5.11.2015 | 21:35
Bandarískir njósnahnettir virðast hafa séð leiftur af sprengingu, í þann mund er rússneska vélin hvarf af radar yfir Sínæ skaga sl. sunnudag
Þó það sanni ekki með hvaða hætti sú sprenging varð, þ.e. sprengja - eldflaug - eða bilun í hreyfli eða eldsneytistanki. Þá virðist a.m.k. mega taka það sem staðfest, skv. þeim gögnum, að rússneska Airbus 321 vélin hafi sprungið í tætlur yfir Sínæ skaga.
U.S. satellite detected 'heat flash' around doomed Russian jet just before crash
Sinai plane crash: unusual noise and heat flash detected
Flash Was Detected as Russian Jet Broke Apart
Cameron says bomb likely caused Russian airliner crash
Plane Crash in Egypt More Likely Than Not
"
"- "The black box flight recorders on board the Metrojet Airbus A321 picked up an unusual noise on the flight deck as the plane flew over the Sinai Peninsula, Russias Interfax agency reported on Tuesday." - "Before the moment of the disappearance of the aircraft from radar screens, sounds are recorded which are not characteristic of a normal flight, Interfax quoted an unnamed security source in Cairo as saying."
- "A U.S. satellite registered a "heat flash" about the time that the plane crashed, a U.S. official said Tuesday, speaking on the condition of anonymity because he was not authorized to discuss the information publicly."
- "Shortly before Sundays disaster, pilots and air traffic controllers held normal conversations, with no evidence of irregularities on board the flight from Sharm el-Sheikh to St Petersburg in Russia, the agency reported."
- Leiftur sést af njósnahnetti á réttum stað og tíma.
- Torkennilegur hávaði heyrist í hljóðupptöku - rétt áður en vélin hverfur af radar.
- Flugmenn ræða skömmu á undan við flugturninn í Sharm el Sheikh -- venjubundin samskipti, engar vísbendingar um vandræði.
Ég get ekki sagt annað - en að þetta styrki þá kenningu að sprengja hafi grandað vélinni.
Ég hef reyndar heyrt eitt dæmi þess að vél hafi farist í sprengingu sem rakin er til eldsneytistanks - - B747 ef mig rámar rétt, sem talin er hafa orðið fyrir því að skammhlaup varð í einhverjum búnaði tengd eldneytistanki vélarinnar undir miðjum búk.
Ég man ekki betur en að reglur um frágang á eldsneytistönkum í farþegavélum hafi verið hertar í kjölfarið - - a.m.k. var öllum vélum með svipaða tanka breytt.
Sprenging í eldsneytistanki vegna bilunar er ekki - gersamlega útilokuð.
Á hinn bóginn, hef ég ekki heyrt neitt um vandamál tengd eldsneytistökum Airbus 321.
- Mér virðist - sprengjukenningin líklegust.
David Cameron forsætisráðherra Breta virðist á sama máli, en eftir honum er haft eftirfarandi - - We cannot be certain that the Russian airliner was brought down by a terrorist bomb, but it looks increasingly likely that was the case.
- Frakkar hafa nú bæst í raðir þjóða - sem vara við ónauðsynlegum ferðum til Sharm el Sheikh.
Bretar segjast vera að aðstoða egypsk yfirvöld, við það verk að bæta öryggi á Sharm el Sheikh
Ekki er um að ræða - gustukaverk af hálfu Breta. Heldur snýst það um að koma þaðan þúsundum Breta sem eru innlyksa þar - eftir að bresk yfirvöld stöðvuðu flug þaðan.
Bretar vilja auknar öryggisráðstafanir meðan að verið er að koma þeirra fólki þaðan.
- "Britain said it was working with airlines and Egyptian authorities to put in place additional security and screening measures at the airport to allow Britons to get home."
- "It hoped flights bound for Britain could leave on Friday."
M.ö.o. - Bretar eru með eigið fólk á staðnum, og háð þeirra mati hvenær grænt ljós er gefið á brottför.
Bersýnilegur skortur á trausti á getu egypskra yfirvalda.
Niðurstaða
Að sjálfsögðu er útkoman ægilegt tjón fyrir Egyptaland - það getur verið áhugaverð spurning hvort að rannsóknin sé undir pólitískum þrýstingi. En augljóst hafa egypst stjórnvöld mikla hagsmuni af því að - niðurstaðan verði önnur en að vélin hafi verið vísvitandi sprengd.
Fyrir Pútín - gæti sú niðurstaða einnig orðið vandræðaleg af annarri ástæðu.
Vegna þeirrar staðreyndar, að í 2-ár samfellt hefur Assad keypt olíu og gas af ISIS - eftir að ISIS samtökin hertóku gas- og olíuhéröð Sýrlands fyrir 2-árum.
En þessir peningar hljóta að hafa skipt ISIS verulegu máli - hafandi í huga að þetta er einmitt hið sama tímabil, þegar ISIS er að vaxa úr áhrifalitum samtökum yfir í það veldi sem ISIS samtökin eru orðin í dag.
- Pútín gæti raunverulega þurft að beina fókus árása sinna innan Sýrlands, að ISIS - - t.d. með því að eyðileggja þeirra enna helstu tekjulind - olíuvinnslu-/gasvinnslustöðvarnar sem ISIS ræður yfir í Sýrlandi.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Reyndar hefur það gerst einu sinni að hreyfill á Airbus vél sprakk á flugi ,vélin slapp vegna þess að hreyfillinn opnaðist frá vélinni en ekki að henni.
Það sem er merkilegt í fréttunumm í dag er að það virðist sem gríman sé að falla hjá Cameron og Obama og þeir taka nú fullan þátt í áróðursstríði ISIS.
Þetta sjónarmið þitt sést víða í breskum og bandarískum fjölmiðlum, að þetta sé ágætt af því þetta komi sér illa fyrir Putin.
Það virðist vera að Afganistan sé að endurtaka sig að hluta til, vestræn ríki taka sér stöðu við hlið hryðjuverkamanna enn á ný.
Borgþór Jónsson, 6.11.2015 kl. 00:47
Boggi, þó svo að hreyfill springi í átt að búk. Þá trvístrar það vélinni ekki - eins og virðist hafa gerst.
A.m.k. ekki með snöggum hætti.
1. T.d. missti Boeing 747 vél 2-hreyfla fyrir rúmlega 20 árum skömmu eftir flugtak frá Rotterdam.
2. Sú vél fórst að sjálfsögðu - - > En punkturinn er sá, að atburðarásin tók tíma að spilast út.
3. Flugmenn gátu látið flugturn vita, hvað hafði gerst. Þeir tilkynntu neyðarástand.
4. Vélin gerði tilraun til að snúa við - - en missir flugið skömmu síðar.
5. Hún sprakk ekki í tætlrur í loftinu.
________________
Þannig að kenning þín - - passar ekki.
Ef hreyfill gefur sig algerlega, þá dugar það ekki til þess, að sprengja vél í tætlur á svip stundu, þannig að - áhöfn gefist ekki ráðrúm til að láta vita, eða lísa yfir neyðarástandi.
_____________________
Einungis 2-möguleikar aðrir en sprengja eða eldflaug.
1. Málmþreyta - - China air vél fórst rétt eftir 2000. En sú vél var rúmlega 30 ára er hún fórst. Meint gölluð viðgerð framkv. 22 árum fyrr. Aldur skiptir máli - - þ.s. því eldri sem vél er. Því flr. flugklukkustundir, því meiri líkur á málmþreytutengdum vandamálum. Airbus vélin var -einungis- 18 ára. Það þíðir - mun minni líkur á alvarlegri uppsöfnun málmþreytu. Þar af mun minna líklegt að orsök sé að rekja til slíks. Síðan var viðgerð á stéli hennar framkv. af framleiðandanum sjálfum, Airbus. Þar af leiðandi ætti viðgerðin að hafa verið vönduð. Fyrir utan að hún fór í eftirlit á Írlandi á sl. ári - fékk þar skoðun og endurnýjað flughæfnis skýrteini. Það minnkar enn frekar líkur á slíkum vanda - - því slíkar skoðanir fela m.a. það í sér að tékkað er á því hvort málmþreyta er til staðar.
2. Hinn möguleikinn, er sá er ég nefndi að ofan, þ.e. hugsanleg sprenging í eldsneytistanki. Eitt tilvik er þekkt, B747 vél er virðist hafa sprungið í loft upp. Það eins og ég sagði frá, leiddi til þess að vélar með svipaða tanka þurftu að fá lagfæringar til að hindra sambærilegt tilvik. Leyddi einnig til breytinga á reglum um tanka og eftirliti með þeim. Ekki neitt dæmi um svipað slýs síðan.
___________________
**Ég stend við mína ályktun - - að sprengja sé langsamlega sennilegasta skýringin.
"Það virðist vera að Afganistan sé að endurtaka sig að hluta til, vestræn ríki taka sér stöðu við hlið hryðjuverkamanna enn á ný. "
Og þér afneitið enn því - að ISIS er stórum hluta fjármögnuð af stjv. í Damascus, sbr. kaup Assads sl. 2 ár á gasi og olíu af ISIS.
**Þetta stríð þarf að leysa með samningum.
Mér finnst merkilegt hvernig - ISIS fær frýtt spil. Rússar ráðast vala að þeim, og það varla gera stjv. í Damascus - - þvert á móti er ISIS mikilvægur viðskiptavinur stjv. í Damascus.
Það kaldhæðna er að - - uppreisnarmenn sem Vesturveldi leitast við að tryggja að séu ekki sigraðir, þeir einnig kaupa olíu og gas af ISIS.
1. Þ.s. menn þurfa að átta sig á, er að ISIS græðir á þessum átökum Vesturvelda og Rússlands, um Sýrland.
2. Vesturveldi og Rússland þurfa að komast að samkomulagi - - > Sem líklega felur í sér skiptingu landsins.
En meðan að átök milli Damaskus stjórnarinnar - studd af Rússum og Íran, halda áfram.
Og uppreisnarmanna, studdir af Vesturveldum og Saudi Arabíu. Halda áfram.
Þá vex ISIS ásmegin eins og púkinn á fjósbitanum.
_________________
Hryðjuverkið minnir kannski Pútín á það.
Að betra sé að leita samkomulags.
Svo unnt sé að - - einbeita sér að ISIS. Í stað þess að dreifa kröftunum í þessi átök.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 6.11.2015 kl. 09:09
Þetta var ekki beinlínis kenning hjá mér ,ég var bara að benda á að þetta væri möguleiki.
Sprengja er alls ekki ósennileg kenning.
Olían frá ISIS fer að mestu til Tyrklands en að einhverju leyti til Írak. Unna olían er svo að mestu leyti notuð af ISIS og öðrum hryðjuverkahópum í Sýrlandi.
Markmið Rússa var að tryggja að það væru stjórnvöld í Syrlandi og þeir gera það sem þarf til að tryggja það. Þeir gera ekki upp á milli hryðjuverkahópa heldur ráðast á þá hópa sem er mikilvægast að afmá fyrst. Núna síðast í gær náði Sýrlandsher yfirráðum yfir veginum til Aleppo eftir að hafa hrakið ISIS þaðan. Það var ekki sjálfsíkveikja heldur höfðu Rússar sprengt þá í tætlur áður en sýrlenski herinn náði veginum.
Málið er að framsókn hryðjuverkahópanna hefur verið stöðvuð og þeir eru byrjaðir að láta undan síga,bæði ISIS og aðrir glæpamenn á svæðinu.
ISIS er í raun ekki merkilegur pappír eins og sést á því að fljótlega eftir að Rússar byrjuðu að herja á þá með 40 ára gömlum flugvélum og álíka gömlum þyrlum hafa þeir lent í bullandi vandræðum. Hugsanlega senda rússar einhverntíma nýju græjurnar sínar. Eins og er virðist vera að þeir séu að nota gömlu vopnin sem þeir þurftu að fara að eyða hvort sem er.
Í nútíma hernaði fær enginn her staðist nema hann hafi flugher sér til stuðnings,og við erum að sjá það í fyrsta skifti að ISIS og aðrir hryðjuverkahópar eru á undanhaldi eftir tiltölulega stutt tímabil loftárása Rússa.
Bandaríkjamenn og fleiri eru að eigin sögn búnir að vera að herja á ISIS í 14 mánuði án þess að ISIS yrði fyrir nokkru tjóni og það dró ekkert úr hernaðarmætti þeirra nema síður sé.
Það segir okkur bara eitt ,það var aldrei ráðist á ISIS.Eina sem var gert var að stýra ISIS inn í Sýrland til að þeir einbeittu sér að Damaskus og væru ekki að berjast við aðra hryðjuverkahópa sem gerðir eru út af bandaríkjamönnum og bretum.
Hernaður Rússa í Sýrlandi hefur afhjúpað þetta samkrull sem hefur verið milli US ,UK og hryðjuverkamanna í áratugi og keisarinn er ekki lengur í neinum fötum og nennir varla lengur að þykjast vera í fötum.
Núna þegar það liggur fyrir að þessir hryðjuverkahópar verða afmáðir hafa bandaríkjamenn loksins fengist til að koma að samningaborðinu.
Bandaríkjammenn sem hafa ekki þurft að semja um neitt í áratugi verða nú að fara að læra upp á nýtt að gera málamiðlanir.
Fram að þessu hefur þeirra samningtækni falist í að setja fram ítrustu kröfur sem skilyrði þess að samningar gætu hafist,svo má semja um rest. Þetta gengur ekki lengur, og það er gott af því þeir hafa notað þessa aðstöðu sína illa og valdið gríðarlegu tjóni umm allan heim.
Heimurinn hefur lengi þurft að búa við ógnarstjórn þar sem hótanir, mútur og beiting hernaðar og hryðjuverka hafa leikið fyrstu og einu fiðlu. Vonandi fer það eitthvað að linast.
Helsta vandamálið er núna að hryðjuverkamennirnir eru nú farnir að flýja undir verndarvæng NATO í Tyrklandi þar sem næst ekki í þá. Bandaríkjamenn munu svo taka þá aftur á leigu til að herja á aðrar þjóðir síðar.Hryðjuverk verða ekki stöðvuð meðan þau njóta stuðnings bandaríkjamanna,það verða einungis staðbundnir sigrar.
Borgþór Jónsson, 6.11.2015 kl. 11:09
Gefum okkur eitt augnablik að ISIS hafi gert þetta. Og rússarnir komist að því.
Maður fer að velta fyrir sér gáfnafari þeirra ISIS liða þá. Rússar eru nefnilega ekki Bandaríkjamenn. Og ekki bretar. Og þeir eru með herlið þarna rétt hjá.
Bandaríkjamenn reikna með að allur mannskapur ISIS sé 30-100K manns. Hvað ætli rússar verði lengi að klára þann fjölda?
Ásgrímur Hartmannsson, 6.11.2015 kl. 17:03
Ágrímur - - málið er þá afar einfalt, að ISIS vill að Rússar mæti með fjölmennt herlið á svæðið, vegna þess að ISIS telur sig þá græða á þannig útkomu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 6.11.2015 kl. 17:30
Borgþór Jónsson
- - Boggi, Rússar hafa nær engar árásir gert á ISIS. Svo ég skil ekki þetta blaður þitt, að ISIS sé í vanda - vegna einhverra meintra aðgerða Rússa.
Varðandi stöðu mála almennt á vigvellinum þarna, virðist - - sókn bandamanna Írana hafa numið staðar.
Þ.e. líklega hvers vegna menn voru allt í einu tilbúnir að semja.
Allt á hinn veginn við málflutning þinn.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 6.11.2015 kl. 17:33
Ásgrímur Hartmannsson,- - Þ.s. ég meini Asgrímur, er það getur verið að ISIS - sé vísvitandi að mana Rússa, til að mæta til liðs með herlið. Vegna þess að sjálfsögðu ISIS telur sig græða á því.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 6.11.2015 kl. 17:34
Ef þú reiknar ISIS rétt út, sem ég er ekki frá því að þú sért að gera, þá eru þeir nú meiri helvítis fíflin.
Hvað nákvæmlega þykjast einhverjir mjúkir pjakkar með enga hernaðargetu að gera á móti rússum? Alvöru þjálfuðum her?
Eina ástæðan fyrir að þeir eru í Sýrlandi núna er að þeir eru ekki að þvælast neitt mikið fyrir neinum. Kaninn er ekki einu sinni að reyna. (Það svarar varla kostnaði. Fyrir þá er þetta allt for show.)
Halda þeir svo að þeir geti verið með einhverjar sellur í leyni einhversstaðar? Leyniþjónustan á eftir að ganga á línuna. Þeir hafa gert það áður, þeir geta gert það aftur.
Hvað verður næsta trix hjá þeim? Að espa kínverja upp?
Hálfvitar. Þeir eru búnir að vera.
Ásgrímur Hartmannsson, 6.11.2015 kl. 18:00
Ég hef enga trú á að rússar fari með landher inn í Sýrland. Staðan eins og hún er er mjög góð fyrir rússa,þeir henda bara einhverju gömlu drasli í hausinn á hryðjuverkamönnunum dag og nótt.Rússum liggur ekkert á.
Þetta er frekar ódýr hernaður. Annað slagið senda þeir svo SU 35 herþotu með nútímalegri græjur ef það þarf að framkvæma eitthvað flóknara.
Það er merkilegt að fylgjast með hvernig gömlu Hind þyrlurnar fljúga í 50-100 metra hæð yfir landið og hreinsa til undir sér,algerlega ónæmar fyrir aðgerðum hryðjuverkamannanna.
Allah akbar öskra þeir og skjóta allskonar drasi að þeim ,en ekkert gerist.
Ef Rússar vilja bæta í þá gæti ég trúað að þeir mundu senda inn KA-52 þyrlurnar sem eru afkastamestu og best vopnuðu árásarþyrlur í heimi.
Gaman væri líka að sjá fleiri SU-35 vélar á svæðinu með KAB 1500 sprengjur í stað litlu KAB 500 L sprengjanna sem SU 24 vélarnar eru að nota. Kannski sjáum við það seinna.
Lofthernaður rússa hefur bara staðið í rúman mánuð með lámarks viðbúnaði og hryðjuverkamennirnir eru þegar farnir að láta undan síga.
Ég mundi álíta að mórallinn verði orðinn verulega slappur hjá þeim um áramót,ég tala nú ekki um ef rússar bæta kannski í árásirnar.
Þrátt fyrir að árásirnar verði til þess að nýjir liðsmenn bætist í hryðjuverkahópana eru gæði hópanna að versna með hverjum deginum.
Inn koma menn sem hafa mikinn áhuga en enga bardagakunnáttu en út fara reynsluboltarnir,þeir fá ekki borgað fyrir að láta drepa sig.
Nú þegar þetta er ekki lengur gaman eru þeir að láta sig hverfa og hefja nýtt líf í Tyrklandi, og síðar væntanlega Evrópu með, fenginn.
Árangurinn sem náðist í fyrradag ,að ná veginum til Aleppo úr höndum ISIS ,á eftir að reynast Sýrlandsher dýrmætur af því að nú geta þeir flutt hermenn og hergögn óáreittir á svæðið.
Yfirlýsingar Camerons um að rússnesku vélinni hafa leitt til frekar vandræðalegrar stöðu fyrir Cameron. Hann hefur ekki deilt þessum upplýsingum með rússum þrátt fyrir beiðni þar um.
Niðurstaðan er sú að annaðhvort er Cameron að hilma yfir með hryðjuverkamönnum ,eða hann er að bulla einhverja vitleysu út í loftið í von um að hitta rétt.
Þriðji möguleikinn er að hann hafi látið koma fyrir sprengju til að ná pólitískum marmiðum.Það hefur annað eins verið gert á þeim bænum.
Það væri í sjálfu sér alveg rökrétt,hernaður vesturveldanna einkum breta og bandaríkjamanna um heim allan hafa kostað milljónir mannslífa undanfarin ár.Hverju skifta þá 200 manns í viðbót ef það má koma þeim að einhverju gagni. Þetta er bara reikningsdæmi fyrir þessa fugla,þó að fyrir venjulega borgara með heilbrigt siðferði líti þetta mjög illa út.
Hafa ber í huga að þetta er ekki venjulegt fólk.
Borgþór Jónsson, 6.11.2015 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning