkert mark á því sem málpípur Bandaríkjanna segja um óvini sína.
"Arabíska vorinu" var stolið. Uppreisnirnar í Egyptalandi og Túnis voru uppreisnir alþýðu gegn spilltum harðstjórum. Heimsvaldasinnar voru fljótir að hijacka þessari uppreisnaröldu eftir það og koma harðsvíruðum og ólýðræðislegum öflum að, til að hrinda stjórnum sem höfðu boðið þeim byrginn, og Líbýa og Sýrland eru skýrustu dæmin um það. Á sama tíma var uppreisnin í Bahrain barin niður með hörku og fréttist varla til Vesturlanda, enda þar stjórn sem er Vesturlöndum þóknanleg.
Vesturlönd hafa engan áhuga á að koma á lýðræði í Miðausturlöndum, og hafa aldrei haft. Og þeim er alveg sama hvort Assad er glæpamaður eða ekki. Þau hafa bara áhuga á sínum eigin hagsmunum og að stjórnvöld arabalanda séu þeim sjálfum auðsveip.
Í Sýrlandi standa valkostirnir milli hernáms í Íraks-stíl (sem þýðir borgarastríð næstu 10 árin eða lengur), valdatöku sjúkra villimanna ISIS eða að sýrlenski herinn friði landið með vopnavaldi sínu og bandamanna sinna. Það er enginn góður kostur í stöðunni. En síðastnefndi möguleikinn virðist vera skaðaminnstur.
Vésteinn Valgarðsson, 6.12.2015 kl. 08:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning