22.11.2015 | 03:43
Yfirlýsing öryggisráðsins gegn ISIS virðist veikari en mátti ráða af fréttum
Málið er að hún virkjar ekki með formlegum hætti, "grein 7. stofnsáttmála SÞ." Sem veitir formlega blessun Öryggisráðs SÞ-fyrir hernaðaraðgerð.
Heldur virðist textinn einungis skora á aðildarþjóðir SÞ - að beita "öllum löglegum úrræðum gegn ISIS" - "en hvað akkúrat telst löglegt er sjálfsagt afar teygjanlegt hugtak í þessu tilviki" - að auki skorað á aðildarþjóðir Sþ-að binda endi á það ástand að hryðjuverkamenn hafi örugg svæði til athafna í Sýrlandi og Írak.
"The resolution calls on UN members to take all necessary measures, in compliance with international law against Isis and called for the eradication of safe havens in Syria and Iraq. As well as Isis, it also includes Jabhat al-Nusra, the al-Qaeda affiliate in Syria."
Vegna þess að -grein 7- var ekki virkjuð, þá eru sjálfsagt einungis löglegar þær aðgerðir, er njóta blessunar - alþjóðlegra viðurkenndra ríkisstjórna þeirra landa!
M.ö.o. fara fram skv. beiðni þeirra.
Skv. því -ef við samþykkjum að ríkisstjórnin í Damascus sé lögmæt- þá eru einungis aðgerðir er njóta blessunar Assads með formlegum hætti - löglegar.
Væntanlega skv. því, á sama við um aðgerðir innan Íraks er njóta blessunar stjórnvalda í Bagdad.
- Stjórnvöld í Bagdad hafa - formlega heimilað árásir Bandaríkjanna gegn ISIS á íraskri grundu.
- En hingað til a.m.k. er engin formleg blessun á aðgerðir Bandaríkjanna og NATO landa gegn ISIS (nema að má vera að aðgerðir Frakka þessa stundin hafi fengið slíka blessun), á sýrlenskri grundu - að vísu hafa flugherir NATO landa, gætt þess að ráðst ekki gegn nokkru undir stjórn stjórnvalda í Damaskus. En sannarlega eru aðgerðir -án formlegrar blessunar- í besta falli á lagalega séð, gráu svæði.
- Aðgerðir NATO hafa þó a.m.k. óbeint hjálpað Assad - með því að veikja ISIS, sem væntanlega án þeirra aðgerða, hefði verið sterkara - og væntanlega líklegra til að ná svæðum af stjórnarhernum.
Það er áhugavert - að Jabhat al-Nusra og hreyfingar tengdar al-Qaeda, eru skilgreindar undir sama - hryðjuverkahattinn.
Sem virðist - fara nærri því, að blessa árásir Rússa a.m.k. að hluta, á uppreisnarher sem nefndur hefur verið, "army of conquest."
Vandamálið er auðvitað - að þar með, sé ég ekki betur, en að Rússar geti haldið því fram - að þeirra árásir á uppreisnarmenn, njóti blessunar SÞ.
En Rússar hafa bent á móti á að ekki sé auðvelt að greina hvar -hófsamari hreyfingar- sem NATO hefur sent vopn, eru staðsettar akkúrat - með sína liðsmenn. Óvissa sem Rússar hafa einfaldlega virst afgreiða þannig, að skilgreina allan uppreisnarherinn - undir sama hatti. Þannig ráðast gegn honum af fullkomnu miskunnarleysi.
Þetta getur því hugsanlega skapað -skemmtilega flækju- einmitt vegna þess, að þ.s. "army of conquest" er samstarfsverkefni - fjölda uppreisnarhreyfinga, hreyfinga sem eru mis róttækar þ.e. þarna er að finna hreyfingar tengdar "Frjálsa sýrlenska hernum" sem hafa notið vopnasendinga NATO landa, og sem hingað til hafa ekki verið flokkaðar sem "íslamistar" og - Jabhat al-Nusra, sem ef ég man rétt tengist "Bræðralagi Múslima." Meðan að "al-Qaeda" tengdar hreyfingar, tengjast "vahabi" hugmyndafræði sem ættuð er frá Saudi Arabíu.
NATO lönd segjast ekki senda þessum róttækari hreyfingum - vopn. En hefur kvartað undan árásum Rússa, á uppreisnarmenn.
- Höfum í huga, að "Bræðralagið" hefur verið skilgreint - hryðjuverkahreyfing af Saudi Arabíu.
- Að auki, fjármagnaði Saudi Arabía - valdarán sem steypti ríkisstjórn Bræðralagsins í Egyptalandi.
- Það sem mig grunar, er að Saudi Arabía - hafi gert þetta, vegna þess að ef Bræðralagið hefði haldið Egyptalandi, þá hefði það styrkt það sem - keppinaut vahabisma í Mið-Austurlöndum, og jafnvel víðar.
- Ég er nefnilega ekki sammála því, að "Bræðralagið" sé eins róttækt og "Vahabismi."
Höfum í huga - róttækustu hreyfingarnar sprotnar frá Vahabisma, eru - ISIS, og al-Qaeda.
En róttækustu hreyfingar sprottnar af meiði Bræðralagsins, eru "Hamas" og "Jabhat al-Nusra."
- Hvorug þeirra hefur fram að þessu, framið hryðjuverk á Vesturlöndum.
Mér finnst það nánast, meðmæli með -Bræðralaginu- að Saudi Araöbum, sé í nöp við það.
_________________
Það verður forvitnilegt að fylgjast með því - hvað ef nokkur þessi ályktun hefur.
Niðurstaða
Einn möguleikinn er, að ályktunin - breiti nákvæmlega engu. Þ.e. að þau lönd sem hafa sent a.m.k. sumum hreyfingum uppreisnarmanna í Sýrlandi vopn - haldi því líklega áfram.
Það er a.m.k. kýrskýrt, að uppreisnarmenn hafa verið undir stöðugum árásum ISIS.
Samtímis að megin átök hers Assads, og hersveita bandamanna Írans - hafa einnig verið við hreyfingar uppreisnarmanna.
Síðan hefur ISIS einna helst elfst, með því - að taka svæði af uppreisnarmönnum.
Það hefur því virst svo, að a.m.k. væri ISIS - að notfæra sér það ástand, að árásir hersveita er styðja stjórnina í Damascus, veikja hreyfingar uppreisnarmanna -það getur vel verið að ISIS einfaldlega hafi valið að ráðast þar að, þ.s. auðveldar væri að græða lönd.
- Þetta býr til þá fléttu, að með því að vopna uppreisnarmenn - hafa NATO lönd, hægt á sókn ISIS, gegn uppreisnarmönnum. Sem þjónar því markmiði að forða því að ISIS styrkist frekar. Meðan að Rússar hafa hingað til hent mun meira magni af sprengjum á uppreisnarherinn, en ISIS.
- Samtímis, mjög sennilega, vilja NATO lönd ekki styrkja uppreisnarmenn svo mikið í sessi, að verulega hætta skapist á að þeir sigrist á sveitum Assads, og bandamanna hans.
Enda mundi þá skapast umtalsverð flóttamannabylgja þeirra hópa Sýrlendinga er hafa stutt stjórnvöld - að sama skapi virðist einnig hætta, að margir íbúar landsins sem aðhyllast Súnní Íslam, gæti gerst flóttamenn - ef uppreisnarmenn tapa alfarið.
Þannig, að mig grunar að stuðningur NATO landa við uppreisnarmenn - ráðist stórum hluta, af því að leitast við að forða nýrri stórri flóttamannabylgju frá Sýrlandi.
Sem þíðir væntanlega að til staðar sé viðkvæmt jafnvægi hvað þann stuðning varðar.
- En hvernig þessi ályktun á að skapa þær aðstæður sem ráða niðurlögum ISIS, blasir ekki endilega augljóst við.
- En loftárásir geta ekki leitt slíkt fram. Til þess þarf landher.
- Það einfaldlega gengur ekki að sá landher, sé skipaður Shítum.
- Né gangi það, að styrkja Assad til að ná landinu aftur.
Málið er <--> Að í bæði tilvikum, væri það gegn því markmiði.
Að hindra stóra nýja flóttamannabylgju.
Svo mikið sé ótti/hræðsla/hatur Súnní arabískra íbúa þeirra svæða þ.s. annaðhvort uppreisnarmenn eða ISIS stjórnar - að líklega mundu þjóðflutningar skella á.
Eina leiðin til að forða þannig útkomu - væri að efla Súnný her til verks.
En ef uppreisnarmenn má ekki nota - þá hreinlega vantar þannig herafla.
- Þá gæti málið farið þannig, að það þróaðist í margra ára langa pattstöðu, þ.s. allt væri gert til að einangra ISIS - reglulegum loftárásum væri haldið uppi.
- Þá mundi það minna á árin milli 1994-2003, þegar Saddam Hussain var einangraður, og undir reglulegum loftárásum - meðan að viðhaldið var "no fly zone" og "safety zone" innan Íraks.
En slíkt ástand - munti sennilega ekki letja ISIS til að beita hryðjuverkum.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vandamálið er eftirfarandi.
NATO beitir loftárásum gegn Lybiu, og niðurstaðan er að vopnabúr Lýbíu lendir í Höndum Al Qaida, og ISIS.
Við getum reynt að halda því fram að NATO séu bara svona miklir aular, að þetta var óvart.
Bandaríkin, veita stórfelld vopn til Íraks, sem eru geimd í Mosul. Sem síðan breitist í aðal bæli ISIS. Öll þessi vopn, lenda í höndum ISIS.
Vid getum reynt að halda því fram að Bandaríkin séu bara svona miklir aular, að þetta hafi allt verið óvart.
Bandaríkin, og Bretar, senda vopn til "uppreisnarmanna" í Sýrlandi. Sem síðan birtast í höndum ISIS, á síðum Youtube. Viðbrögð Breta og Bandaríkjamanna, er að fá "bannað" að slík myndbönd séu birt á Youtube.
Við getum reynt að halda því fram að Bandaríkin séu bara svona miklir aular, að þetta hafi allt verið óvart.
Bandaríkin, og Bretar, senda byrgðir og vopn til "uppreisnarmanna" í Sýrlandi, gegnum Tyrkland. Sem að "miklu" leiti lendir í höndum ISIS, vegna stórfelldrar veru þeirra við landamæri Tyrklands, á þeim stað þar sem þessir flutningar eiga sér stað.
Við getum reynt að halda því fram að vera ISIS við landamærin, séu bara tilviljun og Bandaríkjamenn séu bara svona miklir aular og að þetta sé allt bara óvart.
Frakkland, er það land sem er mest "Islam" vinalegt í Evrópu. Hefur stöðugt verið andsnúið aðgerðum bandaríkjamanna, en þetta er landið sem verður fyrir hryðjuverka árásum. Bandaríkjamenn standa fyrir óhuggulegum verkum í mið-austurlöndum í tvo áratugi, en verða ekki fyrir neinum aðsóknum nema bara í fjölmiðlum. En Rússar verða fyrir sprengju í farþegaflugvél innan mánaðar frá því byrja starfsemi sína.
Engar tilviljanir, og það sem hefur átt sér stað er nákvømlega það sem menn hafa skipulagt.
Uppreisnarmenn, eru bara "front line". Þetta eru sömu mennirnir og ISIS, bara búnir að taka grímurnar niður. Þeir eru notaðir af Bandaríkjunum og Bretum, til þess að geta fengið leyfi til aðgerða á svæðinu. Þegar svæðið er unnið, fellur það sjálfkrafa í hendur ISIS án bardaga eins og oft eru vitni til. ISIS fer síðan um, og afhöfðar alla andstöðu á svæðinu. Líttu á ISIS sem Gestapó, og uppreisnarmenn sem herinn sem má fórna fyrir málstaðinn.
Tilgangurinn. Ná yfirráð yfir olíu flutningaleiðum ... en Rússar eru með herstöð í Sýrlandi til að tryggja olíuleiðsluna þar. Ástæðan fyrir "flugárásum" Rússa, eru þær að uppreisnarmenn voru komnir of nálægt bækistöð þeirra. Þess vegna var árásum rússa beint að framlínu uppreisnarmanna. Af þessari nákvæmlega sömu ástæðu, getur maður einnig séð að "uppreisnarmenn" og ISIS eru samherjar. Því, annars hefði ISIS aldrei gert neitt gegn Rússum. ISIS var ekki á "mark" lista Rússa. Til hvers gerði ISIS árás á Rússa? Það var gert í þeim tilgangi, að fá Rússa til að flytja árásir sínar að ISIS stöðvum, og burtu frá uppreisnarmönnum. Þynna út, árásir Rússa, með öðrum orðum. En í stað þess þynna það út, urðu árásirnar fleiri og flugflotinn stærri ... svarið, "verndarsvæði" í Sýrlandi, sem hryðjuverkamennirnir geti geimt sig á.
Þú nátturulega villt að Rússar tapi, og hugsar þér að við fáum frið þá.
RANGT!
Þetta er það sem þú hefur rangt fyrir þér í. Í dag getum við ekki talað um hægri og vinstri í pólitík, heldur "ofstækismenn". Á annan veginn, ertu með ofstækismenn sem valda hryðjuverkum. Á hinn bóginn ertu með ofstækismenn, sem eru að leika "gott fólk" og grafa undan vesturlendsku líferni, í nafni góðmensku. Þettu eru hinir raunverulega öfgahópar núverandi samfélags.
Bandaríkjamenn nota orðið "balnkanize" óspart. En þeir eru þegar byrjaðir að undirbúa "balkanization" af allri Evrópu. Hugsaðu þér Svíþjóð framtíðarinnar, þegar 80% íbúa Malmö eru orðnir múslimar. Af hverju ættu þeir að vilja tilheyra Svíþjóð ... en þegar slíkt er komið við sögu, hafa þeir sömu réttindi til að verða sjálfstæðir og Kosovo.
Þetta er það sem kallast "to balkanize". Og þetta er það sem Bandaríkin og þeir sem standa fyrir þar, eru að gera ... ekki bara í mið-austurlöndum, heldur um allan heim. Og hvað mun það þýða? Það þýðir það að einstök samfélög er sundruð vegna glæpa innan samfélagsins, og ná aldrei samstöðu til að mynda eina heild. Á Íslandi kallast þetta skálmöld, og hjá zionistum og öðrum trúar öfgasinnum ... himnaríki. Þetta er það sem biblían kallar, að helvíti ríki á jörðu, nema í Jerúsalem sem er byrgt með garði þar sem lífið innan múranna er í anda guðs, en helvíti utan múranna.
Þú náttúrulega telur þetta ekki vera neina möguleg áform neins. Sannleikurinn er sá, að þetta efniviður allra bókmennta, bíomynda og annar í okkar nútíma. Og hefur verið efniviður trúarbragða um alda raðir. Allt frá Z-Nation, til Matrix. Bæði á yfirborðinu, og undir niðri.
Þannig, að þegar allir óvinirnir eru sigraðir ... þá er ennþá eftir að sigra "einstaklingin". "The individual vs. the Collective". Þetta er tema, sem alla tíð hefur verið uppi, og er alltaf markmiðið.
Eina jákvæða niðurstaðan í þessu máli, er að uppi verði "mexican standoff".
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 22.11.2015 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning