Við megum ekki láta hryðjuverkamennina sigra

Hryðjuverkamennirnir sigra - ef samfélög Vesturlanda láta þá kúga sig, til þess að fara í það ferli að skerða mannréttindi og almenn lýðréttindi einstakra hópa.
En það er hættuleg freysting við aðstæður sem þessar, þegar mannskæð árás - vekur ótta og eflir almennt óröyggi ibúa; þá fara gjarnan þeir á kreik - sem vilja notfæra sér ástandið, til að sveigja samfélagið í átt að þeirra vilja - gjarnan sett fram með þeim hætti, að um sé að ræða breytingar sem nauðsynlegar eru fyrir almennt öryggi.

 

Það er sennilega ekki til neitt það hugtak í nútíma sögu mannkyns er oftar hefur verið herfilega misnotað - heldur en hugtakið öryggi!

Á 20-öld var það notað til að réttlæta þætti, allt frá takmörkunum á - skoðanafrelsi, ritfrelsi, ferðafrelsi.
Yfir í fjöldafangelsanir, pólitísk morð og pyntingar.

  • Ýktasta dæmið er að sjálfsögðu útrýmingarherferð nasista á gyðingum, sem réttlætt var á þeim grunni, að Gyðingar væru ógn fyrir heildarsamfélagið - sem framanaf var beitt til að réttlæta eignaupptöku, takmarkanir á ferðafrelsi - síðan fangelsun þeirra, og að lokum - skipulagða útrýmingarherferð.
  • Að mörgu leiti sambærilegar eru útýmingarherferðir þær sem stjórnir kommúnista hófu alltaf án undantekninga fljótlega eftir valdatöku, á skilgreindum óvinum byltingarinnar.

Við þurfum að varast að endurtaka leika sem þessa.
Það er, að skilgreina tiltekna þjóðfélagshópa sem óvini.
Sem síðan sé réttlætt til að - beita þann tiltekna hópa, harðræði af margvíslegu tagi - sem miðað við sögu 20-aldar er hætt við að fari stig-magnandi.

  1. Ég skynja augljósa hættu á því - að áhrifamiklir skoðanahópar.
  2. Fari að berjast fyrir því, að Múslimar sem búa í Evrópu, séu beittir - almennum skerðingum, takmörkunum - sem sagðar verða í því skyni að verja samfélögin gegn þeim.

Miðað við það hvernig slíkum - almennum skerðingum á rétti einstakra hópa, hefur verið herfilega gjarnan misbeitt á 20-öld.

Þá tel ég fulla ástæðu til þess að vara við hugmyndum af slíku tagi.

 

Ég bendi fólki á að V-Evrópa beitti aldrei slíkum almennum skerðingum á rétti kommúnista í Kalda-Stríðinu!

Það voru mörg dæmi þess í öðrum heimshlutum, að kommúnistaflokkar - væru bannaðir.
Að skoðanafrelsi kommúnista væri skert, þeirra rit bönnuð.
Þeir fangelsaðir - án þess endilega að vera sekir um annað, en að hafa þessa sannfæringu.

  1. Vandamálið er, að þetta leiddi nær alltaf til - - miklu mun meiri átaka, en þ.e. mjög merkilegt í raun og veru, hve afskaplega vel V-Evrópa slapp við samfélagsleg átök í Kalda-stríðinu.
  2. En víða um heim, urðu gríðarlega harkaleg slík átök - ég er að tala um allt yfir í ákaflega mannskæð borgarastríð.
  • Höfum í huga, að í Evrópu var meðal stuðningur við kommúnisma á bilinu 10-20%.

Hann m.ö.o. var alls ekki lítilfjörlegur.
Kommúnistar m.ö.o. voru mun flr. en Múslimar í dag eru innan Evrópu.

  1. Og það væri afskaplega rangt, að halda því fram að kommúnismi hafi verið, minna hættuleg stefna - en stefna öfga íslamista.
  2. Ítreka, að án nokkurra undantekninga - hófu kommúnistar í kjölfar valdatöku. Skipulagðar útrýmingarherferðir á þjóðfélagshópum - sem þeim var í nöp við.
  • Alltaf varð gríðarlegt manntjón, í kjölfar valdatöku kommúnista - þegar þeir fóru að drepa í stórum stíl, skilgreinda óvini byltingarinnar - eða varpa í fangabúðir þ.s. margir létu lífið vegna slæmrar aðbúðar.

Við erum að tala um það.
Að hundruðir þúsunda - upp í milljónir, létu lífið.

 

Haturs Íslam hættulegra Íslamista, er ekki hin dæmigerða stefna Íslam - eins og hatursmenn Íslam gjarnan halda fram

Ég hef veitt því athygli - hvernig hættulegir Íslamistar eru að æsa upp gamalt og undirliggjand hatur gagnvart Íslam. Sem virðist hafa verið til staðar í Evrópu, en legið í dvala.
Íslam hatarar gjarnan - láta sem að haturskenningar öfgamúslima, séu réttmæt lýsing á því hvernig allir Múslimar hugsa, og hvernig Íslam með réttu sé.

  1. Þarna eru að rísa upp haturshópar - þeirra hatur með vissum hætti, virðist endurspeglun á hatri öfgaíslamista á samfélögum Vesturlanda.
  2. Hatur hvorra tveggja - virðist nærast á hatri hins, þannig efla hvort annað.

Þetta minnir mig töluvert á upprisu nasista á 4-áratugnum.
Algerlega án gríns.
__________________

En þær haturshreyfingar sem eru að rísa innan evrópskra samfélaga - sem endurspeglun gegn hatri öfgaíslamista.
Eru sennilega nærri því eins hættulegar evrópsku samfélagi, og sjálfir öfgaíslamistarnir.

  1. Þó þeir sem hatast við Íslam, séu ekki líklegir til að skjóta fólk á götum úti, eða sprengja sig í loft upp.
  2. Þá hvetja þeir til - skerðingar á frelsi; í nafni - öryggis sjónarmiða.
  3. Þannig getur þeirra stefna, þróast upp í hugsanlega alvarlega ógn við almennt lýðfrelsi í Evrópu. Ef þær haturshreyfingar - halda áfram að eflast.
  • En frelsis-skerðingar, gjarnan færa sig upp á skaftið.

__________________

  1. Ég hef að auki veitt athygli - - hræðslu áróðri, sem rekinn er af þeim sem hata Íslam.
  2. Ég er að vísa til áróðurs sem heldur því fram - - að fjölgun Múslima í Evrópu, sé hvorki meira né minna en - ógn við sjálfa tilvist samfélaga Evrópu.

Það er nákvæmlega ekki neitt hæft í fullyrðingum af því tagi, að stórfelld hætta sé á að Múslimar - - verði meirihluti íbúa innan nokkurra áratuga.
Þær fullyrðingar styðjast við ákaflega barnalega lélega tölfræði.

En þegar menn eru komnar inn í slíkar hugmyndir.
Er samanburðurinn við nasismann orðinn ákaflega óþægilega mikill.

  1. Takið eftir, að nasistar skilgreindu ávalt herferð þeirra gegn Gyðingum, þannig að þeirra aðgerða væri þörf til varnar samfélögum svokallaðra -aría.-
  2. Þegar menn halda því blákalt fram, gegn öllum staðreyndum, að einungis nokkrir áratugir séu í að Múslimar taki yfir Evrópu.

Þá eru menn þar með farnir að skilgreina Múslima.
Með hætti, sem svipar óþægilega til þess, hvernig nasistar töluðu um gyðinga.

__________________

Með hugmyndum af þessu tagi.
Séu haturshópar sem vaxa eins og púkinn á fjósbitanum.
Að tala sig sennilega upp í það, að þörf sé á að beita múslímska íbúa Evrópu - afar harkalegu harðræði, til að verja samfélög Evrópu gegn þeim.

  • Hætta sé á að evrópskir Múslimar verði Gyðingar framtíðarinnar.

 

Það er alls engin þörf á að skerða almenn réttindi Múslíma í Evrópu. Fullyrðingar um hættulega fjölgun Múslima - eiga ekki neitt skilt við veruleikann! Þetta sé staðhæfulaust rugl!

Við eigum að koma fram við Múslima í Evrópu - með algerlega sama hætti, og í Kalda-stríðinu var komið fram við Kommúnista.
Ég hafna því algerlega að öfga Íslam sé varasamara fyrirbæri, en heims kommúnisminn var.
Bendi á að yfir 100 milljón manns létu lífið í löndum kommúnista.
Ítreka að í kjölfar valdatöku kommúnista í landi, hófust alltaf - útrýmingarherferðir. Kommúnisminn, var - allsherjar kenning þ.e. "universal" og stefndi sannarlega á heims yfirráð.
Það vantaði ekkert upp á fanatík skæruliða kommúnista, eða þeirra er börðust fyrir honum.
Loforð kommúnismans, um nokkurs konar himnaríki á Jörðu - virtist algerlega duga til að hala inn ofsafengna fylgjendur, eins og hugmyndir um himnaríkisvist.

Ég er að tala um - fullt lýðfrelsi.

  1. Skoðanafrelsi.
  2. Ritfrelsi.
  3. Félagafrelsi.
  4. Óskertan kosningarétt.
  5. Óskertan rétt til framboða.
  • Það er rökrétt að fylgjast með hópum öfgamanna - njósna um þá.
  • Eins og njósnað var um og hafðar gætur á kommúnistum.

Um leið og menn brjóta lög, þá er farið með þá eins og aðra lögbrjóta.
Að sjálfsögðu, beitt fullri hörku á hverja þá hópa sem rísa upp, til að beita hryðjuverkum.

En ekki undir nokkrum kringumstæðum - á að beita "collective punishment."

  1. Bendi á að, sigur Vestrænna samfélaga í Kalda-Stríðinu, varð þegar samfélög A-Evrópu ákváðu sjálf að -kasta kommúnismanum, og taka upp vestrænt lýðræði.
  2. Það gerðu þau að sjálfsögðu vegna þess, að samfélög V-Evrópu stóðu vörð um sín lýðræðisgildi, og þannig tryggt að V-evr. samfélög væru til mikilla muna meir aðlaðandi fyrir íbúa - og þannig höfðuðu þau sterkt til annarra til eftiröpunar.

Ég á von á því - að "ISIS" eins og gilti um ríki kommúnista.
Muni mistakast að skapa - aðlaðandi samfélag.

Þvert á það sem -öfgamenn er hatast við Múslima halda fram- þá er lýðræðis-fyrirkomulagið sjálft, ásamt fyrirkomulagi lýðfrelsis.
Einn helsti styrkur Vesturlanda.

  1. Það að Múslimar vilja setjast að á Vesturlöndum, frekar en í öðrum Múslima löndum.
  2. Er eiginlega fullkomin sönnun þess, hve sterk Vestræn samfélög eru.

En þetta sýnir - að Vestræn samfélög eru aðlaðandi.
Og einmitt það er einn helsti styrkur Vestrænna samfélaga.

Þ.e. - aðlaðandi að búa í þeim.
Þ.e. - aðlaðandi að vera þar.

Það sést einnig á ítrekuðum sjálfs-sprottnum tilraunum til lýðræðisbyltinga í öðrum heimsálfum.
Að það mörgum öðrum þjóðum hugnast að öðlast frelsi og lýðræði.
Að þeim hugnast fordæmi Vestrænna samfélaga.

  1. Þó að arabíska vorið 2011 hafi megin hluta mistekist.
  2. Þá einnig er það fullkomin sönnun þess, að löngun í lýðfrelsi er til staðar í Mið-austurlöndum.
  • Mjög sennilega - sýnir aðstreymi fólks þaðan, sem hefur aukist mikið eftir að arabíska vorið almennt séð rann út í sandinn.
  • Einnig löngun til þess að lifa við slíkar aðstæður.

Fyrst að íbúum mistókst að skapa þær aðstæður heima fyrir.
Þá dreymi þá um að lifa þar hvar slíkar aðstæður þekkjast.

  1. Það sé einmitt hvað ég held, að eigi við um flesta þá sem séu að flytja til Evrópu frá Mið-Austurlöndum.
  2. Það sé að sjálfsögðu, duglegasta fólkið - en þ.e. alltaf duglegasta fólkið sem flytur annað, ef það getur - ef aðstæður eru slæmar heima fyrir.
  3. Það sé að sækja í sannarlega - betri kjör. En einnig, það lýðfrelsi sem er til staðar innan Evrópu; og svo ákaflega skortir víðast hvar í Mið-Austurlöndum.

Með tíð og tíma - muni þessi "diaspora" hafa áhrif til baka inn í sín heima lönd.

Vestræn  samfélög séu - ekki veik.
Eins og öfgahægri menn - gjarnan halda fram.

Þvert á móti - sanni aðflutningurinn, styrk þeirra.

  1. Vestræn samfélög séu sterkari, og muni móta þá sem setjast að.
  2. Slíkt tekur gjarnan 2-3 kynslóðir að skila sér.
  3. Þ.e. barna-börn innflytjenda, séu oftast nær orðin full-aðlöguð.
  1. Menn gjarnan láta töluvert með það, hvernig - innflytjendur setjast að í sömu hverfunum. Leitast við að halda sinni menningu.
  2. En þetta gera einmitt Vesturlandabúar sjálfir, þegar þeir sjálfir lifa í Arabalöndum.
  3. Það gera Vesturlandabúar einnig, þegar þeir lifa í Asíulöndum.

Málið er - að þegar fólk sest að í framandi menningu.
Þá sest það innan um sína líka, vegna þess að því líður betur þannig.

Ef tekið er mið af Bandaríkjunum - en þar var gríðarlegur aðflutningur á 19. öld. Þá tekur full aðlögun, eins og ég benti á, ca. 3-kynslóðir.

Þá vísa ég til þess, ef að streyma fjölmennir hópar.

  • Á 3-kynslóðum urðu þetta allt, að Bandaríkjamönnum.
  • Ég sé enga augljósa ástæðu þess, af hverju það virkar með öðrum hætti fyrir Evrópu.

 

Niðurstaða

Málið er - að besta vörn Evrópu gegn áróðri hættulegra Íslamista. Er að halda fast í sjálft frelsið. Og hafna öllum hugmyndum í þá átt - að fara að tálga af því, skerða það - smám saman, stig af stigi.
En besta vörnin gegn áróðri hættulegra Íslamista, í þá átt að Vesturlönd hatist við Múslima, er að sjálfsögðu að - koma fram við Múslima er lifa meðal vor með sama hætti og aðra.

Málið með aðflutning Múslima til Evrópu <-> Er að Múslimar sjálfir sem flytjast búferlum eru með sínu vali, að sína fram á allt annan hlut.
Nefnilega þann hlut, að eftirsóknarvert sé fyrir Múslima að lifa í Evrópu.

En eftir allt saman, búa Múslimar í Evrópu við miklu mun víðtækari lýðréttindi og vernd mannréttinda - en tíðkast á nokkru byggðu bóli í N-Afríku, eða Mið-austurlöndum.
Það ásamt betri kjörum, leiðir til þess að - Múslimum finnst eftirsóknarvert að lifa í Evrópu.

Þetta sýnir að sjálfsögðu fram á styrk evrópskra og vestrænna samfélaga almennt, að fólk úr öðrum heimshlutum vill stöðugt setjast þar að.

Að sjálfsögðu er ekki rétta svarið við hættum af öfga Íslam.
Að draga úr lýðréttindum - gera samfélög okkar, minna aðlaðandi.

En öfugt við það hvað sumir halda - mundi það minnka mótstöðu-afl okkar samfélaga.
Styrkur okkar samfélaga liggur að stórum hluta - í sjálfum lýðréttindunum.

Að veikja þau réttindi - mun einnig veikja okkar samfélög.
Og sennilega stuðla að - raunverulegri hnignun þeirra.


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Að vissu leyti er skortur á ákveðnu frelsi að gera terroristum auðvelt fyrir: frelsi til vopnaburðar.  Til sjálfsvarnar.

Af hverju ætli þeir velji Frakkland?  Allir eru óvopnaðir nema lögreglan, og lögreglan kemur eftir dúk og disk.

Þannig gæti fransmenn haft sín landamæri galopin, leyft hvaða morðóða hálfvita sem er að kíkja inn.  Hann kæmist aldrei mjög langt.

En.... smá skortur á afar mikilvægu frelsi, og þeir neyðast til þess að A: fara og í alvöru fjöldamyrða þessa blessuðu óvini sína og alla þeirra ætt aftur 3 liði, eða B: loka landamærunum kyrfilega.

Allt mjög einfalt, ef nokkuð kostnaðarsamt í framkvæmd.

Frelsi?  Af hverju heldur þú að kaninn sé með 2. viðaukann? 

Ásgrímur Hartmannsson, 15.11.2015 kl. 03:27

2 Smámynd: Borgþór Jónsson

Einar Einar Einar!!!!

Ég hef eins og oft áður alvarlegar athugasemdir við skrifin hjá þér.

Í fyrsta lagi veifarðu nasistaflagginu ákafar en skáti íslenska fánanumm á 17 júní

Nú eru allir orðnir nasistar að þínu mati

Til eru þeir sem einfaldlega hatast við múslima ,bara af því að þeir eru muslimar. Þeir eiga svolítið skilið nasistastimpil ,en þetta fólk er afar sjaldgæft ,flestum vesturlandabúum sr skítsama hverrar trúar menn eru ef einhverrar.

.

Það er síðan annar hópur sem hefur áhyggjur af því að þegar múslimar verða orðir ráðandi afl í Evrópu muni afkomendur þeirra ekki búa við þau lýðréttindi og það lagaumhverfi sem við gerum. Þig getur greint á við þetta fólk um þetta,en það er út í hött að kalla það nasista eða álíka. 

Þessar áhyggjur eru fullgildar vegna þess að nú þegar er stór hluti múslima hlynntur því að tekin verði upp Sharia lög á vesturlöndum. stór hluti þyskar múslima sem fæddur er í Þýskalandi viðurkenniir ekki þýsku stjórnarskrána,telur sig ekki bundinn af henni.

Og ég er ekki að tala um unga graða stáka sem eru í uppreisn,heldur blómasalann á horninu og fallegu konuna hans. Hann segir um jafnrétti kynjanna. Konan á að fylgja manninum og hann á að taka ákvraðanir fyrir bæði.Sonur þeirra og dóttir taka bæði undir þetta spurð í einrúmi. Allir drengirnir í bekknum taka undir þetta sjónarmið,stúlkurnar tala ekki.

Ég er lika að tala um húsmóðurina í Gautaborg sem aðspurð hvort hún hefði sænskt vegabréf  "Já,en það hefur ekkert gildi ,ég viðurkenni ekki sænska ríkið" 

Þetta fólk lifir í eigin samfélagi,fylgir landslögum í þeim efnum sem ekki verður hjá komist en sínum eigin þar sem það kemst upp með það.

Stór hluti múslima í Þýskalandi lifir að hluta í veröld sem er samhliða veröld annara þjóðverja.

Kannski snertir þetta okkur ekki mikið eins og er ,en það er alveg gild spurning ,Hvernig verður þetta þegar Múslimar komast í meiri hluta . Munu þeir knýja á um að sharia lög verði tekin upp ,og er það ásættanlegt fyrir afkomendur okkar. Ef ekki hvað er þá til ráða. Eigum við bara að slaka á og láta krakkana díla við þetta eða getum við með einhverjum ráðum tryggt framtíð vestræns samfélags. 

Það er alveg út í hött að kalla þetta fólk nasista þarna er engin samlíking.

Þessi breyting á samsetningu þjóðanna mun verða ,á því er enginn vafi.Prófaðu að taka stórann edsýtnahaug og annan minni.Taktu eldsýtu úr stóra haugnum og bættu við þremur eldspýtum í litla hauginn. endurtaktu þetta nokkrum sinnum og sjáðu hversu fljótt stóri haugurinnn verður minni en sa´sem var lítill áður.

Stærsti hópurinn að ég held er hópurinn sem telur að svona hraður innflutningur fólks dragi úr lífskjörum þeirra og skemmi samneyslusystemið.

Að mínu mati skemmir þetta lífskjör verkamanna þegar fram í sækir,innflytjendur vinna mjög gjarnan fyrir lægri laun en innfæddir sem dregur smá saman niður kjör verkamanna,samkeppnin verður óeðlilega mikil.

Menntafólk mun á hinn bóginn njóta góðs af þessu vegna þess að það getur nú keyft þjónustu á lægra verði og það er lítil sem engin samkeppni frá þessu fólki.Það eru fáir sem eru menntaðir,þeir semm eru menntaðir tala ekki tungumálið og skólaganga innflytjendabarna er oftast stutt.

Það sýnir sig líka að menntað fólk er hlynntara innflytjendum en ómenntað.

Á komandi árum munum við líklega sjá dæmi um þetta í Svíþjóð þar sem Sænska ríkið er orðið svo aðþrengt að það hefur þurft að taka lán til að standa undir birgðunum og kommúnurnar hafa sótt um að hækka skatta um 2% og var varla á bætandi skattbyrgðina í Svíþjóð

Hér er engin samlíking við nasisma að mínu mati.

.

Sóðan er hópurinn sem óttast hryðjuverk.

Það hafa verið gerðar úttektir á vegum yfirvalda á því hversu stór hluti muslima hneigist til radical Íslamisma.

Níðurstöður sem ég hef skoðað ,en verð því miður að fara með eftir minni ,er 8-12%

Til Þýskalands eru nú að koma án nokkurar sigtunar að minnsta kosti 800.000 múslimar

Ef við tökum lægri töluna þá eru á leiðinni til Þyskalands 64.000 múslimar sem hafa tilhneigingu til öfga Íslamisma.ef við segjum að við getum hamið 90% þeirra þá höfum við 6400 manns sem eru líllegir til að fremja meiri háttar ofbeldisverk,bara í Þýskalandi.

Þessi ótti er því alls ekki ástæðulaus og ástæðulaust að kalla menn nasista út af þessu. Kannski verður allt í lagi,en þetta er klárlega ekki nasismi. 

.

Síðan varparðu fram spurningu, "Hversvegna flytja múslimar til Evrópu"

Lang stærsta ástæðan fyrir þessu og kannski nánast sú eina ,er að Evrópulöndin eru þau ríkustu í heimi og hafa mikið af ókeypis þjónustu.

Við getum auðveldlega séð þetta á að flóttamennirnir dreyfa sér nánast allir á ríkustu löndin í Evrópu.

Ég held að við þurfum ekki að ræða fleiri ástæður,þær eru svo lítilvægar.

Nú er ég hálfnaður að svara þér ,en verð að klára það seinna. Ritgerð þín er svo efnismikil 

.

.

Borgþór Jónsson, 15.11.2015 kl. 04:24

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór -  "þegar múslimar verða orðir ráðandi afl í Evrópu." Ítreka - að hugmyndir múslimar eru ekki á leiðinni að taka yfir Evrópu.

    • Þarna ertu að halda því fram, sem engin hætta er að af verði.

    • Þess vegna notaði ég samlíkinguna við nasismann - sem héldu því blákalt fram, að stórhætta vofði yfir og það yrði að bregðast við þeirri hættu.

    • Einmitt með því að slá fram - ímyndaðri hætt - og staðhæfa að það verði að bregðast við þeirri hættu, annars lendi allt í viða.

    • Þá ertu að endurtaka hugsanafarveg nasista - með Múslima í stað Gyðinga.

    Hvort sem þér líkar betur eða verr.
    Þá hef ég næga þekkingu á því hvernig Nasistar byggðu upp sín rök.
    Og þeir héldu því alltaf fram, að þeirra frelsis skerðandi aðgerðir, ásamt ofsóknum gegn tilteknum hópum - - væri til að verja heildar samfélagið.

    Þú ert einmitt að tala þig upp í.
    Að það þurfi að gera eitthvað rótttækt til að verja okkar samfélög.

    Eins og nasistarnir.
    Ég segi þetta - - til að vara þig við, áður en þú ert búinn að sökkva þér dýpra í þetta far.

    Samlikingin við nasista <-> Er aðvörun.

      • Múslimar eru ekki að yfirtaka Evrópu.

      • Og þeir munu ekki breyta Evrópu í e-h allt annað en Evr. er í dag.

        • En það gæti gerst, virkilega, eins og gerðist í Þýskalandi, að ef hópar með hugmyndir líkar þínum hugmyndum, ná völdum.

        • Að þá fara þeir, að afnema skref fyrir skref - - frelsi okkar sjálfra, eins og nasistar afnumdu ekki bara frelsi Gyðinga og hópa sem þeir skupulega ofsóttu, heldur takmörkuðu frelsi allra - ekki jafnt, lengra var gengið gegn sumum hópum er voru ofsóttir skipulega.

        En slíkar hugmyndir sem þú ert með, eru óvinir frelsisins.
        Vegna þess, að þú getur nánast einungis tekið þennan hugsanafarveg í eina átt - þ.e. þá sem leiðir til skerðingar frelsis
        Þ.e. okkar eigin frelsis líka.

        "Þessar áhyggjur eru fullgildar vegna þess að nú þegar er stór hluti múslima hlynntur því að tekin verði upp Sharia lög á vesturlöndum. stór hluti þyskar múslima sem fæddur er í Þýskalandi viðurkenniir ekki þýsku stjórnarskrána,telur sig ekki bundinn af henni."

        Það sem mun mestu máli skipta.
        Er að Íslamistar í N-Afríku, og/eða Mið-austurlöndum, munu ekki geta skapað aðlaðandi samfélög.

        Aðlaðandi samfélag er að sjálfsögðu samfélag, sem veitir þegnum þætti eins og -frelsi- -velmegun- og -jákvæða framtíð.-
        Ég er að tala um - samfélag sem er aðlaðandi fyrir þegnana.

        Baráttan við Kommúnismann vannst vegna þess, að okkar samfélögum tókst að byggja upp mun betri samfélög fyrir okkar eigin þegna:
        Sem leiddi til þess, að á endanum þá ákvað fólkið í Kommúnistalöndunum í A-Evr. að taka upp okkar samfélags fyrirkomulag.

          • Ég hef fulla trú á að það sama gerist fyrir reist í N-Afríku og Mið-Austurlöndum.

          • Að arabíska vorið hafi bara verið - taka eitt.

          • Það verði annað arabískt vor síðar.

          Í dag eru múslimar kannski - ca. 1/10 partur íbúa Evrópu.

          Börn og barnabörn þeirra, munu alast upp í okkar samfélagi, ganga í gegnum skóla með okkar börnum - - en skólar hafa gríðarlega mótandi áhrif.
          Það leiðir til þess að þeirra börn kynnast okkar hugmyndum - samfélagsviðhörfum.
          Það gera síðan, barnabörnin einnig. Þau samfélagsmótast enn frekar.

          "Þessi breyting á samsetningu þjóðanna mun verða ,á því er enginn vafi."

          Þú hefur ekkert fyrir þér um það að það sé slík breyting í farvatninu.
          Þó að það mundi koma 1-milljón aðfluttra per ár.
          Tæki það 100 ár að fjölga um 100 milljónir.

          Þó svo að þeir hefðu 3-faldan fjölgunarhraða miðað við okkur.
          Þá dugar það ekki til, á 100 árum til að Múslimar verði meirihluti, efa það dugi til að þeir verði helmingur íbúa.

          "Stærsti hópurinn að ég held er hópurinn sem telur að svona hraður innflutningur fólks dragi úr lífskjörum þeirra og skemmi samneyslusystemið."

          Þ.s. klassískur ótti við innflytjendur - - kemur alltaf upp í samfélögum, ef þ.e. verulegur aðflutningur á fólki, ef það hittist þannig á að atvinnuástand er lélegt samtímis - t.d. hagkerfi nýlega gengið í gegnum kreppu.

          "Að mínu mati skemmir þetta lífskjör verkamanna þegar fram í sækir,innflytjendur vinna mjög gjarnan fyrir lægri laun en innfæddir sem dregur smá saman niður kjör verkamanna,samkeppnin verður óeðlilega mikil."

          Innflytjenda-hópar eru alltaf í lægri launum að meðaltali en aðrir í samfélaginu, þ.e. vegna þess að innflytjendahópar sem ekki hafa full aðlagað sig samfélaginu - - -hafa einfaldlega vanalega lægri samfélagsstöðu.

            • Það tekur alltaf innflytjendahópa tíma, að reisa sig upp samfélagsstigann.

            • Það var ekki af ástæðulausu að ég nefndi Bandaríkin, reynslu þeirra að full aðlögun taki 3-kynslóðir.

            "Lang stærsta ástæðan fyrir þessu og kannski nánast sú eina ,er að Evrópulöndin eru þau ríkustu í heimi og hafa mikið af ókeypis þjónustu."

            Af hverju flytja þeir þá ekki til Saudi-Arabíu? Þar er ríkidæmi, og mjög rausnarlegt félagslegt kerfi?

              • Múslimarnir sem koma hingað, þeir hafa valkosti um auðugu arabaríkin við Persaflóa.

              • Ef ríkidæmi væri það eina sem máli skipti í þeirra augum.

              En það greinilega er það ekki - en arabaríkin v. Persaflóa eru einnig einræðiríki þ.s. ófrelsi ríkir.

              Þetta fólk -er ekki bara að velja ríkidæmi- þ.e. einnig að velja frelsið sjálft.
              Þess vegna fer það til Evrópu, frekar en til betur staddra Arabafurstadæma.

              Það rökrétt velur þau lönd, þ.s. einna helst er atvinnu að fá.
              En löndin sem fólkið vill helst fara til - - > Eru þeu lönd þ.s. bestar líkur eru á að fá atvinnu, þar með - sæmilega örugga framtíð.

                • Þú heldur áfram að setja "discount" á þíðingu frelsisins.

                • Þ.e. auðvitað vegna þess, að þú sjálfur hefur misst einhverra hluta vegna trúna á það, sbr. stuðning þinn við einræðisherrann í Kreml.

                En þ.s. gerist þegar Múslimar setjast að í lýðfrjálsum löndum, er að þá læra þeir að þekkja frelsið.
                Þegar það mun gerast, að Íslamistar í Mið-Austurlöndum, sannast að vera ófærir um að byggja upp samfélög sem geta borið þegnum þeirra upp á "annað aðlaðandi fyrirkomulag" þ.e. -góða framtíð- -næga vinnu- og -batnandi framtíð.-

                En þetta fólk samtímis sér, að Vesturlönd hafa ekki bilað hvað þetta varðar.
                Þ.e. þau halda áfram að veita þ.s. þau hafa gert nú um áratugi.
                Þ.e. -góða framtíð- -tækifæri til vinnu- -tækifæri til góðrar menntunar- -tækifæri því fyrir hvern einstakling að blómgast ef sá er duglegur.-

                Þá er ég algerlega visss - - að okkar samfélag vinnur fremur auðveldan sigur.
                Alveg eins og það gerði á sínum tíma gegn kommúnismanum.

                  • Við þurfum ekkert að gera neitt annað en að, halda fast í þ.s. við þegar höfum, og halda aftur af okkar eigin höturum sem vilja okkar samfélagsform feigt - - en þ.e. helsta hættan að við látum glepjast af röddum, sem segja að við verðum að kasta okkar samfélagsformi eigin öryggis okkar vegna.

                  • Síðan getum við beðið róleg meðan það kemur í ljós, að samfélög byggð á sharia og klerkastjórnum ásamt einræði - og ofbeldi; munu reynast slæm fyrir eigin íbúa.

                  Þá gerist örugglega á endanum eins og í A-Evr. að - - arabískt vor taka 2 sópar íslamistunum og klerkunum í burtu, og það verður -lýðræðistilraun no. 2- sem gæti átt góða möguleika á að heppnast.

                  Þannig að mál endi með því að Mið-Austurlönd fylgi A-Evr.

                  Kv.

                  Einar Björn Bjarnason, 15.11.2015 kl. 13:47

                  4 Smámynd: Borgþór Jónsson

                  Mig langar örlítið að hnykkja á þeirri sýn sem ég hef á muninn á muslima og Islamista.

                  .

                  Ég held að megi segja að lang flestir vesturlandabúa séu í raun trúlausir. Mjög margir prestar eru líka trúlausir ,enda er kirkjan að breytast úr að verða trúarsamfélag í að verða stjórnmálaafl.

                  Þetta má glöggt sjá á því hve auðveldlega kirkjan lætur undan stjórnmálaþrýstingi.Ef tíðarandinn segir eitthvað þá segja prestarnir bara að biblían hafi verið misskilin og við breytum bara kristinni trú í samræmi við það.

                  Mér er eiginlega alveg sama af því ég fer nánast aldrei í kirkju hvort sem er, þetta er bara mín sýn sem áhorfanda.

                  Leiðtogi í mosku mundi aldrei láta þetta viðgangaast og þó undarlegt sé er enginn þrýstingur á að muslimar breyti sínum trúarbókstaf,jafnvel þó hann brjóti miklu freklegar gegn ríkjandi venjum í þjóðfélaginu en kristni. Í sambandi við kóraninn eru engar málamiðlanir og nánast ekkert ákall um breytingar.

                  .

                  Margir muslimar eru í raun trúlausir á sama hátt og flestir kristnir eru á vesturlöndum.Þeir fylgja bara venjunum án nokkurs innihalds.

                  .

                  Mjög margir muslimar eru trúaðir en átta sig á að margar reglur kóransins eru ekki mjög praktískar í nútíma samfélagi og reyna að fixa þetta einhvernveginn saman en halda reglur kóransins eins og hægt er.

                  Í þessum hóp eru blómasölumaðurinn og húsmóðirin í Gautaborg.Þau reyna að forðast átök við samfélagið ,en reyna að halda lög kóransins eftir fremsta megni. Þessi hópur er fjölmennur að mínu mati,þetta sést glöggt í viðtölum við muslima.

                  Þetta fóllk er á suman hátt á sama báti og komúnistarnir sem þú skrifar um. Þeim líður ekki vel í samfélaginu af því þeir telja það í grundallaratriðum óréttlát gagnvart sér.

                  .

                  Svo eru islamistarnir. Islamistar sætta sig alls ekki við neinar málamiðlanir,kóraninn einn blífur. Þetta er fólkið sem við sjáum í Brighton ganga um götur í hópum og krefjast áfengisbanns,upptöku sharia laga,að þáttaskendur í hryðjuverkum verði látnir lausir og þess háttar hluta.

                  Úr þessum hópi koma hryðjuverkamennirnir og þennan hóp er auðvelt að kalla til uppþota og manndrápa ef réttar aðstæður skapast.

                  Þegar muslimar fara að skipuleggja sig sem stjórnmálaafl verða þessir menn áberandi af því þeir hafa mjög skýrann boðskap og mótaða sýn á það sem gera þarf.

                  Blómasalinn og sænska húsmóðirin eru ekki mjög líkleg til að taka forystu fyrir múslimska stjórnmálaflokka ,en þau eru mjög líkleg til að kjósa muslimskann flokk.

                  Hjá trúuðum múslimum er mikil innræting og moskurnar halda mjög stíft utan um söfnuðinn,eða hinn trúaða hluta muslima.

                  Þetta verður til þess að trú þeirra er lifandi eins og kristni var einu sinni á Íslandi,allir hafa sömu trú og sömu túlkun. Þetta er mjög einsleitur hópur.

                  Fyrir trúaða er lýðræði allt annar hlutur en fyrir vesturlandabúa.Lýðræði er ekki til að móta samfélag, Allah hefur þegar gefið öll fyrirmæli sem þarf.Samfélagið hefur þegar tekið á sig endanlega mynd.

                  Lýðræðið er því aðeins til að velja fólk til að passa upp á að orði Allah sé fylgt og ráðstafa fé til brúargerðar og flugvalla og sjá um samskifti við erlend ríki.

                  Veraldleg lög eru eru guðlast,trúaðir muslimar líta á lagagerð sem svik við Allah.

                  Nú eru muslimar að hugsa sér til hreyfings í Evrópu að stofna flokka,og þó að margir muslimar telji það guðlast ,segja forystumenn þeirra að það sé vilji Allah að þeir taki þátt í stjórnmálum til að geta breytt samfélaginu í íslamskt ríki.

                  Þetta brýtur ekkert í bága við reglur lýðræðisis af því lýðræðið  gengur einmitt út á að móta samfélagið að óskum þegnanna.

                  Þessir nýju þegnar hafa einfaldlega aðra sýn og óskir heldur en þeir þegnar sem eru í meirihluta í dag.

                  Hér er video með einum slíkum stjórnmálamanni sem er að útskýra lýðræðið fyrir félögum sínum.Hann er ekki öfgafullur á neinn hátt,hann vill bara íslamskt samfélag og hyggst beita lýðræðislegum aðferðum til að koma því á. Ekkert athugavert við það.

                  https://www.youtube.com/watch?v=1J1weRZislI

                  Muslimar eru mjög vel meðvitaðir um að þeir eru að komast í meirihluta í sumum Evrópulöndum og það má sjá í viðtölum við börn að þetta eru hlutir sem eru mikið til umræðu í þeirra samfélagi.

                  Það er ekki gott að segja hvernig gömlu Evrópubúarnir fara að missa réttindi sem tók árhundruð að öðlast og hvernig þeir bregðast við þegar þeir verða að sætta sig við refsilöggjöf Islam.

                  Mín spá er að það verði stór styrjöld í Evrópu sem hvíti maðurinn tapar.

                  Valdataka muslima verður því auðveldari af því að við erum skipulega búin að eyða því sem sameinar okkur.

                  Kirkjan sem gerði okkur einsleitari er dauð. Forsætisráðherrann óskaði einu sinni eftir að við gleddumst yfir hvað við værum dugmikil þjóð sem hefur náð langt var samstundis úrskurðaður nasisti og íslenski fáninn á skrifstofunni hans var svo lokasönnunin um að hann væri genginn nasisma á hönd, samkvæmt DV.

                  Það er verið kerfisbundið að útrýma þjóðum V Evrópu og gera þær að kraðaki fólks. 500 milljón einstaklingum sem eiga ekkert sameiginlegt.

                  Borgþór Jónsson, 15.11.2015 kl. 16:36

                  5 Smámynd: Borgþór Jónsson

                  Einar,ég er ekki í vafa um að þú ert gjörkunnugur nasisma ,útreikningar á smfélagsþróun er ekki nasismi,það er ekki einu sinni stjórnmál heldur reikningsdæmi.

                  Stærðfræði,sem lýtur ákveðnum lögmálum sem er sæmileg sátt um á heimsvísu.

                  Ég held að þú ættir að hugsa minna um nasisma og læra einfalda stærðfræði.

                  Þetta er ekki flókið í sinni einföldustu mynd

                  Þjóðverjum sem eru af stofninum sem hefur byggt Þýskaland í árhundruð er að fækka og fækka mikið og fækka með vaxandi hraða. Þetta veistu ,nema að þú haldir að mannfjöldapíramitar séu lika nasismi

                  Innflytjendum er að fjölga,fjölga mikið og fjölga með vaxandi hraða. Muslimar eru stæðstir í þeim hópi í dag og þeir fjölga sér líka mest. Þetta veistu lika ,nema að þú haldir líka að það sé nasismi.

                  Það er ekki nasismi að það skuli vera að setjast að 800 þúsund innflytjendur í þýskalandi í ár.

                  Ef þú gerðir sma´tilraun til að hugsa rökrétt á stærðfræðilegum grunni í stað þess að tuggast á einhverri möntru um nasisma mundir þú sjálfsagt átta þig á þessu.

                  Borgþór Jónsson, 15.11.2015 kl. 16:50

                  6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

                  Boggi - "Islamistar sætta sig alls ekki við neinar málamiðlanir,kóraninn einn blífur."

                  Vandamálið við þessa sýn þín, er að svo er alls alls ekki - að einungis sé ein möguleg túlkun á versum kóransins, fremue en þegar kemur að Biblíunni.

                  Það þíðir - að Íslamistar, geta mögulega haft eins margar mismunandi túlkanir, og samsvarar fjölda Íslamistahreyfinga.

                  Það þíðir t.d. að -ISIS- og margar aðrar hreyfingar Íslamista, eru samt sem áður óvinir.
                  En ISIS beinlínis heldur því fram - að einungis þeirra túlkun sé rétt.
                  Að í reynd séu engir aðrir með réttu - Íslamistar, nema þeir.

                  Allir aðrir, þar á meðal aðrir Íslamistahópar, ef þeir neita að lúta ISIS - séu þá villutrúar. M.ö.o. þeir viðurkenna þá ekki einu sinni sem - múslima.

                  "Þegar muslimar fara að skipuleggja sig sem stjórnmálaafl verða þessir menn áberandi af því þeir hafa mjög skýrann boðskap og mótaða sýn á það sem gera þarf."

                  Síðan eru til Íslamistar - sem ekki stunda morð eða sjálfsmorðsárásir.
                  Sem mætti kalla - - hófsama Íslamista, eða til-tölulega hófsama.

                  Íslamistar - ná yfir allan skalann, frá frekar venjulegu fólki sem tekur trúna alvarlega - - > Yfir í brjálæðinga eins og ISIS eða Al-Qaeda.

                  Flestir Íslamistar - eru sennilega ekki neitt hættulegri, en kristinn sem tekur trúna alvarlega.

                  "Fyrir trúaða er lýðræði allt annar hlutur en fyrir vesturlandabúa.Lýðræði er ekki til að móta samfélag, Allah hefur þegar gefið öll fyrirmæli sem þarf.Samfélagið hefur þegar tekið á sig endanlega mynd."

                  Nei - þ.e. ekki rétt, því þ.e. ekki svo að trúaðir Múslimar trúi allir með sama hætti, eða, að þeir séu allir eins og ISIS.
                  Þvert á móti, ná þeir yfir allan skalann, frá ákaflega meinlausu fólki sem tekur trúna alvarlega - yfir í brjálæðinga eins og ISIS.
                  Langsamlega flestir trúaðir Múslimar séu venjulegt fólk.

                    • Og ég kem ekki auga á neina augljósa ástæðu þess, að lýðræði samrýmist ekki Kóraninum.

                    En fyrirmæli Kóransins, eru ekki eins nákvæm og þú lætur.
                    Þau eru t.d. ekki nákvæmari en fyrirmæli Gamla Testamentsins til Gyðinga.

                      • Ef það væri þannig, að - - ekki mætti nota neitt þ.s. ekki var búið að finna upp í tíð kóransins, þá mættu Múslimar ekki nota tölvur eða internet eða byssur eða eldflaugar.

                      Þó e-h sé ekki nefnt í kóraninum - þíðir það ekki, að ekki megi notast við það.
                      Það gildir einnig fyrir lýðræði.

                        • Þ.e. t.d. vel mögulegt eins og Íranar eru að útfæra þetta, að hafa klerka-þingið fúnkerandi sem nokkurs konar ígildi efri deildar þingsins.

                        • Meðan að neðri deildin sé þjóðkjörin.

                        Þá er það einungis spurning - hvernig völdum er skipt milli þingdeilda.
                        En t.d. er mun meira lýðræði og frelsi nú í Íran, en er nú í Rússlandi.

                        "Veraldleg lög eru eru guðlast,trúaðir muslimar líta á lagagerð sem svik við Allah."

                        Alls ekki rétt. Þau mega einfaldlega ekki - stangast á við ritninguna.
                        Múslima leiðtogar hafa á öllum tímum - - sett veraldleg lög.
                        Enda er Sharia alls ekki - tæmandi.

                        "Nú eru muslimar að hugsa sér til hreyfings í Evrópu að stofna flokka,og þó að margir muslimar telji það guðlast ,segja forystumenn þeirra að það sé vilji Allah að þeir taki þátt í stjórnmálum til að geta breytt samfélaginu í íslamskt ríki."

                        Þ.e. bara fínt ef þeir fara að taka beinan þátt í lýðræðisfyrirkomulaginu, það mun einungis flýta fyrir aðlögun þeirra.

                        "Þetta brýtur ekkert í bága við reglur lýðræðisis af því lýðræðið  gengur einmitt út á að móta samfélagið að óskum þegnanna."

                        Að sjálfsögðu snýst lýðræðið um það að meirihlutinn ráði.
                        En ég endurtek - að þ.e. algerlega út í hött að halda því fram að nokkur ástæða sé að ætla að Múslimar verði meirihluti Evr. búa.

                        "Muslimar eru mjög vel meðvitaðir um að þeir eru að komast í meirihluta í sumum Evrópulöndum..."

                        Nei. Þarna ertu að fullyrða út í bláinn.
                        Skv. Wikipedia eru Múslimar flestir í Fraklandi 7,8%.
                        Hvergi í aðildarlöndum ESB ná þeir 10% íbúa: https://en.wikipedia.org/wiki/Islam_in_Europe.Meðaltal ESB er 6%.

                        Ég er orðinn leiður á algerlega órökstuddum sleggju-fullyrðingum af þessu tagi, sem unnt er að afsanna á 5-sekúndum.

                        "Mín spá er að það verði stór styrjöld í Evrópu sem hvíti maðurinn tapar."

                        Bull og vitleysa.

                        "Ef þú gerðir sma´tilraun til að hugsa rökrétt á stærðfræðilegum grunni í stað þess að tuggast á einhverri möntru um nasisma mundir þú sjálfsagt átta þig á þessu."

                        Það er einmitt þ.s. ég geri - og það stenst alls alls ekki, fullyrðingar um yfirvofandi yfirtöku Múslima á Evrópu.

                        Muslimar eru 6% íbúa ESB aðildarlanda að meðaltali.
                        Þeir eru rétt innan við 8% hlutfalls íbúa þ.s. hlutfallið er hæst í Frakklandi.

                        Það þíðir að fullyrðingar sem maður heyrir um yfirvofandi yfirtöku Múslima - snúst ekki um þekkingu eða rök; þær eru rökleysa.

                        Líkingin við nasisma kemur í hugann.
                        Vegna þess - að þetta eru greinilega staðhæfulausar fullyrðingar.
                        Þ.e. einmitt hvað Nasistar ástunduðu, að slá fram staðhæfulausu rugli sem þeir notuðu til að réttlæta fjöldamorð og það að afnema frelsi.

                        Það að þessu rugli virðist víða trúað.
                        Gerir þetta að - hættulegu rugli.
                        Eins og þegar nasistar hófu upp raust sína, og fóru að breiða út gyðingahatur.

                        Þegar ég skynja rökleysuna að baki áróðrinum - en þegar rökin standast ekki einu sinni 5-sek. skoðun, þá er bersýnilega á ferðinni eitthvað annað en afstaða byggð á rökum; þvert á móti sé þetta fyrirbærið - hatursáróður.

                        Þá eftur koma nasistarnir inn í hugann.

                        Kv.

                        Einar Björn Bjarnason, 15.11.2015 kl. 19:26

                        7 Smámynd: Borgþór Jónsson

                        Þú hefur augljóslega ekki horft á myndbandið sem ég sendi þér,eða kynnt þér Islam á nokkurn hátt.

                        Veraldleg lög eru guðlast samkvæmt kóraninum og Sunni muslimar hafa engin önnur lög.Shia muslimar hafa aftur á moti aðrar bækur og spámennirnir hafa í raun leyfii til að móta trúna eftir því sem guð telur þóknanlegt.Þetta telja Sunny muslimar vera villutrú.

                        Þess vegna kalla margir muslimar eftir Sharia í stað lýðræðis.

                        Ég endurtek í þeirri von að þú kannski kynnir þér þetta.Lýðræði er ekki samrímanlegt kóraninum af því að þar eru allar leiðbeiningar um hvaða þjóðfélagsgerð muslimar eiga að búa við.

                        Þar er einnig kveðið á um allar refsingar til handa þeim sem brjóta af sér.Kóraninn er að hluta til lögbók og muslimar mega ekki fara eftir öðrum lögum frekar en ég má fara eftir Japönskum lögum á Íslandi.

                        Þetta segja leiðtogarnir í moskunum og ekki ljúga þeir. 

                        Það er út af þessu sem margir t.d. Þýskir múslimar viðurkenna ekki stjórnarskrána.Hún brýtur í bága við Kóraninn. Sama gildir um sænsku húsmóðurina ,hún viðurkennir ekki sænska ríkið af því það brýtur í bága við Kóraninn.Sama gildir um unglingana í þýska skólanum sem voru muslimar,enginn þeirra viðurkenndi að stjórnarskrá Þýskalands væri rétthærri en lög kóransins.

                        Þetta er akki af því þau eru einhverjir fýlupokar.

                        Ég held að þetta fólk sé ekki að fara að ráðast á neinn,það bíður bara eftir að þjóðfélagið skáni eitthvað.

                        .

                        Það er engin önnur túlkun á þessu,en margir múslimar lifa við þær aðstæður að þeir verða að hluta til að fara eftir veraldlegum lögum. Þessu vilja þeir breyta.

                        .

                        Múslimar geta sett lög um ráðstöfun vegafjár og hámarkshraða á vegum og slíka hluti og gera það.

                        Tölvur og önnur verktækni hefur ekkert með Kóraninn að gera,væntanlega svo lengi að henni sé beitt samkvæmt Kóraninum hugsanlega.

                        Ég er fyllilega sammála þér að langflestir múslimar líklega ágætis fólk,ég hef ekki hitt marga og þekki engann náið ,en ég bara geri ráð fyrir því að þeir séu ekkert öðruvisi en aðrir.

                        Ég geng ekkert með trefil um hálsinn af ótta við þá.

                        .

                        Ég hef ekki lesið lagagreinar kóransins ,en það sem ég hef séð er ekkert óbærilegt í sjálfu sér. Samskiftamunstrið milli fólks er aðeins öðruvísi og refsingarnar sem kunna að virðast harkalegar í fyrstu skila örugglega árangri.

                        .

                        Islamistar eins og ISIS eru svo ekkert vinsælir meðal múslima af því þeir eru siðlausir djöflar sem misnota refiákvæði kóransins og ofsækja fólk á fölskum forsemdum.

                        .

                        Sama má segja um framgöngu bandarísku stjórnar elítunnar á undanförnum áratugum. Þetta endalausa morðæði sem þeir eru haldnir á ekkert skylt við Lýðræði.

                        Skilt er skeggið hökunni.

                        Borgþór Jónsson, 15.11.2015 kl. 20:35

                        8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

                        Boggi - Nei, veraldleg lög eru ekki guðlast skv. Kóraninum <-> Nema þegar þau stangast á við ákvæði Kóransins.
                        Ítreka að öll Múslima ríki fortíðarinnar, hafa haft - veraldleg lög starfandi hlið við hlið, laga á grundvelli Kóransins.

                        Ég sá ekki ástæðu að horfa á myndbandið - en slíkt getur eingöngu verið skoðun viðkomandi á Kóraninum. Eða ef sá er trúarleiðtogi tiltekins hóps Múslima, þá er það í mesta lagi - að hann er að túlka skoðun þess hóps.
                        Það er mikið af -múllum- í Íslam, meðan þ.e. enginn almennt viðurkenndur trúarleiðtogi í Íslam, en Al Baghdadi er að sjálfsögðu ekki viðurkenndur sem slíkur <-> Þá eru allir Múllar eða íslamskir fræðimenn, tæknilega jafnir.
                        Þ.e. einn getur haldið á lofti túlkun X, annar túlkun Y, sá þriðji túlkun Z, o.s.frv.

                          • Ítreka að Kóraninn er eins og Biblían, að unnt er að túlka ákvæði hana á mjög margvíslega vegu.

                          • Þ.e. ekki til innan Íslam, túlkun sem alls staðar er viðurkennd sem hin eina rétta.

                          Þú mátt treysta því, að unnt er að finna fjölda Múslima sem eru á annarri skoðun en sá náungi - á þeim atriðum sem hann hélt á lofti.

                          "Shia muslimar hafa aftur á moti aðrar bækur og spámennirnir hafa í raun leyfii til að móta trúna eftir því sem guð telur þóknanlegt.Þetta telja Sunny muslimar vera villutrú."

                          Það er ekki til nein algild túlkun á Kóraninum innan Súnní Íslam.
                          Slík allsherjar túlkun er ekki til - hefur ekki verið til, síðan síðasta viðurkenndi trúarleiðtogi Súnní Múslima var steypt af stóli.

                            • Það er í reynd, anarkí innan Súnní Íslam.

                            • Þess vegna geta öfga-hópar vaðið uppi, og þóst hafa umboð að tala fyrir Súnní Íslam.

                            "Ég endurtek í þeirri von að þú kannski kynnir þér þetta.Lýðræði er ekki samrímanlegt kóraninum af því að þar eru allar leiðbeiningar um hvaða þjóðfélagsgerð muslimar eiga að búa við."

                            Þetta er rangt hjá þér.
                            Það eru til Múslima kennimenn, sem halda því fram - sannarlega.
                            En slík viðhorf eru - - langt í frá almennt viðurkennd innan Súnní Íslam.

                            Þeir Súnní kennimenn sem halda slíku fram - eru eingöngu að tjá sínar skoðanir á því atriði.
                            Þessi framsetning þín - að það sé til staðar ein mótuð túlkun á Kóraninum í Súnní Íslam, er kölröng.

                            Ég formlega leiðrétti þann misskilning þinn hér með.

                              • Eftir allt saman eru til 3 lýðræðisríki í heiminum, þ.s. Súnní Múslimar eru meirihluti íbúa.
                                Þar af eru 2 þeirra sem hafa haft stöðugt lýðræðiskeri um töluverðan tíma.
                                Aðeins einnt þeirra er í Mið-Austurlöndum, Túnis.

                              Þ.e. aftur á móti rétt <--> Að trúarskólinn kenndur við Saudi Arabíu - - staðhæfir að lýðræði sé óramsæmanlegt Íslam.
                              En þ.e. pólitísk skoðun - sem haldið er á lofti, til að réttlæta einræði Saud fjölskyldunnar.

                              En staðreyndin er sú - - að Súnní Íslam kennimenn, eru oft ákaflega pólitískir í sínum kenningum.
                              Vegna þess, að ekki er til ein viðurkennd af öllum túlkun, í Súnní Íslam <-> Þá er reynd mjög algengt, að túlkanir séu - 100% pólitískar.

                              Í reynd pólitík í trúarlegu dulargerfi.

                              "Kóraninn er að hluta til lögbók og muslimar mega ekki fara eftir öðrum lögum frekar en ég má fara eftir Japönskum lögum á Íslandi."

                              Ítreka - - að sharia kóðinn, er langt í frá tæmandi.
                              Það þíðir að ekki hefur verið til það Múslima ríki - sem aðeins hefur stuðst við Sharia.

                              Ef trúin er túlkuð mjög strangt, þá gildir Sharia um öll þau atriði, sem sá kóði tjáir sig um.
                              En það er gríðarlega mikið af götum <-> Þá hafa öll Múslima samfélög einnig notast við, veraldleg lög - þegar menn lenda á einum hinna fjölmörgu gata sem finna má í Sharia kóðanum.

                              "Það er út af þessu sem margir t.d. Þýskir múslimar viðurkenna ekki stjórnarskrána.Hún brýtur í bága við Kóraninn. Sama gildir um sænsku húsmóðurina ,hún viðurkennir ekki sænska ríkið af því það brýtur í bága við Kóraninn.Sama gildir um unglingana í þýska skólanum sem voru muslimar,enginn þeirra viðurkenndi að stjórnarskrá Þýskalands væri rétthærri en lög kóransins."

                              Þetta er mjög einfalt - ef þeir brjóta lög, þá sæta þeir viðulögum þeim sem lögin kveða um.
                              Hún getur trúað hverju sem hún vill -prívat- en hún fær ekki þann valkost að fara ekki eftir lögunum sem gilda í landinu.

                              Ítreka - að þetta eru skoðanir viðkomandi. Þ.e. ekki til nein samræmd algild skoðun á Kóraninum í Súnní Íslam.

                              Vahabi fræðimenn frá Saudi Arabíu <-> Eru vandamál, því Saud fjölskyldan hefur frá upphafi, skilgreint -einræði- sem eina löggilta stjórnarformið.
                              Og Saud fjölskyldan í reynd, dælir peningum í trúar-skóla, og gætir þess að fræðimenn sem þaðan koma, þ.e. -múllar- styðji skoðanir Saud fjölskyldunni þóknanlegar.

                              Þetta eru í reynd - pólitískar túlkanir.
                              En vahabista múllar, tala alltaf eins og - þetta sé hin eina og rétta túlkun.

                              Þ.s. alls alls ekki þannig.

                              Vahabi Múllar, eru langt í frá einu skoðanahóparnir meðal Súnní Íslam Múlla.
                              Og ég ítreka, að það eru í heiminum 3-stk. lýðræðisríki sem eru meirihluta Súnní Íslam.

                                • Trúarskólarnir í þeim löndum, einfaldlega - skilgreina stjórnarformið löggilt.

                                Og þannig barasta er það þá.
                                Vegna þess að þ.e. enginn - - allsherjar viðurkennd túlkun á Kóraninum í Súnní Íslam, er þetta mögulegt.

                                  • Múslima lönd <-> Gæta þess alltaf, að til staðar sé skilgreind ríkistrú.

                                  Það komast ríkin upp með, einmitt vegna þess - að það er anarkí í Súnní Íslam.
                                  Það eru þá til staðar, trúarskólar - sem njóta ríkistyrkja.

                                  Og ríkin ráða til þeirra, Múlla sem til eru í að haga túlkuninni á Kóraninum, í samræmi við þarfir ríkisins.

                                  Þannig hefur þetta í reynd - lengst af verið í Súnní Íslam.
                                  Að túlkanir á Kóraninum, hafa tihneygingu að vera pólitískar að stórum hluta.

                                    • Þ.e. ekkert vandamál, að hafa lýðræði og Súnní Íslam.

                                    • Um leið og samfélag hefur komið sér saman um lýðræðisformið.

                                    • Þá er einfaldlega beitt sama trixi og Saudar beita, þ.e. að dæla peningum í trúarskólana, og gæta þess að ráðandi Múllar í þeim - haldi á lofti kenningum sem þjóna hagsmunum ríkisins.

                                    Þess einnig gætt - að "réttir" múllar þjóni í stærstu moskunum.

                                    Þetta er mögulegt - vegna þess að þ.e. anarkí í Súnní Íslam.

                                      • Þú hefur ekki nefnt neitt vandamál sem ekki er leysanlegt.

                                      Ég sé ekki Kóraninn hindri lýðræðisformið í Mið-Austurlöndum.
                                      Það þarf einfaldlega að <-> Styðja þá fræðimenn, sem styðja túlkanir af því tagi.
                                      Vahabi fræðimenn, eru til óþurftar. Því þeir halda á lofti, sýn Saud fjölskyldunnar á Íslam.
                                      Þ.e. nóg af öðru Múllum í heiminum.


                                      Kv.

                                      Einar Björn Bjarnason, 16.11.2015 kl. 01:14

                                      9 Smámynd: Borgþór Jónsson

                                      Einar þessi rulla sem þú ferð með er það sem við sjáum gjarnan þegar eru kappræður í sjónvarpi um hvort Islam sé gott eða vont.

                                      Þá kemur gjarnan stúlka úr miðvesturríkjunum ,gamall dópisti sem hefur snúist til Islam , frægur hryðjuverkamaður sem sat inni en var bjargað af amnesti international og þar fram eftir götunum.

                                      Þegar er þjarmað að þeim í samræðunum grípa þau mjög oft til þess ráðs að segja að kóraninn sé misskilinn og mjög oft að kaflarnir sem brjóta mest í bága við siðferðiskennd dagsins í dag gildi ekki ,þeir séu úreltir.

                                      Þetta fólk er einfaldlega á sama stað og flestallir íslendingar,þeir eru einfaldlega ekki trúaðir.

                                      Stundum er það líka að þeir sem eru trúaðir leikmenn, láta undan pressunni.

                                      Svo eru alskonar stílæfingar hjá þessu liði um að einhver texti segi ekki að það eigi að útríma trúlausum ,heldur að það eigi að drepa þá alla.

                                      .

                                      Þá örsjaldan að kennimennirnir koma í slíka þætti er allt annað upp á teningnum,kóraninn blífur.

                                      Ég held að þú gætir lent í bölvuðum vandræðum með að finna mosku þar sem kennimennirnir segja þér að kóraninn eigi ekki við.

                                      .

                                      Svo er lið eins og ISIS sem drepur kristna ,þrátt fyrir að það sé ekki normið.

                                      Það má láta kristið fólkog fleiri trúarhópa lifa ef ef það borgar sérstakann skatt.en ég held að það sé samt ekkert bannað að drepa það ef maður vill.ISIS er í sjálfu sér ekki að rangtúlka kóraninn með þessu ,þeir kjósa bara að túlka hann mjög þröngt.

                                      Kóraninn gefur þér stundum svona val til að mæta aðstæðum,en textinn blífur. 

                                      .

                                      Borgþór Jónsson, 16.11.2015 kl. 11:20

                                      10 Smámynd: Borgþór Jónsson

                                      É g vil skrifa nokkur lokaorð um þetta 

                                      Ég hef hvergi lagt til að mannréttindi muslima verði skert éns og þú gefur í skyn með þessu nasistatali þínu..

                                      Mér finnst aftur á móti að við ættum að sporna við þeim ágangi sem við gömlu vesturlandabúarnir verðum fyrir af hálfu Múslima.

                                      Það er stöðug ásókn í að það séu settar takmarkanir á atferli,mataræði og fleira sem við vesturlandabúar höfum ástundað í áratugi eða jafnvel aldir,til að móðga ekki múslima.

                                      Sumt af þessu hefur þeim tekist að pressa fram með fulltyngi þeirra sem telja sig frjálslynda, þó undarlegt sé.

                                      Ég veit ekki um neinn annan trúar eða  sem hefur reynt þetta eða tekist það. Það má þó vera 

                                      .

                                      Ég gæti jafnvel hugsað mér að múslimum verði gert að fara að landslögum svo sem um skiftingu arfs,jafnrétti kynjanna,meðferð sláturdýra og fjölda annara laga sem þeim dettur ekki í hug að fara eftir og við látum óátalið að þeir hudnsi,einir landsmanna.

                                      Einnig finnst mér glórulaust að hleypa milljón manns alveg eftirlitslaust inn í Evrópu ,sérstaklega á tímum þegar verstu glæpamenn síðari tíma eru að störfum á svæðinu þar sem stór hluti þessara flóttamanna kemir frá.

                                      Nú liggur fyrir að fyrir nokkru fór málaliðahluti ISIS að láta sig hverfa af vígstöðvunum vegna árása Rússa og sóknar Sýrlenska hersins og það er næstum öruggt að þeir leita skjóls innan NATO þar sem það er ekki hægt að ná í þá með neinu móti. Þessir menn sem hafa ekkert haft fyrir stafni í allt að fimm ár en að skjóta og afhausa samborgara sína ,eru nú á leið til Evrópu. Þetta á eftir að fara vaxandi og þeir verstu eiga enn eftir að koma sem er ofstækisliðið.

                                      &#39;Eg held að það væri enginn Nasismi að reyna að hafa control á þessu og sigta þá úr.

                                      .

                                      Einnig finnst mér ekkert að því að þessi innflutningur sé takmarkaður þannig að hann sligi ekki samfélagið eins og er að gerast í Svíþjóð.

                                      Ég veit að þú þykist örugglega hafa betri yfirsýn yfir þetta en stjórnvöld í Svíþjóð ,en þau eru búin að senda neyðarkall til ESB um aðstoð og forsvarsfólk margra kommúna hafa lýst yfir að þau ráði ekkert við ástandið,kerfið hjá þeim sé komið algerlega í mola. Heilbrigðiskerfið ,félagslega kerfið og skólakerfið.

                                      .

                                      Einnig fyndist mér athugandi að skoða hvort að það sé hægt að sporna við því að Wahabi liðar komi frá Sudi Arabiu og séu með sunnudagaskóla fyrir unglinga og börn þar sem þeim er innrætt að þeu eigi að henda Páli Óskari fram af húsþaki og grýta hann síðan og að þeir eigi að drepa Álfheiði Ingadóttir af því hún er trúlaus.

                                      Þessir sunnudagaskólar eru í gangi í um 80% af moskum Evrópu.

                                      Allt af þessu findist mér sjálfsagt, en af einhverjum ástæðum hafa ráðandi öfl tekið þá ákvörðun að undanskilja muslima undan landslögum.

                                      Borgþór Jónsson, 16.11.2015 kl. 16:19

                                      11 Smámynd: Borgþór Jónsson

                                      É g vil skrifa nokkur lokaorð um þetta 

                                      Ég hef hvergi lagt til að mannréttindi muslima verði skert éns og þú gefur í skyn með þessu nasistatali þínu..

                                      Mér finnst aftur á móti að við ættum að sporna við þeim ágangi sem við gömlu vesturlandabúarnir verðum fyrir af hálfu Múslima.

                                      Það er stöðug ásókn í að það séu settar takmarkanir á atferli,mataræði og fleira sem við vesturlandabúar höfum ástundað í áratugi eða jafnvel aldir,til að móðga ekki múslima.

                                      Sumt af þessu hefur þeim tekist að pressa fram með fulltyngi þeirra sem telja sig frjálslynda, þó undarlegt sé.

                                      Ég veit ekki um neinn annan trúar eða  sem hefur reynt þetta eða tekist það. Það má þó vera 

                                      .

                                      Ég gæti jafnvel hugsað mér að múslimum verði gert að fara að landslögum svo sem um skiftingu arfs,jafnrétti kynjanna,meðferð sláturdýra og fjölda annara laga sem þeim dettur ekki í hug að fara eftir og við látum óátalið að þeir hudnsi,einir landsmanna.

                                      Einnig finnst mér glórulaust að hleypa milljón manns alveg eftirlitslaust inn í Evrópu ,sérstaklega á tímum þegar verstu glæpamenn síðari tíma eru að störfum á svæðinu þar sem stór hluti þessara flóttamanna kemir frá.

                                      Nú liggur fyrir að fyrir nokkru fór málaliðahluti ISIS að láta sig hverfa af vígstöðvunum vegna árása Rússa og sóknar Sýrlenska hersins og það er næstum öruggt að þeir leita skjóls innan NATO þar sem það er ekki hægt að ná í þá með neinu móti. Þessir menn sem hafa ekkert haft fyrir stafni í allt að fimm ár en að skjóta og afhausa samborgara sína ,eru nú á leið til Evrópu. Þetta á eftir að fara vaxandi og þeir verstu eiga enn eftir að koma sem er ofstækisliðið.

                                      &#39;Eg held að það væri enginn Nasismi að reyna að hafa control á þessu og sigta þá úr.

                                      .

                                      Einnig finnst mér ekkert að því að þessi innflutningur sé takmarkaður þannig að hann sligi ekki samfélagið eins og er að gerast í Svíþjóð.

                                      Ég veit að þú þykist örugglega hafa betri yfirsýn yfir þetta en stjórnvöld í Svíþjóð ,en þau eru búin að senda neyðarkall til ESB um aðstoð og forsvarsfólk margra kommúna hafa lýst yfir að þau ráði ekkert við ástandið,kerfið hjá þeim sé komið algerlega í mola. Heilbrigðiskerfið ,félagslega kerfið og skólakerfið.

                                      .

                                      Einnig fyndist mér athugandi að skoða hvort að það sé hægt að sporna við því að Wahabi liðar komi frá Sudi Arabiu og séu með sunnudagaskóla fyrir unglinga og börn þar sem þeim er innrætt að þeu eigi að henda Páli Óskari fram af húsþaki og grýta hann síðan og að þeir eigi að drepa Álfheiði Ingadóttir af því hún er trúlaus.

                                      Þessir sunnudagaskólar eru í gangi í um 80% af moskum Evrópu.

                                      Allt af þessu findist mér sjálfsagt, en af einhverjum ástæðum hafa ráðandi öfl tekið þá ákvörðun að undanskilja muslima undan landslögum.

                                      Borgþór Jónsson, 16.11.2015 kl. 17:32

                                      Bæta við athugasemd

                                      Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

                                      Um bloggið

                                      Einar Björn Bjarnason

                                      Höfundur

                                      Einar Björn Bjarnason
                                      Einar Björn Bjarnason
                                      Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
                                      Nóv. 2024
                                      S M Þ M F F L
                                                1 2
                                      3 4 5 6 7 8 9
                                      10 11 12 13 14 15 16
                                      17 18 19 20 21 22 23
                                      24 25 26 27 28 29 30

                                      Eldri færslur

                                      2024

                                      2023

                                      2022

                                      2021

                                      2020

                                      2019

                                      2018

                                      2017

                                      2016

                                      2015

                                      2014

                                      2013

                                      2012

                                      2011

                                      2010

                                      2009

                                      2008

                                      Nýjustu myndir

                                      • Mynd Trump Fylgi
                                      • Kína mynd 2
                                      • Kína mynd 1

                                      Heimsóknir

                                      Flettingar

                                      • Í dag (22.11.): 6
                                      • Sl. sólarhring: 6
                                      • Sl. viku: 35
                                      • Frá upphafi: 856024

                                      Annað

                                      • Innlit í dag: 4
                                      • Innlit sl. viku: 33
                                      • Gestir í dag: 4
                                      • IP-tölur í dag: 4

                                      Uppfært á 3 mín. fresti.
                                      Skýringar

                                      Innskráning

                                      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

                                      Hafðu samband