Áhugavert viðtal við; Garry Kasparov - sem að sjálfsögðu er mjög gagnrýnið á Pútín

Ég ætla að taka einn mikilvægan punkt úr því, en viðtalið í heild er á eftirfarandi hlekk: "Putin Needs Wars To Legitimize His Position".

Spurningin um vinsældir Pútíns

Ég er búinn að vera um hríð, skeptískur á hinar rosalegu vinsældir Pútíns - skv. mælingum í könnunum.
En eins og aðrar skoðanakannanir eru þær teknar með þeim hætti, að ókunnugt fólk hefur samband við viðkomandi.

  1. Mín rök fyrir því að efast um þær kannanir, hafa verið t.d. sú ábending, að ef könnun hefði verið gerð í ríki Stalins - þá geta allir vitað að enginn hefði þorað að segja annað en að viðkomandi styddi foringjann. Sama gilti um könnun er gerð væri í N-Kóreu.
  2. En ég vil meina, að þegar ákaflega gagnrýnin fjölmiðla herferð hófst í Rússlandi, í kjölfar Mayden-torgar byltingarinnar -- og ekki löngu síðar tók Pútín Krím skaga yfir með sérsveitum rússneska hersins. Þá hafi almenningur tekið þá ofsakenndu áróðursfullu umfjöllun, sem "signal" eða vísbendingu - þess að rétt væri að fara varlega.
  3. En það vekur athygli mína, t.d. í N-Kóreu, að hvarvegna í N-Kóreu þ.s. erlendir fjölmiðlamenn hafa í gegnum árin rætt við almenning, þá segjast allir aðspurðir gjarnan með umtalsverðu offorsi - styðja stefnu stjórnarinnar. En engum evrópskum fjölmiðlamanni dettur í hug, að skilja sambærileg viðbrögð - ofsalegrar ánægju sem rússn. einstaklingar á götu gjarnan tjá sig fyrir opnum tjöldum, með svipuðum hætti og þeir mundu taka slíkar yfirlísingar almennings ef þeir væru staddir í N-Kóreu.
  4. Ég meina þetta af fullri alvöru < - - > En pælið í þessu. Ef þær æsingakenndu umfjallanir um Úkraínu, um Bandaríkin, um NATO og Evrópu - sem hafa verið til staðar í rússn. fjölmiðlum sl. 3 ár < - - > Hafa eins og mig grunar, endurvakið óttann sem var til staðar í Rússlandi á árum áður, þegar Sovétríkin voru og hét < - - > Þá kemur það heim og saman við það, að þegar sú -ofsakennda áróðurskennda og ákaflega gagnrýna umfjöllun á alla yfirlýsta andstæðinga Rússlands, hófst. Þá samtímis fóru mælingar á vinsældum Pútíns að sína sífellt hærri tölur.
  • M.ö.o. að í stað þess að mæla vinsældir Pútíns - er ég að segja að þetta mæli hræðslu rússn. almennings við Pútín - hvernig sú hræðsla hafi vaxið - eftir því sem fjölmiðlar í Rússlandi hafa orðið æsingakenndari og stjórnvöld gagnrýnni á meinta óvini Rússlands.

Það áhugaverða er, að Garry Kasparov virðist sammála mér:

"Kasparov: I wouldn&#39;t place much stock in those numbers. I don&#39;t believe that they reflect Putin&#39;s true popularity. Just think about how the pollsters proceed. They call people and they ask them questions on the street. In today&#39;s Russia, it takes a lot of courage to tell a stranger something critical about the head of the Kremlin. And yet more than 20 percent do so nonetheless."

Ég tek einnig eftir af viðtalinu að ég og Garry Kasparov, erum algerlega sammála um skilning á Pútín, sem og einnig sammála um skilning á því Rússlandi sem Pútín hefur skapað!

Bendi fólki á að lesa þetta áhugaverða viðtal!

 

Niðurstaða

Ég vil virkilega meina, sem Kasparov virðist sammála mér - að það sé eitthvað fisklegt við mælingar á vinsældum Pútíns. Mig hefur grunað um töluverðan tíma, að hann sé í reynd ekki nándar nærri eins vinsæll - og kannanir virðast sína. Heldur að þvert á móti, mæli þær kananir - ótta almennings í Rússlandi við Pútín.

Ákafar stuðningsyfirlýsingar meðal almennings, við stefnu stjórnvalda, og við Pútín - sýni einmitt ótta.
Það gæti bersýnilega einfeldni blaðamanna í Vestrænni pressu, sem enn flestir hverjir virðast ekki hafa áttað sig á þessu.

Mér finnst skemmtilegt að Kasparov sé á sama máli.
Bendi fólki á að endilega lesa viðtalið við hann!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar Björn

Öll hérna Rothschild fjölskyldan, svo og þeirra fjölmiðlaveldi AP og Reuters er örugglega á sama máli og þú, ekki satt?

[Image: kasparov-rothschild.jpg]

Þetta er mjög athyglisverður árangur hjá ríkisstjórn Putins, og þetta er örugglega ekki eitthvað sem Rothschild fjölskyldan og co. er hrifin af, ekki satt?

[Image: 5.jpg] 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 11.11.2015 kl. 12:34

2 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það er pínlegt að þú skulir vera að hengja þig utan á bullið í Kasparov.

Kasparov lifir af því að skrifa svona bull og fær lifibrauð sitt frá bandarískum aðilum sem sætta sig ekki við lýðræðislega niðurstöðu rússneskra forsetakosninga.

Gallinn við ykkur Kasparov er að þið virðist ekki skilja hvað lýðræði er.

Lýðræði er til dæmis þegar rússar koma saman á kjörstað og hver um sig velur í einrúmi úr hópi umsækjenda hver á að vera forseti.

Lýðræði er EKKI þegar bandaríkjamenn reyna með hernaðarþrýstingi ,mútum ,hótunum og viðskiftaþvingunum að ráða hver er forseti í Rússlandi.

Kasparov sem er orðinn auðnuleysingi, en er þekkt nafn á heimsvísu er svo leigður til að ausa óhróðri yfir þessa þjóð og forystumenn hennar,í þeirri von að framlag hans breyti einhverju.

Þú ættir að velja þér betri félagsskap Einar.

Borgþór Jónsson, 11.11.2015 kl. 17:19

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Boggi, þegar þú talar um lýðræði - þá hljómar það eins og þegar nýjasti Kimminn talar um árangur stjórnvalda í N-Kóreu.

Stjórnarhættir í Rússlandi hafa ekkert lengur með lýðræði að gera, en það virðist að þú sért búinn að smætta það niður í sama form og í tíð Sovét - - kosningar.

Þær þurfa ekki þá að vera frjálsar.
Það þurfa ekki að vera neinir raunverulegir valkostir fyrir kjósendur.

    • Lýðræði eins og í Sovét eða eins og í Kína.

    Þú ert mikill brandarakarl.


    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 12.11.2015 kl. 01:05

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Nóv. 2024
    S M Þ M F F L
              1 2
    3 4 5 6 7 8 9
    10 11 12 13 14 15 16
    17 18 19 20 21 22 23
    24 25 26 27 28 29 30

    Eldri færslur

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (23.11.): 0
    • Sl. sólarhring: 4
    • Sl. viku: 24
    • Frá upphafi: 0

    Annað

    • Innlit í dag: 0
    • Innlit sl. viku: 22
    • Gestir í dag: 0
    • IP-tölur í dag: 0

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband