Útlit fyrir að Parísar-ráðstefnan um vernd lofthjúpsins - valdi vonbrigðum

Vandamálið virðist ekki síst vera, Bandaríkjaþing er hefur Repúblikana meirihluta í báðum þingdeildum. Það liggi algerlega fyrir, að enginn þingmeirihluti sé mögulegur, fyrir bindandi markmiðum um minnkun útblástur gróðurhúsalofttegunda.
En allt skuldbindandi samkomulag þarf samþykki Bandaríkjaþings, skv. stjórnskrá Bandar.
Að sama skapi er útlit fyrir, að samkomulagið verði að heita eitthvað annað en sáttmáli/samningur eða "Treaty" því skv. bandarísku stjórnarskránni þarf þá samþykki Bandaríkjaþings, og jafnvel útvatnað samkomulag - mundi líklega ekki heldur fá bænheyrn.

France bows to Obama and backs down on climate ‘treaty

Laurent Fabius - “The accord needs to be legally binding. It’s not just literature,” - “But it will probably have a dual nature. Some of the clauses will be legally binding.” - “Another question is whether the Paris accord as a whole will be called a treaty. If that’s the case, then it poses a big problem for President Barack Obama because a treaty has to pass through Congress.” - “It would be pointless to come up with an accord that would be eventually rejected by either China or the US.” 

Það eru ákveðnar líkur á að stjórnvöld í Kína, séu ekki heldur vinsamleg hugmyndinni um bindandi skilyrði.

  1. Það að ekki verði bindandi skilyrði um minnkun gróðurhúsalofttegunda.
  2. Án vafa mun valda vonbrigðum hjá öllum umhverfisverndarmönnum.

Þettta sennilega minnkar til muna möguleika þess, að þessi ráðstefna stuðli að nægilega mikilli minnkun á losun, til að hitun lofthjúps fari ekki yfir 2°C.

Margir umhverfisverndarmenn hafa sagt að þetta sé ráðstefnan sem ekki má mistakast.

 

Niðurstaða

Þar með virðist það staðfest, að Parísarráðstefnan mun ekki skila bindandi skilyrðum um losun gróðurhúsalofttegunda.
Þá niðurstöðu má sennilega að verulegu leiti eigna þingmeirihluta Repúblikana á Bandaríkjaþingi.
En þó afstaða Kína sé minna þekkt í fjölmiðlum, er óvíst að afstaða stjv. þar sé öllu jákvæðari.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar Björn 

Öll þessi lygi aftur og aftur í fjölmiðlum um hnattræn hlýnun (e. Global Warming) af völdum koltvísýrings (co2) er og hefur verið að valda fólki miklum vonbrigðum, sjá hérna 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.11.2015 kl. 17:15

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki ætla ég að taka afstöðu til þess hvort veðurfar fari hlýnandi á hnettinum, enn síður að taka afstöðu hvort sú hlýnum, ef hún er staðreynd, sé af mannavöldum. Hef reyndar miklar efasemndir um að svo sé, auk þess sem mér finnst málflutningur svokallaðra vísindamanna um þetta mál vægast sagt ruglandi. T.d. að sömu öfl skuli stuðla að kaldara loftslagi og eiga að stuðla að hlýnun.

Hitt er svo annað mál, að strax við upphaf hugmynda um þessa ráðstefnu í París var gert út um að af henni gæti fengist einhver niðurstaða. Þegar stefnt er á einn stað allt að 40.000 manns, í örfáa daga er ljóst að slík samkoma getur ekki komist að neinu samkomulagi.

Gunnar Heiðarsson, 28.11.2015 kl. 23:36

3 Smámynd: Þ. J.

  Vandamálið (ef vandamál skyldi kalla)er ekki Bandaríska þingið, heldur sú staðreynd að áróðursmeisturum SÞ hefur mistekist að sannfæra stærstan hluta bandarískra kjósenda um að þessi AGW kenning standist.  Að sjálfsögðu eiga stjórnmálamenn ekkert með að skuldbinda heilu þjóðirnar þvert á vilja fólksins.

 Og ég vil taka það fram að Ég er umhverfisverndarsinni og Ég verð ekki fyrir vonbrigðum ef að ekki næst samkomulag um neitt af því sem SÞ er að stefna að þarna.

 Þetta er ekki umhverfisvernd, þetta er pólitískt valdabrölt og fjárplógsstarfsemi dulbúið sem umhverfisvernd.

Þ. J., 29.11.2015 kl. 01:41

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ef er lokað á umræður, þá er ekki von á neinum lausnum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.11.2015 kl. 03:20

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Hversvegna það voru nánast engir jöklar á Íslandi þá menn komu þar fyrst?  Hvað olli því að Breiðamerkur Jökull náði út í sjó á nítjándu öld? Hversvegna er Danmörk þar sem hún er? Hvernig urðu kolin til? Hvar var Klofajökull?  Var fiskur í Grímsvötnum? Hvernig stendur á því að Herðubreiðin er svona eins og hún er? Af hverju fór gamli Möðrudals bærinn í eiði? Af hverju eru gamlir Jökulgarðar lagt út í sjó undan ströndum Íslands? Af hverju eru gamlir sjávarbakkar uppí hlíðum fjalla.

Þeir sem ekki vita svörin við þessu, hafa ekkert að gera á loftslags ráðstefnu.  40.000 manna ráðstefna um  loftslagsmál ,  þar sem allir koma þar til með brennslu jarðefna með einum eða öðrum hætti er ekki líkleg til árangurs. 40.væru jafnvel of margir.

Hrólfur Þ Hraundal, 29.11.2015 kl. 08:04

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þetta kjánalega það, þarna  á efir Hversvegna, á ekkert að vera þarna og biðst ég velvirðingar á klaufaskapnum. 

Hrólfur Þ Hraundal, 29.11.2015 kl. 08:12

7 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er ekki umhverfisvernd, þetta er pólitískt valdabrölt og fjárplógsstarfsemi dulbúið sem umhverfisvernd.

Þetta.

Ásgrímur Hartmannsson, 29.11.2015 kl. 08:37

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hrólfur Þ Hraundal, 29.11.2015 kl. 08:12  - Hörður, menn hafa tekið Ískjarna mælingar úr Grænlandsjökli og Suðurskautsjöklum, þeir frá Suðurskautinu ná nærri milljón ár aftur.
Það þíðir að menn hafa mælingu á efnasamsetningu lofthjúpsins nærri því heila milljón ár <--> Þetta er ástæða þess, hvers vegna vísindamenn eru þetta vissir.
Síðan að auki hafa þeir getað borðið breytingar á efnasamsetningu lofthjúps aftur í tímann, við vísbendingar um loftslags-sveiflur nærri því milljón ár.
Þessi gögn sýna mjög góða fylgni milli loftslaggsveifla og sveifla í CO2.
___________________
Menn hafa aldrei haldið því fram - - að ekkert annað geti valdið loftslagssveiflum.
En mér virðist í ljósi þeirra gagna sem liggja fyrir, það hreinlega orðið "afneitun" að halda því fram að --> Mannkyn sé ekki að hafa þau áhrif sem talið er.

Að sjálfsögðu geta orðið aðrar sveiflur - meðan hitun er í gangi vegna CO2.
Enda stoppar það ekki sveiflur af öðrum orsökum.
Það geta komið tímabundnir kólnunar atburðir.

En meðan að CO2 er enn í vexti, þá væri best að líkja þessu við hagvöxt á íslandi sl. 100 ár - það voru kreppur, en tekið yfir 100 ár þá var samt hagvöxtur, næsti toppur nærri alltaf hærri í hagsveiflunni.

Nokkuð svipað verði það -miðað við gögn sem liggja fyrir- tímabundnir kólnunar atburðir mundi fylgja hröð hitun á eftir - meðan að CO2 væri enn í aukningu í lofthjúpnum.
______________
Hvort sem mönnnum líkar betur eða verr, er skv. ískjörnum.
CO2 meira en nokkru sinni sl. nærri milljón ár.

Menn geta aftur á móti ákveðið, ef menn vilja, að láta lofthjúpinn hitna - að taka þ.s. mætti kalla aðlögun <--> En ég get ekki talið rökrétt að eins og greinilega sumir enn gera, að hafna því alfarið að "man made warming" sé í gangi.

Sjálfsagt mundi í framtíðinni myndast nýtt jafnvægi - - við getum verið að tala um eins stóra sveiflu, og við lok Ísaldar.
Ef mannkyn tekur þá ákvörðun að láta hitunina ganga yfir - lætur vera að stuðla frekar að aðgerðum til að minnka losun.

Þ.e. rétt þó að muna, að í hvert sinn í sögu Jarðar þegar Jörðun hefur umpólað milli loftslags-fasa, þá hefur við það orðið mikil röskun í tegundum lífs.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.11.2015 kl. 11:44

9 identicon

Sæll aftur Einar Björn 

Hef ekki séð nein tengsl á milli CO2 og hinni meintu hlýnun jarðar, hvað þá um að hnattræn hlýnun   

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 29.11.2015 kl. 12:26

10 identicon

Mild East Coast Winters? The Expert & Elites&#146; Global Warming Predictions Become A LOL Joke

The East Coast elites, aging yuppies and metrosexual deadenders who bitterly cling to the CO2-caused "global warming" religion are having a tough time...over the last 20 years, winters in the Northeast region of the U.S. have become more harsh and severe...that&#39;s opposite of their climate-doomsday cult leaders&#39; predictions...instead of getting climate news from the likes of Al Gore and Brian Williams, Northeast denizens of elite enclaves might want to finally introduce themselves to what is called empirical evidence.....

US Northeast winter temp precipitation 20 years NOAA 2014 021115

As the U.S. East Coast continues to dig out from another major blizzard, it is a reminder that natural climate forces and patterns have eviscerated the predictions made by by government climate "experts." Their predictions of warmer winters and less snow have not only been incorrect, they have been flat-out spectacularly wrong.

While ignorance is bliss for many, it is still is no excuse for the elites of politics and media to continue to spread falsehoods about CO2 causing warming winters.

As the above NOAA graphs clearly document, the strong cooling trend for the winter months of December (19 years), January (21 years) and February (20 years) across the U.S. northeast is indisputable.

Let&#39;s be clear about this: there is no identifiable group of climate-doomsday experts within government-funded circles who predicted twenty years ago that CO2 would cause this cooling trend outcome.

And precipitation trends over the same time periods in the Northeast? Well, depending on the month, take your pick, up or down. For any given winter month, one year of cold temperatures could produce a wet or a dry month.

It would appear that winter weather is not that predictable from year to year; and obviously, nor are climate conditions some 10, 20 30 or 50 years into the future.

Those who have relied on the CO2-induced AGW climate hypothesis have continuously been proven wrong. Yet, the CO2 cult faithful still hold climate doomsday predictions as gospel, regardless of the empirical science. 

Additional regional temperature and severe weather charts, plus a listing of severe weather events from the past. http://www.c3headlines.com/global-warming-evidencefacts-against/

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 29.11.2015 kl. 12:45

11 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Auðvita hef ég enga þekkingu á loftslags málum enda bara gamall vélvirki.  Borkjarnar eru mjög áhugaverðir sérstak lega í sambandi við tímasetningar á fyrirbærum sem blasa við okkur hvar sem við förum.  Hvar sem við förum þá er full ástæða til að ganga vel um, svo allt verði í lagi þá við eigum þar leið um aftur.  

Við íslendingar erum heppnir og heppnari en margir aðrir að eiga en til nóg af góðu vatni og stormum, en hvað með hafið?  Þetta haf sem allt rennur í og raunar hef ég meiri áhyggjur af því en ýmsu öðru, en það er líklega  ekki í tísku nú sem stendur, enda ég gamall svo það kemur ekki til með að plaga mig verulega, en samt, og tel ég að 40.000 manna fundur skili meiri mengun en gagni.

Hrólfur Þ Hraundal, 29.11.2015 kl. 16:35

12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hrólfur Þ Hraundal, - Það eru náttúrulega borkjarnarnir sem eru áhugaverðastir. Því þar er unnt að lesa sig í gegnum mjög svipað og að lesa trjáhringi.
Vegna þess að það er svo mikið um lygar á netinu <--> Þá fór ég beint í frumgögnin, þ.e. vísindagreinarnar í Nature sem birtar voru af vísindamönnunum sjálfum, sem framkvæmdu rannsóknina hvort sem um var að ræða Grænlandsjökuls kjarna eða Suðurskauts.
Unnt er að leita að slíku með "scholar google."

Flestar hitunarsveiflur á Ísöld - virðast hefjast fyrir aðra ástæður.
En síðan - sést í gögnum að hraði á hitun vex samtímis og magn CO2 vex í lofthjúp.
Það er talið af vísindamönnunum - að þegar hafís minnkaði að ummáli, hafi CO2 gufað upp af hafi og leitað í lofthjúpinn.

Þetta virðist gerast nokkuð mörgum sinnum á ísöld.
Vanalega dálítill tími sem líður þegar hitun hefst, þegar CO2 fer að vaxa.
Við erum að tala um allt að 1000 ár.

Þetta eru auðvitað túlkanir á gögnum.
Enginn getur verið 100% viss að það sé rétt skýrt, af hverju CO2 vex í nokkur skipti á Ísöld - og gefur hitunar atburð aukinn kraft.

Aftur á móti virðist gögnin a.m.k. sýna ákaflega vel fram á, að aukið magn CO2 skili að öllu jafnaði - aukinni hitun, ofan á hvað annað hugsanlega er í gangi.

Og gögnin sýna mesta mælda CO2 magn í lofthjúp yfir allt mælingartímabilið, eða tæp milljón ár.
Þess vegna álykta þeir - að líkur séu á öflugum hitunar-atburði á nk. áratugum.

Þ.e. þannig séð okkar val.
Hvort við viljum forða atburði - eða leggja áherslu á að aðlaga okkur.

Fyrirfram séð er engin leið að vita hve stór atburðurinn verður, ef Jarðabúar slá ekki verulega af útblæstri CO2.
Eina virkilega stóra loftslagssveiflan sem við höfum góð mælingargögn um - en endir á síðustu ísöld.

Við höfum því einhverja hugmynd hvað þá gerðist.
Jörðin er ekkert á leið með að verða óíbúahæf.

En meginvandinn <--> Ef valið er aðlögun, virðist þá liggja í þeirri aðlögun.
Það eru til ákaflega fjölmenn þjóðfélög - þ.e. tæknilega mögulegt að ráða við þetta með nægri tækni.

Einhver óþekktur fjöldi fátækra landa gæti þó flosnað upp.
Ég held að ríku löndin reddi sér alltaf.

En það gæti þítt - - risastóra flóttamannabylgju í framtíðinni.
Að sú bylgja sem þegar sést - - sé bara gárur í samanburði.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.11.2015 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband