Farið að líta sennilega út að rússneska farþegavélin hafi verið skotin niður eða sprengd í loftinu af hryðjuverkamönnum

Það eru mjög áhugaverðar upplýsingar að hún hafi - brotnað upp í loftinu - áður en brotin féllu til jarðar. Þá líkist þetta því þegar Malasísk farþegavél var skotin niður yfir A-Úkraínu. Með loftvarnarflaug frá jörðu. Annar möguleiki, er að hryðjuverkamenn hafi smyglað sprengju um borð í Sharm el Sheikh. Áður en hún fór í loftið.

Russian jet broke up in mid air but too early draw conclusions, official says

http://www.thehindu.com/multimedia/dynamic/02604/Sinai_2604238g.jpg

Þó þetta séu ekki einu mögulegu ástæðurnar fyrir því að farþegavél brotni upp í loftinu og komi niður í ótal pörtum. En málmþreyta getur mögulega valdið slíkum ósköpum - t.d. man ég eftir bandarískri farþegavél fyrir rúmum 20 árum, sem lenti í þeim ósköpum að þakið fór af hluta farþegaklefans. Og farþegar störðu út í himinblámann - man ekki hvort einhverjir soguðust út. En farþegar sem sátu með ekkert þak yfir sér, höfðu einungis sætisólarnar sér til halds og trausts. Og það var ekki óhætt að færa þá.

En sú vél lenti - og margir voru á því, að makalaust hafi verið, að hún hafi haldist í heilu lagi að öðru leiti.
Á hinn bóginn, þá voru reglur um eftirlit með málmþreytu hertar í kjölfar þessa atburðar, og síðan þá er ekki vitað til þess að nokkuð sambærilegt hafi komið fyrir í heiminum.

  • Þegar ég íhuga það, virðist það sennilegri skýring, að hún hafi verið skotin niður eða sprengd.

Í fréttum er sagt að rússnesk yfirvöld hafi hafið rannsókn á flugfélaginu, tekið gögn í höfuðstöðvum þess. Sjálfsagt til að tékka á því, hversu gott viðhalda flugflota félagsins raunverulega er. Eða, a.m.k. vonandi snýst sú rannsókn um að leita sannleikans - fremur en að snúast um það að brennimerkja saklausa.

  1. Annaðhvort er þá andstöðuhópurinn á Sínæ, sem lísti fyrir tveim árum hollustu við ISIS, betur vopnum búinn, en hefur verið talið fram að þessu. En vélin kvá hafa verið í of mikilli hæð þegar hún brotnaði upp. Til þess að handheldar eldflaugar dragi.
  2. Eða þeim tókst að smygla sprengju um borð.

Sama flugvél!

http://a.abcnews.go.com/images/International/AP_Russia_plane_crash_Sinai_Airbus_4x3_992.jpg

Niðurstaða

Þessi atburður sýnir sennilega fram á, að í kjölfar þess að Rússland ákvað að hefja þátttöku í hernaði í Sýrlandi. Hafi hætta fyrir rússneska borgara sem heimsækja Mið-Austurlönd, vaxið.
Hryðjuverkamenn hafi sett rússneska ferðamenn á sinn radar.

  • Ég velti fyrir mér, hvort að rannsókn rússn. yfirvalda á flugfélaginu, snúist um að -hengja bakara fyrir smið- eða um það að komast að sannleikanum.
  • En það má benda á, að ef rússn. yfirvöld viðurkenna að hryðjuverkamenn hafi eytt rússn. vélinni, þá gæti það hugsanlega leitt til þess að - - stuðningur rússn. almennings við aðgerðir rússn. yfirvalda í Sýrlandi minnki.

Þess vegna dettur mér það alveg í hug, að rússn. yfirvöld kjósi - að hengja bakara fyrir smið.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband