17.11.2015 | 22:57
Hvað ætli að Pútín sé nú að plotta, með yfirlýsingum um stuðning við Frakka og formlegri viðurkenningu þess að ISIS grandaði rússnesku farþegavélinni?
Mér finnst loftárásir Frakka á Raqqa, lykta meir af - pólitík. En raunverulegum hernaðarlegum tilgangi. Borg sem fyrir borgarastríð hafði um 300þ. íbúa.
Það getur vart verið að ISIS hafi ekki reiknað með því, að ráðist yrði á Raqqa.
Vegna þess að borgin er þekkt sem höfuðborg "íslamska ríkisins."
Þannig að mjög sennilega hafi ISIS þegar fært frá Raqqa allt sem skipti máli.
Spurning hvaða leik - - Pútín er að spila!
Putin orders Russian forces to work with French allies in Syria
En skv. tilkynningu rússneskra stjórnvalda - þá hefur rússnesku herliði í Sýrlandi verið skipað að veita Frökkum alla þá aðstoð sem þeir vilja þiggja, í aðgerðum gegn ISIS.
Putin vows payback after confirmation of Egypt plane bomb
Og sama dag, kynna rússnesk stjórnvöld að þau hafi nú sannanir fyrir því, að Airbus 321 vélin í eigu rússnesks flugfélags er fórst mínútum eftir flugtak frá Sharm el Sheikh á Sínæ skaga í Egyptalandi <--> Hafi verið sprengd af sprengju er hafi verið falin innan borðs.
Haft er eftir Pútín - að Rússar muni elta þá sem bera ábyrgð á ódæðinu, og að þeir muni hvergi vera óhultir á plánetunni.
________________
Það er örugglega ekki tilviljun <-> Að rússnesk stjórnvöld segja formlega frá því að vélin hafi verið sprengd.
Í kjölfar atburðarins í París sl. föstudagskvöld <-> Og í kjölfar þess, að Hollande hefur fyrirskipað sérstakar refsi-árásir gegn ISIS í kjölfarið.
- Pútín er greinilega að róa að því öllum árum, að endurreisa a.m.k. að hluta, það samstarf sem var til staðar, milli NATO landa og Rússlands, áður en deilurnar um A-Úkraínu hófust.
- Spurning hvað það þíðir fyrir, A-Úkraínu. En við skulum ekki gefa okkur, að þessar kringumstæður - styrki stöðu Pútíns endilega í því máli. Það sé frekar eins og að Pútín, sé einhverju leiti að leitast við að - laga samskiptin aftur til baka.
- Það gæti einmitt þítt - að Pútín sé smám saman að fjarlægja sig þeim átökum. Sem hugsanlega þíði - að hann sé að undirbúa það, að gefa A-Úkraínu alfarið eftir.
- Hugsanlega, sé hann að vonast eftir því, að reiðibylgja innan Rússlands - gagnvart ISIS. Geti veitt honum skjól fyrir slíka ákvörðun - sérstaklega, ef hann getur sínt fram á, að tilraun hans til að - fá NATO þjóðir í lið með sér, í svokölluðu -bandalagi gegn ISIS- sé að virka.
- En ég hef ekki trú á því, að hann geti sannfært NATO þjóðir um það - að rússn. aðstoð sé það mikilvæg í Sýrlandi. Að það sé þess virði fyrir NATO þjóðir - að gefa eftir að sínu leiti í þeirri deilu.
- Aftur á móti, þurfi Pútín á því að halda, að NATO þjóðir - samþykki fyrir sitt leiti - að Assad fái áfram að vera. Þannig, að Pútín haldi sínum bandamanni - og lepp. Enda hafa NATO þjóðir verið að veita uppreisnarmönnum, nokkra aðstoð. Og sé í lófa lagið að auka á þá aðstoð - ef þeim sýnist svo.
Það geti einfaldlega verið <--> Að það sé mikilvægara í augum Pútíns. Að halda aðstöðunni á strönd Sýrlands, þ.e. einu flota-aðstöðu Rússlands við Miðjarðarhaf í borginni Tartus, og herflugvellinum við Ladakia.
En að gera tilraun við að - keppa við NATO um A-Úkraínu.
________________
Það geti verið stutt í það - að NATO þjóðir formlega samþykki, lágmarks þarfir Rússlands - að halda strandhéröðum Sýrlands þ.s. borgirnar Tartus og Ladakia eru.
Og það má vera að í staðinn - gefi Pútín A-Úkraínu eftir.
Niðurstaða
Mig grunar eins og marga, að plott sé í gangi milli Pútíns og NATO þjóða, þ.s. prúttað sé um A-Úkraínu og Sýrland - á sama tíma. En öfugt við það sem sumir -aðdáendur Pútíns virðast halda- þá tel ég stöðu Rússlands augljóst verulega veikari. Pútín sé sannarlega leitast við að spila sína hönd eins og hann getur, en hann á endanum - haldi á veikari spilum.
Það þíði, að á endanum, þurfi hann að - gefa eftir annaðhvort aðstöðu Rússlands í Sýrlandi, eða, uppreisnarmenn í A-Úkraínu.
Ef Pútín á að geta fengið aftur til baka, a.m.k. að einhverju leiti, þá samvinnu sem til staðar var milli Rússlands og NATO, áður en átökin um A-Úkraínu hófust.
Og binda hugsanlega endi á refsiaðgerðir NATO þjóða.
Sennilegar sé, að Pútín gefi A-Úkraínu eftir, gegn því að halda Assad og herstöðvunum í strandhéröðum Sýrlands - og losna við refsiaðgerðir NATO. En að það þveröfuga gerist, að hann gefi eftir Assad og aðstöðuna í Sýrlandi. En þá sé líklegar að hann losni við refsiaðgerðir NATO landa.
Það má vera - að nú þegar Pútín hefur formlega viðurkennt að ISIS hafi grandað rússnesku farþégavélinni. Sé við það að hefjast - ný fjölmiðlaherferð í Rússlandi. Sem verði ætlað að skapa reiðibylgju innan Rússlands - gagnvart ISIS.
Á sama tíma, verði alger þögn í rússneskum fjölmiðlum um A-Úkraínu. Og líklega þegar sá tími kemur, að Rússland formlega - sker á tengslin við uppreisnarmenn. Þá muni það sennilega ekki rata í rússneska pressuna <-> Sem verði í staðinn, stöðugt að básúna um aðgerðir gegn ISIS.
- Þannig verði stríðið gegn ISIS - að "diversion" fyrir rússneskan almenning, svo hann veiti því ekki athygli - að Pútín hafi selt uppreisnarmenn.
- Síðar muni hann kynnt það sem "triumph" hans að refsiaðgerðirnar séu fyrir bý.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 18.11.2015 kl. 08:36 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856024
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar Björn
Hann Putin karlinn er búinn að segja þeim á G20 -ríkjafundinum til syndanna , sjá hérna http://thefreethoughtproject.com/putin-shares-intel-g20-exposing-isis-financed-40-countries/?utm_source=getresponse&utm_medium=email&utm_campaign=savoymatt&utm_content=The+Free+Thought+Project+Newsletter )
Nú þar sem þér er illa við Putin karlinn og Rússa, svo og vilt styðja Úkraínu, þá getur verið ánægður með hann Dmitry Korchinsky og fleiri Úkraínumenn, sem eru á því að styðja ISIS gegn Putin eða : "ISIS is our ally in the struggle against Russia"(http://fortruss.blogspot.com/2015/11/ukrainian-nationalist-leader-isis-is.html),eða þar sem að óvinur óvinar þíns er vinur þinn.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 18.11.2015 kl. 00:10
Þessi stuðningur við ISIS af halfu Ukraínumanna, sýnir það sem menn hafa verið að segja allan tíman. En hann Einar hér, neitar vegna "Rússa" hatursins. Sannleikurinn er sá, að Rússar eru eina þjóðin, ásamt Kínverjum, sem sýnir á sér eitthvert vit. Og þetta er fyrir neðan allar hellur, þegar öll vesturlönd eru stjórnað af "hatursmönnum" en ekki viti bornum einstaklingum. Þegar Rússar, eru orðnir rödd skynseminar .. þá er fokið í flest skjól.
Hitt er svo annað mál, að mér finnst ekki ólíkt Einari í þessu máli. Að ákvarðanir Frakka byggi á "hatri", vegna ódæðisins, og Putin hafi samþykkt ISIS sem gerðaraðilann af Pólitískum ástæðum. Af hverju eru múslimar, að "óska" þess, að menn komi og eyðileggi lönd þeirra ... tæplega hægt að segja að slíkt sé viturlegt. Bara þetta er ástæða til að staldra við, og hugsa málin. Það sama má segja um vesturlönd, af hverju eru þau svona áköf að taka við flóttamönnum ... jafnvel þó þeir séu ekki hriðjuverkamenn, þá mun þetta auka "glöpaöldu" á vesturlöndum, sem er nóg fyrir. Hér þarf varkárni við.
Síðan verða menn eins og Þú, EInar, að gera sér grein fyrir því að ISIS eru óvinir Islam. Og Ukraínumenn, þarf að fara varlega í, þar sem stuðningur þeirra við "óæskileg málefni" hefur verið sýnt löngu áður, en þeir eru að tala um ISIS.
ISIS, eru menn sem eru að ögra vesturveldunum til að leggja mið-austurlönd í eyði. Eru því beinlýnis, að óska dauða yfir Múslimum.
Ukraínumenn, eru að ögra rússum til að gera árás á sig.
Báðir þessir aðilar eru ofstækismenn, og hafa ekkert gott í hyggju gegn almenningi. Hvorutveggja þessara aðila eru "50-kolonerare", og eru að vinna fyrir aðila utan sinna ríkja. Í þessu tilviki, má hugsa sér Holland/Bandaríkin/Ísrael ... en það þarf að hugsa málin, ekki bara æða útí að sprengja allt í tætlur, eins og Frakkar gera.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 18.11.2015 kl. 09:40
Athugasemd, við niðurstöður þínar.
Þú telur sem sagt, að eftirfarandi muni eiga sér stað.
Rússar stöðva aðsókn andstæðinga Assad, landinu verði skipt í þrjá hluta. Þú sagðir að Sunni araba þyrfti til, nú er land Súnni muslima, stjórnað af ISIS. Er líklegt að við skiptingu landsins, þá taki megin þorri ISIS af sér grímuna, og breitist í Sunni her?
Rússar láta Assad segja af sér, og einhver annar leppur tekur við meðan landið breitist. Ég get ekki séð Sýrland sem lýðæðisríki.
A-Ukraína, sammála ... ég hef aldrei séð að Putin hafi áhuga á því svæði. Hann vildi bara Krím skaga.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 18.11.2015 kl. 10:49
Atriði 1:
Rússar hafa alveg hernaðarlega getu til að taka A-Úkraínu. Efþeir vildu hana, þá væru þeir búnir að ná í hana. Allar erjur þar virðast hinsvegar *for show.* Alveg eins og allur lofthernaður allra gegn ISIS.
2: Rússar hafa alv0ru hagsmuna að gæta í Sýrlandi. ISIS spilar svo beint uppí hendurnar á þeim.
Hvað evrópa eða USA er að potast í Sýrlandi, með enga hagsmuni þar, að er illskiljanlegt.
Ásgrímur Hartmannsson, 18.11.2015 kl. 20:12
Ásgrímur - þ.e. af of frá, að NATO hafi enga hagsmuni í Sýrlandi. En það eitt, að þaðan hafa þegar flúið nærri 5 milljón manns, og að innan Sýrlands séu 7,6 milljón manns á faraldsfæti, sem geta flúið jafnvel - allir, þá og þegar.
Þetta tal - að lofthernaðurinn gegn ISIS sé "for show" er áróður, sem þú ættir ekki að lepja upp svona gagnrýnislaust. En t.d. þá hefur NATO vegnað mjög vel í samvinnu við Kúrda í Sýrlandi, og Írak - - og sú samvinna hefur valdið ISIS mjög mjög miklu tjóni.
Það er einfaldlega - áróðurs lýgi, að lofthernaður NATO hafi litlu skilað.
Þvert á móti, hefur hann skilað, ákaflega miklum árangri.
En, að sjálfsögðu, var alltaf vitað - að lofthernaður einsamall, vinnur engin stríð.
Til þess, þarf landher - - en ég á von á því að lausn á því sé í býgerð.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.11.2015 kl. 22:40
Bjarne Örn Hansen, - Þú ert að misskilja smávegis.
Það verði síðan þeirra mál - hvort þeir vilja halda í valdalausann orðinn ræfilinn Assad. Það muni ekki skipta máli, eftir að fylkingar hafa sæst á -vopnahlé- á núverandi víglínum.
Og síðan eftir að menn sættast að auki á, að sú lína verði nokkurn veginn skipting landsins.
"...nú er land Súnni muslima, stjórnað af ISIS."
Ekki rétt, ISIS ræður stórum svæðum - - en langt í frá öllum.
Ég geri ráð fyrir, að eftir að skipting landsins fer fram -formlega.
Þá verði uppreisnarmönnum falið það verkefni að uppræta ISIS.
Þeir verði notaðir með sama hætti, og Kúrdar hafa verið.
Þ.e. NATO beiti loftárásum - sendi þeim vopn, og þeir ráðist fram gegn ISIS og uppræti samtökin innan Sýrlands.
Ég held það geti virkað.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.11.2015 kl. 22:46
"þ.e. af of frá, að NATO hafi enga hagsmuni í Sýrlandi. En það eitt, að þaðan hafa þegar flúið nærri 5 milljón manns, og að innan Sýrlands séu 7,6 milljón manns á faraldsfæti, sem geta flúið jafnvel - allir, þá og þegar.
Þíðir að NATO hefur mikla hagsmuni í húfi."
Viltu meina að hagsmunir NATO lýsi sér í því að flóttamenn koma þaðan? ... ha? Nei, í alvöru: það eru engir augljósir hagsmunir af stríði í Sýrlandi. Flóttamenn er hægt að myrða einhvernvegin í kyrrþei og sökkva þeim. No problem. Það er eitthvað allt annað á bakvið þetta.
"Þetta tal - að lofthernaðurinn gegn ISIS sé "for show" er áróður, sem þú ættir ekki að lepja upp svona gagnrýnislaust."
Ég er ekki að lepja neitt upp. Þetta er staðreynd. Maður vinnur ekkert land með lofthernaði, það verður að vera mannskapur á jörðinni. Hvar er hann?
"En t.d. þá hefur NATO vegnað mjög vel í samvinnu við Kúrda í Sýrlandi, og Írak - - og sú samvinna hefur valdið ISIS mjög mjög miklu tjóni."
Það munaði litlu að kaninn leyfði kúrdum að verða myrtir í friði, til þess að fá þar með afsökun til að stunda hernað af meiri krafti í Írak.
Þeim var drullu sama um kúrdana, en það vildi óvænt þannig til að þeir fengu þarna umfjöllun, og samúð. Sem þeir hefðu alveg mátt fá fyrr - Tyrkir hafa verið að reyna að eyða þeim í áratugi.
"Samvinna lofthernaðar og nægilega skilvirks landherafla."
Það hefur þú *eingöngu* við landamæri Kúrdalands.
"Það er einfaldlega - áróðurs lýgi, að lofthernaður NATO hafi litlu skilað."
Áróður hvers? Ég hef ekki heyrt neinn annan segja þetta.
"Þvert á móti, hefur hann skilað, ákaflega miklum árangri."
Fyrir Kúrda.
Á hverjum degi skjóta vesturlönd fleiri fleiri eldflaugum á eitthvaðs em lítið er, og hafa engan landher til þess að fara og keyra aðeins yfir rústirnar, eins og þarf að gera.
Frakkar til dæmis, núna bara í vikunni: hvað heldur þú að þeir hafi verið að gera annað en að valda smá catharsis? Herir eru líka ríkisfyrirtæki, og ein loftárárás er ágæt aðferð til þess að virðast vera að gera eitthvað. Þeir geta meira að segja birt þrifalegt lítið vídjó á eftir.
"En, að sjálfsögðu, var alltaf vitað - að lofthernaður einsamall, vinnur engin stríð.
Til þess, þarf landher - - en ég á von á því að lausn á því sé í býgerð."
Sem er það sem ég er að reyna að segja. Hvar er landherinn? Hvar eru áhugaverðari vídjó, *í lit* af hermönnum skjótandi hiluxa fulla af terroristum með .50 BFG? Hvenær sjáum við afar smekklegt vídjó af þeim keyra skriðdrekaherdeild yfir tjaldbúðirnar þeirra, kremjandi menn, konur og börn?
Það vantar.
Hvar er blóðþorstinn?
Ásgrímur Hartmannsson, 18.11.2015 kl. 23:06
Einar ,þú hefur ekkert lært.
Ef ég man rétt þá settir þú fram kenningu fyrir nokkrum mánuðum um að Putin ætlaði að svíkja Assad til að halda A Úkrainu.
Nú heldur þú að hann ætli að svíkja úkrainumenn fyrir Assad.
Það er eins og þú getir með engu móti ímyndað þér stjórnmálamann sem stendur við orð sín og er heiðarlegur.
Þér er kannski vorkunn ,við höfum ekki séð slíka menn lengi hjá forysturíkum vesturlanda.
Nú skaltu hafa eftir mér "Ef Putin segist ætla að styðja mig, þá styður hann mig" "Ef Putin segist ætla að tortíma mér,þá tortímir hann mér"
.
Putin gerir oftast það sem hann segist ætla að gera,stjórnmálamenn á vestulöndum hafa bara ekki lært að hlusta og eru alltaf jafn undrandi þegar hann gerir það sem hann sagðist ætla að gera.
Þeir heyra greinilega ekki í honum fyrir eigin kjaftavaðli.
Borgþór Jónsson, 18.11.2015 kl. 23:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning