25.11.2015 | 23:32
Tyrkland/Rússland eru greinilega á leið í harkalegan árekstur - hvort eiga vesturlönd að styðja Tyrkland eða Rússland?
Mitt svar - Tyrkland. Ég færi auðvitað rök fyrir því svari.
En málið er grófum dráttum að, þegar kemur að málefnum Sýrlands - fara hagsmunir Tyrklands og Vesturlanda meir saman, heldur en hagsmunir Vesturlanda og Rússlands.
- En þ.e. ljóst af nálgun Rússa, að þeir eru fyrst og fremst að hugsa um, að styrkja stjórnvöld í Damaskus, og veikja uppreisnarmenn sem berjast við stjórnvöld og ráða svæðum innan landsins.
- Þó Rússar ráðist einnig nú að ISIS, virðast enn stærri hluti sprengju-árása beint að uppreisnarmönnum.
Málið er - að Vesturlönd og Tyrkland hafa mjög ríka hagsmuni af því að forða hruni uppreisnarmanna.
Meðan að aðgerðir Rússlands sýna - að þeir vilja helst brjóta þá á bak aftur sem fyrst.
Til þess að skilja hvað ég á við um hagsmuni.
Þarf að skoða kort yfir dreifingu flóttamanna, innan Sýrlands!
Uppreisnarmenn ráða:
- Aleppo héraði a.m.k. hálfu leiti.
- Idlib héraði alveg.
- Verulegum hluta Homs héraðs.
- Og héraðinu á milli.
Svo geta menn talið - hve margar milljónir flóttamanna eru á svæðum uppreisnarmenna.
Skv. SÞ - er heildartala flóttamanna innan Sýrlands, 7,6 milljón.
Gróft litið virðist það fara nærri 3-milljón, sem sennilega eru undir vernd uppreisnarmanna.
Höfum í huga, að líklega stendur verulegur hluti íbúa á þeim svæðum með uppreisnarmönnum, og gætu líklega einnig gerst flóttamenn - - ef hersveitir stjórnvalda hefðu sigur.
Málið er, að stjórn Assads - er ekki stjórn allra landsmanna, hefur aldrei verið
Þetta virðist að stuðningsmenn Assads á Vesturlöndum og Pútíns - vilji aldrei heyra.
En stjórn Assads <--> Er minnihlutastjórn Alavi fólksins, ca. 12% íbúa - fyrir stríð.
Öðrum íbúum var haldið niðri með harðri hendi með klassískum lögregluríkis aðferðum.
Þessi stjórn eins og slíkar minnihluta stjórnir alltaf eru, hefur alltaf verið gríðarlega ósanngjörn - - þ.e. hlaðið undir "Alavi" fólkið
En einnig tiltekna hópa - - sem gerðust bandamenn hennar.
Áherslan var stærstum hluta á að halda niðri - Súnní Aröbum er fyrir stríð voru 70% íbúa.
- Sumum virðist finnast það afar undarlegt, að uppreisn skuli hafa myndast gegn þannig stjórnarfari - meðal meirihluta íbúa.
- Eins og þeim detti ekki í hug - að það geti verið, að fólki sé illa við að láta traðka á sér linnulaust áratug eftir áratug.
____________________
Eins og sést á Kortinu frá SÞ.
Þá virðist landið - alveg flosnað upp.
Takið eftir - það er fjöldi flóttamanna í öllum héröðum.
Það sennilega þíðir <--> Að mismunandi hópar er áður bjuggu saman.
Hafa verið að aðskiljast.
Fólk er hrakið burt.
Minnir mig á fyrrum Júgóslavíu - þegar stríðið þar hófst - voru:
- Króatar hraktir frá svæðum þ.s. þeir voru í minnihluta.
- Serbar frá svæðum þ.s. þeir voru í minnihluta.
- Sama gerðist með Bosníu Múslima.
Það þíddi - mikinn fjölda flótamanna innan landsins.
Þegar íbúar voru aðskildir og hraktir milli svæða.
Mér virðist nákvæmlega það sama vera að gerast innan Sýrlands!
Í Tyrklandi eru tæp 2-milljónir Sýrlendinga!
Það ætti að vera klárt - af kortinu að ofan.
Að Tyrkland hefur mjög ríka hagsmuni af því, að styðja við uppreisnarmenn - a.m.k. nægilega svo að þeir haldi velli gegn Assad - Rússum og ISIS.
- Klárlega eru loftárásir Rússa, að því leiti sem þær beinast að því að veikja víggstöðu uppreisnarmanna - atlaga að hagsmunum Tyrkja.
- Og við ættum ekki að ætla Tyrkjum að láta það liggja kyrrt.
Menn sem tala um það - eins og sjálfsagðan hlut, að styðja Assad.
Algerlega líta framhjá þeim - massívu hreinsunum sem hafa átt sér stað í stríðinu.
Og hvernig þær hreinsanir og gangkvæmir voða-atburðir - hafa stórfellt magnað hatur milli íbúa.
Ítreka - stjórn Assads, er ekki stjórn landsmanna!
Heldur eingöngu - hluta landsmanna, og þeirra hópa sem ákveðið hafa að standa með Alavi fólkinu, í því - að halda Súnní Aröbunum niðri.
- Hið augljósa er - að ef uppreisnarmenn mundu vera ofurliði bornir, árásir Rússa og bandamanna Írana mundu stuðla að því.
- Þá yrði ný stórfelld flóttamanna bylgja út úr Sýrlandi.
Það mundi sennilega einnig verulegur hluti íbúa þeirra svæða sem uppreisnarmenn nú stjórna, einnig leggja á flótta - ekki bara þeir sem hafa flúið inn á þeirra umráðasvæði.
- Tyrkland gæti því hæglega séð --> 3-földun flóttamanna í Tyrklandi, úr núverandi 2 millj.
- Og pælið aðeins í því --> Af hverju ætti Tyrkland ekki að senda þá áfram til Evrópu, ef Evrópa og Vesturlönd standa ekki með Tyrklandi.
- Svo að hagsmunir Vesturlanda séu settir fram með skýrum hætti.
Þetta væri mesta flóttamannabylgja - frá því þegar Þjóðverjar voru hraktir frá A-Prússlandi og Súdetahéröðunum í Tékklandi, undir lok Seinni Styrrjaldar.
Ég hef veitt athygli bersýnilegu kaldlyndi þeirra sem styðja Pútín og Assad - gagnvart stöðu flóttamanna.
Eins og þeim sé einnig slétt sama um þessar afleiðingar.
En það væri algerlega órökrétt af Vesturlöndum - að taka þá afstöðu.
Samkvæmt fréttum í dag, hafa Rússar ákveðið refsiaðgerðir á Tyrkland - auk þess að Pútín fyrirskipaði að héðan í frá verði sprengjuvélum fylgt af orrustuvél! - og loftárásum var haldið áfram af fullum þunga í fjallahéröðum nærri Tyrklandi!
Skv. því er Pútín að senda Tyrkjum - fingurinn.
Og hann heldur áfram að hundsa - raunverulega mjög ríka hagsmuni Tyrklands, af því að forða nýrri stórfelldri flóttamannabylgju frá Sýrlandi.
Meðan að Rússland -þvert á móti- gerir sitt besta, til að stuðla einmitt að henni.
- Það virðist því stefna í - frekari átök.
Russia and Turkey refuse to back down in row over jet downing
Range of Frustrations Reached Boil as Turkey Shot Down Russian Jet
- Næst er hætta á að verði raunveruleg - loftorrusta.
Eins og ég benti á að ofan - þá eru það einnig hagsmunir Vesturlanda, að forða þeirri flóttamannabylgju - sem Rússland virðist leggja áherslu á að einmitt stuðla að.
Þannig er Pútín - þó hann tali nú um þörf á samstöðu gegn ISIS, að vinna gegn ríkum hagsmunum þeirra - sem hann þó segist vilja fá með sér.
Það er sérkennilegur kleyfhugagangur - nema að honum hafi aldrei verið raunverulega alvara með því tilboði um bandalag.
Niðurstaða
Megin rökin fyrir því, að styðja uppreisnarmenn - er að forða því að það fólk sem hefur flúið á náðir þeirra; leggi á flótta út fyrir landsteina.
Vegna þess, hvernig stríð þetta hefur verið, þá eru ríkar ástæður að ætla - að sigur stjórnarhers í bandalagi við Hesbollah og Rússland - einmitt leiði til stórfelldrar nýrrar flóttamannabylgju.
Í reynd - hreinsun að stórum dráttum á Súnní Araba íbúum landsins.
- Ég bendi fólki á auki á að íhuga - hvaða áhrif það hefði innan Araba-heimsins, ef sú hreinsun á Súnní Araba hluta íbúa - fer fram.
- Ég held að ekki nokkur vafi geti verið um - að það mundi valda gríðarlegum æsingum í Arabaheiminum, og stórfellt auka fylgi við öfgahreyfingar.
Sennilega er engin hreyfing er meir á því græddi - þeirri útkomu.
En einmitt - ISIS.
Þannig í reynd stuðlar sú stefna að styðja Assad til að ná aftur fullri stjórn innan Sýrlands. Að frekari eflingu ISIS í Mið-Austurlöndum. Og eflir þá ógn að stríðið í Sýrlandi dreifist frekar um Mið-Austurlönd. Og verði að svæðis-stríði eða "regional war."
Við erum í reynd að tala um sambærilegt stríð við - 30 ára stríðið í Evrópu á 17. öld.
En ef öll Mið-Austurlönd færu í bál og brand, eftir að flestir Súnní Araba íbúar hefðu verið hraktir frá Sýrlandi - þá er vart að ætla að þau átök stæðu stutt.
Ekki síst eru það ríkir hagsmunir okkar allra, að forða því að allt fari í bál og brand.
Sem aftur beinir sjón að því - að það verður að forða þeirri bylgju flóttamanna er yrði, ef uppreisnarmenn væru ofurliði bornir.
Sem rökrétt er best gert með því að senda uppreisnarmönnum nægilegt magn vopna, svo þeir haldi velli.
Flest í hegðan Rússa sýnir - að þeim virðist slétt sama um allt annað, en það að styðja við Assad. Og miðað við þeirra hegðan - virðist að þeir séu til í að hætta á þann möguleika að allt fari í bál og brand. Má vera þ.s. Rússland er langt í burtu, að Pútín meti það litla hættu fyrir Rússland. Að vandinn mundi fyrst og fremst lenda á Vesturlöndum og Evrópu.
- Það verður náttúrulega að skiljast - að Pútín er ekki vinur V-Evrópu, eða Vesturlanda.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 26.11.2015 kl. 10:40 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heldurðu að það séu hagsmunir Rússa að fylla Evrópu af múslimum?
Og sérðu ekki hráskinnaleik Tyrkja í þessu öllu með olíukaupum af ISIS?
Eigi flokkur Erdogans og Ríki islams samleið, styðurðu þá gegn Rússum?
Er ekki nær að taka sér stöðu með kristnum mönnum í Móður Rússlandi?
Россия-Матушка (Rossija Matusjka) mitt á meðal Entente Cordiale, þ.e. Britanniu og Marianne (Frakklandi):
Jón Valur Jensson, 26.11.2015 kl. 04:22
Sérðu ekki, að það er Tyrkland Erdogans, sem hleypir öllum þessum múslimum í gegn og yfir til grísku eyjanna? Ekki gera Rússar það!
Islamistinn Erdogan vill kannski eignast fleiri bandamenn í þessu Evrópusambandi þar sem hann dreymir að þjóð sín verði stærst þjóða að lokum og gegni lykilhlutverki við islamsvæðingu Evrópu.
Jón Valur Jensson, 26.11.2015 kl. 04:29
Er „New World Order" Islam?
Það er eins og við getum ekki sagt í orðum, hvert vandamálið er.
Eigum við að trúa því að Islam reki fólkið til Evrópu og að Islam, það er New World Order,
eigendur banka og fjölmiðla, ásamt háttsettustu embættismönnum, séu í móttökunefndinni.
Stærstu fyrirtæki heims eru NEW World Order.
Eru olíupeningarnir, flóaríkin, búin að kaupa stærstu fyrirtækin,
og eig því New World Order.
Þá stýra flóaríkin, hverjir fara í framboð,
til æðstu embætta í heiminum.
Egilsstaðir, 26.11.2015 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 26.11.2015 kl. 10:00
Jón Valur Jensson - "Heldurðu að það séu hagsmunir Rússa að fylla Evrópu af múslimum?"
Það gæti einmitt verið þannig.
En hafðu í huga, þau áhrif í V-Evr. sem flóttamannabylgjan þegar hefur haft.
Þ.e. eflt fylgi við flokka í V-Evr. sem hallast að sjónarmiðum Pútíns.
Pútín gæti mjög vel verið búinn að ákveða, að líkleg áhrif nýrrar flóttamannabylgju.
Væri að - efla fylgi slíkra flokka enn frekar.
Stuðla að frekari sundrungu innan ESB.
Veikja ESB þannig frekar.
En honum mundi líka vel sú útkoma að flosnaði upp úr ESB.
Telja sennilega, að hann geti síðan í kjölfarið á því.
Sveigt lönd sem áður voru í A-Evr. til að halla sér frekar að Rússlandi.
En Pútín hefur ítrekað sagt - að hrun Sovétríkjanna hafi verið gríðarlegt tjón fyrir Rússland.
Þetta getur m.ö.o. verið liður í langtíma-áætlun hans, að snúa þeirri klukku við.
Pútín virkilega er ekki vinur V-Evr. eða Vesturlanda.
Hatursmaður þeirra - er nær lagi.
Kv,
Einar Björn Bjarnason, 26.11.2015 kl. 10:46
ón Valur Jensson - "Sérðu ekki, að það er Tyrkland Erdogans, sem hleypir öllum þessum múslimum í gegn og yfir til grísku eyjanna? Ekki gera Rússar það!"
Það stenst ekki.
En í Tyrklandi eru 2-milljónir Sýrl. flóttamanna.
Ef þeir væru að - eins og þú segir - að senda þá til Evr.
Þá væru ekki svo að Tyrkland hafi langsamlega stærsta hóp sýrl. flóttamanna, af einstökum löndum.
Virkilega - Tyrkir hafa langsamlega stærsta hóp sýrl. flóttamanna.
Á hinn bóginn, raunverulega gætu þeir sent þessar 2-millj. til Evrópu.
Ef NATO lönd snúa við þeim baki.
Og einnig þá viðbótar bylgju er bærist til þeirra.
Af hverju mundu þeir ekki gera það - ef V-Evr. snýr við þeim baki?
Við þurfum að haf Tyrki góða!
Og eins og ég sagði, hagsmunir V-Evr. og Tyrklands fara saman, þegar kemur að því - - að forða nýrri bylgju flóttamanna frá Sýrlandi.
En flest bendi til þess - að Pútín sé einmitt að leitast við að stuðla að slíkri.
Að a.m.k. virðast aðfarir hans algerlega í samræmi við slíka stefnu.
Kv,
Einar Björn Bjarnason, 26.11.2015 kl. 10:51
Tyrkir eru nú ekki manna bestir í að láta lofthelgi annarra í friði. Grikkirnir skjóta ekki á þessa nato vinaþjóð, en hvika ekki frá lofthelgislínunni. Þótt það endi stundum illa eins og hjá Konstantinos Iliakis, sem hvikaði ekki, þrátt fyrir að vera umkringdur tyrkneskum flugvélum.
http://www.chaniapost.eu/2015/05/23/kostas-iliakis-the-death-of-a-hero-9-years-ago/
Kolbeinn Pálsson, 26.11.2015 kl. 14:21
Þú ert í tómu rugli Einar eins og oft áður.
Flóttamenn verða til við tilfærslu víglínunnar,menn flýja frá átökunum.
Það er alveg sama í hvaða átt viglínan færist,það verða alltaf flótamenn.
Er Sýrlandsher þarf að láta undan síga, hörfar hann ínn á lang þéttbýlasta landsvæði í Sýrlandi sem mun gefa af sér mjög marga flóttamenn.
Ofan á þetta verður svo stærra blóðbað en við höfum áður séð ef Sunny muslimarnir komast í Shiana. Það verður sláturhús.
Við höfum séð hvernig hryðjuverkammennirnir fara með andstæðinga sína,sama hvort það er AlNusra,Isis eða FSA.
Morðin hjá þeim eru yfirgengileg ,jafnvel þó þeir séu á svæði trúbræðra sinna.
.
Einhverra hluta stendurðu í þeirri barnalegu trú að FSA muni bara dreifa kjörseðlum ef þeir komast til valda. Þeir eru alls ekki moderate heldur er þetta samtök 15 ættbálka sem eru að berjast til valda,þetta hefur ekkert með lýðræði að gera.
Þetta er nákvæmlega samskonar lið og "the freedom fighters" sem við studdum til valda í Lýbíu. Alveg eins.
Það eru ekki margir kjörseðlarnir á þeim bænum.
Allavega fengu rússarnir enga kjörseðla þegar þeir voru að svífa niður í fallhlífunum.
.
Þú ert eins og venjulega með kíkirinn kyrfilega límdann á blinda augað. Það eru nánast allir í heiminum búnir að gera sér ljóst að Tyrkir eru hryðjuverkaríki sem hefur leitað allra leiða til að halda ISIS gangandi og æðstu menn Tyrklands hafa hagnast verulega á viðskiftunum.
Tyrkneski herinn hefur verið í hernaðarsamstarfi við þá nánast frá byrjun ,þetta liggur fyrir.
Svo ert þú með einhverjar kenningar um að það sé aðal áhugamál tyrkja að koma í veg fyrir flóttamannavanda.
Tyrkir FAGNA öllum flóttamannavanda,þeir nota hann til að kúga fé og fleira út úr Evrópu, sem elítan skiftir svo á milli sín.Því meiri flóttamannavandi því betra.
.
Hvíta húsið virðist svo vera orðið einhverskonar vitleysingahæli.
Í dag ströffuðu þeir einhvern lúða í Sýrlandi og nokkra rússa fyrir að fjármagnna olíukaup Syrlendinga af ISIS. Það er í sjálfu sér ágætt,en af einhverjum ástæðum straffa þeir ekki Erdogan ættina sem sér þó um allan útflutning á ISIS olíunni.
Það er eins og eitthvað hafi brostið hjá þessu fólki,það nennir ekki einu sinni að reyna að ljúga í okkur lengur.Ofbeldið er orðið alveg grímulaust.
Núna er komið á meira hættuástand en við höfum séð áður, þegar stjórnenndur stærsta herveldis heims eru búnir að kasta frá sér þeim leifum af siðferði sem þar var að finna.
.
.
Borgþór Jónsson, 26.11.2015 kl. 18:42
Svarið við spurningu þinni, er "hvorugan".
Tyrkland er "svikari" Evrópu, ásamt Balkan og Þýskalandi. Tyrkir hafa alla tíð, og gera enn ... dreymt um endurbyggingu "Ottoman", og hafa hryðjuverkamenn ferðast þar í gegn fram og tilbaka. Milli þess sem þeir reina að taka bita af Grikklandi. Tyrkland hefur verið "birgða" þjónusta ISIS, og hagnast á olíu sölu þeirra. Að bandaríkin og bretar hafi staðið að baki Tyrkja og ISIS, eins og margir vilja benda á ... getum við látið liggja milli hluta. Tyrkland er hér með eigin hagsmunastefnu, og þessir "uppreisnarmenn" þínir, eru bara kjaftæði .. það finnast uppreisnarmenn, en þeir eru í minnihluta fyrir hinum stóra fjölda erlendra baráttuaðila sem eiga hlut að máli. Þetta kallast "insurgency", ekki "rebellion". Hvað varðar Assad, og að hann sé ekki "kosinn af fólkinu", þá verður Sýrland enn síður "land fólksins", eftir að búið er að fara með það eins og Lýbíu. Írak og Lýbía eru ekkert annað en villimannasvæði, þar sem fólk deyr til hægri og vinstri eins og flugur, eftir "frelsun" þessarra landa.
Síðan ætla ég að segja eftirfarandi. Sko, ef svo fer að Rússar ákveða það að kasta nokkrum Tzsar Bomba á Tyrkland. Er ekkert NATO sem hjálpar þeim, eða okkur. Engum okkar, er aðstoð af því að stofna til gereyðingar. Við hin, hér Evrópu, höfum ekki hugsað okkur að fórna börnum og barnabörnum okkar, fyrir annan eins óþverra eins og mið-austurlönd, eða stuðningsmanna þessa ófögnuðar hér í Evrópu. Ekki frekar en nasista. Og það er sko vægt til orða tekið. Kanski, fyrir Ukraínu - þar er hægt að ræða málin, og hægt að vinna að samkomulagi ... en kemur ekki til mála, til að aðstoða þetta villimannasvæði sem kallast mið-austurlönd. Ég þori að ábyrgjast, að áður en stofnað verði til allsherjar styrjaldar við Rússa, munum við hér stykkja NATO og stuðningsmenn þess í smábita, og gefa birninum það vel húðað af hunangi á meðan við reinum að leiða hann í hæfilegt búr.
Rússar eru nágrannar okkar, ekki Bandaríkin ...
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 26.11.2015 kl. 19:54
Vel sagt Bjarne. Þessu verður bara að linna
.
.
.
Borgþór Jónsson, 26.11.2015 kl. 21:08
Rússarnir eru að stoppa Gullstraum Erdogan Klansins.
Rússarnir voru svo miklir sakleysingjar að halda að Tyrkirnir væru vinveittir.
Það er núna leiðrétt snarlega.
Meðan Erdogan kemur ekki á hnjánum og greiðir ýtrustu skaðabætur fyrir flugvél, crew og rescue, þá láta Rússarnir þá aldrei í friði.
Ingvi Hrafn rifjaði upp í gríni "Nú er Idi Amin Reiður, Bálreiður!" Pútin er núna eins og köttur sem hefur verið stigið óvægilega á skottið. Pútin er hinsvegar skynsamur maður, þótt afar reiður sé og bíður síns tíma.
Ég er klár á að ef Erdogan, eins ruglaðaður og veruleikafirrtur og hann er orðinn nú þegar, verður á endanum svo vitlaus að reyna eitthvað þessu líkt aftur, þá er þetta enginn leikur. Hann er vanur að geta komist upp með allan fjandan gagnvart Grísku NATO vinaþjóðinni.
Erdogan talaði ekki strax við Rússa og baðst afsökunar. Þorparinn hefur ekki enn beðist auðmjúkrar afsökunar eða selt Rússum sjálfdæmi um bætur vegna hryðjuverksinsins.
Hræðsluhérinn Erdogan stökk strax undir USA/NATO pilsfaldinn, eins og óknyttinn strákur sem braut rúðu nágrannans, varð hræddur við afleiðingarnar og flúði á methraða undir pilsfald stóru mömmu sinnar USA/NATO.
Erdogan þorparans fyrsta verk var að væla hástöfum um hjálp frá USA og NATO, ef Rússarnir myndu kannske þurrka út Ankara, sem þeir geta gert ef þeim líkar svo.
Beini Rauði síminn til Rússlands, ætlaður í svona ófyrirséð? tilvik var ekki notaður!
Það er lítið mál fyrir Rússana að taka Erdogan þorparann out. Hvað stórt svæði og hve margir tyrkir fara í viðbót er bara til að giska á.
Kolbeinn Pálsson, 26.11.2015 kl. 21:13
Fjölmiðlar ytra segja, og hafa eftir embættismönnum í Tyrklandi, að landið ætli að taka upp aðildarviðræður við ESB aftur og opna eigi nokkra kafla á næstunni.
Þetta er frétt ef satt reynist.
Tyrkland er augljóslega að færa sig að Evrópu. Eru náttúrulega í Nató en ljóst er þeir telja hag sínum best borgið innan ESB.
Ég held það sé framtíðin.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.11.2015 kl. 23:09
Var að horfa á fréttamannafundinn með Hollande og Putin.
Það er óendanlega aumkunarvert að horfa á forystummann eins af stóru ríkjunum í Evrópu hlaupa eins og hund á milli heimsálfa með skilaboð frá Neokonunum.
Meira að segja morðin í París hafa ekki dugað til að gera þennan vesaling að manni.
Það virðist engin von vera til að neinn forystumaður í Evrópu komist til meðvitundar og geri það sem þarf að gera.
Þeir láta Erdogan kúga af sér fé og bakka hann svo upp í viðskiftum við hryðjuverkamenninna,þá sömu og eru að gera allt vitlaust í Evrópu.
Það væri ekki einu sinni hægt að skálda upp svona rugl.
.
.
.
Borgþór Jónsson, 26.11.2015 kl. 23:17
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 27.11.2015 kl. 00:19
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 27.11.2015 kl. 00:24
Hvernig er framtíðar-planið?
Er ekki Páfinn (höfuðpaur skepnuskapar fyrr og nú), á ferðalagi í boði þrælahaldara í Afríku?
Heilaþvotturinn gengur fyrir sig eins og nútímalega sjálfvirk AEG-þvottavél á ógnar-trúarbragðahraða. Páfinn er að ljúga því að fátæku og ómenntuðu fólki í Afríku að hann sjáfur sé Guð almáttugur!
Forseti allra heilaþveginna og blekktra bin-ladena allra tíma (hverju nafni sem þeir nefnast hverju sinni)! Það er Páfaveldið sem hvorki virðir rétt mannúðar né siðferðis af nokkru einasta tagi. Sama hvort um er að ræða fátæka, konur, börn, homma, lespíur, fatlaða, sjúka o.s.frv.
Frans ófriðar!
Hvað menga byssurnar hans Frans prédikaralygara mikið? Mengunar-andlega, mengunar-líkamlega og mengunar-mannúðlega o.s.frv?
Eða vill fólk ekki ræða staðreyndir "jafnréttis-friðarbandalagsins", þegar það hefur öðlast titilinn: "EVRÓPUFRÆÐINGUR"? Hver borgar fyrir "fá-fræðin" stjórnlausu og óverjandi? Þræla-"Frúin/Herrann/Barnið" í Hamborg, Afríku og víðar?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.11.2015 kl. 00:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning