Niðurstaðan virðist að mesta magnið afli ISIS sér í gegnum sýrlenska vopnasala, en einnig afli ISIS sér skotfæra í gegnum íraska vopnasala.
Vopnasalarnir virðast vera - millimenn, þ.e. seljendur sem þeir kaupa af, sjá aldrei - né vita af - endanlegum kaupendum.
Og vopnasalarnir eingöngu selja þeim sem eiga peninga.
ISIS virðist mest nota rússneska hríðskotaryffla - Kalashnikov.
Sennilega vegna þess hve framboð er mikið í Mið-Austurlöndum af skotfærum fyrir þau vopn.
Rússneskar þungar vélbyssur virðast einnig vinsælastar meðal ISIS, af þyngri vopnum - sennilega aftur af sömu ástæðu, vegna þess hve mikið sé af skotfærabyrgðum fyrir þau vopn liggjandi um Mið-Austurlönd.
Mér finnst það áhugavert - að ISIS hafi ekki kosið að nota M16 Rifflana sem þeir náðu miklum fjölda af árið 2014 í Írak. En sennilega vegna þess hve Sovétríkin voru rosalega dugleg við að dreifa miklu magni af sínum gömlu vopnum, og byrgðum af skotfærum í Kaldastríðinu.
Þá sé samt mun hagstæðara að nota gömlu sovésku/rússnesku vopnin.
Örugglega ekkert annað ræða hjá ISIS en ískaldan hagkvæmnis reikning.
- En það þíðir, að aðgangur að birgðum sé bestur í gegnum spillta aðila, sem selja vopn úr skotfærabirgðum eigin herja <-> en gríðarlegar birgðir af gömlum skotfærum eru til staðar frá Sovéttímanum í Sýrlandi og Írak. Sennilega eftir 4 ár af stríði, algert efnahagslegt niðurbrot <-> Þá selja sjálfsagt margir sem hafa aðgang að vopnabirgðum, skotfæri - til að eiga fyrir mat fyrir eigin fjölskyldur. Það þarf ekki endilega að vera fjárplógsstarsemi - þó að slíkt sé reyndar klassískur vandi. Að selt sé úr skotfærageymslum, ef ekki er nægilegt eftirlit - eða ef spilling í landi er of útbreitt.
- Bæði Írak og Sýrland eru alræmd fyrir einmitt landlæga spillingu - svo bætist við niðurbrot landanna, og sú örvænting margra sem fylgir því efnahagslega niðurbroti er þá verður.
Höfum í huga <--> Það þarf ekki að vera að sýrlensku vopnasalarnir kaupi skotfæri eingöngu innan eigin lands, af spilltum aðilum tengdum varðveislu skotfæra eða hermönnum sem vantar aukapening.
Það eru einnig ágætir möguleikar að þeir versli víðar, t.d. getur vel verið að næg spilling sé innan egypska hersins - til þess að gömul rússnesk skotfæri streymi þaðan. En sennilega á ekkert land í Mið-Austurlöndum meir af gömlum skotfærum en einmitt egypski herinn.
Hann er einmitt alræmdur fyrir spillingu <-> Enginn utanaðkomandi hefur eftirlit með honum, það eru örugglega margir spilltir birgðastjórar þar.
Það þíðir ekki að kaupa af Saudi Arabíu - Tyrklandi - Jórdaníu -> Því þau lönd eiga engar byrgðir af rússn. skotfærum.
Sama á við um - Íran.
- Það segir áhugaverða sögu um spillinguna á svæðum þ.s. ISIS starfar, að þrátt fyrir að ISIS sé óvinur hvort tveggja ríkisstjórna Íraks og Sýrlands - þá samt kjósi ISIS að beita einna helst; gömlum sovésk smíðuðum vopnum, sem þá þá þurfa stöðugt framboð af sovésk smíðuðum skotfærum.
Þau er einungis unnt að fá frá - þeim löndum hvar sovésk smíðuð vopn voru notuð af herjum viðkomandi.
Lýbýa er sennilega of langt í burtu, Egyptaland er á milli.
Svo við erum að tala um: Sýrland sjálft, skotfærabirgðir stjórnarhersins sem leki á svarta markaðinn, einnig í Írak <-> Svo gætu skotfærabirðir egypska hersins komið til greina sem uppspretta.
Niðurstaða
Þetta er sjálfsagt ekki hvað vinir sýrlandsstjórnar vildu helst heyra. Að birgðastöðvar sýrlenska hersins séu lekar eins og gatasigti. Og hugsanlega einnig smærri birgðastaðir, nær víggstöðum - þegar einstakir hermenn væntanlega selja skotfæri til að afla sér aukapenings.
Vegna þess að seljendur sjá aldrei né þekkja kaupendur.
Þá væntanlega geta þeir lokað augunum fyrir því - hver líklegur kaupandi sé.
Sama sennilega eigi við um skotfærabirgðir íraska hersins.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kalashnikov er vinsælasta vopnið. Fyrir utan það, þá er þetta vopn framleitt í tuttugu löndum í dag, og ekkert af þessum löndum er Rússland sem er hætt framleiðslu þess. Framleiðendurnir, eru Kína sem eru stærstir, Ukraína og Íran ... ásamt mörgum öðrum ríkjum. Síðan er þessi riffill vinsæll, vegna þess að hann klikkar ekki eins og M16A1.
Meðal vopna ISIS, eru allt vopnabúr Líbíu, og bandaríkjamenn grófu niður allt það sem þeir skilldu eftir í Írak. Þar á meðal 1200 Humvee's, Abrams skriðdreka, skotfæri og vopn fyrir heilan her. Bandaríkin tóku þetta ekki með sér, heldu grófu hluta af því og gáfu Írakska hernum.
Þetta er þekkt, vitað og viðurkennt af bandaríkjamönnum sjálfum.
Síðan eru ISIS með Toyota bifreiðar, sem eru sér aðlagaðar af CIA ... þetta er líka þekkt og viðurkennt.
Og, ofan í allt þetta þá vita menn að ISIS þarf að kaupa birgðir. Ekki bara vopn, heldur matvæli, fatnað, og bensín á þessar fínu toyota bifreiðar. Og þó þeir eigi olíu auðlyndir undir sinni stjórn, þá eiga þeir engar olíuhreinsistöðvar. Peningarnir þurfa að fara á milli handa, og meðal annars, milli banka. Slíkt getur aðeins gert, með tilstilli "milli aðila".
Hvaðan koma birgðirnar?
Líttu á kort af svæðinu ... til hvers í ósköpunum eru ISIS með stóran hluta landsvæðis að Tyrklandi. Ef Tyrkland eru óvinir þeirra, þá væri þetta svo illa afráðið ... að þeir væru hreinlega hálfvitar og dauðir fyrir löngu. Að hugsa sér, að ISIS sé að flytja birgðir þúsund kílometra frá Iraq til Sýrlands, er bara kjánaskapur. Þeir hafa einmitt lifað á því, að hafa "stuðning" frá veru sinni í Sýrlandi, og út frá veru sinni þar ná haldi í Írak. ISIS komst í raun ekki á fót, fyrr en NATO hafði lagt Líbíu að velli. Vopnin þaðan, varð stærsta tillfærslan fyrir þá ... en Al Qaida, ásamt ISIS stóðu að baki þessarar svokölluðu uppreisnar í Líbíu. En til þess að geta haldið velli, verða þeir að hafa birgðir og birgðaflutning ... og þar sem upptök þeirra eru í Sýrlandi, er einnig bakhjarl þeirra þar.
Það finnst bara ein leið ... Tyrkland.
Þú náttúrulega, telur Erdogan vera "góða kallinn" og hann bendir á Sýrlenska herinn. Því miður, þá gengur það dæmi ekki upp ... því Sýrlenski herinn er afskermaður frá ISIS, hvar uppreisnarmenn virka sem "afskermun". Þar af leiðandi getur enginn beinn birgðaflutningur átt sér stað þar. Hafi hann átt sér stað, væri hann augljós úr lofti af Bandaríkjamönnum. En rússar benda nú á, og þessar upplýngar eiga sér einnig stoð frá Bandaríkjamönnum, að flutningur þessarra gagna komi í gegnum Tyrkland. Þetta er einnig styrkt af þeirri staðreynd, að Senator McCain, er í fleiri en einu tilviki myndaður með ISIS í bakgrunninum.
Hingað til, hefur því verið haldið fram að birgðirnar séu ætlaðar "uppreisnarmönnum" og ISIS taki þær ófrjálsri hendi.
Rússar segja svo ekki vera, heldur hafi bílalestirnar sem þeir sprengdu ... verið olíu flutningur yfir til Tyrklands, og annar birgðaflutningur á hráolíu til hreinsistöðva í Írak. Tyrkir segja, að þeir séu að flytja "mannúðargögn" til uppreisnarmanna í Sýrlandi. Slík gögn, flytur þú eftir opnum beinum leiðum ... en Tyrkir eru að flytja þessi gögn, í gegnum bakhjarla vegi yfir fjöllinn. Þar sem enginn sér, nema Rússar úr loftinu. Mannúðargögn, springa heldur ekki í loft upp.
Erdogan hefur, flutt gögn til sinna manna í Sýrlandi ... sem eru "turkmenn", og þessir aðilar eru meginhluti þessa svo kallaða "moderate rebels". Tyrkir hafa þegar notfært sér stríðsástandið í Sýrlandi til að flytja landamærinn og "taka" land af Sýrlandi handa sér. Það er enginn ástæða fyrir Rússa að viðurkenna þessi nýju landamæri Tyrkja, en Tyrkir hafa þegar búið til "buffer" svæði sem er undirbúningur á að taka enn stærra land frá Sýrlandi til Tyrklands. Tyrkir hafa því studd stríðandi öfl í Sýrlandi. Ásamt Saud aröbum, sem eru wahabistar og tyrkir sunni. Assad, og hans lið, eru shia og eru því Íran meginn mála.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 1.12.2015 kl. 03:30
Furðuleg steypa - fyrsta lagi, ISIS hefur ekki skotfærabirgðir hers Lýbýu, eignarhald þeirra skiptist á milli stríðandi fylkinga í því landi þ.e. fylkingarinnar er ræður í Tobruk, og fylkingarinnar er ræður í Tripoli.
ISIS hefur komið sér fyrir á svæði milli þeirra - hvar tök fylkinganna tvegggja voru veik.
En ISIS hefur ekki tekist að gera Lybýu að neinu umtalsverðu áhrifasvæði a.m.k. enn <-> Hvorug megin fylkinganna hefur áhuga á að starfa með ISIS.
Kalashnikov - eg sé ekki hvað það kemur málinu við að Rússar framleiða ekki lengur gamla Kalashnikov ryffilinn. Enda var ég að vísa til gamllra birgða sem enginn vafi er, að mikið er af í Mið-Austurlöndum af gömlum sovéskum vopnum.
Á hinn bóginn, er enginn vafi að Rússar eiga sjálfir mikið magn af honum í sínum birgðageymslum - enda Rússar þekktir fyrir að henda helst engu.
En það kemur málinu ekki beint við.
Svo skil ég ekki hvað þú ert að blaðra, um að Kanar hafi grafið fullt af vopnum í Írak <--> Þ.e. algerg bull, þeir grófu engin vopn.
Þeir höfðu útbúið nýjan iraskan her, með bandar. vopnum - og miklum birgðum.
Og íraski herinn var svo mikill klaufi 2014 að láta ISIS taka birgðageymslur hersins óskemmdar þannig að ISIS náði gríðarlegu magni af bandar. vopnum ásamt farartækjum.
Þ.e. kjaftæði að ISIS ráði ekki yfir neinum -hreinsunarstöðvum- annars gæti ISIS ekkiv erið að selja bensín og Dísil, sem ISIS gerir.
Helsti kaupandi olíu og gass, af ISIS - hefur verið ríkisstjórn Sýrlands. Sem virðir hafa keypt að mestu framleiðslu lindanna í Sýrlandi, þ.e. gas og olíu. En ISIS náði hreinsunarstöðunum einnig óskemmdum.
Rússar eru að ljúga um olíusendingar yfir landamárin án nokkurs vafa.
Enda selur ISIS nær alla framleiðslu lindanna til Assads.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.12.2015 kl. 09:02
Sæll Einar Björn
Hefur þú aldrei heyrt um allt stóra Bengazi- hneykslið, hvernig hérna Stjórnvöld í Bandaríkjunum sáu um að flytja þungavopn frá Bengasi (Líbýu) yfir til Sýrlands, svo að hægt væri að endurtaka sama leikinn aftur í Sýrlandi. Þetta hefur allt saman gengið mjög vel hjá stjórnvöldum í Bandaríkjunum með að styðja venjulega og eðlilega uppreisnarmenn í því að drepa fólk, og með eðlilegum hætti, ekki satt?
CNN Benghazi Claims: Report alleges CIA operatives in Libya were sending weapons to Syrian rebels
LIBYAN TERRORISTS SENDING WEAPONS OVER TURKEY TO THEIR COUNTERPARTS IN SYRIA
War on Roadside: Libya rebels want weapons as death toll mounts
ISIS : Lt. General McInerney says Obama helped build ISIS with Weapons from Benghazi (Sept 03, 2014)
Still Report #428 Admiral Ace Lyons on Benghazi
Benghazi Attack Cover Up! Obama Armed Al Qaeda?
Benghazi Documents show US Intelligence Agencies Knew Weapons were Transferred from Libya to Syria
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 1.12.2015 kl. 13:11
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 1.12.2015 kl. 13:50
Já. Þetta er enginn leyndardómur held eg. Þ.e. hvernig þeir fá byssurnar.
Það er frekar það atriði, að þeir virðast þokkalega bardagafærir.
Hafa hvað eftir annað staðið meira í þeim sem sækja að en flestir ætluu fyrirfram.
Það hef ég séð skýrt með því, að í raun séu helstu herforingjar Isis úr fyrrverandi her Saddam Husseins og kunni allt hernaðarskipulag.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.12.2015 kl. 15:21
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 1.12.2015 kl. 15:59
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 1.12.2015 kl. 16:51
Google.com
isis getting supplies from usa
American military weapons buried in san
http://www.globalresearch.ca/where-does-isis-get-all-those-tanks-weapons-and-shiny-new-toyota-trucks/5490040
Egilsstaðir, 03.09.2016 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 3.9.2016 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning