Róttæk vinstri stjórn andvíg útgjaldasparnaði og launalækkunum, virðist við það að ná völdum í Portúgal

Þetta minnir um sumt á valdatöku Syriza flokksins í Grikklandi við upphafa þessa árs, stjórn sem fór af stað með stór loforð um að - snúa við útgjaldaniðurskurði, launalækkunarstefnu, standa gegn fækkun starfa og ekki síst, að semja um lækkun kostnaðar af skuldum landsins.

En ekkert af þeim loforðum gekk eftir <-> Þvert á móti, enduðu mál með þeim hætti, að Alexis Tsipras át öll sín fyrri loforð - i staðinn skilaði til Grikkja, meiri niðurskurði en áður ásamt frekari launalækkunum, og enn harkalegri skilyrðum frá kröfuhöfum hvað varðar skuldamál landsins. Þó vann Tsipras frá kjósendum endurnýjað umboð - eftir að hafa farið þær hrakfarir.

Leftwing alliance set to topple Portugal’s government

Antonio Costa - formaður portúgalskra krata og sennilega nýr forsætisráðherra

Verður hann -Tsipras Portúgals- eða mun hann standa sig betur?

Mun sagan endurtaka sig?

  1. Portúgalskir kratar "PS" virðast hafa um helgina samið við,
  2. Róttæka-vinstribandalagið "BE,"
  3. og flokk kommúnista eða "PCP."

Í sameiningu kvá þessir 3-flokkar hafa meirihluta.
Það þarf því ekki að efa að á mánudag fella þeir minnihlutastjórn miðjumanna og hægri manna.

  1. "The programme supported by the left calls for public sector wage cuts made during Portugal’s international bailout to be restored within a year,..."
  2. "...as well as increasing social benefits..."
  3. "...and cutting taxes."

Vart er hægt að efast um að slík stefna, skapi árekstra milli hinnar nýju róttæku vinstri stjórnar, og þrenningarinnar svokölluðu þ.e. Björgunarsjóð Evrusvæðis - Seðlabanka Evrópu og AGS.

Mál eru eiginlega of fersk til að segja meira.
Heimsfjölmiðlar virtust almennt séð ekki - vaknaðir út af þessu.

 

Niðurstaða

Það virðist blasa við uppreisn í Portúgal gegn -björgunaráætlun- Portúgals. Nánar tiltekið þeim skilyrðum sem Portúgal hefur verið upp á lagt að framfylgja svo Portúgal geti endurgreitt þær himin háu skuldir sem á landinu hvíla.

Þetta að sjálfsögðu - - gefur manni sterka deja vu tilfinningu.


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Portúgalar verða þá bara meira á hausnum.  Þeir um það.  Þeir verða að súpa seyðið af sínum mistökum, eins og allir aðrir.

Merkilegt samt að þeir læri ekki af mistökum okkar og Grikkja.  Kannski eru menn bara ekkert að fylgjast með.

Ásgrímur Hartmannsson, 8.11.2015 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 859313

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband