Þá hefur Pútín ákveðið að banna frekara flug með rússneska ferðamenn til Egyptalands í óákveðinn tíma - Er ISIS að plotta að ná völdum í Egyptalandi?

Þetta er áhugaverð ákvörðun - hafandi í huga, að ekki lengra síðan en sl. fimmtudag, voru rússneskir fjölmiðlar gagnrýnir á orð David Cameron forsætisráðherra, að líklega hafi sprengja í farangri grandað rússnesku Airbus 321 vélinni - er fórst sl. sunnudag yfir Sínæ skaga.

Það virðist að Pútín hafi tekið þessa ákvörðun - í kjölfar skýrslu frá eigin leyniþjónustu; en engu hefur verið ljóstrað upp í fjölmiðlum, um innihalda þeirrar skýrslu.

Russia suspends Egypt flights, U.S. boosts security as intelligence points to bomb

Putin Suspends Flights From Russia to Egypt Amid Security Fears

Egypt’s Dismissal of Terrorism in Russian Plane Crash Creates a Rift

"Mourners in St. Petersburg, Russia, attended a funeral on Friday for Timur Miller, 33, who was killed in the plane crash on Oct. 31 in the Sinai Peninsula."

Tjónið fyrir Egyptaland er að sjálfsögðu - skelfilegt

Það sjálfsagt útskýrir af hverju egypsk yfirvöld hafna enn -sprengju- tilgátunni. En sama dag og Pútín ákvað að stöðva flug til Egyptalands með rússneska ferðamenn. Þá sagði Obama í fyrsta sinn opinberlega - að sprengju-tilgátan væri sennileg skýring.

Ég hef ekki fylgst með neinni nákvæmni með efnahag Egyptalands - en vitað er að hann hefur verið í molum síðan umrót hófst í landinu 2011, þegar bylgja mótmæla kennd við "arabískt vor" gekk í gegnum Mið-Austurlönd.

"The government has already imposed strict controls on the movement of hard currency out of the country, even at the cost of making it difficult for businesses to obtain raw materials and other goods."

Skv. fréttum sem hlekkjað er á að ofan, kemur fram að Egyptaland skammtar gjaldeyri. Það getur vart annað þítt, en - innflutningshöft og leyfakerfi.

Sem vart er gott í hagkerfi, sem þegar var þekkt fyrir mikla spillingu, eða, land sem hefur herforingjastjórn - þó Sisis hafi verið "kosinn." 
Þá fóru þær kosningar ekki fram - - skv. fullum lýðræðisreglum.

  • Megin hluti stjórnarandstöðu - bannaður.

Herinn í reynd ræður því sem hann vill ráða.

Við Íslendingar þekkjum af okkar sögu - hvílíkt spillingar dýki innflutningsleyfakerfið var á hafta-árunum milli 1947-1959.
Ég stórfellt efa að það virki betur í einræðiskerfi.

  1. Það má því gera ráð fyrir stórfelldri efnahagslegri óskilvirkni í Egyptalandi.
  2. En þetta hlýtur að þíða, að Sisi hefur valið þennan valkost, frekar en að - - fella gengi gjaldmiðilsins.
  3. Ég er algerlega viss, að þetta er mun lakari valkostur.
  4. En í staðinn er hann að velja - kerfi er skapar stórfellda spillingu, og þ.s. er verra - spillingu er ágerist sífellt, því lengur kerfið starfar.
  5. Kerfi sem eykur efnahagslega óskilvirkni <--> Svarti markaðurinn mun blómstra í þannig hagkerfi. Fullkomnar aðstæður fyrir - vel tengda gróða braskara.

Og nú - - mun gjaldeyris innkoma hagkerfisins skreppa verulega saman.
Sem þíðir - - að fækka þarf leyfum. Þau verða þá dýrari, múturnar stækka.

Kannski var þessi leið valin - vegna þess að kerfið var þegar spillt og elitískt fyrir.
Elítan getur þá - - beitt veitingu leyfa, vísvitandi til að hygla vel tengdum stuðningsaðilum.

En á kostnað landsins sem heild.

Afleiðingin hlýtur að verða - - skortur á varningi í landinu.
Meðan að tryggt er - - að elítan skorti ekki neitt.

Elítan sennilega valdi þessa leið - - til að tryggja sína sérhagsmuni.

  1. Þetta gæti einmitt verið hvað ISIS vill.
  2. Tilgangur árásarinnar verið sá, að auka fátækt í egyptalandi.
  3. Meðan að gríðarleg velmegun þeirra sem hafa aðgang að kjötkötlunum - - muni sá óvild og andstöðu gagnvart herforingjastjórninni.

ISIS hefur sýnt fram á - - trekk í trekk.
Að þau samtök hafa mikla færni til að lesa í pólitíska undirstrauma í samfélögum, þ.s. þau samtök beita sér.

 

Ég hef sjálfur velt fyrir mér - - af hverju ISIS framkvæmir þessa árás

En kannski útskýrist hún af því, að ISIS sjái möguleika til áhrifa innan Egyptalands. Þar sé jarðvegur - - sem unnt sé að sá í, og síðan uppskera.
Fyrir sé mjög víðtækur undirtónn óánægju gagnvart ríkjandi stjórnarfari.

Sem hafi komið fram í gríðarlega lítilli kosningaþátttöku - í nýlegum þingkosningum.
Meginhluti stjórnarandstöðu - - er bannaður sem hryðjuverkasamtök.
Mikill hluti hennar sytur í fangelsi, með langa dóma.

  • Fyrir bragðið má vera, að holrými hafi myndast í egypsku samfélagi, sem ISIS sér ef til vill möguleika á að fylla.
  • Það er, að verða - - öflugt stjórnarandstöðu afl innan egypks samfélags.

Stjórnin virðist sjálf hafa skotið sig í fótinn, með því að velja - - innflutningshöft.

Í kjölfar árásarinnar mun sverfa harkalega að gjaldeyristekjum landsins - - leiða til þess, að skömmtun á gjaldeyri verði til mikilla muna hert.
Það mun væntanlega leiða til verulegs efnahagssamdráttar og aukins atvinnuleysis.
Ásamt versnandi vöruskorti - - nema hjá elítunni.

  • ISIS ætli sér síðan að notfæra sér óánægjuna.
  • En þeir Egyptar er taka trúna alvarlega, eru margir meðal fátækra.
  • En börn þeirra gjarnan hafa einungis aðgang að trúarskólum.

Meðal þess hóps, hefur stuðningur ávalt verið sterkur við Bræðralag Múslima.

En með Bræðralagið veiklað - - leiðtoga þess í fangelsi

Getur verið að ISIS - sjái leik á borði, að koma í staðinn.

Það gæti því verið, að í staðinn fyrir Bræðralagið/komi til mikilla muna hættulegri hreyfing.

Þetta er það sem mér dettur allt í einu í hug.
Að tilræðið sé hluti af plotti ISIS, til að komast vil valda í Egyptalandi.
Fjölmennasta ríki Araba.

 

Niðurstaða

Það getur verið að aðstaða ISIS til að ná áhrifum innan Egyptalands sé góð. En það má fastlega reikna með því, að aukin fátækt og atvinnuleysi bitni harkalega á fjölskyldum fátækra verkamanna - - sem hafa verið helsti bakgrunnur stuðnings Bræðrlags Múslima.

Með leiðtoga Bræðrlagsins í fangelsum, þá má vera að stjórnvöld auðveldi ISIS verkið, að skipta út hugsanlega áhrifum Bræðralagsins í fátækra hverfunum í jaðri egypsku borganna. En annars má vænta, að þeir leiðtogar - mundu beita sér til að tryggja áhrif Bræðralagsins.
En eftir allt saman er ISIS einungis vinur ISIS.

Og í annað sinn má vera að stjórnvöld auðveldi ISIS verkið, með því að hafa valið sér einstaklega óskilvirka og óhagkvæma leið, til þess að - - halda aftur af gjaldeyrisneyslu. Sem samtímis, elur á spillingu - í stjórnkerfi sem fyrir var alræmt fyrir spillingu.

Reikna má fastlega með því, að kerfið verji hagsmuni hins fámenna hóps auðugra og vel stæðra er styðja stjórnina <-> Samtímis að fátækt vex.

Sem væntanlega enn frekar getur orðið vatn á myllu ISIS.

  • M.ö.o. getur vel verið að Egyptaland verði í stórhættu.

Ef ISIS nær völdum í Egyptalandi - þá mundi það þíða, að ISIS væri búið að skapa sitt kalífa veldi sem ISIS dreymir um.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband