Svartfjallaland að ganga í NATO <--> Stjórnvöld Rússlands mótmæla

Svartfjallaland er í reynd með afskaplega merkilega sögu - sem nær aftur mörg hundruð ára sögu sjálfstæðis. En þetta er eina landið á Balkanskaga sem aldrei laut Tyrkjum.
Ekki laut það heldur Austurríki/Ungverjalandi keisaradæminu.

  • Rétt að benda á að landið var ekki alltaf í núverandi stærð.

Af hverju ætli að Rússar séu að mótmæla?
Góð spurning - því það blasir ekki við nein góð ástæða!

Þó að Svartfjallaland hafi tilheyrt Serbíu frá lokum Fyrra Stríðs, er sambandsríkið Júgóslavía var stofnað, auk þess að Svartfellingar fengu ekki að vera sjálfstæðishérað í því sambandsríki heldur voru felldir undir Serbíu sem hérað þar.
*Þá var hvað gerðist, að Serbía afnam mörg hundruð ára sögu sjálfstæðis Svartfjallalands.

Sem þíðir ekki að það hafi verið sérstakur vilji Svartfellinga, að glata sínu sjálfstæði.
En NATO aðild Svartfellinga <--> Mun óneitanlega styrkja þeirra sjálfstæði frá Serbíu.

En það ætti þó að sjást að út frá hagsmunum Serbíu, er ákaflega hentugt að Svartfellingar tilheyri þeim - séu ekki sjálfstæðir; því þá er Serbía ekki landlukt.

http://mapregion.com/wp-content/uploads/2015/10/mapofmontenegro-jpg.jpg

Ég held að klárt sé að Ísland og Íslendingar eigi að styðja Svartfellinga í þessu máli!

Það er klárt að Svartfellingar vilja aðildina að NATO - - núverandi leiðtogi Svartfellinga fer heldur betur fögum orðum um NATO þjóðir!
Milo Djukanovic:Montenegro is entering the exclusive circle of states which are synonymous with the highest values of modern civilisation,

Höfum í huga, að í augum Svartfellinga - lítur fortíðin dálítið öðruvísi út, en Serbar setja hana gjarnan fram
Serbar gjarnan sjá Júgóslavíu samandsríkið í nokkrum ljóma, því þá voru áhrif Serba mun meiri en í dag.
Vissan hátt mini útgáfa af söknuðu Rússa yfir hruni Sovétríkjanna.

*En fyrir Svartfellinga, þá voru þeir sviknir.
En Svartfjallaland var hluti af bandalagi Vesturvelda og Rússlands gegn Þýska keisaradæminu og Austurríki Ungverjalandi.
Bæði löndin, Serbía og Svartfjallaland voru hernumin af her Austurríkis-Ungverjalands.
*En 1918 var Svartfjallaland lagt niður, og fært undir Serbíu.
Konungurinn af Svartfjallalandi samþykkti aldrei þann gerning, hann var þá staddur í Frakklandi ásamt útlagastjórn landsins sem ekki samþykkti gerninginn heldur - fjölmenn mótmæli og skæruhernaður brutust síðan út í Svartfjallalandi í kjölfarið.
*Svartfjallaland er hafði verið sjálfstætt samfellt í árhundruð, innlimað og fært undir Serbíu. Síðan þegar fljótlega á eftir Júgóslavía var stofnuð, fengu Svartfellingar ekki að vera eitt af fylkjum Júgóslavíu, heldur voru með þann lægri bás - að vera hérað í Serbíu.

  • Svartfellingar notfærðu sér síðan, ósigur Serbíu til að hrifsa til sína - raunverulegt sjálfstæði 1996.
  • Áratug síðar, eftir margra ára samninga við Serbíu - fór fram almenn atkvæðagreiðsla Svartfellinga, sem lauk með samþykki meirihluta íbúa fyrir formlegu sjálfstæði.


Viðbrögð Rússa á þá leið að Svartfellingar verði nú að ógn

"Russia’s foreign ministry...“openly confrontational step, fraught with further destabilising consequences for the Euro-Atlantic security system”... NATO “once again confirmed the immutability of its commitment to reckless expansion of its geopolitical space,artificial division of states into ‘us’ and ‘them’, and promoting ideas about its own security at the expense of the security of others”

"Dmitry Peskov, spokesman for President Vladimir Putin - “Moscow has always said that the continued expansion of Nato, of Nato military infrastructure in the east, cannot but lead to a response from the east, that is from Russia,"

"Viktor Ozerov, head of the committee on defence and security in Russia’s upper house - “For Russia, Montenegro is becoming a potential participant in а threat to the security of our country,”"

  1. Best að ítreka, að Svartfellingar klárlega sjálfir vilja þessa aðild.
  2. NATO hefur nú formlega boðið þeim aðild, þannig að Svartfellingar sjálfir þurfa aðeins að samþykkja boðið.
  3. NATO lönd stundum senda þannig boð, þegar fulltrúi viðkomandi lands hefur rætt við fulltrúa einstakra meðlima - óformlega, og rætt mögulega aðild.
  4. NATO hefur aldrei neytt neitt land til aðildar - þarf formlegt samþykki hvers lands, eins og það þurfti formlegt samþykki Íslands 1949.

Það sem þetta sýnir ákaflega vel - eina ferðina enn.
Að Rússar eru ekkert sérstaklega áhugasamir um vilja þeirra þjóða sem ganga í NATO.
Skv. frásögn Rússa eða þeirra er ráða í Kreml, og stuðningsmanna þeirra, þá er aðild sérhvers nýs Evrópulands að NATO - - form af ofbeldi NATO gegn Rússlandi.
Það virðist engu máli skipta, að í sérhverju tilviki síðan 1991, var það vilji viðkomandi þjóðar að fá aðild að NATO.

M.ö.o. eru Rússar í reynd eru rússneskir ráðamenn <--> Að forsmá sjálfstæðan rétt, þeirra landa er hvert í sínu lagi, út frá sínu mati á sínum hagsmunum - sannarlega ekki út frá þeirra mati á hagsmunum Rússlands, heldur mati á sínum hagsmunum <--> Tóku sína ákvörðun.

  • Ísland, og Íslendingar, hljóta að verja --> Prinsippið um sjálfsákvörðunarrétt!

 

Niðurstaða

Það er nefnilega lóðið, vandamálið er undirliggur andstöðu Rússa við aðild þeirra þjóða er gengið hafa í NATO eftir 1991 <--> Að rússneskir ráðamenn, einfaldlega bera ekki nokkra virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti þeirra þjóða.
Þegar þeir tala um ákvörðun þeirra þjóða - sem atlögu að Rússlandi.
Þá samtímis eru þeir í hvert sinn, að forsmá þann sjálfstæða vilja hverra af þeim þjóðum, er á sínum tíma tók sína ákvörðun í samræmi við - eigið hagsmunamat.

Krafan um að - tekið sé tillit til hagsmuna Rússa! Er í reynd ekkert minna en, krafa um að stjórnvöld í Rússlandi - megi hlutast til um sjálfstæði þeirra landa!

Er það því nokkur furða!
Að Evrópuþjóð eftir Evrópuþjóð, haldi áfram að taka þessa ákvörðun?

Ef rússneskir Ráðamenn halda að þeir séu að spyrna við.
Þá eru þeirra áhrif líklega frekar að hvetja þau lönd er enn eru áhugasöm um aðild, frekar en að letja!

Því hræddari sem þær þjóðir eru við Kreml - því stærri er löngun þeirra eftir aðild.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þetta er nú meira ruglið hjá þér Einar minn. Auðvitað eru rússar mótfallnir þessu,og hvað er að því. Meiga þeir ekki vera mótfallnir þessu.

Þú ert til dæmis mótfallinn veru rússa í Sýrlandi og heræfingum þeirra,ertu þá ekki að forsmá vilja rússneskra stjórnvalda og almennings.? Í rauninni kemur þér þetta ekkert við ,eða þannig.

Þetta er ekkert óvenjulegt,eru til dæmis ekki NATO ríkin að forsmá vilja Sýrlendinga með að gera ólöglega innrás í landið og halda úti hryðjuverkamönnum til að dreppa fólk þar. Ég mundi halda það.Þessi ríki virðast ekki sérlega áhugasöm um vilja sýrlendinga

Rússar eru alla vega ekki að drepa svartfellinga,gott hjá þeim.

.

Þessi skrif þín eru sennilega hrottalegasta dæmi um "Double standard" sem við höfum séð um langa hríð hríð

Borgþór Jónsson, 2.12.2015 kl. 21:18

2 Smámynd: Snorri Hansson

Nato  eru terroristasamtök..

 Það er einfaldlega  komið í ljós.   Dæmi :  Alveg frá því að Issis varð til, hafa verið fréttir um að þau fjármagni sig með sölu á olíu, sem þau taka (stela) úr borholum á hernumdum svæðum Sýrlands.

 Eftir því sem fréttirnar hafa þróast þá hafa þær verið vandaðari og betur farið í smáatriðin. Þá kemur í ljós að Issis selur tunnuna á olíu á 10$ og heildarsalan er 5 milljónir $ á dag. Þetta hafa hellstu fréttastofur sagt frá og engin hefur rengt þær. En aftur á móti hefur alltaf vantað í þessar fréttir !!

Hvað verður um olíuna ?? Hver er kaupandinn??

Á G20 ráðstefnunni fyrir skömmu sagði Pútin í ræðu sinni að 40 þjóðir  styddu Isil á ímsan hátt og hann las listan yfir . Nokkrar þjóðir á ráðstefnunni voru á þessum lista. Hann vildi þó ekki byrta þennan lista til fjölmiðla.

Um þetta leyti tóku flugvélar Rússa myndir af margra kílómetra löngum röðum tankbíla á leið frá olíulindunum til Tyrklands.  Þeir hafa þegar sprengt upp mikinn fjölda tankbíla.

Einnig eru Rússar að sprengja allar borholur og olíutankasvæði Sýrlands.

Tyrkland er Nato ríki og US hefur auðvitað vitað þetta alla tíð.

 Nato ríki hafa hreinlega verið að styðja við vöxt og viðgang Ísis.

 Nato er þar með terroristasamtök .

Snorri Hansson, 3.12.2015 kl. 02:19

3 identicon

Ég held þú ættir að fara að fylgjast almennilega með ... Nú eru rússar búnir að sýna og sanna, að olían sem ISIS hefur stjórn á fer í gegnum Tyrkland.

Málið er ekki, að Rússar séu einhverjir Englar ... heldur er vandamálið, að þegar Russar eru farnir að líta út eins og það séu þeir sem hafa vitið, þá er það vegna þess að ríki Evrópu hafa fallið í valinn fyrir Fasisma.  Menn eins og Stolzenberg, eru yfirmenn NATO ... eftirhverfa af gömlu þýsku aðalsættum Evrópu, sem voru og eru aðal hugmyndasmiðir nazisma og fasisma í Evrópu.  Og ef það eru ekki menn eins og Stolzenberg, þá eru það hálf-vangefnir bjálfar eins og "Rsmus fogh Rasmussen".  Sem eru bara handbendi, afdankaðra fasista.

Síðan byrjun 1990, hefur Evrópa ekki haft neina leiðtoga, aðra en fasista.  Og það er þetta sem er vandamálið.

Hérna má taka Ísland sem dæmi ... Lögreglan vill fá hríðskotabyssur.  Almenningur er á móti þessu, og þá er farið í innflutning á bófum, illmennum og banvænni hugmyndafræði ... sem síðan skapar banvæn vandamál, sem þá er hæ&#x14B;t að nota hríðskotabyssur á.

Þessi "fasista" hugmyndafræði hefur verið allsráðandi í Evrópu síðan að Bandaríkin sigruðu kalda stríðið.  Markmiðið: binda endi á lýðfrelsi einstaklingsins.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 3.12.2015 kl. 04:28

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson - Eins og vanalega eru samlíkingar þínar afskaplega kosturlegar. Hvernig þú færð það út, að innganga Svartfjallalands sé sambærileg við þátttöku Rússa í borgarstríði í Sýrlandi. Er eitthvað sem einungis getur verið sambærilegt í þínum - hugarheimi.
_______________
Varðandi aðstoð Vesturvelda við andstæðingar Assads - þá veistu mæta vel að tilgangur þess er að tryggja að algeru lágmarki að uppreisnarmenn, tapi ekki.
Þér er einnig mæta kunnugt að NATO hefur málefnalega ástæðu til þess, að styðja uppreisnarmenn - a.m.k. til að þeir haldi velli gagnvart árásum stjórnarhers og ISIS.
A)Það dregur úr sókn ISIS eftir landi og áhrifum innan Sýrlands.
B)Á svæðum uppreisnarmanna eru um 3 milljónir sýrlenskra borgara er flúið hafa af svæðum stjórnarhersins.
_____________
En sú staðreynd að hundruð þúsundir eru flóttamenn í sérhverju heraði landsins <--> Sýnir fram á, að landið er að klofna eins og Júgóslavía gerði á sínum tíma.
Að hóparnir eru að aðskiljast <--> Stjórnin er ekkert annað í dag, en "faction" in borgarastríði.
Þarna hafa bersýnilega farið fram miklar hreinanir á íbúum.
______________
Þ.e. Súnní Arabar hreinsa shíta og aðra þá sem styðja stjórnina, sem skýri þann fjölda flóttamanna sem sé á svæðum stjórnarinnar.
Meðan að stjórnin hafi hrakið Súnní Araba í burtu.

________________
Það að forða ósigri uppreisnarmanna, snúist um að forða því að - - þær milljónir Súnní Araba flóttamanna sem eru á þeirra svæðum. Leggi á flótta út fyrir landið - og líklega að auki fjöldi íbúa þeirra svæða er þeir ráða, verði að auki landflótta.

M.ö.o. NATO sé í lengstu lög aö forða nýrri flóttamannabylgju frá Sýrlandi.

Fyrir utan að það gæti valdið stórhættulegu ástandi í Mið-Austurlöndum, ef Assad fær að klára að hreinsa þ.s. áður var meirihluti Súnní Araba út úr Sýlandi.

Ef þær hreinsanir fengu að klárast, en þ.e. hvað sigur hers Alavíta og hersveita sem eru í bandalagi við Íran; mundi þiða.

Að Súnní Araba íbúar Sýrlands hefðu verið hreinsaðir. Sem væri mesta þjóðernishreinsun - tja síðan Þjóðverjar voru hreinsaðir frá A-Prússlandi.
______________
Af augljósum ástæðum hefur Evrópa ríka hagsmuni af því að forða því, að glæpamennirnir sem Pútín styður í Sýrlandi, og þi virðist einnig styðja - geti klárað það ætlunarverk.

Sem væri að sjálfsögðu stórfelldur glæpur gegn mannkyni.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.12.2015 kl. 08:54

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Snorri Hansson - - Kauðandi olíu ISIS hefur verið þekktur allan tímann, Assad sjálfur. En Assad hefur keypt olíu og gas af ISIS samfellt síðan ISIS tók olíu og gaslyndirnar.

Framleiðslan þarna er ekki það mikil. Þetta eru ekki gjöfukar kyndir. Þær hafa nær einungis verið til heimabrúks í Sýrlandi.

Aftur á móti hafa Rússar undanfarna daga verið að spinna flotta lygasögu. Til þess líklega að fá fólk til að gleyma því - að Assad sjálfur hefur keypt þessa olíu allan tímann.

En þ.e. lítið vandamál að spinna slíka sögu. Vegna þess að það eru stöðugir flutningar á vistum til flóttamannabúða í Sýrlandi í gegnum Tyrkland - þaðan streyma einnig vopn til uppreisnarmanan. Þannig að RT getur mjög auðveldlega skeitt saman myndum af vörubilum að flytja varning milli Sýrlands og Tyrklands. Og fullyrt að flutningurinn sé allt annar og a vegum alls annars - en hann raunverulega er.

Þetta er ekkert annað en lygasaga.

ÞArf ekki að leita lengra en að Assad.

Spurður þig frekar að því, af hverju hefur Assad keypt olíu af ISIS síðan 2013? Það er virkilega áhugaverð spurning.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.12.2015 kl. 09:01

6 identicon

Sæll Einar Björn

Stefna stjórnvalda í Bandaríkjunum og NATO er alveg augljós,þú?  Þetta NATO bandalag er ekki friðarbandalag heldur ógnarbandalag.

  

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 3.12.2015 kl. 13:43

7 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Það er laukrétt að saga Svartfellinga sé stórmerkileg. Sama dag og íslenska ríkið var stofnað, 1. desember 1918, var júgóslavneska ríkið líka stofnað og Serbía og Svartfjallaland voru bæði hlutar af því. Svo er eitt af því merkilega við sögu Svartfellinga að þeir gengu sjálfir út úr sambandslýðveldinu Júgóslavíu (eins og Makedónía gerði líka) - með leið sem var tilgreind í stjórnarskránni.

Það styrkir hins vegar ekki sjálfsákvörðunarrétt Svartfellinga að ganga inn í stríðsbandalagið Nató og nákvæmlega engin ástæða til að styðja aðild þeirra (né neinna annarra, okkar sjálfra þar með talið) að því. Nema maður sé af einhverjum prinsippástæðum hlynntur árásarstríðum.

Vésteinn Valgarðsson, 3.12.2015 kl. 14:42

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Að sjálfsögðu styðjum við þá Svartfellinga.  Að sjálfsögðu.  Svo koma þeir til okkar í ESB.  

Pútín-Rússland getur fokkað sér og þeir rússar verða að taka á þessum þjóðrembingi hjá sér rétt eins og innbyggjar hér.

Merkilegt að sjá ofsa-hægrimenn og ofsa-vinstrimenn bresta í faðmlag við Pútín!  Ég skil ekki svona.  Hvað er málið me marga íslendinga?  Ætla þeir, rétt eins og svokallaður forseti, að taka einræðis- og ofsastjórn Putins framyfir mannréttindastjórn ESB?  Er ekki í lagi heima hjá fólki!

Hugsa sinn gang núna gott fólk.

Ástæðan sem spilar inní hjá rússum með að ráðskast með Svartfellinga er að þeir eru mikiðtil slavar.  Rússar vilja ráða öllum slövum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.12.2015 kl. 20:33

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ómar, mín vegna mega Svartfellingar alveg ganga í ESB - en þú mátt alveg nefna að það eru mannréttindi einnig virt utan ESB, eins og í Kanada, Bandaríkjunum, Mexíkó - víða í S-Ameríku, þeim löndum Asíu sem eru með lýðræðislegt stjórnarfar, og nokkrum fj. Afríkuríkja er tekið hafa upp lýðræði eftir hrun járntjaldsins, og ekki má gleyma stærsta lýðræðisþjóðfélagi heims, Indlandi.

Þetta er spurning um - rétt hverrar þjóðar til sjálfsákvörðunar.
Og um lýðræði.

Frekum stórþjóðum á ekkert að koma við hvað smærri þjóðir vilja gera.
Þær eiga ekki að hafa rétt til að ákveða það fyrir þær smærri þjóðir.

En kvörtun Rússa að á þeirra rétti sé traðkað, er ekkert minna en krafa þeirra um - íhlutunarrétt.
Sem er að sjálfsögðu atriði, sem Ísland getur ekki eigin hagsmuna vegna sætt sig við.
Að stærri þjóðir hafi rétt til íhlutunar í málefni smærri þjóða.
Það er afar merkilegt reyndar --> Að til séu íslenskir þjóðernissnnar sem styðja kröfu Rússa, en slíkir hljóta að vera haldnir blindu á þjóðarhagsmuni Íslendinga.

En málið er nefnilega að, Ísland á enga möguleika til raunverulegs sjálfstæðis - ef sjálfsákvörðunarrétur smáþjóða er ekki virtur.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.12.2015 kl. 21:19

10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn Sch Thorsteinsson - Rétt, NATO eru mikilvægustu friðarsamtök heimssögunnar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.12.2015 kl. 21:21

11 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Mannréttindi virt í Bandaríkjunum - og Mexíkó - nú ert þú að grínast, Einar!

Lönd hlutast til um málefni hvers annars, hvort sem þau "mega" eða ekki. Bandaríkin - sem þú heldur að virði mannréttindi - eru töluvert duglegri í því heldur en Rússland, og þá oft í gegn um Nató.

Vésteinn Valgarðsson, 3.12.2015 kl. 21:28

12 identicon

Sæll aftur Einar Björn 

NATO er EKKI firðarbandalag heldur ógnar -og ófriðarbandalag 

Þeir þarna hjá CIA og NATO hafa unnið mjög vel saman, og þetta er allt saman að ganga upp hjá þeim. Nú og hvernig hafa þessi NATO stríð verið, en með lygilegum átyllum og ástæðum, ekki satt?  

Til þess að hafa góða ástæðu/átyllu til þess að hefja NATO stríð í fyrrum Júgóslavíu árið 1999, þá afklæddu Frelsishermenn Kosovo (KLA) stjórnarhermenn úr öllum einkennisfötum og drápu þá í gryfju, eða sem svona góða ástæðu svo að hægt væri að kenna stjórnahernum um að hafa drepið saklausa borgara (GLADIO NATO&#146;s Dagger at the Heart of Europe, eftir R. Cottrell, bls.441). Fyrir stríðið gegn Súdan 2006 þá voru stjórnvöld í Bandaríkjunum og stuðningsmenn þeirra í því að styðja uppreisnarmenn með fjármunum og vopnum til þess eins að reyna að koma stjórnvöldum frá völdum, svo og til þess að hafa góða ástæðu til að kenna hermönnum Khartoum um allt til að koma á NATO stríð gegn Súdan (The Globalization of NATO, eftir M.D. Nazemroaya, bls. 217). Það má segja að margt sé líkt og var fyrir Líbýustríðið 2011 og var fyrir stríðið gegn Súdan, eða þar sem að leyniþjónusturnar CIA og MI6 sáu um að koma vopnum og öðrum nauðsynjum til uppreisnarmanna í Líbýu, og þar sem notaðar voru lygar til þess eins að koma á NATO stríði gegn Líbýu. Nú og allar ásakanir um nauðganir og Afríska málaliða reyndust síðan vera ekkert annað en lygar.  

Í dag þá stendur NATO fyrir því að senda mannlausar árásarflugvélar yfir til Pakistan, svo og hefur NATO séð um að vernda alla Ópíumræktun þarna í Afganistan, og það er ekki að heyra annað en að samstarfið um flug á vegum CIA hafi verið mjög gott.

Nú og Húrra, húrra fyrir þessu fyrrum CIA starfsmanni   

"Confession of a CIA Agent: They Gave Us Millions to Dismember Yugoslavia" http://www.inspiretochangeworld.com/2015/12/confession-of-a-cia-agent-they-gave-us-millions-to-dismember-yugoslavia/?utm_campaign=shareaholic&utm_medium=facebook&utm_source=socialnetwork

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 4.12.2015 kl. 00:42

13 identicon

Look how close Russia placed her borders to NATO bases!

«When I spoke with Baker, he agreed that he told Gorbachev that if the Soviet Union allowed German reunification and membership in NATO, the West would not expand NATO «one inch to the east»: Bill Bradley, 22 August 2009, in Foreign Policy.

Sjá hérna einnig :  On Feb. 10, 1990, between 4 and 6:30 p.m., Genscher spoke with Shevardnadze. According to to the German record of the conversation, which was only recently declassified, Genscher said: &#147;We are aware that NATO membership for a unified Germany raises complicated questions. For us, however, one thing is certain: NATO will not expand to the east.&#148;

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 4.12.2015 kl. 01:22

14 identicon

"....In 1992 this Special Warfare Department was renamed the &#147;Special Forces Command&#148;, although it remains largely controlled by the CIA to this day.

Concurrently with this complete subversion of Turkey&#146;s military hierarchy, the CIA also began funding Turkey&#146;s civilian intelligence agency &#150; the &#145;National Intelligence Organization&#145; &#150; in which it maintained a cadre of moles, as acknowledged in 1977 by its former deputy director &#150; and CIA recruit &#150; Sabahattin Savasman.

Image

A map of &#145;Turkic peoples&#146;, a diverse collection of ethnicities spanning central Eurasia, is very useful for predicting the focus of US foreign policy

Having infiltrated the Turkish civilian and military intelligence establishments, the CIA then sought to co-opt Turkish political and civilian life also. In the 1960s, under US direction, one of the above-mentioned 16 soldiers, Alparslan Turkes, established the &#145;civilian&#146; Associations for Struggling with Communism, and funded the far-right National Movement Party (MHP). The National Movement Party espoused a fanatical pan-Turkic ideology that called for reclaiming large sections of the Soviet Union under the flag of a reborn Turkish empire. This ideology was, of course, perfectly matched with the US &#145;cold war&#146; ideology aimed at attacking the Soviet Union, and the CIA clearly were interested in promoting it, although their job was relatively easy given that Turkes and his cohorts had also been enthusiastic supporters of Hitler during World War II, who had also attempted to undermine Soviet unity under the flag of Pan-Turkism.

The paramilitary wing of the MHP (today the third largest political party in Turkey) is calledthe &#145;Grey Wolves&#146;. In the 1960s, Turkes established over 100 camps across "

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 4.12.2015 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 856026

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband