Spurning hvað gerðist ef Tyrkland lokaði sundunum milli Miðjarðarhafs og Svartahafs fyrir rússneskri skipaumferð

Það er til gamall alþjóðasamningur frá 1936, gerður í allt öðrum heimi - þegar Tyrkland var vanþróað 3-heims land, og mátti sín lítils. Þá var Frakkland - Ítalía og Bretland, meiriháttar flotaveldi og einnig nýlenduveldi, með nýlendur víða um heim.
Á þessum tíma var Stalin æðsráðandi Sovétríkjanna <--> Milli þessara aðila, var Tyrkland eins og mýfluga.

En í dag er gerbreyttur heimur - Evrópa er í hraðri hlutfallslegri hnigunun.
Sama á við um Rússland - sem er vart nema skugginn af því veldi sem Sovétríkin voru.

  1. Það áhugaverða er, ef maður skoðar eingöngu hefðbundin vopn, þá er Tyrkland afar nærri því álíka öflugt Rússlandi.
  2. Sannarlega með mun stærri herafla en Bretar eða Frakkar.
  • Valdastaðan er allt allt önnur - Tyrklandi í vil.

Montreux Convention Regarding the Regime of the Straits

http://www.lib.utexas.edu/maps/middle_east_and_asia/turkey_trans-2006.jpg

Málið er að ég held að Tyrkir geti komist upp með að loka sundunum á rússneska skipaumferð, tja - eins og Rússar sjálfir komust upp með að hirða Krímskaga!

Pútín einfaldlega - hirti Krímskaga, og hundsaði síðan öll mótmæli utanaðkomandi.
Aðferðin nefnist á mannamáli --> Réttur hins sterka.

Málið er að þetta virðist svo augljóst svar - við aðgerðum Rússa gegn Tyrklandi.

  1. Heilbrigðiseftirlit Rússlands, hefur fyrirskipað að allar tyrkneskar landbúnaðarvörur, þurfi að sæta rannsókn á rannsóknarstofu.
  2. Hefur sagt, að allar tyrkneskar vörur hafi verið fjarlægðar úr hillum verslana.
  • Áhugavert að þetta eru sömu aðgerðirnar og Pútín beitti Úkraínu, rétt fyrir Maydan Torgar byltinguna.
    En þetta virðist orðin aðferð Rússa, í refsiaðgerðum - formlega séu þær ekki slíkar.

Rússneskum ferðaskrifstofum hefur verið ráðið frá því að senda túrista til Tyrklands.

Einnig virðist í umræðunni - að banna tyrkneskum skipum að sækja rússneskar hafnir.
Einnig tyrkneskum flugvélum.

  1. Svo virðist Pútín senda Tyrkjum fingurinn, með því að ef eitthvað er, auka á þær loftárásir við landamæri Tyrklands sem Tyrkir voru óánægðir með.
  2. Og Pútín hefur fyrirskipað orrustufylgd fyrir sprengjuvélar.

Eins og ég útskýrði í gær - er Rússland að ógna mikilvægum hagsmunum Tyrkja, með loftárásum sínum, því þeim er augljóst beint að því að veikja stöðu uppreisnarmanna í Sýrlandi.
En á svæðum uppreisnarmanna, eru nærri á þriðju milljón flóttamenn, sem líklegir væru að leggja á flótta til Tyrklands, ef uppreisnarmenn eru sigraðir.
Þar með liðlega 2-falda eða jafnvel hugsanlega 3-falda fjölda flóttamanna í Tyrklandi úr núverandi 2-millj.
Tyrkland/Rússland eru greinilega á leið í harkalegan árekstur - hvort eiga vesturlönd að styðja Tyrkland eða Rússland?
Augljóst hefur Tyrkland mikla hagsmuni af því að forða þeirri útkomu, sem best verður forðað með því að senda uppreisnarmönnum nægilegt magn vopna svo þeir haldi velli gagnvart árásum ISIS - Rússa og Hesbollah.

En ekki síst - - ef 3-4 milljónir bætast við flóttamenn frá Sýrlandi.
Þá mun hafa átt sér stað - - stærsta þjóðernishreinsun í heiminum síðan undir lok Seinna Stríðs.

M.ö.o. bróðurpartur Súnní Múslima meðal íbúa, hrakinn á brott.

  1. Tyrkir eru Súnní Múslimar.
  2. Mér finnst merkilegt, hve margir hafa afar litla samúð svo meir sé ekki sagt - gagnvart því fólki, sem hefur verið hreinsað innan Sýrlands, þ.e. mikill fj. Súnní Múslima.
  3. Það væri undarlegt, ef þetta fólk, sem er sömu trúar og Tyrkir almennt, nytu ekki víðtækrar samúðar innan Tyrklands.
  4. Þar með, að innan Tyrklands, sé gríðarleg uppsöfnuð reiði - yfir þessari hraklegu meðferð.
  • Það verður ekki betur séð - - en að Rússar séu að gera sitt besta, með sínum árásum - með því að beina þeim einkum að Súnní uppreisnarhópum --> Til að leiða einmitt fram þá útkomu, að það verði - önnur stór flóttamannabylgja frá Sýrlandi.

Mér finnst mjög mikið talað - með afar heimskulegum hætti um afstöðu Tyrkja.
Eins og það sé rangt af þeim - að viðhafa andstöðu við stjórnvöld í Damaskus, sem hafa verið að hreinsa milljónir Súnní Múslima frá eigin heimilum.
Það hlýtur að vera raunverulegt hatur og fyrirlitning í dag, gagnvart Assad innan Tyrklands.

  1. Í þessu ljósi, að Rússar halda áfram að vega að trúbræðum þeirra innan Sýrlands.
  2. Virðast leitast við að stuðla að því, að hreinsanir á Súnní Araba hluta íbúa klárist.

 

Það sem ég er að gera tilraun til að fá fólk til að skilja, að innan Tyrklands hlýtur að vera nú óskapleg reiði gagnvart Assad, og nú einnig gagnvart Rússlandi!

Þá gæti skapast sú freysting að - - loka sundunum, fyrir Rússum.

  1. En augljóst væri það afskaplega öflugur mótleikur, ef það fer saman við flugbann yfir Tyrkland.
  2. Rússland muni lenda í afar miklum vandræðum með - flutninga á vistum til stöðva sinna í Ladakia og Tartus.
  3. Sprengjuvélarnar gætu gæti innan fárra vikna klárað sprengjurnar.
  4. Og meira að segja er hugsanlegt að eldsneyti mundi þrjóta um svipað leiti á flugvélarnar.

Þannig að á nokkrum vikum - eftir að Tyrkir hefðu sett, "embargo" eða bann á heralfa Rússa innan Sýrlands.
Mundu aðgerðir þess herafla sennilega - leggjast af.

Það er rétt, að til þess, þarf Tyrkland að brjóta samninginn frá 1936.
En - fyrst að Rússar gátu komist upp með að hundsa mótmæli vegna Krímskaga - grunar mig að Tyrkir geti komist upp með að hundsa mótmæli frá Rússum, vegna lokana á rússn. skip.

  1. Það sjálfsagt mundi hlakka í einhverjum.
  2. En lokun sundanna, mundi stórfellt minnka vægi Sevastopol, þar með Krímskaga.
  3. Og mundi gera rússneska Svartahafs flotann, algerlega einangraðan.
  4. Skip Rússa á Miðjarðarhfi, mundu fyrir rest komast í vandræði með vistir og olíu.

Eftir nokkurn tíma - væru öll rússn. herskip á Miðjarðarhafi í höfn, sennilega í Tartus.

Ég hugsa að aðgerð sem þessi - væri miklu mun áhættuminni, en að skjóta niður flr. rússn. vélar.

Þ.e. afskaplega fátt sem Rússar geta gert - annað en að mótmæla.

 

Niðurstaða

Ég skal ekki segja að öruggt sé að Tyrkir loki sundunum. En mig grunar samt sem áður að á komandi vikum, muni sú freysting fara vaxandi eftir því sem Tyrkir verða pyrraðri og reiðari gagnvart Rússum og stjórnvöldum í Damaskus.
Og mig virkilega sterklega grunar að Tyrkir komist upp með þá aðgerð, a.m.k. ekki síður en þegar Rússar innlimuðu Krímskaga.
En sú aðferð braut mun fleiri alþjóðalög - Tyrkir væri að brjóta einn sáttmála.
Sem var settur yfir þá - af stórveldunum, þegar Tyrkland var lítið peð.

En Tyrkland er ekki peð lengur.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

CIA World factbook:

Turkey: military.

Military expenditures:

2.29% of GDP (2015 forecast) 2.36% of GDP (2014)

Manpower reaching militarily significant age annually:

male: 700,079

female: 670,328 (2010 est.)

(Það sem þeir mega við að missa á ári)

Manpower fit for military service:

males age 16-49: 17,664,510

females age 16-49: 17,340,816 (2010 est.)

GDP (official exchange rate):

$798.3 billion (2014 est.)

Russia: Military

Military expenditures:

3.49% of GDP (2014) 3.18% of GDP (2013)

Manpower fit for military service:

males age 16-49: 22,597,728

females age 16-49: 23,017,006 (2013 est.)

Manpower reaching militarily significant age annually:

male: 696,768

female: 664,847 (2013 est.)

GDP (official exchange rate):

$1.861 trillion (2014 est.)

Hmm...

Skoðum græjurnar (globalfirepower.com):

Tyrkland:

Skriðdrekar: ~3700

Orrustuþotur: 223

Árásarþyrlur: 59

Sprengjuvélar:

Rússland:

Skriðdrekar: ~15.400

Orrustuþotur: 769

Árásarþyrlur: 462

Þeir hafa líke tvöfalt fleiri flutningavélar.

Tyrkir eru í 10 sæti yfir best vopnuðu herina.  Rússar í öðru.  Á eftir USA en undan Kína.

Ásgrímur Hartmannsson, 27.11.2015 kl. 14:01

2 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ég held það gerist svo sem ekki mikið.Siglingaleiðin lengist um 1o daga og tyrkir missa 15 % af útflutningstekjum og allan aðgang að gasi.Iranir sjá þeim fyrir gasi ásamt rússum.

Ofan á þetta mundu þúsundir atvinnulausra tyrkja koma heim og verktakaiðnaðurinn tyrkneski vere rústir einar. Ferðamannabransinn er þegar farinn,það er hætt við að fleiri fari að ráðum Lavrovs og fari eitthvað annað.Hugsa til dæmis að þjóðverjum hugnist illa að gista hryðjuverkaríki,

.

Þetta flugvélaævintýri á eftir að reynast tyrkjum dýrt og að fjandskapast meira við rússa gerir stöðuna bara verri.

"Mannorð" tyrkja er þegar stórskaddað og þeir verða augljóslega að grípa til einhverra ráðstafana til að bæta það.

Tyrkir hafa enga samúð í Evrópu.

.

Tyrkir geta engin áhrif haft á flugumferð til Sýrlands frá Rússlandi,rússar nota ekki tyrkneska lofthelgi.

Þeir gætu kannski prófað að ráðast inn í Irakska lofthelgi,en ég held það væri ekki gott fyrir þá.

.

Tyrkir eru ekki í sérstaklega góðri stöðu í dag þar sem þeir hafa ekkert vinveitt ríki sem liggur að Tyrklandi og þeir eru búnir að gera sína helstu viðskiftaþjóð óvinveitta.

Grikkir bíða bara með fingurinn á gikknum eftir að fá einhvern í bandalg við sig.

Ég held að tyrkir loki ekki sundinu.

Borgþór Jónsson, 27.11.2015 kl. 22:24

3 Smámynd: Hörður Þormar

Að loka Bosporus jafngildir stríðsyfirlýsingu á hendur Rússum, sem NATO getur ekki haft afskipti af.

Hörður Þormar, 28.11.2015 kl. 00:23

4 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Sýrland

Allavítar hafa búið með og oft undir Islam í árhundruð, og þekkja söguna.

Þeir vita hvernig Tyrkir sem eru Súnítar, brytjuðu niður kristna Armeníumenn fyrir 100 árum,  á aðra miljón.

Þið hafið séð hvernig farið er með Þá sem ekki eru Súnítar hjá ÍSIS, svo sem Shíta, Kristna, Yesika og fleiri þjóðflokka.

Allavítar eru að reyna að halda lífi.

Þeir hafa beitt sömu aðferðunum, en þó smáræði ef við berum þá saman við meðferð Tyrkja á Armenum.

Þarna er ég reyndar að líta til síðustu 100 ára og það sem ég hef lesið.

Egilsstaðir, 27.11.2015  Jónas Gunnlaugsson

Islam frá árinu 700 til 2015, mjög fróðlegt.

Hvað eru Kristnir að hugsa

Jónas Gunnlaugsson, 28.11.2015 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband